Helgarpósturinn - 01.02.1980, Qupperneq 3
3
hc*lrjF*rpne?h irínn Föstudagur i. febrúar 1980
Þessi mynder úr blaði Þjóðvarnarflokksins —Frjálsriþjóö — frá 6.
júnf 1956. Þeir hafa þarna dregiösaman niðja Thor Jensen.
Núverandi formaöur Fram-
sóknarflokksins og þingmaöur
Steingrimur Hermannsson er
sonur fyrrverandi formanns
Framsóknarflokksins og þing -
mannSjHermanns Jónassonar. Þá
eru vensla- og ættarbönd á milli
Jóns G. Sólness (D) Alexanders
Stefánssonar og Gunnars Guö-
bjartssonar (B).
Þá má nefna nýlegt dæmi.
Stefán Gunnlaugssón sat á þingi
fyrir Alþýöuflokkinn á upphafi
áttunda áratugsins. A siöasta ári
voru tveir synir hans þingmenn'
fyrir sama flokk, þeir Gunn-
laugur og Finnur Torfi Stefáns-
son.
Svona mættieflausthalda lengi
áfram, en aö lokum skal bent á
teikningu hér á siöunni, þar sem
raktir eru venslaþræöir þekktra
þingmanna og embættismanna
nú og á árum áöur.
Hér skal enginn dómur á þaö
lagöur hvort þaö sé i sjálfu sér
óeölilegt aö fleiri valdamenn
komifrá einniætten annarri. Hitt
má fullyröa, aö ákveönar ættir
hafa á þessari öld veriö einkar
iönar viö aö útvega þjóöfélaginu,
þingmenn,embættismenn og aöra
valdamenn ef svo mætti aö oröi
komast.
Sumir vilja halda þvi fram, aö
þaö tiökist jafnvel enn, aö vold-
ugar ættir haldi saman. Þaö
gerist meö þvi aö ættir tengjast
böndum meö hjúskap. Þaö má
teljast mjög ólíklegt aö svo sé i
okkarnútima þjóöfélagi, en slíkt
geröist sannarleg til forna.
Og aö lokum hjúskaparfrétt.
Tveir ráöuneytisstjórar tengdust
venslaböndum fyrir skömmu er
börn þeirra gengu i hjónaband.
Sólveig Lára Guömundsdóttir,
Benediktssonar ráöuneytisstjóra
i fjármálaráöuneytinu giftist
fyrir stuttu Hermanni Svein-
björnssyni, Dagfinnssonar ráöu-
neytisstjóra i landbúnaöarráöu-
neytinu. Helgarpósturinn óskar
hjónakornunum til hamingju.
eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir Friðþjófur
manna á uppleiö er misjöfn eftir
tengslum og aöstæöum.”
Tviburabræður i sam-
starfi.
— Nú starfaðir þú sjálfur sem
yfirmaður tvfburabróður þins, er
þú varst ráðherra iðnaðarmála.
Var iðnaðarráðuneytið að verða
ættarveldi?
„Nei þaö held ég ekki. Þaö
geröu allir sér grein fyrir þvi aö
þetta yröi aöeins timabundiö
ástand. Þetta hefur eflaust veriö i
hugum ýmissa dálitið sérstætt,
kannski sérstaklega vegna þess
aö viö erum tviburabræöur. En
þetta haföi ekki truflandi áhrif aö
minu mati, a.m.k. ekki á mig.
Þaö hefur ef til vill veriö erfiöara
fyrir hann aö hafa mig sem hús-
bónda, en á heildina litið var
þetta ekkert óeölilegt ástand sem
skapaðist viö þessar aöstæöur,”
sagði Hjörleifur Guttormsson.
En hvaö skyldu eftirtaldir
menn eiga sameiginlegt? Áki
Jakobsson þingmaöur fyrir
Sósfalistaflokkinn hér á árum
áöur, Jón Skaftason sem var
þingmaöur fyrir Framsóknar-
flokkinn þar til i kosningunum ’78,
Jónas Arnason, sem sat á þingi
fyrir Alþýöubandalagiö fram að
siöustu kosningum, Þorvaldur
Garöar Kristjánsson og Geir
Hallgrimsson þingmenn Sjálf-
stæöisflokksins. Þeir eru annaö-
hvort beinir afkomendur ættar
Sr. Jóns Þorsteinssonar I Reykja-
hlið, eöa hafa kvænst inn I þá ætt.
Þessi ætt hefur um árabil veriö
mjög rik af þingmönnum. Faöir
Geirs Hallgrimssonar
(Benediktssonar) var þing-
maöur, faðir ogafi Jónasar Árna-
sonar voru þingmenn (Árni sonur
Jóns Jónssonar i Múla).
Þaö er þvi ljóst aö viöa liggja
leyniþræöir og ekki þurfa aö fara
saman ættartengsl og flokka-
tengsl, eins og þetta dæmi sýnir.
Þó er þaö algengara, aö ættirnar
séu aö miklu leyti einlitar hvaö
flokkaskipan varöar. A þessu eru
þó oft undantekningar eöa
„svartir sauöir” eins og sumir
myndu kalla þá sem hlaupast frá
fjölskylduflokknum. Þaö er
t.a.m.ekki algengí aö synir þing-
manna komi inr.a þing I gegnum
aöra flokka en feöur þeirra.
En viö skulum nefna nokkra
núverandi þingmenn og aöra á
siðustu áratugum, og Uta á bak-
grunn þeirra og ættartengsl viö
aöra þingmenn — lifs og Eöna.
Páll Pétursson, Björn Pálsson
frá Löngumýri og Tómas Karls-
son sem allir eru I Framsóknar-
flokknum og
sátu saman á þingi fyrir nokkrum
árum. Þeireruaf ætt Guömundar
Arnljótsssonar og hafa fyrir-
fundist margir þingmenn i þeirri
ættinni, sem gjarnan er kennd
viö Gunnlaugsstaöi.
„Haft styrk af minu
fólki”
„Þaö fer ekki hjá þvi.hjá litilli
þjóö, aö I stórum hópi manna séu
margir meira og minna skyldir.
Þaö er eölilegt aö mikiö beri á
ættartengslum hér á landi,” sagöi
Páll Péturssonalþingismaður, en
i hans ætt hefur veriö mikiö um
þingmenn i gegnum árin, eins og
áöur sagöi. Hann er t.a.m.
náfrændi Björns á Löngumýri
sem lengi var þingmaöur fyrir
Framsóknarflokkinn I Noröur-
landivestra, enPáll er einmitt 1.
þingmaöur þess kjördæmis.
„Ég er ekki ættfróöur maöur,
enheld þóað ekkisé mikiö meira
um sterk ættartengsl hér I þing-
inu, en gengur og gerist I 60
manna fyrirtæki,” hélt Páll
áfram.
— En nú ert þú af öflugri þing-
mannaætt. Erfast þingsæti?
„Þaö vil ég ekki segja. Maöur
erfir auövitaö ýmis ættarein-
kenni. 1 sumum ættum er t.d. rik
ihlutunarsemi og áhugi fyrir þvi
aö ráöa. Slikt getur fylgt ættum
ogafleiöingin veröurþvief til vill
sú, aö menn úr sömu ætt eru
virkir I stjórnmálum.”
Aö lokum var Páll Pálsson
spuröur hvort hann hafi notiö
góðs af ætt sinni i sinni pólitisku
baráttu. „Á þvi er enginn vafi,”
svaraöi hann, „ég hef notiö góös
af uppruna minum og minir
frændur lagt mér liö. Hins vegar
getur þetta einnig virkaö öfugt og
andstæöingar oft gefiö i skyn, aö
maöur sé frekar góöur af
ættingjum en sjálfum sér.
Þaö eru sem sé tvær hliöar á þvi
máli. En á heildina litiö hef ég
sem betur fer haft styrk af minu
fólki.”
Nokkrar þingmanna-
ættir
Gunnar Thoroddsen (Sjálf-
stæöisflokkurinn), Pétur
Benediktsson (Sjálfstæðis-
flokkurinn), Héöinn Valdimars-
son (Sósíalistaflokkurinn /
Alþýöuflokkurinn), Jón
Þorláksson (Sjálfstæöisflokkur-
inn) eiga allir sameiginlegt aö
hafa veriö framarlega I flokkum
sinum á slöustu áratugum og eru
jafnframt tengdir annaöhvort
beinum ættarböndum eöa i
gegnum kvonfang. Ættfaöirinn
var Gunnlaugur Briem sýslu-
maöur.
Bragi Sigurjónsson núverandi
iönaöarráöherra og bróðir hans
Arnór hafa báöir setiö á þingi.
Þeir og Bjartmar Guömundsson,
eru bræörasynir en Bjartmar sat
á þingi öll viöreisnarstjórnarárin.
Ingi Tryggvason alþingismaöur
er systursonur þeirra Arnórs og
Braga. Þá var faöir þeirra einnig
þingmaöur fyrr á öldinni.
Verö kr. 69.390.-
DORMEUll
HERRAFÖT
llltima
Hvergi meira
efnaúrval.
Góðir
KJÚRGARÐI - LAUGAVEGI59 klæðskerar.
SÍMAR 22206 - 22207 - 22208 - 22209
Tilbúin. Eftir máli.
kr. 78.000.- 88.000.-
kr. 86.000,- 96.000.-
kr. 84.000.- 94.000.-
kr. 88.000.- 98.000.-
110-160.000.-
Verðáfötum frá 29.500.-
Verð á jökkum frá 19.500.-
Verðábuxum frá 10.500.-
Dæmi um verð:
Ull og terylene
Alullar kambgarn, margir litir
Tweed-efni (ensk), margir litir
„Hard twist”, margir litir
Sérpöntuð efni (í ein föt)