Helgarpósturinn - 28.03.1980, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Qupperneq 3
—he/garpósturinrL Föstudagur 28. mars 1980 27 Sjálfur segist hann sjaldan hugsa um dauöann. Hann segist heldur ekki þjakaöur af kviða og áhyggjuköstum, en þö helst ef hann óttast aö geta ekki leyst öll embættisverk af hendi. Engum sérstökum lifsreglum segist hann fylgja og börn sin ali þau hjón upp eftir brjóstvitinu. Þetta viröist honum allt svo leikandi létt aö mér verður loks á að segja að hann virðist lifa áhyggjulaus eins og fuglar himinsins. En það gerir enginn sem veriö hefur f æðri embættum rikisins um áratugi, enda verður hann steinhissa: „Eru fuglarnir ekki alltaf aö leika sér? Við hjónin höfum næstum aldrei á ævinni tekiö okkur fri.” Og þegar hann er alveg orðinn uppgefinn á spurningum minum um viðhorf hans til lifs og dauða, til þjóðfélagsins — sem hann færist undan að ræða, og um trúarskoðanir hans, sem hann heldur ekki vill ræða, eflaust vegna þess að honum finnst þaö brjóta í bága viö hlutleysi sitt, þá segirhann að lokum að hann telji mest um vert að hegða sér skikkanlega og muna hvað stendur i bibliunni, að það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. En geturðu ekki lýst sjálfum þér? „Ég er eins og jafnaldrar minir tveggja tima barn, i' aöra röndina miðaldamaður og kreppukyn- slóðarmaður, en i hina röndina nútimamaður. Sem manneskja vona ég að ég geti kallast alminlegheitamaður.” Stofustúlkan kemur inn og tekur fram kaffið af borðinu. Henni til aöstoðar er tólf ára piltur, barnabarn forsetans. Hann leikur þjón, i siðum lafa- frakka af afa sinum með tandur- hvita hanska, mælir ekki orð frá vörum. Þannig er embættis- maöurinn, þjónn rikisvaldsins^og leikur þögull hlutverk sitt. Lokar þú augunum íyrír staóreyndum? „Kaupmaður kaupir 10 egg á 100 krónur. Hann selur þau aftur á 120 krónur. Hve mikill er gróði kaupmannsins?“ Þetta gamla skólabókardæmi er aðeins örlítið brot af þeim misskilningi, sem ríkt hefur hérlendis um viðskipti og verslun. Það er nefnilega ómögulegt að reikna út gróða, án upplýsinga um kostnað verslunarinnar. Alíka misskilningur hefur einnig ríkt um inn- lenda heildverslun. Akaflega margir loka beinlínis augunum fyrir staðreyndum varð- andi hlutverk heildverslunar í nútíma þjóð- félagi. Það er staðreynd að samkeppni í heildverslun er grundvöllur vöruúrvals og vörugæða. Það er líka staðreynd, að ranglát löggjöf um heildsöluálagningu hefur staðið innlendri heildverslun fyrir þrifum. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að heildverslunin einfaldar vörudreifingu og gerir hana ódýrari; um leið og samkeppnisfær heildverslun stuðlar að hagkvæmu vöruverði, skapar hún atvinnu í atvinnugreinum, sem flest okkar líta á sem sjálfsagða þjónustu. Frjáls atvinnurekstur í lýðræðisríkjum er trygging þín fyrir dagiegri þjónustu, sem öllum fínnst sjálfsögð. Betri þjónusta og fjölbreyttara vöruúrval, með öfíugri heildverslun, er stór hluti þeirrar tryggingar. Stundum gleymist bara hve heildverslun er nauðsynleg. Antwerpen alla fimmtudaga Hafðu samband EIMSKIP SIMI 27100 viðskipti &veizlun Hafið þið gert ykkur grein fyrir auglýsingamætti HELGAR- PÓSTSINS? Síminn er 8 18 66

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.