Helgarpósturinn - 21.11.1980, Blaðsíða 20
20
Föstudagur 21. nóvember 1980
he/garpásturinn..
Sitt er hvat bömmer og beljaki
Leikfélag Reykjavlkur sýnir
söngleikinn Gretti, eftir þá Egil
ólafsson. Ólaf Hauk Símonarson
og Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri
Stefán Baldursson. Dansar: Þór-
hildur Þorleifsdóttir. Leikmynd:
Steinþór Sigurösson. Búningar:
Guörún Sigrlöur Haraldsdóttir.
Lýsing: Daniel Williamsson. Tón-
list: Þursaflokkurinn. Leikendur:
Kjartan Ragnarsson, Jón Sigur-
bjömsson, Sigurveig Jónsdóttir,
Harald G. Haraldsson, Hanna
María Karlsdóttir, Ragnheiöur
Steindórsdóttir, Egill Ólafsson,
Aöalsteinn Bergdal, Andri örn
Clausen, Eggert Þorleifsson,
Guörún Gísladóttir, Margrét
Akadóttir, Soffia Jakobsdóttir.
Söngleikir sem byggja á tónlist
þeirri sem jafnan er kennd viö
popp hafa átt miklum vinsældum
að fagna á siðustu árum, nægir i
þvi sambandi að minna á Jesus
Christ Superstar og Evitu t’að
var þvi’ rrörgum tilhlökkunarefni
þegar það fréttist að þrir ungir
hæfileikamenn væru að smiða
söngleik fyrir L.R. e.t.v. hefur
það einnig aukið spenninginn hjá
sumum að hann ætti að heita
Grettir.
Sagan af Gretti hefur löngum
verið mönnum kær, orðstir hans
og hamingjuleysi er það sem oft-
ast er bundið nafni hans. Jafn-
framt hafa menn lengi gert sér
grein fyrir að Grettir er ekki sér-
Islenskt fyrirbæri. Arni Magniis-
son reit: „Grettis saga gengur
nær fabulæ en historiæ”. Óskar
Halldórsson hefur fært rök fyrir
þvi að saga Grettis sé goðsögn og
að hetjan sjálf sé „arftaki hinnar
indóevrópsku hetju sem verndari
manna”. Þaö má þvi öllum vera
ljóst að i þessa smiðju er heppi-
legt að sækja efni.
Því fer þó fjarri að þeir Egill,
Ólafur og Þórarinn fylgi fornsög-
unni nákvæmlega I verki sinu,
engu að siður er þar að finna
stöðugar visanir til Grettlu.
1 söngleiknum er saga ung-
lingsins Grettis sögð. Hann býr i
Breiðholtinu og er i Breiðholtinu
og er i Fjölbrautaskólanum,
reyndar á glötunarbraut. As-
mundur faðir hans vinnur i álver-
inu en staða Asdisar heitir vist
heimavinnandi húsmóðir. Grettir
þessi er aö sönnu utangarðsmað-
ur eins og nafni hans forðum.
Hann er i uppreisn.gegn foreldr-
unum, honum er visað úr skólan-
um og töffaragengið tekur ekki
viöhonum vegna þess aö hann er
„bömmer”. En Grettir elskar og
ástin er hérna hreyfiafl eins og
svo oft áður. Pönkpæjan Sigga
kemur Gretti undir manna hend-
ur, en hún innrætir honum einnig
vald vöðvanna og þeir stækka i
fangelsinu. Það eru siðan
kraftarnir sem opna Gretti leið-
ina til heimsfrægðar, aðalhlut-
verkið i framhaldsþáttunum um
Gretti sem sölustofnun menn-
ingariðnaðarins er aðhefja fram-
leiðslu á. öllu lengra er ekki hægt
að rekja gang leiksins án þess að
það komi niður á upplifun hvers
og eins. Þvi skal þó við bætt að
Glámur kemur til sögunnar áður
en langt um liður.
Atburöarás verksins er meist-
aralega ofin og af miklu hugviti.
Atburöirnir eru mjög ýktir og
spaugið er það sem situr i fyrir-
rúmi. En þrátt fyrir galsa og tals-
vert mikla stilfærslu er það jafn-
an svo að öllu gamni fylgir nokk-
ur alvara og svo er einnig hér.
Grunnur verksins er i raun mjög
alvarleg spurning: Heyrðu homo
sapiensheldurðuað þú eigir séns?
Það kemur glöggt fram að það er
ekki einungis Grettir sem er á
glötunarbraut, heldur nútima-
þjóðfélagið i heUd sinni. Við
framsetninguna er nýttur saman-
burður viö fortiðina „þá þekktist
karlmennska nú er allt
flatneskja”. Hin forna hetja er
orðin fjölmiðlanammi sem ráöa-
menn vitundariðnaðarins
skammta fólkinu. Samtökin úti á
þekju reyna að berjast gegn
þróuninni með þvi að leggja rækt
við fornar dyggðir og i samvinnu
við sjónvarpsdrauginn Glám
reyna þau að ráðast til atlögu og
vekja fólk af dvalanum. Glámur
hefur einhverju sinni á orði að
jafnan beri ofbeldiö sigurorð af
skynseminni. Hinn nýi Grettir er
honum sammála þvi hann gerir
sér grein fyrir þvi að hann er mis-
notaðurferlega i þeim tilgangi að
„Það er ár og dagur siðan und-
irritaður hefur skemmt sér
jafn vel I leikhúsi og við að horfa
á Gretti”, segir Sigurður
Svavarsson i umsögn sinni um
Gretti — söngleik Leikfélags
Reykjavlkur.
deyfa fólkið, hann er 1 raun ekkert
„grúví”. Asmundur karl gengst
upp i hlutverki sinu sem stað-
gengill górillu. Viðhorf hans
undirstrika þá skoðun að hvert.
spor mannsins i átt frá uppruna’
sinum færi hann nær glötuninni
feldurinn er ósköp hlýr og nota-
legur.
Það er ár og dagur siðan undir-
ritaður hefur skemmt sér jafn vel
i leikhúsi og viðaö horfa á Gretti.
Hverjum ber svo að þakka að
leikslokum? Þegar hefur höfund-
anna verið getið, en það hefur nú
aldrei verið trygging fyrir góðri
sýningu að verkið sé gott. Stefán
Baldursson er smekkvis leikstjóri
og hann er jafnframt áræðinn.
Hann þorir að ganga langt i stil-
færslu og hún er einmitt einn
meginkostur hinnar skemmtilegu
uppfærslu. Sum atriðin hefðu
varla oröið svipur hjá sjón ef ekki
hefðinotiðdjörfungarí túlkun t.d.
fangelsisatriðið. Leikmynd er
hugvitsamlega unninog hið sama
má segja um búningana sem i
einfaldleika sinum eru hreint
meistaralegir.
En aö sýningunni stendur hópur
og þegar árangurinn er slikur
sem i þessari er engum greiði
gerður að taka einhverja ein-
staklinga út úr. Það er heildin
sem skapar yfirbragðið og það er
hópurinn sem slikur sem hefur
unnið sigur. Allt gekk undur
lipurlega og hópatriðin vitnuðu
um mikla samæfingu.
Tónlistin sem sýningin er byggö
á ber öU einkenni Egils ólafsson-
ar og hinna þursanna, vönduð og
flutt af snilli þeirra sem fremstir
standa I sinu fagi. A stundum
ganga félagarnir þó i smiðju til
eldrikollega og hiröa þaðan rokk-
stef og gamlan vals. Annars er
um popptónlist að ræða og marg-
ar melódiumar eru verulega
gripandi. Það er helst i þeim
söngvum sem Jón Sigurbjörnsson
syngur sem vikiö er af vegum
poppsins. Það er sannarlega vel
af sér vikið að standa fjórir undir
tónlistarflutningi í svo stórri sýn-
ingu, en það gera Þursarnir eins
og að drekka vatn.
Þessi sýning mælir örugglega
bestmeðsér sjálf. Éger þessfuli-
viss að hún á eftir að öðlast vin-
sældir og vonandi fær L.R. stór-
hug sinn rlkulega endurgoldinn.
Grettir er nefnilega alls ekki það
sem gengið segir um hann i niö-
söngnum:
Þú er prentvilla i blaði
púnkteraö dekk
blettur 1 laki
borin von.
SS.
I
i
i
i
Trú von og kærleikur
Ég ber mun meiri umhyggju
fyrir þeim, sem eru að feta
fyrstu spor inn i ódáinsheima
tónlistarinnar, en hinum semeru
þar heimavanir. Fyrir þvl ráð-
legg ég þeim sömu lambakett-
lingum að sækja kammertón-
leika, einkum frá barokktima-
bilinu, séu þeir I boði, Verkin
þau eru aö jafnaöi aðgengilegri,
einfaldariog umfram allt styttri
en t.d á sinfóniutónleikum.
Ást i harokkstií
Svo var um tónleika
Kammersveitarinnar i Bú-
staðakirkju fyrra sunnudags-
kvöld. V'valdi (1675-1741) er
hunang, sem engu er blandað i.
Konsertar hans eru eins og
hnyttnar smásögur miðað við
verk yngri manna, sem
stundum likjast rússneskum
skáldsögum að lengd og flækju.
Tveir þeirra voru fluttir, P. 81
og 201. Þar fóru allir giskavel
meö sitt, en mest nýjung var að
heyra svo listilega leikið á
biokkflautu sem Camilla Söder-
berg lét uppi. Þótt blokkflauta
sé oft meöal fyrsta barnagling-
urs, þarf enginn að halda, að
hún sé ómerkt hljóöfæri. Og það
getur Camilla sérhverjum
sannað. Það væri ástæða til aö
sæma þá Snorrasonu oröum
fyrir heppileg kvönföng, sem
festa hér byggð, meðan sumir
læknar, verkfræðingar og annað
peningasjúkt hyski hótar að
hrökklast úr landi.
1 efnisskránni stóð, að „tón-
skáld barokktimans voru ekki
nándar nær ávallt i helgum hug-
leiöingum viö samningu verka
sinna, þótt sú skoðun hafi verið
rikjandi hér á Islandi”. Mikið
rétt. Reyndar held ég það sé
ofurerfitt að skynja, hvað sé
„helg” tónlist eöa veraldleg, ef
texti eða staður eru ekki til leiö-
beiningar. Þaö er t.d. óvitlaust
hjá Dóra frá Laxnesi, að viö
hlustun eina á Samstæður
Bachs sé ekki auðgjört að
greina, hvort menn séu heldur
staddir viö guðsþjónustu eða á
dansleik i hertogahöllinni.
Textinn við tvær kantötur
Hándels, sem ólöf Kolbrún
söng, tók hinsvegar af öll tvi-
mæli, t.d.:
Þú annt ótal fögrum meyjum,
Fileno...........................
og svo stærir þú þig af þvi
að bera I brjósti trútt
og stöðugt hjarta ...
Afar fávis er hún sú
sem trúir þvi
að þú búir yfir staðfestu
og tryggð
þú trúlausi! ótryggi!
trúlausi ótryggi lygari!
Ég munn láta þig einan með
grimmd þina
og finna mér nýjan elskhuga
gagnþrunginn af ást til min.
Ef ég finn hann ekki
mun ég snúa til fyrra frelsis
án þess aö elska.
Ólöf söng þessar kantötur
auðvitað prýðilega, en liklega
hefði hún mátt hafa látbragð
ástleitninnar ögn nútimalegra
til að leggja áherslu á sigiidi
verkanna. Maður veit hvorteöer
ekki, hvernig fólk bar sig til við
þetta fyrir 2-300 árum.
"Feðgar á ferð
12. nóvember spiluðu finnskir
feðgar á selló og pianó i Nor-
ræna húsinu, Erkki og Martti
Rautio. Fyrri hlutinn, Arpegg-
ione-sónatan eftir Schubert Og
D-dúr samstæðan fyrir einmana
knéfiðlu eftir Bach, gekk ekki
nógu vel. Kannski mátti um
kenna mjög svo jarðbundnum
kringumstæðum. Menn höfðu
ekki gætt þess, aö parkettgólfið I
húsinu er spegilslétt og flughált
einsog túniö hjá kónginum i
Frakklandi. Þegar kom fram 1
forspil Bach-samstæðunnar, ’
mátti öllum ljóst vera, hvaö
vará ferð. Það varþetta fallega
selló. Fóturinn á þvi skrikaði
fram eða til hliða á gólfinu, svo
að boginn lenti stundum uppi á
miðjum legg. Erkki reyndi aö
klemma hljóðfæriö i knjám sér,
beit á jaxlinn og braust áfram
við spilverkið, en jafnan sótti i
sama horf. Loks hljóp Erik
Sönderhólm fram og sótti stama
mottu undir stól og fót. En þá
var einleikarinn þegar orð-
inn taugaóstyrkur, og lái honum
hver sem vill.
Eftir hléið gekk svo allt betur i
c-moll sónötu Brahms op. 38og
skondnu divertimento eftir
bróður Erkkis, Matti Rautio. 1
fáum orðum má segja, að Erkki
Rautio sé traustur sellóleikari,
en ekki hrifandi.
Presturinn
tónvlsi
Sr. Gunnar Björnssonúr Bol-
ungarvik bauö mönnum svo
svipað efni á sunnudaginn var
ásamt Jónasi IngimundarsynL 1
stað Schuberts kom raunar Vi-
valdiog Svissarinn Ernst Bloch
fyrir Matti Rautio. Hvort
tveggja hið áheyrilegasta. En
auk þess lék hann tilbrigði Beet-
hovens um lög Ur Töfraflautu
Mozarts Það er nú músik.
Manni kemur i hug það sem Sig-
urður Nordal sagði, þegar smá-
smyglari nokkur var að fárast
yfir einhverju málfarsatriði
i Fjölni: „Það sem Jónas heí ur
skrifað og Konráð lesið yfir, það
köllum viö nú islensku”. Enn-
fremur lék hann G-dúr sam-
stæðu Bachs fyrir einleiksselló
og loks sömu Brahms-sónötuna
og Finninn fjórum dögum fyrr.
Þetta er hinn geðþekkasti
klerkur i sjón og leik. Og ætti að
fara I þjóðjöfnuð, hygg ég að
okkar maður hafi haft mun
betur I Bach, en stigin veriö
nokkuö jöfn i Brahms, þótt still-
inn sé gjörólikur. Gunnar er
miklu finlegri.
Undirleikararnir gerðu báöir
„skyldu” áina eins og venjulega
er sagt. En það er hreint ekki
svo lítið. Má raunar geta þess,
að finnski pilturinn var með
flengu, en lét þó hvergi deigan
sigá við að styðja föður sinn.
Lutheri villa gerði margvis-
legan óskunda i evrópskri
menningu á 16., 17. og 18. öld.
Samt risu upp innan vébanda
hennar meistarar einsog Bach
og Hallgrimur Pétursson, sem
auðvitað urðu ekki snillingar
Eyrna lyst
eft'r Arna Björnsson
Tveir músikalskir klerkar — Vivaldi og sr. Gunnar Björnsson.
rétttrúnaöarins vegna, heldur
þrátt fyrir hann. Manni dettur i
hug aö venda fornu spakmæli
svolitið við: Þótt menningin sé
lamin með lurk, leitár snilldin
út um siðir. Þetta fyllir sálar-
tötrið bjartsýni i margskonar
vonbrigðum 2ö. aldar.
i
I
I
I
I
I
3*1-15-44
Ný dularfull og kyngimögnuö
bresk-amerisk mynd. 95. min-
útur af spennu og i lokin
óvæntur endir.
Aðalhlutverk: Cliff Robertson
og Jean Simmons.
Bönnuö börnum yngri en 14
ára.
Sýnd föstudag kl. 5, 7 og 9.
Hrói höttur og kappar
hans
Ævintýramyndin um hetjuna
frægu og kappa hans Barna-
sýning sunnudag kl. 3.
’Jflf Símsvari slmi 32075.
C t J <
Karate upp á lif og
dauöa
Kung Fu og Karate voru vopn
hans. Vegur hans að markinu
var fullur af hættum, sem
kröföust styrks hans að fullu.
Handrit samið af Bruce Lee og
James Coburn, en Bruce Lee
lést áöur en myndataka hófst.
Aðalhlutverk: David Carra-
dine og Jeff Cooper.
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuð innan 14 ára.
ísl. texti.
Leiktu Misty fyrir mig
Siöasta tækifæri að sjá eina
bestu og mest spennandi
mynd sem Clint Eastwood
hefur leikið I og leikstýrt.
Endursýnd kl. 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.