Helgarpósturinn - 01.02.1980, Page 4
Föstudagur 1. febrúar 1980 ■-^S/QdrfDOSfurínrL.
Nafn: Margrét Sölvadóttir Staða: Framkvæmdastjóri Fædd: 5. febrúar 1945
Heimili: Hæðargarður 3 Heimilishagir: Móðir tveggja drengja Bifreið: Ford Mustang '74
Áhugamál: íþróttir, dans, myndlist, Ijóðagerð og fl.
,,Þetta er ekkert plat"
Héttindi kvenna i þjóöfélagi okkar hafa á sföustu áratugum veriö umrædd. Fyrir nokkrum
árum var t.a.m. efnt til kvennaárs. þar sem rædd var staöa kvenna. Vmsir halda þvf fram aö
konur njóti ekki sömu réttinda og karlar innan þjóöfélagskerfisin^Karlar einoki til dæmis ailt
stjórnkerfiöog stýri þjóöfélaginu. Aörir benda á. aökonan skuii vera manninum undirgefin og
vitna þá oft f biblfuna I þvi sambandi.
Konur hafa ævinlega áttfáa fulltráa á þingi. Nú veröa forsetakosningar á næstunniog þegar
hafa þrir frambjóöendur lýstyfir framboöi. Allir eru þeir karlmenn. Tiltölulega nýstofnuö
Samtök kvenna á framabraut, hafa lýsteftir hugmyndum um kvenframbjóöanda. Samtökin létu
einnig fylgja 10 atriöi.sem taliöer æskilegt aö væntanlegur kvenframbjóöandi geti uppfyiit.
Yfirhcyrslan er yfir Margréti Sölvadóttur, sem stendur framarlega í Samtökum kvenna á
framabraut.
Hvaö eru samtök kvenna á
framabraut?
„Þessi samtök voru i upphafi
stofnuö I Bandarlkjunum fyrir
nokkrum áratugum og hétu þá
International organisation for
buissness and professional
women. betta eru alþjóöleg
samtök, og deildir þeirra fyrir-
finnast i fjölmörgum þjóölönd-
um heims.”
Hvers konar samtök eru
þetta?
„Þetta eru samtök kvenna. I
fyrstu voru þetta samtök aöeins
fyrir útivinnandi konur, en nú
hefur þaö breyst. 1 hverri deild
samtakanna eru 100 konur og
þar af mega vera 25 heimavinn-
andi konur.”
Af hverju þessi þröngu inn-
tökuskilyröi?
„Þessi samtök voru I upphafi
stofnuö fyrir konur sem voru
starfandi á vinnumarkaöinum,
eneins og ég sagöi þá hafa sam-
tökin fært út kvíarnar og taka
nú einnig til heimavinnandi
kvenna.”
Nú er alþjóöaheitiö „business
and professional woinen”. Er
þetta m.ö.o einhvers konar y fir-
stéttarklúbbur valinkunnra
kvenna?
„Alls ekki. Konur sem eru á
almennum vinnumarkaöi á
tslandi eru alls ekki yfirstéttar-
fólk.”
En eru húsmæöur í ykkar
huga ekki eins hátt skrifaöar og
útivinnandi konur?
„Þær eru alls ekki lægra
skrifaöar. Þaö er mjög
hvetjandi fyrir einmitt konur
sem vinna heima, aö fara út i
eitthvaö félagsstarf, þvi þá
kynnastþærbetur þvi sem er aö
gerast í þjóöfélaginu fyrirleitt.”
Eru karlmenn inntökuhæfir I
þessi samtök?
„Karlmenn, nei. Þaö hefur
ekki ennþá veriö gerö breyting i
þá átt. Viö skulum þó ekki nefna
þaö svo, aö þeir séu ekki
inntökuhæfir, heldur hitt aö
samkvæmt reglum félagsins þá
er ekki reiknaö meö aöild karl-
manna.”
Hvert er markmiö ykkar
kvennanna á framabrautinni?
„Þaö er aö efla samstööu
meöal kvenna. Þjálfa konur og
þroska og um leiö hvetja þær til
aö afla sér aukinnar menntunar
Auk þess er félagiö ákveöinn
upplýsingamiöill fyrir konur.
Viö kynnum þeim þaö sem er
aö gerast I kringum okkar — hér
heima og erlendis — til þess aö
þær séubeturúr garöi geröar til
aötakastá viöþau verkefni sem
þær vinna aö og axla þær byröar
sem þjóöfélagiö leggur á þær.”
Hvernig fer þessi þjálfun
fram ?
„Þaöeru 100 konur í hverjum
samtökum og þeim er skipt
niöur i 9 ne tndir. Þessar nefndir
hafa siöan aöskiljanleg sviö sem
þær afla sér upplýsinga um
ogkynna svo fyrir féiagskonum.
Þar aö auki er ýmis vandamál I
þjóöfélaginu tekin fyrir og þau
rædd meö hliösjón af stööu
kvenna.”
Nú hafiö þiö lýsí eftir kven-
frambjóöanda fyrir komandi
forsetakosningar og útbúiö
ákveðinn gæöastaðal sem sú
kona þyrfti aö uppfylla. Einn
kostanna sem sá frambjóöandi
þyrftiaö hafa er greind — eölis-
greind? Þar er sem sé tekiö miö
af greind.
„Þeir karlmenn sem hafa lýst
yfir framboði sinu til forseta,
þeir hafa veriö spurðir aö þvi
hvaöakostiforsetiþurfiaö hafa
til aö bera.Viö viljum aöeins
koma okkur upp smáhugmynd
til aö kvenfélögin geti betur
samhæft sig og þá jafnvel sam-
einast um eina konu sem for-
setaframbjóöanda.”
Hver bjó út þennan gæöa-
staöal?
„Þessi staöall var búinn til á
fundi, þarsem staddar voru um
30 konur. Það er ekki hægt aö
segja aö nein ein hafi búiö hann
til. Þaö voru umræöur og siðan
gerö samþykkt. ”
Hvaöa forsendur liggja til
grundvallar þessum staöli?
Hversvegna þarf kvenforseti til
dæmis aö vera á milli 50-60 ára
gamall?
„Aö okkar mati er þaö hags-
munamál. Ef forseti yröi kjör-
inn mun yngri og sæti kannski I
aöeins eittkjörtimabil, þá þyrfti
aö greiöa þeim manni eöa konu
háan lifeyri í langan tima.”
Þetta er sem sagt aöallega
„praktískt” spursmál I ykkar
hugum?
„Þaö er „praktlskt” en einnig
má benda á þaö, aö fimmtugs-
aldurinn er viröulegur aldur og
þroskastig fólks er yfirleitt i
hámarki þá.”
Nú talar þú mikiö um þroska
og þorskastig. Eru samtökin
meö einhverja mælistiku á
þroska manna —og kvenna?
„Nei. Éghefheldur ekki gert
neina rannsókn á þroska fólks
ogef ég heföi einhverja umtals-
veröa þekkingu á þvi sviöi, þá
myndi ég gera slika greiningu á
mér sjálfri.”
Hvaö er aö vera eölisgreind-
ur?
„Aö vera eölisgreindur?
Já. Þaö var eitt afskilyröum
sem kvenforsetaframbjóöand-
inn átti aö vera. Hann átti aö
vera eölisgreindur.
„Þaöernúekki svogottaö út-
skýra þaö.”
Ijvernig getiö þiö þá ætlast til
aö fólk úti 1 bæ skilji merkingu
þessa orös? Eöa þá þaö kven-
fólk sem hefur augastaö á
forsetaembættinu?
„Ég man nú ekki eftir þessu
atriði I okkar upptalningu en ég
býst viö aö eölisgreind sé það að
hafa greind á eöli hlutarins.”
Þá þarf væntanlega aö mæla
þaö með einhverjum hætti?
Hvaöa kvenfólk sem hyggur á
forsetaframboö er eölisgreint
og hvaö ekki?
„Nei, þetta eru aöeins punkt-
ar sem hægt er ab iara eftir og
má hafa til hliðsjónar. Það er
ekki ætlast ti; þess aö okkai
frambjóöandi hafi alla þessa
kostisem viö tíunduöum. Þaö er
eitt aö vilja fá konu i framboö og
annaö aö fá hæfileikakonu til
þess. Eitt sinn sagöi kvenþing-
maöur viö mig: „Konur þurfa
aövinna þrefalltharöar en karl-
menn til aö ná þvi sem þær
vilja.”
Afram meö gæöastaöal sam-
taka kvenna á framabraut,
varöandi kvenforsetafram-
bjóöandann. Ykkar kona á aö
vera ópólitisk segiö þiö. Er hægt
aö vera ópólitiskur?
„Þarna er meint aö hún eigi
ekki að vera flokksbundin. Aö
sjálfsögöu vonum viö aö allar
sjálfstæöar konur hafi sinar eig-
inskoöanir i pólitik sem ööru.”
Ef einhver kona uppfyllir þessi
tiu atriöi ykkar, er hún þá
dæmigerð sem fyrirmynd allra
kvenna? Er þetta ykkar hug-
mynd um hina fullkomnu konu?
„Alls ekki. Þetta eru hug-
myndir tengdar hæfum for-
setaframbjóöanda.”
Geturöu gefiö mér upp gæöa-
staðal fvrir húsmóöurstarfiö?
,Ég hef sjálf veriö húsmóöir i
nriörg ár, svo ég get aöeins tal-
aö út frá minni reynslu. Ég tel
fjölskylduna mjög nauösynlega
hverju þjóöfélagi og traustusta
stoð þess. Ef konan er gift og er
aö byrja sitt lif og eiga sin börn,
tel ég tvimælalaust aö hún eigi
aö gefa heimili sinu allt sitt
starf, a.m.k. fyrstu árin.”
Ég átti nú viö hvernig er •
fyrirmyndarhúsmóöir I ykkar
hugum? Þiö hafiö þegar gefiö
okkar hugmyndir um þaö
hvernig fyrirmyndar kven-
frambjóöandi til forsetakosn-
inga á aö vera. Nefndu mér t.d.
10 atriöi sem gera konu aö góöri
húsmóöur.
„í 10 atriöum. Göö húsmóöir
getur aldrei veriö nema hún eigi
góöan eiginmann. Kona sem er
góö húsmóöir er kona sem
hugsai vel um sina fjölskyldu,
Hún er aö vissu leyti fram-
kvæmdastjóri i sinni f jölskyldu.
Hún gefur börnunum sínum
ástúö og umfram allt reynir aö
þroska þau, þannig aö þau veröi
viö þvibúin að lifa lifinu á eigin
spýtur. Hún reynir ekki aö hefta
börnineöaeigna sér þau, heldur
að stýra þeim. Svo á hún að
reyna aö hafa áhuga á þvi sem
maöur hennar hefur, en aö
sjálfsögöu á hann jafnframt aö
hafa áhuga á þvi sem hún er aö
gera.”
A húsmóöirin ekki aö vera
siöavön og eölisgreind eins og
kvenforsetaframbjóöandinn
ykkar?
„Þaö ættu allar konur aö vera
og karlar lika.”
Ert þú siðavön og eölis-
greind?
„ Ég reyni alltaf aö gera mitt
besta Hitt er annað mál aö mér
mistekst eins og öörum. En
þeim sem aldrei mistekst eru
þeir sem aldrei reyna.”
Nú hafa ýmsir gert grln af
þessum gæöastaöli og forseta-
frambjóöendaleit ykkar. Eru
þetta alvörusamtök sem þiö
starfiö I, eöa ef til vill grfn og
glenshópur svipaöur 0 — f lokkn-
um hér I eina tiö?
„Þetta eru alvöru samtök.
Þau starfa nú i 68 löndum og þaö
eru 300þúsundmeölimiri þeim.
Þannig aö þú sérö aö þetta er
ekkert plat.”
Eru margar konur búnar aö
hafa samband viö ykkur og
benda á sjálfa sigeöa aörar sem
ágætis forsetaframbjóöanda?
„Viö erum ekki búnar aö fá
svar frá kvenfélögunum ennþá.
Hins vegar hef égheyrtfrá kon-
um sem 'eru tilbúnar aö ræöa
þennan möguleika.”
Er þaö eitt ykkar aöalmark-
miö aökoma karlmannaveldinu
á kné?
„Þettaerekkifélag sem berst
fyrir réttindum kvenna. Þetta
er mannréttindafélag sem berst
gegn öllu misrétti og þá m.a. aö
fólki sé ekki mismunaö eftir
kynjum. Viö viljum ekkert
framúr karlmönnunum, heldur
aöeins fá aö starfa þeim viö hliö
á jafnréttisgrundvelli. Þaö er
allt og sumt.”
En þiö leyfiö ekki karlmönn-
um aö starfa viö hliöina á ykkur
i Samtökum kvenna á frama-
braut.Eruöþiö ekki aö mismuna
þarna eftir kynjum?
„Ja, karlmenn hafa ýmsa
klúbba, þar sem kvenfólki er
ekki leyfður aögangur .”
Og er þaö ykkar jamrétti I
reynd, aö búa til iokaöan klúbb
kvenna?
„Nei, mér finnst sjálfsagt aö
karlmenn hafi sina klúbba þar
sem þeir ræöa sin málÞaö sama
á svo að gilda um konur.”
Þetta er ykkar dæmigeröa
jafnréttishugsjón?
„ Jafnrétti kvenna og karla
ætti að miðast aö þvi aö geta
starfaö saman á sama
vettvangi. Hitt er ekki aðal-
atriöiö hvort konur og karlar
ræði sin mál i aðskildum félög-
um.”
En eruö þiö ekki óbeint aö
skapa bil á milli kynjanna meö
svona lokuðum kvennahópum?
„Hafa karlar ekki skapað bil
á milli kvenna og karla meö þvi
aö mynda sin karlafélög.”
,.Ætliö þiö konur á framabraut
aö brjóta á bak aftur karlw
veldiö margfræga, sem ku t.d.
rikja I allri stjórnsýslu?
„Ég vil ekki meina að þar sé
neitt karlaveldi. Ég held aö
fyrir aftan hvern karlmann sé
kona. Ef hins vegar er eitthverl
karlaveldi rikjandi, þá ér
auövitað timabært og sjálfsagt
aö brjóta þaö niöur. En félag
okkar er fyrst og fremst til aö
hvetja konur til aö varpa af sér
skelinni og þora út i lifiö.”
Nú hafa ýmsir óprúttnir
náungar, sagt aö i kvennasam-
tökum sem þessum og öörum
réttindgsamtökum kvenna, séu
aöcins konur sem hafa ekki
getaö haldiö í karla sina. Þær
séu rótlausar og uppreisnar-
gjarnar, þar sem þær nái ekki
ástum karla. Hverju svarar þú
þegar slikar skilgreiningar eru
á borö bornar?
„Éggetgreintfráþviaö mik-
ill meirihluti okkar félags-
manna er giftur. Annars hef ég
ekki kannaö ásta- eöa hjónamál
félagskvenna. Þaö er ekki rætt
um eiginmenn eöa kærasta á
fundum okkar.”
eftir Guðmund Árna Stefánsson