Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.11.1980, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 21.11.1980, Qupperneq 2
2 Föstudagur 21. nóvember 1980 he/garpósturinri Ríkisvald með boðorðið: Sælla er að gefa en þiggja: lbúöarhúsið á rikisjörðunum Jaöri I og III Vallahreppi i Suður- Múlasýslu. Abúandinn á Jaðri I greiðir 176 þúsund krónur ileigu, en sá sem leigir Jaðar II greiöir aðeins 694 krónur á ári. 70 þúsund fyrir laxveiðijörð! 9 Um 800 ríkisjarðir leigðar fyrir spottverð eða allt niður í 50 krónur á ári i Ríkið greiðir tugmilljónir árlega til að halda þeim í byggð A sama tima og leiguverð tveggja herbergja ibúða hér á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 100-150 þúsund krónur á mánuði, eða frá 1.2-1,8 milljón á ári, þá leigir rikið jarðeignir sinar og meðfylgjandi húsakost i sumum tilfelíum á 50 búsund krónu*- (fimmtiu þúsund krónur á ári ) Með öðrum orðum, — margar rikisjarðir viða um land eru leigðarúttilábúanda fyrir nokkr- ar krónur og fylgir þá stundum hinni ræktuðu jörð, allgóðbr húsakostur (ibúðarhús, hiaða, fjárhús og fleira) og jafnvel ein- hver hlunnindi, t.d. lax- og silungsveiði. Mjög er þó misjafnt hve rikisjarðirnar eru búræktar- legar i þessu tilliti. Alls munu vera um 830 jaröir í eigu rikisins, en þar af um 160 i eyöi. A allra siðustu árum hefur rikisjörðum hvorki fækkað né fjölgaö svo nokkru nemur, en með stofnun jarðeignasjóðs árið 1966 og fram á miöjan þennan áratug, varð talsverð fjölgun á jörðum i eigu rikisins. Um ieigu rikisjaröar i dag er farið eftir ábúöarlögum, sem eru frá árinu 1976. Þar voru þessi leigumál sett i fastari skorður en áður hafði verið og eftirgjald (leigugjald) ábúenda á ári hverju ákveðið 3% af fasteignamati jarðarinnar. Fyrir setningu þess- ara laga var hins vegar leigu- gjald ákveöið út frá einhverjum óljósum forsendum og var þá oft föst og óumbreytanleg krónutala á ári hverju — t.d. 100 krónur. Samkvæmt skrá yfir ábúendur og eftirgjöld rikisjarða, sem Steingrimur Hermannsson land- búnaðarráöherra, lét frá sér fara á vordögum 1979 vegna fyrir- spurnar Gunnlaugs Stefánsson þáverandi þingmanns, er hann veitti ráöuneyti forstööu í rlkis- stjórn ólafs Jóhannessonar þá kemur i Ijós, að hvorki fleiri né færri en 223 ábúendur rikisjaröa greiða minna en eitt þúsund krónur i leigu á ári hverju. Hæsta leigugjald á ári, sam- kvæmt skrá landbúnaðarráð- herra er I70þúsund krónur á ári. Með hinum nýju ábúendalögum urðu, eins og áður sagði all- nokkrar breytingar á viðmiðun þessa leigugjalds. Um leið og ábúendaskipti verða á rikis- jörðum, þá eiga nýir leigutakar að greiða leigu sina samkvæmt hinum nýja staðli, sem er 3% af fasteignamati jarðar, húseigna og hlunninda. Samkvæmt skrá landbúnaðarráðherra frá 1978 virðast þó engar stökkbreytingar verða á leiguverði, þótt leigugjald breytist ef til vill úr nokkur hundruð krónum i nokkur þúsund eða jafnvel nokkra tugi þúsunda á ári hverju. Þá viröist hin nýja viðmiðun allerfið i framkvæmd, þar sem fasteignamat margra rikisjarða er afgamalt — jafn vel 20-30 ára — og í mörgum tilfellum hafa eignir rikisins á jörðunum aukist að miklum mun, auk þess sem upþhæöir hafa margfaldast vegna verðbólguþróunar. Þó skyldi maður ætla að upphæðir gamalsfasteignamats hækki með visitöluþróun og er einmitt gert ráð fyrir þvi' samkvæmt lögum. Hins vegar verður ekki séð á ný- legum leigutölum að gjaldið hafi hækkaö í samræmi við verðlags- þróun. Ýmsar viðmiðanir Gert var aöalfasteignamat á flestum jörðum landsins á ár- unum 1966-70 og samkvæmt framreiknisstuðli fasteignamats rikisins þá er óhætt að margfalda þá matsupphæð rúmlega ellefu sinnum. Abúendaskipti sem orðið hafa eftir gildistöku laganna frá 1976skipta tugum,enekki verður merkt aö leigugjald jaröanna hækki verulega þrátt fyrir nýja viðmiðun og grundvöllur leigu- gjaldsins hafi gjörbreyst og eigi þar með að vgrða til þess að eftir- gjöld á jörðum snarhækki. En það skal itrekað að aðeins hluti ábúenda á rikisjöröum folla undir hin nýju lög. Fjölmennasti hópur leiguliða á ríkisjörðum, greiðir sem sé árgjald, sem er viðs fjarri öllum upphæðum á leigumarkaðnum núna. Þegar leigusamningar eru gerðir við nýja ábúendur eru gef- in út svokölluð byggingabréf. Þar i er fasteignamat jarðarinnar, reiknisgrundvöllur og upphæð leigugjalds auk annarra réttinda og kvaða. sem kunna að fylgja viðkomandi jörð. Byggingabréf sem gefin voru út fyrir lögin 1976 byggja ekki á 3% reglunni, sem minnst var á, heldur oftast ein- hverri fastri tölu litt breytanlegri. I sumum tilvikum var þó gert ráð fyrirþviaðleigugjaldbreyttist og hækkabi, og var þá viömiðunin af ýmsum toga. Til dæmis skyldi leigugjaldið breytast samhliða afurðaverði til bænda samkvæmt mjólkurverði til bænda, eða að leiguverö ákveðinnar jarðar skyldi miðast við andvirði sex dilka.iöðru dæmi var miðað við að leiguverð yröi jafnhátt verði á þúsund iitrum af mjólk og i enn öðru skyldi upphæðin vera óbreytanleg svo lengi sem ábúendaskipti yröu ekki. Þrátt fyrir þessar margvislegu ’ viðmiðanir og þar með þá tilætl- un, að leiguverð hækkaði árlega i * samanburöi við hækkað verð landbúnaðarafurða, þá gefur skrá landbúnaðarráðherra ekki til kynna, að nokkur breyting hafi orðiðá leigugjaldi rilíisjarða með timans rás, þar sem samningar voru gerðir fyrir 1976. Skulu nefnd nokkur dæmi: Innheimtuaðgerðir myndu ekki borga sig! Ef aöeins er litið á þær jarðir sem rikið leigði út fýrir 1976, þá er borðleggjandi að leigugjöld ábúenda eru hreint og beint hlægileg og f jarri þvi' að þau nái kostnaði við innheimtu- aðgerðir ef út i slikt þyrfti að fara. Er og óljóst hvort rikissjóður hafi gengið fast eftir þvi á liðnum ár- um að innheimta leigugjöld ýmissa ábúenda, sem er gert að greiða rikissjóði t.d. 100 krónur á ári hverju fyrir ábúðarrétt á jörðum rikisins. Litum á örfá dæmi af handahófi, þar sem leiguupphæð- ir ná ekki eitt hundrað krónum. Garðabær: Háteigur — 148 krónur, — Hausastaðakot — 158 krónur, Miðengi 75 krónur. Vatnsleysustrandarhreppur: Bakki — 90 krónur, Goðhóll — 50 krónur, Hlöðunes 200 krónur. Breiðuvíkurhreppur:Eiriksbúð (Arnarstapi) — 250 krónur, Fell — 133 krónur. Staðarsveit:Slitvindastaðir I — 90 krónur, Traðir — 66 krónur. Svinavatnshreppur: Auðkúla III — 450 krónur. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af yfir 200 hringinn i kringum landið og er augljóst að leigutekj- ur rikisins af þessum jörðum eru hverfandi, ef þá nokkrar i raun. óverulegar breytingar En þetta voru samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laganna frá 1976 og þar var að þvi stefnt að láta leiguupphæðir nálgast nútimann og raunveru- leikann. En hvernig litur það dæmi út? Er leiguverð rikisjarða, sem ákveðið hefur verið eftir gildistöku laganna, eitthvað nálægt ársleigu tveggja her- bergja ibúðar á Stór-Reykjavik- ursvæðinu? Samkvæmt tittnefndri skrá landbúnaðarráðherra, þá viröist engin gjörbylting hafa orðið þarna á. I stað þess að ábúendur greiði nokkra tugi króna í leigugjald á ári, þá er leiguupphæðin á siðari timum eitthvað nærri nokkrum tugum þúsunda. Slikar upphæðir nægöu ekkieinu sinni til að greiöa eins mánaðarleigu I lítilli ibúð i borginni. En hvers vegna virðist leigu- gjald ekki stórhækka og verða ef til villein og hálf milljón krónur á ári — sem ekki er óeðlileg tala ef hún er miðuð við 3% af verðgildi meðaljarðar með dágóðum húsa- kosti. Þessari spurningu er erfitt að svara, en það má ætla að ennþá séu 3% reiknuð út frá fast- eignamati, sem gert var fyrir fjölmörgum árum. Ekki hafi þar með verið hirt um að framreikna þá tölu. Þetta eru a.m.k. þær borð- liggjandi upplýsingar, sem lesa má úr skrá landbúnaðarráð- hérra, og Skafti Benediktsson hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneyt- isins, hafði ekki nýrri tölur um leigugjöld. Sagði hann að visu, að það væri sýslumanna i viðkom- andi umdæmum að innheimta eftirgjöldin og þau ættu að hækka samkvæmt hækkuðu verði fast- eigna. Hvort svo værii praxis gat hann ekki fullyrt um. Engar upplýsingar lágu og á lausu um það hjá iarðadeild landbúnaðarráðuneytisins, hvaða fasteignir rikið ætti nákvæmlega á hverri jörð fyrir sig, eða hvert landflæmi viðkomandi jarða væri. Er slikt ekki skrásett i byggingabréfi, heldur aðeins upphæð siðasta fasteignamats. Hlunndindi mun meiri en nemur leigunni Helgarpósturinn fékk að glugga i nokkur byggingabréf, þar á meðal bréf jarða, sem veruleg hlunnindi fylgja. Þar má t.d. nefna að jörðin öspaksstaðir i Vestur-Húnavatnssýslu er metin samkv. fasteignamati frá 1957 á 21.400 krónur og mannvirki i eigu rikisins á jörðinni á 105.688 krónur. út frá þessu var leigu- gjald árið 1967 talið eðlilegt krónur 2000 á ári. Kollustaðir I Vestur-Húna- vatnssýslu fóru undir fasteigna- mat árið 1976 og þá var jörðin metin á 1.3 milljónir, húseignir á 670 þúsund og hlunnindi á 401 þúsund. Hlunnindi eru þarna lax- og silungsveiði i Vesturá, sem telst allgjöful og gefur vafalaust af sér margfalt leigugjaldið fyrir alla jörðina, sem er 70 þúsund krónur á ári. Og það má nefna fjölmörgdæmi til viðbótar einsog Brúarland þar sem heildarfast- eignamat frá 1971 hljóðaði upp á 417 þúsund krónur, þar af voru laxveiðihlunnindi metin á 10 þúsund. Leigugjald var ákveðiö i byggingabréfi frá árinu 1973 kr. 12.500 og virðist ekki hafa breyst siðan samkvæmt ábúenda- og eftirgjaldaskrá, enda þótt gjaldið eigi að hækka i samræmi við afurðaverð til bænda. eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.