Helgarpósturinn - 01.02.1980, Page 6
6
ERTU MEÐ
FALSKAR?
— ef ekki, lestu þá þessa grein
Þaðbar á góma um þær mundir
er ÁgUstus var keisari I Róma-
veldi... Eitthvað á þessa leið
segir f Bibliunni, og er það ekki i
fyrsta sinn sem góma ber á góma
I sögunni. Saga tanngarða er ná-
tengd sögu mannsins, eins og gef-
ur að skilja, og hefur fyigt honum
i gegnum helstu breytingatima-
bil. Meöaukinni tækni hefur tann-
garðagerðin breyst og menn eru
nú löngu hættir aö taka mark á
boöoröi Voltaire, sem sagöi aö
hver maður ætti sjálfur aö rækta
sinn garð.
Ifornöldvar ekkinotast við há-
þróaða tækni við að búa til gervi-
tennurnar, heldur tennur Ur látn-
um félaga eða úr ekki mjög frá-
brugðnum dýrum. Sagan segir
sömuleiðis frá þvl að fólk hafi
notað trétennur til að vinna á
eðlusteikinni.
Það var ekki fyrr en á sautj-
ándu öld að uppgötvaðist að not-
ast mætti við aðrar aöferðir til að
bætaúr tannleysi. Þá datt Banda-
rlkjamanni nokkrum I hug að
nota postuli'nstennur, og áöur en
langt um leið ööluðust þær
vinsældir. Gallinn var sá að
aöeins ein gerö af settum var
gerö, án tiUits til þess hvernig
menn vorutilhöfuösins. Mörgum,
mörgum árum slðar komust
tannfræöingar þess tíma að þvl að
betur færi á að hafa breytilega
lögun á tanngarði, eftir þvi
hvernig maðurinn væri útlits. Þá
var hafin framleiðsla á þremur
•
tegundum, fyrir breiöleita, lang-
leita og menn með egglaga höfuð.
Við það frlkkaði fólk meö falskar
tennur svo eftir var tekið.
Nú er gómurinn Ur plasti, eins
og svo margt annað nú til dags, en
tennurnar eru ennþá að miklu
leyti úr postulíni. Þær eru búnar
til I stórum verksmiðjum beggja
vegna Atlantshafsins og fluttar
hingað í stórum skömmtum.
Gómana búum við Islendingar
hinsvegar til sjálfir og höfum
lengi gert.
„Þaö gerir sér enginn grein
fyrir þvi hverskonar helvlti það
er að vera meðgervitennur.nema
þeir sem reynt hafa”, sagði
Heimir Sindrason, tannlæknir, I
samtali viö Helgarpóstinn. „Fólk
sem ekki er með falskar tennur
heldur að þetta hljóti að vera allt I
lagi, vegna þess aö fólk kvartar
ekki yfir þessu við kunningjana.
Þaö kvartar hinsvegar við tann-
lækninn, svo um munar. Oftaster
það neðri gómurinn sem angrar.
Hann er sjaldnast til friös!'
Heimir sagðist ekki myndi ráð-
leggja nokkrum manni að fá sér
falskan góm, fyrr en ljóst væri að
ekkert annaö væri hægt aö gera.
„Fólk heldur að það hafi himin
höndum tekið,að verakomið meö
falskar tennur, en þá er það rétt
að byrja baslið”, sagði hann.
„Gómarnir rýrna, og þess-
vegna gengur illa að fá þá til að
passa. Bitið meö fölsku tönnunum
er þar fyrir utan 25% veikara en
með venjulegum tönnum, og hægt
er að imynda sér hvaða þýöingu
það hefur. Sömuleiðis kemur á-
takið ætið á allan góminn, en ekki
á einstakar tennur, eins og hjá
fólki meö slnar tennur.”
Nú kostar 280 þúsund krónur að
fá sér falskar, og skipta þarf á 5
til 7 ára fresti. Þótt tannlækna-
þjónustan hérlendis hafi batnað
mikið upp á siökastið er ennþá
fjöldi fólks með falskar tennur og
tannsmiðir íslenskir eru milli 120
og 130.
„Ég gæti trúað að tveir þriðju
af fólki yfir fimmtugu sé með
falskar tennur”, sagöi Þóra
Bjarnadóttir, tannsmiður þegar
Helgarpósturinn gómaði hana um
daginn. „Yngra fólk hefur fengið
mun betri tannviðgeröaþjónustu,
og þessi mál eru að breytast mik-
ið. Tannsmiðir vinna ekki að
nærri öllu leyti viö að gera falska
góma, heldur gullvinnu, silfur-
vinnu og smærri gómhluta.”
Að sögn Þóru tæki það um 6
tima aö gera einn góm, — væri
setíð við það. „Slðan verður fólk
að koma og máta að minnsta
kosti fimm sinnum. Við verðum
að smíða þetta blindandi, eins og
ég vilkalla það, vegna þess að við
sjáum ekki manneskjuna. Þetta
fer allt I gegnum tannlækna.”
Þóra sagði að það kostaöi 25
milljónir að koma sér upp tækjum
til að smlða tennur. Hér áður fyrr
var þaö sprittlogi, hnlfur og
mótor sem notast var við, en nú
er tæknin orðin þróaðri. Ýmis
handverkfæri, gifs, vax, steinar
af ýmsum tegundum, til aö sli'pa,
þarf.auk bormótora og sllpimót-
ora. Þar að auki allskyns verk-
færi þegar gera þarf eitthvað ó-
venjulegt.
Sagan er ekki búin þó að tenn-
urnar séu komnar upp I mann-
Það fyrsta sem fyrir augu tann-
lausa mannsins ber á morgnana:
Geivitennur i glasi á náttboröinu.
eskjuna. Það þarf að halda þeim
við, að sjálfsögöu. Gervitennur
þarf að bursta, eins vel, ef ekki
betur en venjulegar tennur. Eftir
hverja máltið, kvölds og morgna.
Þegar hægt er að halda á tönnun-
um I höndunum á ekki að fara á
milli mála hvenær þær eru orönar
hreinar, og hvenær ekki.
Einu sinni I viku er svo æskilegt
aö setja tennurnar I hreinsilög.
Og á nóttunni á alltaf að hafa þær
Ivatni. Að sögn Þórukemur tann-
steinn á falskar tennur ekkert slð-
ur en venjulegar, og ekkert finnst
tannsmiðum leiðinlegra en góm-
ar sem þaktir eru tannsteini.
Svo er fólki lika ráðlagt að leita
straxlækninga ef gómurinn pass-
ar ekki, og vera ekki aö troða
allskonar aukahlutum undir, svo
sem bómull, bréfi, tyggjói, eða
hver veit hvað, eins og sumir
gera.
Að sögn Þóru er tannlim ekki
mikiö notað, enda á það að vera
óþarft ef tennurnar passa vel.
Samt er fólk stundum aö missa út
úr sér tennurnar og þá stundum á
óþægilegustu stundum. Einn festi
til dæmis gómana í karamellu á
æsilegu augnabliki I Exorcist i
Austurbæjarblói. Karamellann
og gómarnir duttumilli sætaraða,
og upphófst mikil leit fjölmargra
sýningargesta. Gómarnir fundust
um síðar og allir urðu ánægöir.
En hvernig bregst fólk við þeg-
ar þaðfinnur tanngarð þar sem
það á alls ekki von á honum?
Hvaö mynáiröu gera ef þú sæir tanngarö á gangstéttinni á leiöinni úti búö? Lik-
lega myndiröu ganga framhjá, án þess aö snerta viö honum. Helgarpósturinn tók
útúr sér tennurnar um daginn og lagöi þær á götuna.
Talsveröur hópur fólks gekk fram á garöinn, og flestir létu sér fátt um finnast.
Rétt litu niöur og svo var haldiö áfram.
'SírttkTlr ráku tána I og sannfæröust um aö á feröinni voru raunverulegar tennur.
Kannski útúr einhverjum berklaveikum, sem fengiö haföi hóstakast þarna. Aö
minnsta kosti var ekki hættandi á aö snerta.
Eina manneskjan sem haföi áhuga á tönnunum var ung stúlka, sem tók þær snar-
lega upp af götunni og stakk þeim á sig. Greinilega eru gervltennur gott leikfang.
Og góö leikföng láta börn ekki svo glatt af hendi. Stúikan taldi sig eiga tennurnar,
hún haföi jú fundiö þær útá götu, og skipti litlu þótt einhver maöur kæmi og segöi
henni aö hann ætti þær. Sá á fund sem finnur.
Þaö tók fimm minútna rökræöur aö semja viö stúlkuna um aö hún skilaöi aftur
fengnum hlut, —og þaö var gert meö trega.
Helgarpósturinn setti þær snarlega uppf sig aftur.