Helgarpósturinn - 19.09.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Blaðsíða 3
3 Jielgarpóstúrinn Föstudagur 19. september T980. Leitar aðstoöar hjá borgarbúum. Þessi maður vildi allt fyrir Coleman gera i atvinnuleitinni. t Hafnarstrætinu hitti Mark Coleman þennan mann. Hann sagði Mark að ef tii vill væri möguleiki á atvinnu hjá Eimskipafélaginu og sýndi honum hvar húsnæði þess væri. miðju kafi og sagðist þessi viðmælandi Marks telja það skyldu sina og sjálfsagðan hlut aö hjálpa fólki eftir því sem hann best gæti. „Er það ekki samkvæmt kristnu siðgæði að liðsinna náunganum,” sagði þessi ungi maður, sem heitir Sigurður Harðarson ogerá þritugsaldri. Sfðasti viðmælandi Mark Cole- man í miðbænum var eldri maður sem hann hitti I Hafnarstrætinu.en maðurinn var á leið austur eftir gangstéttinni. Eftir nokkrar oröræður benti þessi maöur Mark, að koma með sér og þeir gengu um það bil 40 metra til baka að horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis og þar benti maðurinn á Eimskipafélags- húsið. Þessi maöur vildi ekki láta nafns sins getið við blaðamann Helgarpóstsins, en sagöist hafa áttaö sig á þvi að maðurinn var að leita eftir vinnu, þótt enska hans væri ekki góð. Mér datt þá strax i hug, að hann gæti athugað málið hjá Eimskip,” sagði hann. „Það var ekki nema sjálfsögð kurteisi að hjálpa manninum. Engu máli skiptir hvort maðurinn er islensk- ur eða útlenskur — svartur eða hvitur.” Mark Coleman sagðist mjög ánægður með það hve fólk á förn- um vegi hefði tekið sér vel, þegar hann leitaði til þess. „Allt þetta fólk var mjög kurteist og hjálpfúst,” sagði hann. ,/Vel ekki eftir litarhætti " Þá var ferðinni heitið að Gisti- heimilinu við Snorrabraut og hugðist Mark leita eftir mögu- leikanum að fá herbergi. Hringdi hann á útidyrunum. Var komið til dyra, en eftir fáar sekúndur hurðinni lokað. „Ekkert herbergi laust, var mér sagt,” sagði Mark okkur. — Siðar hringdi blaða- maður á gistiheimilið og var þá sagt að næstu tvo daga væri gisti- heimilið fullt, en möguleikar siðar. Loks var farið inn að Sunda- höfn. Skyldi þar þrautreyna möguleikann á þvi að komast i vinnu við uppskipun. Og viti menn — það gekk eins og i sögu. Verkstjórinn á staðnum sagði við Mark, að ekkert mælti gegn þvi að hann fengi vinnu — ef hann heföi atvinnuleyfi — næst þegar auglýst væri eftir mannskap. Hann skrifaði niður á miða fyrir Mark hvert hann ætti að koma. Sagði verkstjórinn við blaða- mann, að það skipti hann nákvæmlega engu máli hvernig starfsmenn hans væru á litinn. „Ég vil bara góða menn og þá vel ég ekki eftir litarhætti” sagði verkstjórinn Karl Ölsen. „Ég held að strákunum sem vinna hjá mér, sé nokk sama hvernig litur- inn er á fólki sem þeir vinna með. Ytra útlit mannskepnunnar er mismunandi. Það segir þó ekkert um innri gæði.” Og þannig var hún þessi stutta hringferð með Mark Coleman, 22 ára blökkumanni frá New Jersey, USA, sem leikur nú körfuknattleik á Islandi. „Mér þótti fróðlegt að taka þátt i þessari litlu tilraun með ykkur,” sagði hann við okkur Helgar- póstsmenn að skilnaði. „Þau viðbrögð sem við fengum eru mjög á sama veg og ég hef upplif- að þær fáu vikur sem ég hef dval- ið hér. Kurteisi og alúðlegheit i fyrirrúmi.” Mark lét þess þó einnig getið, að það væri þó kannski vafasamt að dæma eingöngu af ytra viðmóti, þegar afstaða hvitra manna til blökkumanna væri annars vegar.” I minu heimafylki — New Jersey, skammt frá New York — eru hvitir menn öllu jöfnu mjög vingjarnlegir i garö svartra — á yfirborðinu að minnsta kosti. Siðan ef i harðbakka slær og ráða á blökkumenn i vinnu, eða þeir eru að slá sér upp meö hvitri stúlku af millistéttarfjölskyldu, þá getur annað hljóð komið i strokkinn.” Mark Coleman minnti okkur Islendinga sem sé á það, aö það sem i ljós kemur væri stundum ekki öll sagan. Það er kannski fremur það sem innra bærist sem skiptir máli. Getur það verið, að Islendingar setji upp spari- svipinn og leiki hlutverk gestgjafans góða, svo lengi sem þeir þurfa ekki að hafa bein afskipti af málinu? Er yfirborðið annað, en það sem undir býr? „Ekki negra í sina íbúð" Þessum vangaveltum er erfitt að svara beint og verður raunverulega að leita lausnarinn- ar I þjóðarsálinni og hennar hafa nú margir leitað lengi og ekki fundið En við hringdum til nokkurra forsvarsmanna körfu- knattleiksliða hér i borginni, sem hafa fengið hingað til lands þeldökka kröfuknattleiksmenn og spurðum hvernig þessi mál heföu gengið fyrir sig. Halldór Einars- son formaður Kröfuknattleiks- deildar Vals var fyrstur til svara. Sagði hann að Valsmenn hefðu fengið bandariskan blökkumann til liðs við sig nú i haust, en einhverra hluta vegna hefði hon- um ekki gengiö vel að samlagast öðrum liðsmönnum og islensku þjóðlifi og þvi það orðið úr, aö hann færi af landi brott. „Ég tel að hörundsliturinn hafi ekki þarna skipt neinu máli,” sagði Halldór. „Hins vegar eru mennirnir jafn misjafnir og þeir eru margir og Roy Jones passaði einfaldlega ekki inn i það hlut- verk sem honum var ætlaö.” Halldór lét þess einnig getið, að þeir Valsmenn hefðu verið búnir að útvega Roy Jones ibúð eftir að hafa reynt lengi. Það hefði gengið illa lengi vel, vegna leigu- húsnæðiseklu, en loks tekist. „Aöeins gerðist það á einum stað, að við fengum ekki Ibúð til leigu, vegna þess að það átti blökku- maður að dvelja i henni. Sá aðili, sagðist hreint ekki vilja negra i sina ibúð.” Að sögn Bjarna P. Magnús- sonar formanns kröfuknattleiks- deilda Fram, væruFramarar nú I húsnæðisleit vegna blökkumanns, sem kæmi væntanlega til félags- ins innan fárra vikna. „Það hefur ekki gengið of vel,” sagði Bjarni. „Það neita þvi allir að nokkrir fordómar eigi þáttí því hve erfiölega gengur að ná i ibúð fyrir þennan mann okkar, en ég get nú ekki afneitað þeirri tilfinningu minni, að áhuginn hjá leigusölum minnki nú talsvert þegar þeim er gert ljóst að við séum aö leita að ibúö fyrir svertingja.” Framarar voru með þeldökkan leikmann siðari hluta siðasta keppnistimabils og sagðist Bjarni ekki vita annað en sú dvöl hans hefði gengið stórslysalaust. „Þvi er náttúrlega ekki hægt að horfa framhjá,” sagði Bjarni P. Magnússon, að þessir menn koma úr nokkuð ööru umhverfi en við eigum að venjast, svo nokkuð gekk það erfiðlega að komast inn á hans þankagang og hann þá inn á okkar. Þess vegna verða þessir menn kannski dálitiö einangr- aðir.” „Glósur frá drukknu folki" Kolbeinn Pálsson hjá KR, sagði að undantekningarlítið hefðu þeirra gestaleikmenn ef svo má orða það, verið mjög ánægðir með dvölina hér.” Það eina sem fór i taugarnar á sumum þeirra var þegar gestir veitingahúsanna voru að senda þeim tóninn. Sumir áttu erfitt með að þola glósur frá drukknu fólki, sem oft vissi ekkert hvað það var að segja og kom þá i eitt eða tvö skipti til smávandræða. Annars hefur verið almenn ánægja hjá þessum mönnum með tslandsdvölina,” sagði Kolbeinn. Að auki lét Kolbeinn þess getið, að öllu jöfnu hefðu þessir leikmenn haft það mun betra hér fjárhagslega, en ytra, jafnframt þvi sem þeir væru stjörnur i kröfuboltanum hérna, en kannski miðlungsmenn i Bandarikjunum. „Þetta eru metnaðargjarnir menn eins og allir iþróttamenn hvar sem er I heiminum og þvi ekkert skrýtiö að þeir hafi haft ánægju af þvi að vera á toppnum hérna. En ég get fullyrt þaö, að. allir blökkumennirnir sem KR hefur haft hafa verið mjög ánægöir og farið héöan sáttir við Island og tslendinga og sumir þeirra viljaö óðir og uppvægir koma aftur.” Nokkuð minntust formenn körfuknattleiksdeildanna á, í> 7 Hvar er glæsilegasta bilasala landsins? GETTU BETUR? Nú er rétti timinn til að kaupa bil. Leitaðu ekki langt yfir a skammt. RÉTTA SVARIÐ ER AUÐBREKKA 44-46 )á ÞAR ER TIL HÚSA \ Við höfum rétta bílinn á réttu . kjörunum. Þegar rökkva^K tekur er gott að^ geta skoðað bilana i björtum og rúmgóðum sýningarsal. \ jKdP * * Y ^rtu þreyttur á rápinu milli bílasala? Líttu inn reyndu viðskiptin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.