Helgarpósturinn - 01.02.1980, Síða 13
halrjarpncrtl irínn Föstudagur 1. febrúar 1980
13
og plaffa óvinina niöur. En þegar
ég sé þessa þætti heima i stofu þá
hugsa ég sjálfsagt fyrst og fremst
sem svo, aB i þessu atriði heföi ég
viljað, aö vélin væri hinsegin en
ekki svona, og hitt skotiö heföi
veriö tekiö en ekki þetta. Mér
fannst reyndar dálltið skrýtiö aö
heyra mig tala ensku, þegar ég sá
þættina I fyrsta sinn ásamt öörum
Islendingum. Mér fannst ekkert
eðlilegra meöan veriö var aö gera
þá en tala ensku. En þarna innan-
um alla tslendingana varö ég dá-
litiö feimin. Og satt aö segja brá
mér, þegar ég heyröi mig segja
fyrstu setninguna á Islensku.
Fólkiö I kringum mig skildi nefni-
lega ekki hvað ég sagöi — og
raunar heldur ekki ég sjálf.
Þaö var llka dálltiö skrýtiö aö
sjá „unnusta” minn drepa fööur
minn I fyrsta þættinum. Annars
máttu þeir ekki mæla Bretarnir
af hrifningu yfir þvi hvaö pabbi
dó vel! Þeim þótti þetta alveg
stórkostlegur dauödagi hjá hon-
um.”
Hysi eiiihvao bilasiæðara
„Hvaö finnst þér sjálfri um
myndir af þessu tagi svona
„hasarmyndir”?
„Mér finnst yfirleitt gamana aö
þeim — ef þær eru vel geröar.”
„Tækiröu boöi um aö leika
svipaö hlutverk aftur?”
„Það held ég, ef þaö væri
skemmtilegt. Helst kysi ég nú
samt eitthvaö bitastæöara en
þetta hlutverk. Og ég vil siöur
taka þátt I svona ofbeldisfram-
leiöslu aftur. Þaö er óþarfi aö
velta sér upp úr sllku og er eflaust
til skaöa. Nema ofbeldiö sé
sprottiö af listrænni nauösyn,
hvaö sem þaö nú er. Sjálfsagt
heföi ég átt aö segja nei viö þessu
hlutverki, en maður er alltaf
afskaplega fegin aö fá eitthvaö aö
gera.”
„Hvernig líkar þér lifiö, svona
almennt?” 1
„Þaö er bara gaman aö lifa.
Þaö getur veriö þaö — á aö vera
þaö. En þaö eröa nú ekki alltaf.
Maöur veröur aö vera jákvæöur,
og mér tekst það nú meira og
minna. Ég held að ég sé_tiltölu-
lega brosmild. En þaö koma
timabil þar sem minna er brosaö
en ella. Mér leiöast þau timabil.
Ekhí nóyu skapmikii
Hinsvegar er ég kannski ekki
nógu skapmikil, reiöist ekki nógu
oft, til dæmis þannig, aö ég brjóti
leirtau. Ég vildi aö ég geröi meira
af þvl. Þaö er miklu skemmti-
legra fyrir annaö fólk en þegar
maöur fer I fýlu og lætur sleikja
sig upp. Þaö er betra aö rifast og
skammast og gera svo gott úr
öllu. Hreinsa andrúmsloftiö.”
„Eru leikarar ekki vel settir aö
þessu leyti — getiö þiö ekki notaö
sviöstæknina og valiö úr mismun-
andi útgáfum af móöursýkis-
köstum?
„Þaö er ekki svo auövelt. Þaö
veröur aö vera satt svo maöur fái
eitthvaö út úr þvl. Annars fá leik-
arar útrás viö aö setja sig I alls-
konar aöstæöur, sem annað fólk
fær aldrei tækifæri til aö komast
i.”
, ,Þjóöf élagsskoöanir ? ’ ’
,, „Ég vil bara aö allir séu góöir
viö alla”, eins og Sigga gamla
segir I Saumastofunni, og fólk sé
ekki alltaf meö þetta helvltis
þras. Ég veit skammarlega litiö
um pólitlk, hef eiginlega aldrei
haft gaman af henni og skil lltiö I
henni. A seinni árum hef ég svo
séö betur og betur, aö þaö er
nauösynlegt aö skilja pólitik. En
eftir þvl sem ég skil meira I henni
sé ég betur hvaö hún er óskiljan-
leg. Ætli stjórnmálamennirnir
séu ekki ansi miklir leikarar. Þaö
hefégaö minnsta kosti á tilfinn-
ingunni.
Heföi ég ekki hafnaö á
leiksviöinu væri ég sjálfsagt
prestur — eöa kannski
stjórnmálamaöur. Þaö er mikil
leikaraskapur i hvorutveggja.
Eftir aö ég hætti viö aÖ veröa fræg
ballerina ákvaö ég aö veröa
prestur, og oft langaöi mig aö
stlga I stólinn og segja hlutina
meö slikum dramatlskum tilþrif-
um, aö fólk neyddist til aö
hlusta.”
Leiðasl pðlilískar
prédikanir
„Fyrst viö erum komin út i
pólitlk og leikhús: hvaö finnst þér
um ádeiluleikhús — pólitlsk
leikhús?
„Allt leikhús hefur eitthvaö aö
segja. Jafnvel innantómir farsar
fá okkur til aö hlæja aö sjálfum
okkur, og benda ókkur á ýmislegt
I fari okkar, sem betur mætti
fara. Leikhús er I eölisínupólitlskt
En mér leiðast pólitlskar prédik-
anir I leikverkum. Þar gildir
kannski þaö sama og Magnús
Kjartansson sagöi um Austra-
greinar slnar I viötali I Helgar-
póstinum fyrir skömmu. Eftir aö
hann breytti um stil og fór að nota
háöiö höföu þær meiri áhrif en
eldurinn og brennisteinninn I
greinum oröstórra manna.
Leikhúsiö getur stungiö á
mörgum kýlum, og þaö á aö gera
það á þann máta, aö fólk vilji
hlusta. Þaö á aö koma meö léttar
ábendingar og fá fólk til aö gera
sér grein fyrir hvaöa gallar eru á
kerfinu og þvl sjálfu. Fari aö
velta fyrir sér hvaö hægt sé aö
gera til úrbóta. Llnuprédikanir i
leikverkum þurfa aö vera afskap-
lega vel geröar og settar upp á
spennandi máta, þannig aö fólkiö
hrlfist meö. Þaö hefur litinn
tilgang aö vera meö sterka á-
deilu, sem enginn nennir aö koma
aö hlusta á.
„Hvaöa vonir geriröu þér um
framtiöina?”
„Ég geri mér bara þær vonir
um hana, aö heilsa og kraftar
endist og ég fái aö takast á viö
sem flestar og óllkastar mann-
geröir og veröi ekki aö leika litlu,
sætu stelpuna framundir sjötugt.
Svo vildi ég gjarnan komast sem
allra fyrst á fjalir Borgar-
leikhússins, og ég vona aö þaö
gleymist ekki þarna i mýrinni”.
Ég byr ja frekar hratt, en siöan kemur s teindauöur tlmi.... Ég vil siöur taka þátt is vona ofbeldisframleiöslu aftur....
\