Helgarpósturinn - 19.09.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 19. september 1980. FLOTT/ SEM ER ENG/NN FLOTT/ Peter Strauss hleypur mikið og hratt i mynd Borgarblós Borgarbldib: Fldttinn frá Folsom fangelsinu (The Jerico Mile) Bandarlsk. Argerö 1978. Leik- stjóri: Michael Mann. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Richard Lawson, Roger E, Mosely Flóttinn frá Folsom fang- elsinu þykir mér undalegt og villandi nafn á þessari mynd. Þetta er ekki flóttamynd. Aö visu gerist hún f fangelsi, en enginn fanganna gerir hina minnstu tilraun til flótta nokkru sinni. Mynd þessi er um fanga nokkurn sem situr inni fyrir morö á fööur slnum, og til aö drepa timann til æviloka, þá hleypur hann og hleypur, og þjálfar líkama sinn sem mest hannmá. Aöur en langtum liöur er hann uppgvötaöur af frjáls- Iþróttaþjálfurum, og þeir fá hann tiiaöetja kappi viö nokkra af bestu hlaupurum bandarikj- anna. Hann sigrar, viti menn, og leiöin á Ólympluleikana viröist greiö. En það er ööru nær. Þetta er sumsé fyrst og fremst íþróttamynd. Höfundar hennar reyna þó aðeins aö blanda sálarlifi hlauparans samanviö, sem er vel, en einnig ýmisskonarruglingium llfiö inni i fangelsinu, sem er slæmt. Þaö hefur þær afleiöingar aö lengi vel lltur út eins og myndin eigi ekki aö vera um hlauparann, heldur einhverskonar kynþátta- baráttu, og smástyrjaldir innan múranna. Þrátt fyrir það sundurleysi sem þessu fylgir, og afar slæmur hljómburður kvik- myndahússins ýtir undir, gengur jerlkómilan rökrétt upp. Vandaöur leikur Peter Strauss I aðalhlutverkinu hefur þar mest aö segja, enda sumir auka leikaranna ekki uppá marga fiska. Miöað viö flestar fyrri myndir kvikmyndahússins er þessi mynd hátlö, og auglýsinga- plaköt á veggjunum þar benda til betri tlðar I kvikmyndavali Borgarbíós. Jerlkómllan er vonandi fyrsta skrefið I þá átt. 7 á Kjarvalsstöðum Frá Septem sýningunni — formræn tjáning, er megininntak listar septem-liösins, segir Halldór Björn m.a. I umsögn sinni. Sýning Septem-hópsins hefur nú um nokkurt skeiö veriö ár- viss viðburöur I menningarlifi Reykvikinga. Þetta mun vera 7. áriö sem hópurinn sýnir. Eins og nafniö Septem bendir til eru listamennirnir sjö talsins. Margir hafa tengt þennan hóp við september-sýningarnar, sem á slnum tima þóttu at- hyglisveröustu myndlistarsýn- ingar ársins. Septem—menn- irnir segjast þó litiö eiga sam- eiginlegt meö þeim sýningum, þótt þeir hafi sýnt á einhverjum þeirra. Þeirsegjast vera gamlir kunningjar sem lengi hafi þekkst og sé þaö ástæöan fyrir sameiginlegu sýningarhaldi. Þaö er þó ýmislegt fleira en kunningsskapurinn sem tengir saman þau Guömundu Andrés- dóttur, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Daviös- son, Sigurjón ólafsson, Valtý Pétursson og Þorvald Skúlason. 011 eiga þau sameiginlegt aö vera boöberar abstraktlistar á árunum eftir siöari heimsstyrj- öldina. Formræn tjáning er megininntak listar þeirra, hvort sem um pensil og striga er aö ræöa, eöa tréskuröartæki og viö eins og hjá Sigurjóni sem er eini myndhöggvarinn I þessum málarahópi. Að þessu sinni sýnir Septem—htípurinn 60 oliumál- verk og 5 höggmyndir. Mun þetta vera afrakstur eins árs vinnu, eöa frá siðustu sýningu. Ég held ég megi fullyröa aö öll séu verkin ný á nálinni. Guömunda sýnir niu myndir og er hún að ganga gegnum breytingarskeiö i list sinni. Hringir þeir sem lengst af ein- kenndu verk hennar eru á undanhaldi fyrir slöngulaga formum, sem hlykkjast upp og niöur myndir hennar. Eftir nöfnum flestra myndanna eru þessi form sprottin úr sjávar- og vatnaflórunni. Hvaöan sem þau koma, styrkja þau svipmót mynda hennar og gera þær heil- steyptari. Þaö er eins og þessi þaraform nái meiri snertingu viö grunnflötinn en spiralarnir foröum. Jóhannes Jóhannesson á tiu málverk aö þessu sinni. Mikil gróska er i verkum hans og taka þau sifelldum breytingum. Jó- hannes er próblematiskur og þaö er erfitt aö henda reiður á myndum hans. Flest eru full af innri blæbrigöum, gjarnan I formi hálfhringa sem kristalla allt málverkiö og hleypa þvi upp. „Glæður” (30) eru gott dæmi um slikt, stórbrotiö I fjöl- breytileik sinum. Þó finnst mér „Hrynjandi” (38) besta verk Jóhannesar á þessari sýningu, sterkt og þróttmikiö og vel málaö. Karl Kvaran sýnir fjögur stór málverk. Tvenn óllk stflbrigði skiptastá verkumhans. Myndir nr. 1 og 3 eiga saman móti nr. 2 og 4. Þar sem Karl er yfirveg- aður litaspilsmaöur (koloristi), finnst mér flatamyndir hans mun sterkari og áhrifameiri en bogalinumyndirnar. „Glóö” (1) er einhver besta mynd þessarar sýningar. A hinn bóginn veröa hinar svörtu bogallnur 2. og 4. myndar of stiröbusalegar og þola þvl illa stækkun frá teikn- ingunum i Asmundarsal. Kristján Daviðsson málar þvi betur sem hann málar lausar. Myndireinsog „Andlit” (59) og „Fjallatindaferöalangar” (51) eru mun kröftugri en grátóna- myndimar. Hinn lausi og spont- ani still Kristjáns krefst bók- staflega þunnra og bjartra lita. I sumum myndum Kristjáns örlar á áhrifum frá De Kooning, en I ofangreindum verkum skin i gegn, persónulegur still hlað- inn húmor. Valtýr Pétursson á flestar myndir á sýningunni, 13 aö tölu. Hanner eini figúrativi málarinn i hópnum og ég fæ enn ekki skiliö hvers vegna hann söölaöi um. Ollu óskiljanlegri er samt mettun Valtýs á litunum i mál- verkunum. Þaö er engu likara en Valtýr noti of mikiö af þurrk- efni. Þessir dauöu litir draga niöur annars formsterkar landslagsmyndir og uppstill- ingar. „Rauöa kannan” (8) kemst einna best frá þessu lita- drápi. Framlag Þorvaldar Skúla- sonar eru 12 myndir. Hér eru margar afbragösgóöar, en þó ber hæst tvær allstórar myndir „Nafnlaus” (20) og „Dagrenn- ing” (26). Einkum er sú siöar- nefnda malerisk. 1 henni tengj- ast litur, linur og form viö næmt handbragö. Þaö er reyndar aöalsmerki Þorvaldar, aö hann gleymir ekki áferöinni. Mættu fiestir Islenskir málarar læra meira I þeim efnum, t.d. af mönnum eins og Picasso. Lestina rekur svo Sigurjón Ólafsson meö 5 höggmyndir. Enn er þaö tréö sem honum er hugleiknast, enda er mikill meistarabragur yfir þessum verkum hans. „Þverhaus” (64) og „Kennslukona” (62) eru létt og leikandi verk. „Hulduljóð” (61) er öllu mónumentalla og alvarlegra. Þá er „Sköpun” (63), enn eitt stórverkiö sem Sigurjón vinnur i hið óhefö- bundna efni frauðplast og nær fram þunga, sem. algerlega brýtur I bága við þetta fislétta efni. Þess skal aö lokum getiö aö sýningin stendur fram til 21. september. Úr afkimum þjóðfélagsins Sævar Ciesielski — bókin er félagsfræbileg og sálfræöileg úttekt á samfélagi og einstaklingi sem orbib hefur illa úti I llfsbaráttunni, segir Gunnlaugur m.a. I umsögn sinni. Stefán Unnsteinsson: Stattu þig drengur — þættir af Sævari Ciesielski, 149 bls. Ibunn 1980. Þessi bók skiptist I þrjá hluta sem hver er meö sinu sérstaka svipmóti. Fyrsti hlutinn er kallaöur Sjálfsmynd Sævars. Þar lætur höfundurinn Sævar segja frá æviferli slnum i fyrstu persónu. Þessi frásögn er fremur stutt og yfirborösleg þar sem sagt er frá helstu atburöum sem hent hafa og þeim stööum sem Sævar hefur dvalist á. 1 frásögninni er aöaláherslan á ytri atburöa- rakningu og er hún úta f fý rir sig æöi fróöleg, en mér finnst skorta á aö innri þróun sögu- mannskomifram og meira vildi ég vita um þaö umhverfi sem hann hefur hrærst i. Þaö er ekki aöeins vegna venjulegrar for- vitni sem ég segi þetta, þvl i lokakaflanum gerir Stefán mjög mikið úr ábyrgö samfélagsins á þvi að Sævar varö eins og raun ber vitni. Þaö er aö visu eilift deilumál hver sé hlutur sam- félagsins annarsvegar og einstaklingsins hinsvegar i mótun þeirra örlaga sem einstaklingnum skapast og vist er um þaö aö þaö er margflókiö samspil sem ég ætla ekki aö kveða neitt uppúr um, en til þess aö röksemdafærslan veröi trúveröug þarf aö liggja fyrir meiri vitneskja um einstakling- inn og hans nánasta umhverfi en h<r kemur fram. Ferill Sævars er nánast sál- fræðilegt skólabókardæmi um bam sem á viö erfiöar aöstæöur aö striöa 1 bernsku og veröur snemma taugaveiklaöur og ó- öruggur og þegar hann kemur 1 skóla er stofnunin engan veginn tilbúin aö bregöast viö afbrigöi- legum einstaklingi og þær ráö- stafanir sem geröar eru frekar til þess fallnar aö magna nei- kvæöa þætti i fari hans en aö draga úr þeim. Þar meö er mörkuö þróun sem leiöir til smáglæpamennsku og þaöan til stærri afbrota og siöferöilegs skipbrots. Annar hluti btíkarinnar eru umsagnir nokkurra aöila sem átt hafa samskipti viö Sævar og nefnist sá kafli Myndir annarra af Sævari. Þar er fyrst álitsgerð geölæknis um geöheilbrigöi og sakhæfi Sævars. Ekki finnst mér þessi álitsgerö ýkja merki- legt plagg og næsta undarlegt aö geölæknir skuli láta svo sem maöur sem veriö hefur i heils árs einangrun sé aö koma utan af götunni. Onnur frásögnin er eftir mann sem var sem unglingur samtiða Sævari I sveit þegar hann var 9 og 10 ára. Þessi frásögn fyllir óneitanlega nokkuö út iþá mynd sem fram kemur i fyrsta hluta bókarinnar. Þriöja frásögnin er eftir kenn- ara Sævars i 10 ára bekk Austurbæjarskólans og styöur sú frásögn þaö sem hér aö framan var getiö um, óhæfi skólans til aö fást viö afbrigði- lega einstaklinga. Siöustu tvær frásagnirnar eru mjög fróölegar. Þar segir ann- arsvegar frá félagi Sævars I smáglæpunum og veitir hún nokkra innsýn i heim afbrota- unglinga á svæöinu i kringum Laugaveginn. Hin frásögnin er eftir gamlan hippa sem einnig umgekkst Sævar um tima og veitir sömuleiöis fróölegar upplýsingar um veröldina sem hann liföi i. Allar eiga þessar frásagnir sameiginlegt aö styrkja veru- lega þá mynd sem fram kemur I upphafskaflanum. Siöasti hluti bókarinnar heitir Frá Stóra-Hofi aö Litla-Hrauni. Er hér um aö ræöa greiningu Stefáns Unnsteinssonar og túlkun á þvi sem gerst hefur. Fléttar hann þar saman grein- ingu á þróun islensks samfélags siöustu áratugi og æviferil og persónuleikaþróun Sævars Ciesielski. 1 þessum athugunum Stefáns er margt skarplega athugaö. Sérstaklega finnst mér umhugsunarverö greining hans á breytingum á islenskri blaöa- mennsku á siðustu árum, þar sem hann leiöir rök aö þvi aö samkeppni blaöanna og þá eink- um siödegisblaöanna um aö selja skandala og æsifréttir hafi leitt til óeölilegs þrýstings á rannsóknarmenn mannshvarfs- málanna og orsakaö ofurkapp þeirra til aö komast aö einhverri niöurstöðu. Annaö sem vekur fleiri og al- varlegri spurningar er umfjöll- un Stefáns um meöferö fanganna og gang yfirheyrslna. Hvaö gerist innan veggja fangelsanna og hvernig getum viö komist aö þvi? Mun lögreglan nokkurntima viðurkenna aö hafa beitt líkam- legum misþyrmingum og and- legum pyntingum þó svo aö ásakanir um slikt eigi viö veru- legrökaö styöjast. Hvers mega sin grunaöir afbrotamenn gagn- vart samsæri þagnar lögreglu og fangavaröa? Þessar spurn- ingar veröa mjög áleitnar viö þennan lestur og þaö læöist aö manni grunur um aö maöur sjálfur og allur almenningur kæri sig ekkert um aö vita hvaö gerist I lokaðri veröld fangelsis- ins og sé einum of auötrúa á aö þar sé allt I lukkunnar vel- standi. Og þaö sem verra er: það er enginn aöili til i kerfinu sem fær er um aö leiörétta þaö sem miöur fer og upplýsa sannleikann um það sem gerist I sakamálarannsókn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.