Helgarpósturinn - 28.03.1980, Qupperneq 21
45
—helgarpásturinrL. Föstudag
ur 28. mars 1980
0 Fred Astaire, hinn áttræði
dansari frá Hollywood, hefur ný-
lega tilkynnt það, að hann ætli að
ganga i hjónaband með Bobyn
Smith, en hún er aðeins 36 ára, og
fyrsti kvenkyns knapinn sem eitt-
hvað hefur kveðið að á
veðhlaupabrautinni. Það var lika
hinn sameiginlegi áhugiáhestum
sem varð til þess að þau kynntust
fyrir átta árum. Ekki hafa þau
enn ákveðiö brúðkaupsdaginn, en
vonum bara að það verði fljótlega
og allt gangi i haginn fyrir þeim...
# Tollverðir i Nigeriu komust
heldur betur i feitt um daginn,
þegar þeir rannsökuöu gám nokk-
urn, sem samkvæmt skýrslum
átti að innihalda mjólk. Ekki var
þaö nú beinlfnis mjólk, en ef við
höldum okkur viö kúaafurðir, má
segja að það hafi verið nokkurs
konar rjómi. Það var nefnilega
dýrindis Mercedes Benz. Nigeriu-
menn eru haldnir sömu áráttu og
Islendingar, að þeir tolla bila
alveg óskaplega. Verður þvi hver
sem er að reyna að bjarga sér
eftir bestu getu. Vonandi tekst
piltinum betur næst upp......
# Það hefur mjög færst I vöxt
hin siöari ár, að konur ganga um
berar að ofan á baðströndum
Evrópu, og þykir ekki tiltökumál.
Þetta hafði lika veriö gert á bað-
ströndinni við Rio de Janeiro i
nokkrar vikur, án þess aö menn
kipptu sér upp við þaö, þangað til
að einn dag kom ein ægifögur og
vel sköpuð yngismær og spókaði
sig um iklædd eingöngu smásæj-
um þrihyrningi um lendarnar.
Varð hún umsvifalaust fyrir
miklu aökasti frá öðrum bað-
strandargestum og átti i vök að
verjast. Kærasti stúlkunnar ætl-
aði nú að koma sinni heittelskuöu
til bjargar, en það fór ekki betur
en svo, að skrillinn réöist að hon-
um i staðinn og átti hann fótum
sinum fjör að launa og leitaði
skjóls i kofa einum Skipti það
engum togum, að lýðurinn réðist
á kofann og ætlaði að skemma.
Linnti ekki látunum fyrr en lögg-
an kom á vettvang og tvístraði
liðinu með táragasi og öðru til-
heyrandi.
Þvi segi ég yður..
Tölvutæknin gerir meira en
að etja saman væntanlegum
hjónum. Nú er komið á markaö
handhægt tæki fyrir heimshorna-
flakkara. Það er ekki mikiö
stærra en venjuleg vasatölva, en
með tækið i hendinni geturðu
bjargaðþér á fimmtán tungumál-
um: Ensku, frönsku, spönsku,
þýsku, itölsku, japönsku, norsku,
portúgölsku, sænsku og finnsku.
Allt og sumt sem gera þarf er aö
slá inn orðið sem þig vantar, og
þá birtist þaö þér d þvi tungumáli
sem þú óskar. Auk þess er inná
tölvunni allar upplýsingar um
mat og vin, viðskipamáliska,
kaloriuteljari og kennslustund I
hinum ýmsu fjárhættuspilum og
fleira. Semsagt: þarna er kominn
nýi. feröafélaginn....
Fólksbíll kr. 1.840.000.-
Station kr. 1.950.000.-
Þeir sem reka fyrirtæki sín vel meta þad og vega í hverju sé
sparnaður
Þeir sem vilja spara kaupa
TRABANT
enda hagkvæmustu bílakaupin með tilliti til vaxta, afskrifta, viðhalds
og benzínkostnaðar.
TRABAIMT/WARTBU RG UMBOÐIÐ
Vonorlondi v/Sogoveg
Simor 30560-37710
Segulband fyrir rafhlöður.
Innbyggður hljóðnemi.
Verð kr. 54.560,-
Útvarpstæki LB og MB
Aðeins fyrir rafhlöður.
Verð kr. 14.217,-
Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu
og rafmagn. LB, MB og FM.
Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 134.704.-
Hárblásari — 400 W;
Verð kr. 23.323-
Segulband fyrir bæði rafhlööur og rafmagn
Innbyggður hljóðnemi.
Verð kr. 62.240.-
Rakvél með 2,
12 blaða hnífum
Verð kr. 48.231,-
Plötuspilari með innbyggðum magnara
Hátalarar fylgja. Verð kr. 120.215.-
heimilistæki hf
Morgunhani með LM, MB og FM.
Gengur alveg hljóðlaust.
Verð kr. 37.780,-
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Útvarpstæki LB MB og FM.
Bæði fyrir rafhlöður og rafmagn
Verð kr. 36.336,-
Hárburstasett með 4 fylgihlutum. 800 W.
Verð kr. 33.596.-