Helgarpósturinn - 21.11.1980, Page 27
27
__halrjarpn<ztl irinn Föstudagur 21. nóvember 1980
Kjaramálin, lifeyrismálin,
horfurnar i efnahagsmálunum,
verkmenntun, fullorðinsfræösla,
vinnuverndarmálin. Þetta verða
vafalaust þau mál, sem hæst ber
á góma á Alþýðusambandsþing-
inu, sem hefst á mánudaginn. En
allt þetta mun þó falla f skugga
þeirrar valdabaráttu, sem nú
stendur sem hæst innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Margir telja, að hin tfðu funda-
höld og ráðabrugg ýmissa hópa,
sem hafa farið fram undanfamar
tvær vikur, minni um margt á að-
dragandann að myndun rikis-
stjórnar Gunnars Thoroddsen.
Þótt frambjóðendur til forseta-
kjörs séu tveir, þeir Ásmundur
Stefánsson og Karvel Pálmason,
og sá þriðji, Björn Þórhallsson,
nefndur sem þriðji valkosturinn,
Forsetasætið i þessari byggingu er grcinilega eftirsóknarvert
Valdabarátta i verkalýðshreyfíngunni
getur allt eins farið svo, að þegar
gengið verður til kosninga á
fimmtudaginn verði aðeins einn
frambjóðandi.
Enda þótt ráðamenn Alþýðu-
sambandsins leggi á það áherslu,
að þar ráði fyrst og fremst fagleg
sjónarmið eru flokkslinur ákaf-
lega skýrar i samsetningu mið-
stjórnar. Þar hefur undanfarið
verið rikjandi bandalag Alþýöu-
flokks og Alþýðubandalags, sem
er fólgið i þvi, að enda þótt Al-
þýðuflokkurinn sé minnihluta-
flokkur þar, með fjóra fulltrúa, en
Alþýðubandalagið hafi sex, hefur
forseti ASl hingað til veriö Al-
þýðuflokksmaður.
Undanfarið hefur þetta banda-
lag verið að riðlast, og ásakanir
gengið ábáða bóga.Fyrst sökuðu
Alþýðubandalagsmenn Alþýðu-
flokksmenn um að hafa svikið á
úrslitastundu við skipan i hús-
næðismálastjórn, þar sem Sjálf-
stæðismaður komst að. Nú ásaka
Alþýðuflokksmenn Alþýöubanda-
lagsmenn fyrir að ætla að rjúfa
með þvi að koma einum sínum
manna i forsetastöðu Alþýðusam-
bandsins.
— Við viljum halda áfram sam-
starfi við Alþýðubandalagið,en
eins og styrkleikahlutföllin eru i
þjóðmálapólitlkinni vilja þeir það
ekki. Þeir vilja ná samkomulagi
við Sjálfstæðisflokkinn og kasta
út Framsóknarmanninum, segir
Alþýðuflokksmaður, sem er hnút-
um kunnugur i verkalýðsmálun-
um.
Sá Sjálfstæðismaður, sem um-
ræðir, er Björn Þórhallsson for-
maður Landssamtaka verslunar-
manna. Það er enn óvíst, þegar
þetta er skrifað, hvort hann lætur
undan verkalýðsmálanefnd
ilokksins, og gefur kost á sér. Þar
við bætist,að ýmsir Sjálfstæðis-
menn eru ekki ánægðir með hann
sem sinn frambjóðanda, og i þeim
herbúðum standa nú yfir ákafar
umræður um nýjan valkost i stað-
inn fyrir hann. Sjálfur hefur
Björn lýst yfir stuðningi viö As-
mund eins og kunnugt er og hann
segir við Helgarpóstinn að hann
muni fá mörg atkvæði Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokksmanna.
Kosningareglur ASf eru ákaf-
lega flóknar. Til þess að fyllsta
réttlætis sé gætt eru atkvæði
þingfulltrúa mis þung á metun-
um, eftir þvi hvað hver þeirra
hefur marga meðlimi á bakvið
sig. Af þeim sökum er erfitt að
reikna út styrkleikahlutföll
stjórnmálaflokkanna. En þing-
fulltrúar eru 450 talsins, og af
þeim er talið, að Alþýðubanda-
lagið eigi örugga 140, Alþýðu-
flokkurinn 110, Sjálfstæðis-
flokkurinn 100 og Framsóknar-
flokkurinn 70—80. Talið er.að
20—30 fulltrúar hafi ekki skipað
sér undir merki ákveðins flokks.
Verði þeir báðir i framboði,
Karvel og Ásmundur er þvi
spurningin sú, hvernig atkvæði
þessara óháðu þingfulltrúa falla.
— Ef bara Karvel og Asmundur
verða í framboði er ég ekki í vafa
um, að Karvel mun leggja hann.
Meirihluti Sjálfstæðismanna kýs
hann áreiðanlega, þótt Björn Þór-
hallsson hafi lýst yfir stuðningi
við Asmund, en hann hefur ekki
stóran hóp á bakvið sig, kannski
30—40 fulltrúa. Framsóknarmenn
munu liklega flestir kjósa Ás-
mund, en ég tel, að flestir þeirra
óháðu muni styðja Karvel, sagði
Alþýðuflokksmaður.
— Ég held, að Asmundur sé
sigurstranglegri, ef ekki verður
kosiðeftir ströngum flokkslínum,
heldur farið eftir mannkostum
hans og þeim störfum sem hann
hefur unnið fyrir hreyfinguna,
sagði hinsvegar Jón Kjartansson,
formaður verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja.
— Enégharma það,ef þaðeiga
að fara að ganga allskonar
loddaralistir, sérstaklega ef
annar hvor hinna svokölluðu
verkalýðsflokka ætlar að gera
bandalag við höfuðandstæðing
I miðri styrjöld við trak takast
klerkarog leikmenn á um völdin i
islamska lýðveldinu fran. Tök
stjórnmálaflokks klerkdómsins,
Islamska lýðveldisflokksins, á
þingi og ríkisstjórn hafa ekki
nægt til að bæla niður þann arm
byltingarfylkingarinnar gegn
keisarastjórninni, sem vill frjáls-
ræðisþjóðfélag og hafnar kúg-
unarstjórn hverjir sem henni
beita. Forustumaður frjálsræðis-
sinna er Abolhassan Bani Sadr
forseti. Nýverið gerðist það aö
Khomeinierkiklerkur sá sér þann
kost vænstan að taka fram fyrir
hendur ofrikismanna úr klerka-
veldisflokknum. Bani Sadr greip
þá tækifærið og efndi til fjölda-
fundar i Teheran, þar sem hann
hóf allsherjar árás á yfirgang og
óhæfuverk fslamska lýðveldis-
flokksins með skirskotun til að
Bani Sadr. forseti
Striðið magnar valdabaráttu i íran
slíkt framferði væri visasti
vegurinn til aö steypa i glötun
islömsku lýðveldi sem berst fyrir
lifi sinu við erlenda óvini.
Aðdragandi fjöldafundar for-
setans var viku togstreita um af-
drif eins af keppinautum hans um
forsetaembættið á sinum tima,
Sadeghs Ghotbzadehs. Hann var
einn nánasti samstarfsmaður
Khomeini i útlegðinni og gegndi
ýmsum trúnaðarstöðum eftir
byltinguna. Um tima stjórnaði
hann útvarpi og sjónvarpi og
veitti siðan utanrikisráðuneytinu
forstöðu þann tima sem engin
rikisstjórn sat i landinu frá töku
bandariska sendiráðsins i Teher-
an og fram til þess aö rikisstjórn
var mynduð siðastliðið vor að af-
stöðnum þingkosningum.
Ghotbzadeh bakaði sér óvild
fslamska lýðveldisflokksins með
þvi að reyna að leysa bandariska
sendiráðsfólkið úr gislingu og
setja niðurdeiluna við Bandarik-
in sem gfslatakan olli.
Svo geröist það snemma i þess-
um mánuði, að Ghotbzadeh kom
fram i sjónvarpi og gagnrýndi
harðlega stjórnarhætti forustu-
manna fslamska lýðveldisflokks-
ins. Sérstaklega réöst hann á ein-
okun flokksins á rflúsfjölmiðlum.
Skipti það engum togum að Assa-
dollah Lajevardi saksóknari í
Teheran lét taka Ghotbzadeh
fastan og hneppa hann i Evin-
fangelsið í Teheran, þar sem póli-
tiskir fangar eru hafðir i haldi.
Frammistaða Ghotbzadeh i for-
setakosningum bar þvi vott að
hann á engum sérstökum vin-
sældum aö fagna meðal frana, en
handtaka hans fyrir að gagnrýna
stjómvöld vakti samt ákafa mót-
mælahreyfingu. 011 þau öfl sem
andsnúin eru ofrikisstjórn
háklerkahópsins sem ræður
fslamska lýðveldisflokknum tóku
höndum saman og börðust fyrir
lausn hans úr fangelsi.
Mehdi Bazargan, sem var for-
sætisráðherra fram að töku
bandariska sendiráðsins, skoraöi
i blaði sinu á Khomeini að taka i
taumana og hefta löglausan yfir-
gang valdsmanna á borö viö
Lajevardi. Haröar deilur urðu á
þingi um handtökuna. Siöan kom
til mótmælafunda, ekki aðeins i
Teheranheldur einnig hinni helgu
borg Qom, aðsetri Khomeinis,
þar sem tugir þúsunda fóru um
götur og kröfðust þess að
Ghotbzadeh fengi frelsi.
Þá hófst Khomeini handa og
sendi son sinn og aðstoðarmann,
Syed Ahmad Khomeini, til Evan-
fangelsis meö fyrirmæli um að
Ghotbzadeh skyldi sleppt, og fékk
hann þegar i' stað aö fara frjáls
ferða sinna.
Meðan þessu fór fram i Teher-
an dvaldi Bani Sadr forseti i
sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Það
væri hroðalegt eins og að selja sál
sina andskotanum, sagði Jón
Kjartansson.
Annar fulltrúi á vinstri vængn-
um sagðist telja að þessi mál séu
öll i deiglunni ennþá.
— Verði framboðin fleiri en eitt
þýðir það ekkert annað en, að
flokkarnir eru að fara út I liðs-
könnun. Menn vilja vita styrk-
leika sinn, ef þeir telja nauðsyn-
legt að hafa flokkasamvinnu, og
þeir ,,eigi” menn i miðstjórn. En
úrslit kosninganna milli þessara
tveggja forsetaframbjóðenda tei
égað fari fyrst og fremst eftir þvi
hvarFramsóknarmennskipa sér,
sagði hann.
Opinberlega hafa engar yfirlýs-
ingar komið úr röðum Fram-
sóknarmanna. Jón Arnar
Eggertsson, eini fulltrúi þeirra i
miðstjórn ASf, segir þó við
Helgarpóstinn, að hann styðji As-
mund hiklaust, vegna þess að
hann hafi unnið gott starf fyrir
hreyfinguna og hafi góða yfirsýn
yfirmál hennar. Annars má telja
vist, að meðal Framsóknar-
manna séu skoðanir á þessu máli
nokkuð skiptar, en þó hefur
Helgarpósturinn það eftir
áreiðanlegum heimildum, að As-
mundur eigi sér þar allmarga
stuðningsmenn.
Fari Björn Þórhallsson fram
gegn þeim Asmundi og Karvel
eru flestir á þeirri skoðun, að
hann fengi fæst atkvæði. Liklega
öll atkvæði Sjálfstæðismanna —
þá liklega talsvert af þvi sem
Karvel hefði fengið ella, og þannig
styrkt stöðu Asmundar. En sá
pólitiski leikur er i meira lagi
áhættusamur, þvi sennilegast
fengi enginn frambjóðendanna
hreinan meirihluta, eins og lög
ASf segja fyrir um. Forsetinn
verður að hafa minnst 25 þús. at-
kvæðiaf 56 þús. til að ná kjöri. Þá
yrði aö kjósa aftur, milli tveggja
hæstu manna og útkoman ein-
göngu sú, að dýrmætum tima
þingsins yrði eytt i styrkleika-
könnun flokkanna. Það yrði
heldur ekki svo litill timi, þvi
talning atkvæða og útreikningur á
þeim ergifurlega timafrek vinna,
sem nota mætti til annars.
— Ef slikt gerðist yrði það þver-
INNLEND
YFIRSÝN
Khuzistanhéraði og stjórnaði þar
vörnum franshers við sókn traka
aðhelstuoliusvæðum landsins, En
i fyrradag kom hann til Teheran
og ávarpaði fjöldafund, sem
boðaður hafði verið til að efla
baráttuvilja þjóðarinnar í strið-
inu við frak
Bani Sadr hafnaði með öllu að
ganga til friðarsamninga við
Saddam Hussein valdhafa i frak.
Bæði væru landakröfur hans á
hendur fran á engum rökum
reistar, og þar að auki vekti þaö
fyrst og fremst fyrir Saddam
Hussein með hernaðinum aö
vaida hruni islamska lýðveldisins
i landinu.
En til þess að islamska lýðveld-
ið fái staðist, sagði forsetinn,
verður þaö að geta sameinað
þjóðina, fyrst til að verjast inn-
rásinni frá frak og siðan til að
hrinda henni. Að auki rakti hann i
löngu máli og með hörðum orö-
um ávirðingar og yfirgang hand-
benda tslamska lýðveldisflokks-
ins i valdastöðium
Bani Sadr er æðsti yfirmaður
franshers og herinn hefur mjög
vaxið i áliti með þjóðinni fyrir
frammistöðu í striðinu við trak.
Sakaði forsetinn andstæðinga
sina i' háklerkahópnum.um að
rægja herinn og torvelda skyn-
samlegan hernað gegn innrásar-
liði fraka með þvi að heimta
mannfreka bardaga i stað þess að
þreyta innrásarherinn sem mest,
án þess að verulegum herstyrk sé
fórnað, og skapa þannig skilyrði
fyrir árangursrikri gagnsókn.
f annan stað kvað Bani Sadr
upp áfellisdóm yfir viöleitni
klerkavaldsins til aö koma á skoð
anakúgun og áfergju þess i að
einoka skoðanamyndun i landinu.
Benti hann á hvernig útgáfa
óháðra blaða hefur verið heft og
rikisfjölmiðlum misbeitt i þágu
erindreka fslamska lýðveldis-
flokksins.
Loks lagði forsetinn til atlögu
gegn helsta kúgunartæki
fslamska lýðveldisflokksins, hin-
brestur i verkalýðshreyfingunni,
sem mundi veikja hana til muna.
ogþaðgætiendað meðþvi, aðhún
liöaðist i sundur, sagði Jón
Kjartansson i Vestmannaeyjum.
Jón Kjartansson taldi það lika
miður, ef kosningar á Alþýðu-
sambandsþingi færu eingöngu
eftir flokkslinum en ekki hæfileik-
um manna.
En það er enn ekki öll von úti
um að samstaða náist um kjör á
þinginu. Ekki einungis forseta-
kjörið, heldur lika kjör fulltrúa i
miðstjórn.
—- Ég er ekki viss um, að Karvel
verði borinn fram. Vissir aðilar
vinna nú að samkomulagi um
uppstillingu. Það er mikill vilji
fyrir þvi innan hreyfingarinnar,
að það verði ekki háð hörð kosn-
ingabarátta á þinginu, sagði
Björn Þórhallsson um þetta mál.
— Framsóknarmenn hafa
áhuga á að ná samstöðu á sem
breiðustum grundvelli svo enginn
aðili hljóti óeðlilega . stóran hlut,
en sem viðtækast samstarf náist,
sagði Jón Arnar Eggertsson, full-
trúi Framsóknarmanna i mið-
stjórn ASt.
Það voru stöðug fundahöld i öll-
um herbúðum i gær, og fyrradag,
og meiri fundahöld framundan.
Og það eru ekki bara Alþýðusam-
bandsfulltrúar, sem reyna að ná
samkomulagi sin á milli. Það eru
lika stððug fundahöld i stjórn-
málailokkunum. Alþýðuflokkur-
inn og Sjálfstæðisfiokkurinn
funduðu á miðvikudaginn, en þar
sem það er andstaöa gegn þvi i
röðum Alþýðuflokksmanna að
semja við Sjálfstæðisflokkinn um
styrkleikahlutföllin i ASf voru
fyrirhugaðir fundir með hinum
flokkunum, og að öllum likindum
sameiginlegur fundur með öllum
flokkunum að lokum.
Ómögulegt er þessvegna aö
fullyröa nokkuð um það á þessu
stigi, hvað út úr öllu þessu bak-
tjaidamakki kemur. Og raunar
er alls ekki hægt að útiloka að
fleiri kandidatar i forsetastólinn
komi fram, en
hingað til hafa
verið nefndir til
sögunnar.
lettir
Þorgrim
Gestsson
eftir
Magnús
Torfa
ólafsson
um sjálfskipuðu byltingardóm-
stólum, sem hafa lif manna og
frelsi i hendi sér. Bani Sadr for-
dæmdi pyndingar i fangelsum, og
kvaðengu likara en Savak, leyni-
lögregla keisarastjórnarinnar,
hefði verið vakin til lifs á ný.
Hann benti á dæmi þess, aö menn
hafi verið gripnir á götum úti eða
við vinnu si'na, dregnir fyrir bylt-
ingardómstól, dæmdir til dauða
og liflátnir samstundis, án þess
að fá nokkrum vörnum komið
við, án þess að vinir eða ættingjar
fái nokkra vitneskju um afdrif
þeirra fyrr en þeim eru afhent
likin til greftrunar.
Sýndi Bani Sadr fram á, að
skyndidómstólar sem engum
réttarfarsreglum lúta væru ský-
laust brot á islömsku réttarfari.
Allur var þessi kafli i ræðu hans
samfelld árás á Sheik Kalkhali
blóðdómara og undirtyllur hans.
Ekki getur hjá þvi farið að
handtaka Ghotbzadeh og ræða
Bani Sadr hafi eftirköst i fran.
Mohammed Beheshti erkiklerkur
leiðtogi fslamska lýðveldisflokks-
ins, hefur hingað til kosiö að
stjórna bak við tjöldin meí þvi að
beita áhrifum saniherja sinna ó
Khomeini á úrslitastundum. Lið-
sinni Khomeini við Ghotbzadeh
sýnir, að breytingar hafa orðið á
valdhlutföllum i hirð erkiklerks-
ins og þar með æösta úrskurðar-
aðila i málum islamska lýðsveld-
isins frans. Tilvera þess lýð-
veldis og jafnvel frans sjálfs sem
rikiser i húfi i ófriðnum við frak.
Herinn er liftaug frans eins og
nú er komið, og herinn stendur aö
baki Bani Sadr forseta. Þróun
landsmála i fran og striösgæfan á
vigvöllunum f Khuzistan munu
haldast I hendur.