Helgarpósturinn - 01.02.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 01.02.1980, Blaðsíða 2
2 Föstudagur l . f ebrúar 1980 hplnsmn^fl irinn VALDA OG METORÐA / STJÓRNKERFINU Helgarpósturinn kannar ýmis ættartengsl stjórnmálamanna og embættismanna hér á landi Ættir og ættfræöi hafa löngum veriö ýmsum landsmönnum rannsóknarefni. Fámenniö hér á landi gerir þaö aö verkum, aö ættartengsi iandsmanna eru mikil og sú setning hefur veriö fleyg „aö allir tslendingar séu meira og minna náskyldir”. Hvort þaö eru orö aö sönnu, skal ósagt látiö, en hitt er fullljóst aö ættartengsl fjölskyldna eru hér meiri og nánari, en gerist hjá miiljónaþjóöum. Ýmsir hafa haldið þvi fram, aö ákveönar ættir hafi gengið eins ograuöur þráöur f gegnum isiensku embættismannastétt- ina. Þar af leiöandi hafi þjóöfé- lagiö islenska i raun veriö ætta- veldi, eins og tíökast t.a.m. um konungsfjölskyldur hjá ýmsum erlendum rikjum. t kringum aldamótin hafi t.d. Stephensen ættin veriö æöi öflug innan em- bættis m annaker fis ins. 1 eftirfarandi samantekt veröa tiunduö nokkur dæmi sem sýna aö ákveönar ættir hafa veriö mjög sterkar bæöi innan embættis- mannakerfisins og Alþingis. Þaö skal tekiö fram, aö þessi dæmi gefa aö sjálfsögöu enga heildar- mynd — enda þaö ekki ætlunin — heldur aöeins hugmyndir um þaö hvernig viröingarstööur f þjóö- félaginu viröast haldast i sömu ættinni i gegnum margar kynslóöir. Dæmin er tekin af algjöru handahófi. Við skulum fyrst gripa niöur i þingliðinu. Sigurlaug Bjarna- dóttir var alþingismaöur Sjálf- stæöisfloldcsins i Vestfjaröarkjör- dæmi frá 1974-’78. Hennar bróöir Siguröur Bjarnason, n\l sendi- herra, var þingmaöur Isfiröinga og siöar Vestfiröinga frá ’42-70. Afi þeirra beggja, Siguröur Stefánsson, var einnig þingmaöur Isfiröinga flestöll árin frá alda- mótum fram til 1923. Bróöir hans Stefdn Stefánsson gegndi jafn- framt þingmennsku. Þaö má þvi segja aö þessi ættmenni hafi mann fram af manni „átt” þetta þingsæti á Vestfjöröum meö hléum, alla þessa öld. Móti allri ættareinokun „Eg held svona i fljótu bragöi, aöveldi ákveöinna ætta I isienska stjórnkerfinu, sé ekki sláandi mikiö — a.m.k. ekki þannig aö áberandi sé,” sagöi Sigurlaug Bjarnadóttir fyrrum alþingis- maöur. „Ég er aö sjálfsögöu á mdti allri ettareinokun og tel ekki eölilegtaö fólki sé úthlutaður bas innan stjórnkerfisins aöeins vegna ákveöinna ættartengsla.” Aöspurö sagöist Sigurlaug ekki neita þ vi, aö eflaust heföi hún notið afa sbis og bróöur., Sigurðar Stefánssonar og Sigurðar Bjarna- sonar fyrrum alþingismanna. „Það er enginn vafi á þvi, aö ég hef notiö þessara ættmenna minna, enda þeir verið þingmenn I sama kjördæmi og ég hef barist i,” sagöi Sigurlaug. „Ég vil þó taka þaö skýrt fram, aö ég er i stjórnmálum vegna mins eiginn áhuga,en ekki vegna þess aö min ættartengsl hafi i sjálfu sér gert mig aö stjórnmála- manni og þingmanni. Hins vegar er ekki óeölilegt aö stjórnmála- áhugi sem slikur erfist. Ég ólst upp viö stjórnmálaumræöur og þaöer ekki óliklegt a ö áhugi minn á þessum vettvangi haf vaknaö af þeim sökum.” sagöi Sigurlaug aö lokum. Thorlacius — Amalds Litum nú aöeins yfir i stjórnar- ráöiö. I menntamálaráöuneytinu, er ráöuneytisstjóri Birgir Thorlacius. Bróöir hans er Kristján Thorlacius formaöur BSRB og fyrrum deildarstjóri i fjármálaráöuneytinu. Dóttir hans, Sigriöur er fulltrúi i menntamálaráöuneytinu og gift Arna Kolbeinssyni deildarstjóra i fjármálaráöneytinu. Bróöur- dóttir þeirra er Hallveig Thorlacius, dóttir Siguröar Thorlaciusskólastjóra eiginkona, Ragnars Arnalds fyrrum menntamálaráöherra og núver- andi alþingismanns. Nánar veröur komiö aö þvi siðar, en meira um uppruna Birgis, Kristjánsog Siguröar Thorlacius: Faöir þeirra var ólafur Thorlacius, fyrrum þingmaður og hálfbróöir Einars Thorlacius, sem einnig sat á þingi. Þarna fer þvi öflug embættis — og þing- mannaætt. Hér aö ofan var minnst á Ragnar Arnalds og tengsl hans viö Thorlaciusættina. Hann er sjálfur einnig i nánum ættar- tengslum viö valdamenn innan stjórnkerfisins. Bróöir hans, Jón Arnalds, er ráöuneytisstjóri i sjávarútvegsráöuneytinu og frændi þeirra er Einar Arnalds hæstaréttardómari. Orlitiö áfram meö starfsmenn stjórnarráösins: Baldur Möller ráöuneytisstjóri i dómsmála- ráöuneytinu er sonur Jakobs Möller, sem var forystumaöur Sjálfstæöisflokksins fyrr á öldinni og sat lengi á þingi. Þórhallur Asgeirsson ráöu- neytisstjóri i viöskiptaráöu- neytinu er sonur Asgeir Asgeirs- sonar fyrrum forseta og þing- manns og er þá um leið bróöir Völu Ásgeirsdóttur, eiginkonu Gunnars Thoroddsen alþingis- manns. Móöir Þórhalls og Völu var Dóra Þórhallsdóttir fyrrum forsetafrú, sem var aftur dóttir Þórhalls alþingismanns og biskups Bjarnasonar. A hún einnig ættir aö rekja til Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Er ljóstaöþessiætt er og hefurveriö öflug innan stjórnkerfisins. stjóra í fjármálaráöuneytinu og núverandi framkvæmdastjóra I járnblendiverksmiöjunni á Grundartanga. Þeir bræöur voru sem sé samtímis yfirmenn i sitt hvoru ráöuneytinu fyrir fáum árum. Fjölskyldan samheldin „Ég hef nú ekki leitt hugann sérstaklega aö þeim möguleika, aö ákveönar ættir séu sterkari innan stjórnkerfisins, en aðrar,” sagöi Birgir Thorlacius, ráöu- neytisstjóri i menntamálaráöu- neytinu. ,,Það viröist aö minnsta kosti ekki mjög áberandi.” Birgir var aö þvi spuröur hvort hann heföi notiö ættar sinnar. Hann svaraöi þvi til, aö fjöl- skyldan hans væri samheldin, enda þótt hver heföi aö sjálfsögöu sinar skoðanir. „Ég held svona fljótt á litið, aö þaö skipti ekki höfuömáli fyrir Islendinga, hvort þeir eru af þekktri ætt eöa ekki. Ég hef að visuekki kafaödjúpt i ættfræöi og get þvi ekki dæmt um þaö hvort ættartengsl eru óvenjumikil innan stjórnkerfisins. Þaö má eflaustfinna slik dæmi, en eins og égsagöi þá viröist slikt ekki áber- andi á yfirborðinu,” sagöi Birgir Thorlacius. Skyldleiki innan stjórn- arráðs A siöasta áratug hafa ýmsir menn starfað samtimis innan stjórnarráösins og veriö náskyldir. Skulu nokkur slik dæmi sýnd. Páll Sigurösson núverandi ráöuneytisstjóri i heilbrigöis- ráöuneytinu er bróöir Jóns Sigurössonarjyrrum ráöuneytis- Tómas Arnason var fjármála- ráöherra i siöustu vinstri stjórn. Jafnframt var sonur hans, Eirikur aöstoöarmaður dóms- málaráöherra. Hjörleifur Guttormsson var iönaöarráöherra i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Tvibura- bróöir hans Gunnar Gutt- ormsson var þá deildarstjóri i sama ráöuneyti. „Ég ve.rö aö játa aö ég er ósköp illa að mér i ættfræöi, en þrátt fyrir þaö, veröur þvi ekki neitáö, aö innan embættismannakerfis- ins eru ákveönar ættir bysna öflugar,” sagöi Hjörleifur Guttormsson fyrrum ráöherra og núverandi þingmaöur. „A þessu eru eflaust margar skyringar, en min tOfinning er sú aö veldi ákveöinna ætta i stjórnkerfinu fari hrakandi frekar en hitt.” Aðspuröur sagöi Hjörleifur, aö þaö væri út af fyrir sig óeölilegt aö valdastööur drægust um of á hendur manna sem væru tengdir fjölskylduböndum. „Hins vegar 1 endurspeglar þetta ef til vill mismunandiaöstööumanna til aö koma sér áfram, eins og þaö hefur veriö nefnt. Þess þekkjast dæmi, aö ákveöin embættti hafa gengiö i erföir. Hér fyrr á árum voru þaö aöeins þeir efnameiri sem gátu kostaö börn sin til lang- skólanáms og þaö segir kannski hálfa söguna. A siöari árum hefur þetta breyst tilbatnaöar, en engu aö siöur er ljóst aö aöstaöa tþessari ætt Jóns á Gautlöndum hafa i gegnum fjóra ættliöi veriö ekki færri en 8 þingmenn og þar af fjórir ráöherrar. ! ! I i Bjami Benediktsson Pátur Benediktsson Arni Jánsson 1 i fyrrv. forsætlsráðh þlnpmaður þinpmaður Sipurður Jáncson ráðherra Enreyjarætt Ínga Xrnadóttir eipinkona VÞG ^ilhjálmur I'. Gíclascn útvarpsstjóri eipinkona HT Helpi Tðmasson yfirlæknir Rapnhildur Helpadóttlr fyrrverandi alþinrirm. Gylfi Þ. GÍnlason fyrrverand1 ráðh, Vllmundur Jónæson 1 inrma^ur . .1 Þór Vilhjálms3on hæstaréttard. Guðrún Vilmundardáttir eipinkona GÞG Vala BJamadÓttir eirinkona VG Vilmundur Gylfason r^ðherra A þessari töfiu má sjá þekkt nöfn, sem eru og hafa veriö I valdaaöstööu i þjóöfélaginu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.