Helgarpósturinn - 01.02.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 01.02.1980, Blaðsíða 22
22 _____________________________Föstudagur 1, febrOar 1990 helgarpásfurínn „ÞETTA ER ÓSKÖP ÁHYGGJULAUST LÍF” — segir Þórey Friðbjörnsdóttir i MS Klæðaburðurinn „Maöur er nú oröinn svo sam- dauna þessum svokallaöa menntaskólakúltúr, aö þaö er kannski erfítt aö átta sig á þvi hvernig hann lltur út frá bæjar- dyrum þeirra, sem ekki hafa kynnst honum” sagöi Þórey Friö- björnsdóttir sem er á f jóröa ári i M.S. og fulltrói skólans i LMF (Landssamband Mennta-og Fjöl- brautaskóla). „En maöur heyrir á þessu fólki, aö þvi finnst viö ööruvisi en það sjálft. Það er t.d. mikiö talað um sérstæöan klæöa- burö menntskælinga, og oft spurt af hverju þeir geti ekki klætt sig eins og almennilegt fólk. Þaö er sjálfsagt hægt aö svara þessu á margan hátt, en ég held að hér ráöi þaö kannski mestu aö þegar maður kemur i menntó, þá kynn- ist maöur þeim hugsunarhætti, að það eigi ekki aö dæma fólk eftir útliti heldur persónuleikanum og hinn frjálslegi klæöaburður nemenda er undirstrikun þess.” Félagslifið — Er félagslifiö blómlegt í M.S.? „Jah, þaö er sosum nóg gert og ýmislegt i boöi, en þátttaka nem- enda I félagslifinu fer sifellt minnkandi. Þaö eina sem alltaf stendur jafnvel undirsér er dans- leikjahaldiö. Annaö, t.d. bók- menntakynningar, er illa sótt. Hinsvegar er hér góð félagsaö- staöa og starfandi margir kldbb- ar, eða svið eins og viö köllum það, þar sem nemendum gefst tækifæritil aö sinna áhugamálum sinum. Það er bara örlitíð brot af nemendum, sem notfærir sér þetta. Samt er þetta, vel kynnt fyrir þeim sem koma i skólann, og mikið reynt til aö fá fólk til að taka þátt i þessu og oft er þaö þannig að margir byrja i upphafi skólaárs, en heltast siöan Ur lest- inni.” — Af hverju heldurðu aö þetta þátttökuleysi nemenda stafi? „Ég hef rekiö mig á þaö — og er sjálf I bekk sem er frægur fyrir litla þátttöku i félagslifinu — að fólk segist bara ekki hafa áhuga á þvi sem upp á er boðið i skólanum og sækir á önnur afþreyingarmiö. Þaö er náttúrlega ekkert við sliku aö segja, en ég held aö það veröi bara aö segjast eins og er, að þaö eru alltof margir sljóir og áhugalausir gagnvart þvi sem er aö gerast I kringum þá. Mörgum hundleiðist i skólanum. Finnst skólagangan einhver kvöö og viija losna sem fyrst. Margir eru innhverfir og nervösir þegar þeir koma i skölann og eiga erfitt með að kynnast fólki. Þaö er kvartað yfir klikumyndun I kringum svið- in og urðu miklar umræöur um þaö i haust. Ég tel þetta mikinn misskilning, að skólinn sé anti-félagsleg félagsleg stofnun, heldur þvertámóti. Þetta er ósköp áhyggjulaust lif.Mannigeturliöið hér vel. Ég held að MS hafi gott námsfyrirkomulag, þar sem bók- lesturinn getur veriö atriöi nr. 2, en félagslifiö nr. 1, enda mest þroskandi. En þaö krefst frum- kvæöis af fólkinu, þaö veröur aö skapa sér þaö sjálft. En þaö er bara það sem það gerir ekki.” Pólitik bönnuð i - kennslustundum — Nú er mikið talað um að menntskælingar séu róttækir í stjórnmálaskoöunum. Er svo i MS? „Jájá, þó ég hafi verið haröorö hér aö framan, þá þýöir þaö ekki aömenn séu allir andlausir i MS. Hér er margt duglegt fólk lika. Og þó pólitikin sé stranglega bönnuö i kennslustundum, þá er pólitíkin hér mikið til umræöu og menn af báöum pólum, ihaldssamir og róttæklingar. En við erum hins vegar á móti beinum áróöri, en skynsamlegar umræöur um hvaða fyrirbærisem er, eru öllum gagnlegar. Hér eru manni kynnt hin ýmsu sjónarmiö og stefnur, sem maður annars heföi varla öðlast innsýn i. Þetta finnst mér persónulega mesti ávinningurinn við mitt menntaskólanám. Félagslegur þroski. Og ég mun aldrei sjá eftir þvi aö hafa farið i skólann. Hér kynnist maöur nefnilega ýmsu. sem maður myndi ekki kynnast annars staö- ar.” Menntaskóli. Þaö hefur löng- um mikil róm- antlk fy lgt þessari stofnun I samféiaginu og „mennta- skólakúltúr- inn” ber oft á góma I um- ræöum manna á meöal. Og oft m á h e y r a gamla mennt- skæiinga lýsa þvl yfir aö menntaskóla- árin hafi veriö skemmtileg- ustu árin I llfi þeirra. Til aö forvitnast ör- litiö um hvernig stemmningin er i mennta- skólunum um þessar mundir, spjallaöi Helg- arpósturinn á dögunum viö tvo mennta- skólanema. Annar þeirra er i Mennta- skóla Reykja- vlkur, hinn I Menntas kólan- um viö Sund. •KhieHHIMimimimi .............................. ' 1 ’ -------------_—■"'■«■»'»11» eftir Pál Pálsson mynd: Friðþjófur ÞAÐ ÞÝÐIR EKKIAÐ BYGGJA FÉLAGSLÍFIÐ EINGÖNGU Á DRYKKJUSAMKOMUM” — segir Steen M. Friðriksson i MR Sljóleíki nemenda „Þaö má nú segja að þeir séu fáir, sem halda uppi þessum kúltúr, ef kúltúr má kalla,”sagði Steen M.Friðriksson 6-bekkingur og ritstjóri Skólablaös M.R. þennan vetur, þegar HP baö hann aö segja frá menningarlifi skólans. „Hann einkennist mjög af sljóleika nemenda, sem ég held aö hafi sjaldan veriö meirien um þessar mundir. Sem speglast t.d. vel i viöbrögöum þeirra gagnvart Skólablaöinu. Þaö olli okkur sem stöndum að þvl vonbrigöum, aö viöleitni okk ar til að-hafa þaö menningarlegt hlaut ekki góöar undirtektir. Nemendur vilja frekar fá mynd- ir af sér i blaöi og annaö ámóta léttmeti, en aö tekið sé á alvar- legri málum. Sumir hafa þó reynt aö skrifa eitthvert efni, ss. skáldskap, en þaö er þvi miöur oftast svo mikill leirburöur, aö þaö er ekki birtingarhæft. Þegar ég var kosinn i þetta starf, þá gerði ég mér grein fyr- ir þvi, aö ég myndi ekki sitja und- ir flóöi afefni frá nemendum. Aö ég þyrfti aö pumpa það upp úr þeim. En áhugann skortir. Viö höfum veriö meö ritgeröa- og smásagnasamkeþpni i gangi, meö glæsilegum verölaunum I boöi, 30 þúsund krónur, en þátt- takan er vægast sagt slæleg — aðeins tvær sögur komnar inn.” M.R. — ihaldsbæli? — Hvaö meö pólitiskar um- ræður? „Þaö held ég aö sé eitt skýr- asta dæmiö um þá værð sem viröist vera yfir nemendum, hve litið hefur veriö um pólitiskar umræöur innan veggja skólans aö undanförnu. Skólablaöiö ætti auövitað aö vera vettvangur fyr- ir pólitískar skoöanir nemenda, og siöasti árgangur var nokkuö pólitiskur, meö greinar um Marx og Lenin og fleiri kalla, en áhugi nemenda var litill, og þetta var ekki lesiö. M.R. hefur löngum verið tal- inn ihaldsbæli, en Málfunda fé- lagið Framtiöin héfur þó sent margar róttækar áskoranir til stjórnvalda landsins, sambr. á- skorunin um að reka herinn burt úr landinu. Þaö er þvi ekki alveg rétt aö hér rlki mikil ihalds- semi”. Menn meö mönnum — Hvað segiröu um félagslifiö, er þaö blómlegt? ,Það eru tvö leiöandi öfl i fé- lagslifi skólans : Skólafélagiö annars vegar, sem allir nem- endur eru sjálfkrafa aöilar aö', hins vegar Málfundafélagiö Framtiöin, sem er sjálfstætt, en fólk er hvatt til aö ganga i. Aöur þótti enginn maöur meö mönnum nema hann væri i Framtiöinni, og eftirsóknarvert aö vera kos- inn formaöur hennar, enda hefur sýnt sig aö þeir veröa yfirleitt siðan merkismenn i þjóöfélag- inu, — en þaö er enn eitt dæmiö um deyfö nemenda, aö hlutfall þeirr a s em er u i Fr amtiðinni fer sífellt minnkandi. Og þátttaka i undirklúbbum hennar þal. litil. Þaö eina sem vekur alltaf lukku eru skólaböllin. Þar er alltaf troöfullt. En það þýöir ekki að byggja félagslifiö eingöngu á drykkjusamkomum, — þaö verö- ur lika að vera menningarlegt.” Engin ein ástæöa — Steen, hvaö teluröu aö valdi þessari deyfö nemendanna? „Já, þaö hefur veriö mikið umhugsunarefni okkar embætt- ismanna skólans. Og mér sýnist aö þar séenginein ástæöa öörum fremri. Fólk er fariö aö sækja sér mikiö skemmtun annars staö- ar, t.d. i kvikmyndahúsin. Þaö viröist lika vera rikjandi viöhorf aö félagslif sé eitthvaö sem nem- endur eigi aö fá rétt upp I hend- urnar þegar þeir koma I skól- ann. Svo rifast þeir yfir lélegu félagslifi, en vilja ekkert gera sjálfir. Fleiri atriöi spila einnig stóra rullu i þessu, ss. léleg kynningarstarfsemi á þvi sem skólinn býöur upp á, og svo ein- faldlega húsnæöisleysi. Ég held aö ef viö fengjum betri aöstööu en þennan loftlausa kjállara okkar, myndi þetta batna. Þaö hefur lengi veriö leitaö til stjórn- valda meö þetta mál og þar hefur rektorinn okkar stutt okkur dyggilega, en það hefur ekki mættmiklum skilningi. Þó er hér um mikilvægt atriöi aö ræöa. Þaö er ekki siður þroskandi aö taka þátt I félagslifi, en aö lesa náms- bækurnar. Maður sér aö fólk sem hefur fariö þess á mis á oft erfitt meö aö tjá sig um hlutina. En þaö gera sér bara ekki allir grein fyrir þessu og lpka sig af. Ég segi fyrir mig, aö ég tel mig hafa lært mjög mikið á félags- starfinu hér i Menntaskóla Reykjavikur.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.