Helgarpósturinn - 21.11.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.11.1980, Blaðsíða 4
NAFN: Kjartan Gunnarsson STAÐA: Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins FÆDDUR: 4. október 1951 HEIMIU: Ásvallagata 17 HEIMILISHAGIR: Ókvæntur og barnlaus BIFREIÐ: Volvo árgerð ’73 ÁHUGAMÁL: Stjórnmál I Valhöll eru allir velkomnir Litiö lát viröist á orrahriöinni innan Sjáifstæöisflokksins. Nýútkomin bök — Valdatafii Vaihöll — er nýlegt innlegg i þær umræöur allar og viröist staöfesta þá skoöun margra aö djúp og breið gjá sé á milli stuöningsmanna Geirs Hailgrimssonar og Gunnars Thoroddsen. Aörir sjálfstæöismenn telja þennan ágreining oröum aukinnr Kjartan Gunnarsson var fyrir skömmu ráöinn framkvæmdastjóriSjáifstæÖisflokksins og gekk sií ráöning ekki hávaöalaust fyrir sig, fremur en vai I aörar trúnaöarstöður á vegum flokksins upp á sið- kastið. Kjartan hefur istörfum sinum aðsetur Ihúsi Sjálfstæöisflokksins — Valhöll, en þar er almennt taliö aö Geirsmenn hafi töglin og hagidirnar. Kjartan er I Yfirheyrslu Helgarpóstsins um máiefni Sjálfstæöis- fiokksins. Valdatafl i Valhöll heitir bók. Er daglangt teflt um völd hér inn- an dyra — t húsi Sjálfstæöis- flokksins — „Nei”. En nú gefur þessi bók til kynna og hefur um þaö heimiidir frá sjálfstæöismönnum, aö innan flokksins sé mikiö valdabrölt. Hvaö segiröu um þaö? „Þaö er eölilegt i stórum flokki eins og Sjálfstæöisflokknum aö ágreiningur geti oröiö um þaö hverjir skuli skipa tilteknar trún- aöarstööur. Þaö er ekkert eins- dæmi fyrir Sjálfstæöisflokkinn. Þaö á sér ekki aöeins staö i öörum stjórnmálaflokkum, heldur i flestum samtökum þarsem fleiri menn en tveir eöa þrir koma saman.”. Ekki barist um völd hér innan dyra segir þú. Þýöir þetta þaö, aö Gunnarsmenn eru ekki velkomnir hingaö inn? ,,Ég veit díki hvaö átt er viö þegar talaö er um Gunnarsmenn. Efeinhverjir sjálfstæöismenn eru nefndir slikum nöfnum,þá er þaö rangt aö þeir eins og aörir séu ekki velkomnir. Hér eru allir velkomnir og i þessu húsi fer fram almennt stjórnmálastarf. Hér er unniö aö málefnalegri stefnumótun og uppbyggingu félagsstarfs Sjálfstæöisflokksins um land allt, en ekki teflt um völd, ekki setiö og úthlutaö stööum og menn ekki dregnir i dilka.” Stundum er þaö síöasttalda þó gert — ekki satt? „Ég kannast ekki viö þaö.” Undir hvaöa þaki fór þin ráön- ing t.d. fram? „Þaö var auövitaö gert hér i þessu húsi, en þar var ekki um neitt valdataf 1 aö ræöa, eöa dilka- drátt”. Þú segir ekkert valdatafl hafa veriö á feröinni þegar þú varst ráöinn framkvæmdastjóri flokks- ins. Hvað viltu þá segja um deilurnar sem uröu þegar framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæöismanna var ráöinn? Ekkifór sú ráöning fram i anda friöar og samstööu? „Ef þú átt viö, aö nýlega var ráöinn nýr framkvæmdastjóri SUS, þá sé ég heldur ekki aö þar hafi fariö fram neitt valdatafl. Þar tók aöeins kjörinn stofnun innan flokksins, afstööu til þess hvern hún vildi ráöa i tiltekna stööu.” Þúsagöist ekki kannatviö ngitt innan flokksins sem nefnt hefur veriö Gunnarsmenn. Ætiar þú aö reyna aö neita þvf, aö flokksmenn skiptist f Gunnarsmenn og Geirs- menn og aö þessar fylkingar séu I andstööu, bæöi hvaö varöar menn og málefni? „Þaö er hverjum manni aug- ljóst sem fylgst hefur meö þróun islenskra stjórnmála, siöan i febrúar á þessu ári, aö sjálf- stæöismenn eiga bæöi aöild aö núverandi rikisstjórn og Ve ita jafnframt stjórnarandstööunni forystu. Þetta er ekkert leyndarmál, enda væri erfitt aö leyna þvi fyrir islensku þjóöinni aö þaö er þvi rétt, að i hópi sjálf- stæðismanna er auövitaö bæöi aö finna stuöningsmenn og and- stæðinga rikisstjórnarinnar. Aö þvimarki má ef til vill tala um aö sjálfstæöismenn skiptist i slikar fylkingar.” Ég ætla aö leyfa mér aö einfalda máiin og kalla stjórnar- sinna, Gunnarsmenn og stjómar- andstæöinga i Sjálfstæöisfiokkn- um Geirsmenn. Hvorum flokkn- um tilheyrir þú? „Ég er sjálfstæöismaöur eins og allir þessir menn eru hvort sem þeir eru stuöningsmenn eöa andstæöingar rikisstjórnarinn- ar!” En ert þú ekki og ýnisir aörir sjálfstæöismenn aö berja höföinu viö steininn og þegar þeir neita þeirri boröliggjandi staöreynd aö fiokkurinn er klofinn málefnalega og I afstööunni til formanns og varaformanns flokksins — Geirs og Gunnars. i almennu taii meðal kjósenda fer þetta ekkert á milli mála. Hvers vegna gengur ykkur V a I h a 11 a r m ön n um svona erfiðlega aö horfast i augu viö veruleikann og ætti hann þó aö vera hvaö augljósastur einmitt hér, þar sem upplýsingastreymiö ætti aö vera hvaö mest? „Þaö er rétt, aö þaö er gott upplýsingasteymi i Valhöll og kannski einmitt þess vegna er maður sannfærður um þaö að sjálfstæöismennum landallt eiga eina sameiginlega hugsun, þ.e. aö gera veg flokksins sem mestan.” Þú heldur því sem sé fram kinnroöalaust, aö þær upplýsing- ar sem þiö fáiö, gefi til kynna aö sjálfstæöismenn um allt Iand standi tiltölulega einhuga saman? „Já, ég tel það, aö sjálfstæöis- menn um allt land séu tiltölulega einhuga. >- Ég ætla nú aö leyfa mér aö full- yröa, aö upplýsingastreymiö sé nú ekkert allt of gott, ef þetta er þin niðurstaöa. Er þarna kannski aöeins um aöræöa upplýsingar úr einni átt? „Upplýsingastreymið er mikiö og gott og kemur vföa aö.” Kemur þaö einnig úr herbúöum Gunnarsmanna? Og I framhaldi, hvaö oft færð þú upplýsingar frá Gunnari Thoroddsen vara- formanni flokksins um gang og stööu ýmissa mála? „Nú þegar þetta viðtal er tekiö eru ekki nema á aö giska tvær klukkustundir slöan ég sat og ræddi viö varaformann flokksins á skrifstofu hans í stjórnarráö- inu.” Meö öörum orðum: Þú er sem sé i beinum tengslum viö Gunnar Thoroddsen oft i viku? „Ég er i beinum persónulegum tengslum viö alla helstu forystumenn Sjalfstæöisflokks- ins.” Er þitt hlutverk ef til vill fyrst og fremst þaö, aö vera sendill sem flytur skilaboö á milli hinna striöandi afla — Gunnars og Geirs? „Ef litiö er á mig sem einhvers konar sendil, þá er ég fyrst og fremst sendill sjálfstæöis- manna.” Hve langt er sföan Gunnar og Geir hafa setiö saman fundi hér I þessu húsi? „Þeir voru t.d. hér á miöstjórnarfundi 11. sept. s.l.” Telur þú æskilegt aö stjórnar- liöar i Sjálfstæöisflokknum séu innan flokks? „Þaö eru engar reglur til um þaö I sjálfstæöisflokknum hvernig og hvenær mönnum skuli vikiö ilr flokknum, heldur veröur hver og einn að gera þaö upp viö sjálfan sig hvort hann á samleið meö flokknum eöa ekki. Þeir sjálf- stæöismenn sem eru innan núverandi rikisstjórnar hafa starfaö I flokknum um áratuga skeiö. Þeir hafa ekki tekiö þá ákvöröun aö ségja sit úr flokkn- um né þingflokki hans og viö þaö hef ég engu aö bæta.” En finnst þér persönulega æski- legt út frá heildarhagsmunum flokksins, aö þeir séu innan flokks viö þessar aöstæöur? „Mér finnst þaö tvimælalaust eiga aö vera einkamál þeirra, hvort þeir telji sig eiga samleiö meö flokknum eöa ekki og hvort þeir séu reiöubúnir til að ■ samþykkja stefnu Sjálfstæöis- flokksins og starfa I hennar anda.” Starfa þremenningarnir i anda stefnu Sjálfstæðisflokksin i núverandi rikisstjórn? „Þeir segjast gera það. Meirihluti þingflokksins, sem er f stjórnarandstööu telur þá ekki starfa i anda stefnu Sjálfstæöis- flokksins.” Er ekki hreint út sagt kjánalegt aö halda þvi fram aö enginn klofningur sé I flokknum, þegar þaö liöur varla svo vika aö einhvers konar uppgjör verður á milli Gunnars- og Geirsmanna, þ.á.m. i hverfafélögum, I Veröi og á mörgum fleiri stööum? „Þaö er rangt aö skýra allt þaö sem gerist I Sjálfstæöisflokknum út frá þeirri' staöreynd aö hluti þingflokks flokksins styöur rikis- stjörn og mikill meirihluti er I stjórnarandstöðu. Þvi er haldiö fram aö kosningar sem fram hafa farið í nokkrum hverfafélögum og landamálafélaginu Veröi sýni ljóslega meint átök á milli meintra striöandi afla I flokkn- um. Þetta er ekki rétt aö minu mati. Þaö er ef til vill ákveöin undiralda I flokknum sem skapast vegna ástandsins sem ég lýsti, en þaö er auövitaö eölilegt aö kosiö sé um menn I trúnaöar- stööur á vegum flokksins. Mér finnst það frekar lifsmark eri hitt, að þaö skuli þykja eftirsóknar- vert aö vilja gegna trúnaöar- stööum fyrir Sjálfstæöisflokk- inn.” Nú stóöu fulltrúar unghreyf- ingarinnan innan fiokksins gegn ráöningu þinni sem framkvæmdastjóri og einnig var ráögjöf þfn og afskipti af ráön- ingu framkvæmdastjóra SUS af- þökkuö. Vill unghreyfingin ekkert meö þig hafa lengur? Ertu ekki^ oröinn annaö i hennar augum, en' gamall Geirsmaður fyrir aldur fram? „Ég held að þaö sé ofsagt aö unghreýfingin hafi staöiö gegn mér persönulega I þessum tilvik- um sem þú tilgreinir. Ég hef ekki orðið var viö annaö, en ágætt samstarf sé á milli mln og þeirra sem leiöa málefnastarf ungra s jálf stæöism a nna. ” Ætlar þú aö styðja Geir Hallgrimsson til formanns á landsfundi flokksins næsta vor, ef hann gefur kost á sér? „Ég studdi Geir Hallgrímsson á siöasta landsfundi einsog raunar um 70% landsfundarfulltrúa vegna þess aö ég taldi þá og tel hann enn vera einn okkar hæfasta stjórnmálamann. En þaö er ekki hlutverk mitt sem framkvæmda- stjóra Sjálfstæöisflokksins aö mæla opinberlega með einum né neinum til trúnaöarstarfa I flokknum heldur aö framkvæma ákvaröanir stofnana flokksins eftir bestu samvisku og stuðla eftir mætti aö vexti og viðgangi flokksins.” Þú sagöir sjálf stæöismenn einhuga, en veröur þú var viö aö flokksmenn séu uggandi vegna þessara óvenjulegu aöstæöna i flokkstoppnum, þar sem menn eru bæöi meö og á móti rikissjón- inni? „Já ég verö vissulega var viö þaö, aö sjálfstæöismenn eru óánægöir meö þessa stööu mála.” Attu von á því aö landsfundur- inn veröi ein bardagasena, þar sem striöandi fylkingar berist á banaspjótum um stööur, titla, menn og málefni? „Mér finnst ekki ástæöulaust aö búast viö þvi aö næsti lands- fundur sjálfstæöisflokksins muni geta þótt nokkrum tiöindum sæta.” Sjálfstæðisflokkurinn f rfkis- stjórn og utan hennar, flokkurinn hér og flokkurinn þar, málefna- ágreiningur um hitt og annaö. Er Sjálfstæöisflokkurinn nokkuð annaö í raun, en stór óskapnaöur? Hann sé fjarri þvi aö vera stöndugur og traustur eins og eikartré, heldur frekar eins og blaktandi strá, sem hreyfist meö vindi og veöri hverju sinni, eöa eins og teiknimy ndafígúran Barbapabbi, sem breytir um lögun aö viid eftir aöstæöum hverju sinni? „Þetta er röng lýsing. Ég held að Sjálfetæöisflokkurinn sé og veröi um langa ókomna tiö, sá eindrangi sem stendur upp Ur ölduróti og umróti íslenskra stjórnmála og verður áfram kjöl- festa þessa þjóðfélags.” Finnst þér nú ekki sem hoiskeflur hafi fært þennan eindrang þinn á kaf á siöustu mánuöum? „Þaö skella öldur á þessum drangi en hann hefur ekki hagg- ast og m.un ekki og stendur af sér stórsjóana.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.