Helgarpósturinn - 01.02.1980, Síða 11

Helgarpósturinn - 01.02.1980, Síða 11
he/garpásturinn Föstudagur 1. febrúar 1980 11 heim þungum dóm yfir sjálfu sér. Fræðslu og afþreyingar- skyldu gagnvart börnum og unglingum er hvergi nærri nóg sinnt. Til dæmis mætti spyrja hvers vegna ekki eru teknar upp einhverjar fréttir fyrir þéssa aldurshópa. Vantraust á starfsfólk Töluveröur hluti þessa stafar af þvi að Alþingi hefur ekki það traust á starfsfólki útvarps og sjónvarps að það fái að starfa sjálfstætt. Yfir það er sett rit- skoðunarnefnd, útvarpsráð, sem leggur þröngsýnt mat sitt á hvern dagskrárlið áður en hann fær að birtast. Ég tel að þessu verði að breyta. Ég fæ ekki séð neitt eðli- legt við að yfir starfsmenn fjölmiðils sé sett þingkjörin gæslunefnd, sem alls ekki er þess umkomin að stjórna starfi þeirra. Slíkt verður alltaf léleg fjölmiðlun. Þessi gæsla er jafn- framt til þess or.ðin að halda þessum starfsmönnum frá þvi að þroskast og eflast i starfi. Ég tel að ef útvarpsráð yrði lagt niður i núverandi mynd, fengi þess i stað hlutverk sam- ráðsaðila, sem getur tjáð sig eftir á og tekið til meðferðar það sem úrskeiðis fer, myndi af- raksturinn verða mun betra útvarp og sjónvarp. Þá myndu þeir mörgu starfsmenn miðlanna sem eru hæfir i störf sin fara að njóta sin. Ég held þeim sé flestum treystandi til að vaxa upp i störf sin. Bera skiljanlega fram Beint svar við spurningunni væri þvi að fjölmiðlum ber að setja efni s itt fram á þann veg að skiljist. Til dæmis ef þeir skýra frá nýjungum i stjórnsýslu, svo sem nýrri gerð skattframtala, þá á almenningur heimtingu á að vera einhvers visari eftir umfjöllun þeirra. Það vill þó brenna við að svo sé ekki. Við megum ekki gera kröfu til fjölmiðla um að þeir birti okkur hinn eina sannleik i stjórnmáium eða öðru. Einfaldlega vegna þess að hann er ekki til. Hins vegar getum við gert kröfu til þeirra allra um að þeir stundi heiðar- lega fjölmiðlun. Rikisfjölmiðl- arnir eiga að vera mun virkari i umræðu. Þeir eiga að velja fræðsluefni meir með tilliti til skemmtiinnihalds þess og skemmtiefni meir með tilliti til fræðsluinntaks þess . Með öðrum orðum, sljóvga ofurlitið mörkin þarna á milli. Dagblöðin eiga fyrst og fremst að sýna heiðar- lega blaðamennsku. Þau verða aldrei hlutlaus og eiga heldur ekki að vera það. Mér þykir mikilvægast að þau dragi ekki dul á áhugasvið sin, né heldur það hvernig fréttar er aflað og hvernig úr henni unnið. Þvi nær það sem við komumst einhvers- konar fullkomnun á þessum atriðum, þeim mun vandaðara verður upplýsingastreymi til kjósandans. Ekki illa haldin 1 lokin vil ég þó taka fram, að mér virðist islenskir kjósendur ekki telja sig illa haldna i þessum efnum, þrátt fyrir allt. Má þar nefna ýmsar visbendingar. Við teljumst búa við lýðræðis- skipulag, þótt framkvæmd þess sé ef til vill gölluð. Þegar kjósendur i sliku þjóðfélagi telja mátt sinn til áhrifa á framgang þjóðmála vera orðinn óþolanlega litinn, brýst það fram i ákveðn- um einkennum. Eitt þeirra er litil kosninga- þátttaka. í vetrarkosningunum i desember varð þátttaka sist minni en venja ber til. Annað þeirra er mjög aukið kjörfylgi öfgaflokka. Varla er hægt að segja að niðurstaða kosninganna bendi til sliks. Að visu heyrðist daufur ómur af köllum á „sterka leiðtoganna”, sem er ekkert ann- að en hreinn fasismi. En heildar- niðurstaða kosninganna varð þö sú að aukning varö i kjörfylgi miöjunnar. Menn viröast sumsé vilja sættir. Þvi virðist islenski kjósandinn enn telja möguleika sina til þess að hafa áhrif á stjórn landsins töluverða. Hann seiglast þetta áfram enn. Valur - Drott í Laugardalshöll sunnudaginn 3. febrúar kl. 19.00 Forsala aðgöngumiða, laugardag: Alaska Breidholti, og Valsheimilinu Sunnudag: Laugardalshöll frá kl. 17.00 Stófkostleg lækkun á kvenkápum Marks & Spencer kjólar og peysur nú já-þáðer torgmu alla næstu viku Austurstræti : 27211

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.