Helgarpósturinn - 01.02.1980, Qupperneq 8
8
Fostudagur 1. febrúar 1980/-,^/^-,^^^ Irjnn
pásturinn-
Utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi
sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs-
ins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Úskar Haf-
steinsson.
Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Arni Stefánsson og Þorgrlmur
Gestsson.
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.
Auglýsingar: Elin Harðardóftir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu-
múla 11, Reykjavik. Sími 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askrift {með Alþýðublaðinu) er kr.
4.500.- á mánuði. Verð í lausasölu er
kr. 300.- eintakið.
: jf
EFTIR HRING VITLEYSUNA ER ÞAÐ
ENN STEFANÍA
Fyrírsögn
Ung ensk stúlka af góðum
ættum, með ljóst nár, himinblá
augu, rjóð I kinnum, og með
slappan munnsvip, segir við
unnusta sinn, sem er hávaxinn
hökulaus og þvöglumæltur:
„Veistu það George, i gærkvöldi
heyröi ég ýmislegt merkilegt um
fjölskylduna mina, veistu það t.d.
að langafi minn dó við Water-
loo?? — „Nei elskan, ég vissi það
ekki, á hvaða brautarpalli var
það?” — „George þó, eins og það
skipti nokkru máli við hvaða
brautarpalí þaö var.”
Svona misskilningur getur
alltaf komið upp á bátinn, og þá
sérlega þegar fólk er þvöglu-
mælt eða með slappan munnsvip.
Ritstjóri þessa ágæta blaðs,
réðst að mér um daginn og bað
mig að skrifa leiðara, og ég sagði
já. Ritstjórinn er það skeggj-
aður.aðþaðer erfittaðsjá hvort
hann er með slappan munnsvip,
en hann er ærið oft þvöglu-
mæltur. Sjálfur hef ég sterkan
munnsvip og einstaklega skýran
talanda, þannig að ef um mis-
skilning er að ræða, er llklegast
að hann stafi af þvöglumælgi rit-
stjóra, en þvöglumælgin hrjáir
hann mjög á stundum.
Þetta leiðir hugann ósjálfrátt,
eftir óranns akanlegum öng-
strætum, að þvi, hversu erfitt
menn eiga almennt með að skoða
hlutina hlutlægt, eða „objektift”.
Tökum sem dæmi þá merkilegu
áráttu ritstjórans, að segja mig
blaöamann, eða þá bjargföstu
sannfæringu konunnar minnar,
aö ég sé eiginmaður: hvort
tveggja er auðvitað alrangt, ég
er heimspekingur og skald.
Hér gefst ekki rdm til að út-
lista kenningar minar um tilgang
og eöli mannskepnunnar, eða
stefnu Framsóknarflokksins,
eða önnur torskilin og vand-
skoðuð viöfangsefni, en mér er
spurn, hver hefur ort betur I
leiðara en þetta:
Þröngvum þremli
þangaö
úlfur alltaf
angað
hefur hrútur
hans
hreöjar hrópa
hraksmánarlega. (?)
A milli lina, i þessu ljóði má
iesa margt um „la condition hu-
maine”. Hinsvegar er ekkert I
þessu kvæði um stefnu Fram-
sóknar, ég orti milli annarra llna
um hana.
Svo ég viki aftur að þvl hversu
erfitt menn eiga oft með, aö
skoða hlutina hlutlægt, þá má
nefna sem dæmi, að ritstjórinn
heldur að þetta sé leiðari, en það
má öllum Ijóst vera að svo er
ekki: Þetta er listaverk, ódauð-
legt og óbrotgjarnt.
Meö kveðju úr hyldýpi örvænt-
ingarinnar.
Þessa dagana hafa væntan-
legir forsetaf rambjóðendur
fengið verklega kennslu I þvi
hvernig forseti vinnur að
stórnarmyndun. Þaö er að vísu
ekkert einsdæmi aö myndun
nýrrar stjórnar hafi tekið lengri
tima en tvo mánuöi, en aðstæð-
ur allar eru nú þannig hér á
landi, aö eftir þvl sem stjórnar-
myndun dregst meira á langinn,
þvi meiri verður óreiðan I efna-
hagsmálum, gengið slgur jafnt
og þétt og veröbólgan vex hröð-
um skrefum.
Eins og allir hafa oröio
áskynja, sem á annað borð
fylgjast með þjóölifi hér á landi,
þá hefur forseti tslands verið
býsna ákveðinn I garð stjórn-
málamannanna við þessa
stjórnarmyndun, og veitir ekki
af. Hann hefur áreiöanlega
vaxið I augum margra i hvert
sinn, sem hann hefur eitthvaö
látiöfram hjá sér fara varöandi
yfirvofandi efnahagsvanda og
stjórnarmyndun. Þótt hann
væri hógvær I oröum á miöviku-
daginn þegar hann talaði við
fjölmiðla að loknum fundi
sinum með fjórmenningunum,
Benedikt, Geir, Steingrimi og
Lúðvik f Stjórnarráðinu, þá var
ákveðin festa í orðum hans sem
þjóðn kann vel að meta. Sjálf-
sagt hefurhann kveðið fastar aö
orði á fundi meö fjórmenning-
unum, og þá sérstaklega um
timatakmörkin, en þótt hann
notaöi ekki nein stóryrði þá
skildist mjög vel hvaö hann var
aðfara. Ekkier óliklegt að hann
sé orðinn æriö þreyttur á
þessari miklu upplausn sem
hefur verið hér á landi allt frá
þvi um kosningar I júnl 1978. 1
kjölfar þeirra tóku við lang-
vinnar stjórnarmyndunarvið-
ræður, og margoft lá við að
stjórnin, sem loks var mynduö í
september, væri sprungin.
Siöan kom þetta upphlaup krat-
anna rétt fyrir þingsetningu i
haust, stjórnarmyndunartil-
raunir I kjölfar úrsagnar þeirra
úr stjórninni, semnæstum hafði
komið i veg fyrir opinbera
heimsókn hans i Belgiu, og
siðan endalaus boltaleikur að
loknum desemberkosningum.
Þjóðin er orðin þreytt
og stjórnmálamenn
mega vara sig
Það er vlst ekki ofmælt að
þjóðin sé orðin þreytt á þessu si-
fellda pólitlska þrasi og upp-
hlaupum frá þvi um mitt ár
1978. Ef ekki tekst aö mynda
skikkanlega stjórn núna, þá er
kominn góöur jarövegur fyrir
einhvern sputnik flokk eins og
Glistrupara I Danmörku. Slíkir
flokkar verða að vlsu aldrei
langllfir, ai þeir geta haft sln
áhrif á þjóöfélagið engu að
slöur.
Cr öllum áttum klingir nú i
eyrum fyrirlitningin á stjórn-
málamönnum. Þessi niörunar-
orö taka þeir kannski helst til
sin sem sist skyldu, en á hina
sem þyrftu aö fá smá lexlu hrln
ekkert. Viö rlkjandi ástand er
ekkert óllklegt að efnt yrði til
kosninga I sumar, samhliða for-
setakosningunum. Ef þá kæmi
fram á sjónarsviöiö einhver
flokkur sem ekki beint væri á
móti stjórnmálamönnum, en
ræki mjög ákveöna gagnrýnis-
stefnu á þá, sem hér eru nú I
forystu, þá væri ekki óllklegt aö
hann sópaði að sér töluverðu
fylgi. Stjórnmálaflokkar hér
hafa haft mjög fast fylgi, en
nokkrar undanfarnar kosningar
sýna, aö meiri sveiflur virðast
nú vera á fylgi flokkanna en oft
áður.
Þeir töluðu um þjóð-
stjórn en hugsuðu allt
annað
Þótt stjórnmálaleiðtogarnir
hafi aöallega talað um myndun
þjóðstjórnar I vikunni, er það af
og frá það sem þeir hafa veriö
að hugsa innra meö sér og á fá-
mennum flokksklikufundum.
Sannleikurinn er sá, að I hvert
skipti sem einhver glæta viröist
vera um stjórnarmyndun, eins
og var fyrir siðustu helgi, þá
fara menn strax að hugsa 1 ráð-
herrum og ráðuneytum, þetta er
nú staðreynd málsins, hvort
sem hún veröur nokkurntlma
viðurkennd eða ekki.
Nú er upp runninn sá tlmi, að
það er annaðhvort að hrökkva
eöa stökkva fyrir flokkana I
stjórnarmyndunarviöræöunum.
Stefania
f svipinn virðast mestir
möguleikar veraá myndun svo-
nefndrar Stefanlu, þaö er sam-
steypustjórn Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýöu-
flokks. Fyrir siöustu helgi voru
Alþýöuflokksmenn reiöubúnir
að láta forsætisráöherraem-
bættið af hendi 1 hendur fram-
sóknarmönnum. Þetta átti
forysta Alþýðuflokksins aö gera
Steingrimi Hermannssyni ljóst,
en á m óti kom auövitaö að Krat-
ar vildu fá að velja sér fagráðu-
neyti svokölluð. Þá virtist nokk-
urnveginn ljóst að Sighvatur,
Benedikt og Kjartan yrðu áfram
ráöherrar. Llklegt þótti að
Kjartan og Sighvatur myndu
halda slnum ráðuneytum, en
óvlst var með Benedikt.
Þetta splundraöist svo allt
þegar harðlínumennirnir á sviði
landbúnaðar innan Fram-
sóknarflokksins fengu oröið.
Þeir hafa séö rautt undanfarna
mánuði þegar minnst hefur
veriö á Alþýöuflokkinn, en nú
sáu þeir eldrautt þegar þeir litu
yfir landbúnaðarkaflann i
umræðudrögum Benedikts. Þau
skilaboð áttu nú aö fylgja þeim
kafla, sem og drögunum öllum,
að þetta væri aðeins umræðu-
grundvöllur en ekki endanlegar
tillögur, en óvlst er talið að sá
boöskapurhafi komist til skila I
öllum æsingnum sem varð I
tengslum við fyrstu viöbrögö
manna. Ef Alþýöuflokksmenn
halda enn við það að þeir séu
reiðubúnir að láta forsætis-
ráöherraembættiö I hendur
framsóknar, þá ættu að vera
sæmilega góðar likur á þvi aö
samkomulag tækist meö lýð-
ræðisflokkunum um myndun
Stefaniu. Steingrimur veröur aö
taka til baka eitthvað af stóru
orðunum sinum um samstarf
HÁKARL
við S jálfstæðisflokkinn, og
Sjálfstæðismenn geta kælt sína
menn niður með þvi aö eölilegt
sé aö Framsóknarflokkurinn
veiti stjórninni forystu vegna
þess aö þeir séu ótvlræðir sigur-
vegarar kosninganna, og þá
ekki sist formaöurinn sjálfur. 1
þessu stjórnarmynstri mun
Sjálfstæöisflokkurinn lika
leggja megináherslu á að fá
fagráðuneyti. Menntamálin og
samgöngumálin kitla þá, þvi
það er ár og dagur siðan Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur haft eitt-
hvað að segja i menntamálum
og samgöngumálin hafa alltaf
verið ofarlega á lista hjá sjálf-
stæöismönnum. Það er rétt að
vekja athygli á þvi aö stórvirki i
vegagerð i kringum höfuðborg-
ina og austur fyrir fjall voru
unnin i tíð Ingólfs Jónssonar
sem samgönguráðherra, eða
byggt var á þeim verkum sem
hann hafði lagt undirstööu að.
Miðstjórnarfundur og
fl okks stjórnar f un dur
Nú um helgina verða haldnir
tveir mikilvægir fundir: flokks-
stjórnarfundur Alþýðuflokksins
og miöstjórnarfundur Fram-
sóknarflokksins. A þeim báöum
verður tekin lokastefnan i
stjórnarmyndunarmálunum, og
þaö ræðst á þeim hverskonar
stjórn flokksformennirnir segja
Kristjáni Eldjárn að þeir séu
reiöubúnir aö mynda eftir helgi.
A miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins verður kosinn
varaformaður I stað Einars
Agústssonar sendiherra Islands
i Kaupmannahöfn. Þótt skrýtiö
kunni að viröast, þá er samband
á milli þess hver veröur þar
kjörinn við hlið Steingrims og
hverskonar stjórnarmyndun
verður ofaná eftir helgi. Tómas
Arnason og Sighvatur Björg-
vinsson voru sagðir hafa ræðst
viö um minni hlutastjórn i
Framkvæmdastofnun, en það
var nú boriö til baka og svo
staðfest aftur i Mogga. Þessir
tveir virðast vel geta talað
saman og ekki óliklegt að þeir
ættu stærri hlut að þvi en marg-
ir aörir að kippa Sjálfstæðis-
flokknum inn i stjórnina.
Ekki utanþings
Nú,komi hinsvegar á daginn,
sem heldur þykir ótrúlegt, að
utanþingsstjórn verði ofaná, þá
er eitt vist, að fyrir þeirri stjórn
verður doktor Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri. Með honum
yrði þá einn tengiliöur frá
hverjum flokki og siðan hefur
verið talað um fulltrúa vinnu-
veitenda og verkalýðshreyfing-
ar, eða sjö manna stjórn.
Jónas Haralz hefur veriö
nefndur sem hugsanlegur tengi-
liður Sjálfstæðisflokksins, Er-
lendur Einarsson forstjóri SIS
eöa Valur Arnþórsson kaup-
félagsstjóri KEA, sem Fram-
sóknartengiliður, Jón Sigurðs-
son hagrannsóknastjóri var orö-
aður við þetta, en vill ekki láta
stimpla sig svo opinberl ega
politiskt, svo kratar verða að
finna einhvern annan. Ingi R.
Helgason hefur verið nefndur
sem Alþýðubandalags-
maöurinn, Ragnar Halldórsson
i tsal sem fulltrúi vinnuveit-
enda, en eitthvað hefur fulltrúi
verkalýðsins vafist fyrir
mönnum sem ekki treysta
Snorra Jónssyni i embættiö á
móti öllum þessum sterku
mönnum.
—ÓBG