Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 3

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 3
irinn Föstudagur 11. júní 1982 3 Brotalöm á sjónvarpi Jposturinn Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Gunnar Gunnarsson, Omar Valdimarsson, Þorgrimur Gestsson og Þröstur Haralds- son. Útlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Sjónvarpsauglýsingar eru flestar hverjar steyptar í ákaf- lega svipaó mót. Allt er gert til að stýra hugsun áhorfandans inn á ákveðna braut. Aðskotahlutir sem hugsanlega gætu truflað eru vandlega skornir burt svo ekkert skyggi á það sem auglýsa á. „Viö erum bestir,” gæti veriö einkunn- arorö hinna hefðbundnu auglýs- inga. Þegar Helgarpósturinn ákvað að láta gera sjónvarpsauglýsingu fyrir blaðið var tekin sú stefna að vikja út af þessari hefðbundnu leið. Auglýsingatækni, sem miðar að þvi að útiloka öil skynhrif nema þau sem ætlunin er að framkalla, var hafnað. Þess i stað var ákveöiö að troða ekki ákveö- inni túlkun upp á fólk, leyfa þvi heldur að velta hlutunum fyrir sér. Útkoman varð óvenjuleg og húmorisk auglýsing sem frekar byggðist á listrænum aðferðum en hefðbundinni auglýsingatækni. Þegar sjónvarpið fékk þessa auglýsingu i hendur vissi þaö ekki hvernig bregðast átti við. Var henni þvi visað til útvarpsráös sem er hæstiréttur i öllummálum útvarps og sjónvarps. Þar voru menn heldur ekki vissir um hvernig bæri að túlka auglýsing- una. En til þess að koma i veg fyr- ir að óbreyttur almúginn færi að draga óvæntar ályktanir, sem ekki væri hægt að stýra, þótti út- varpsráöi réttast að banna birt- ingu auglýsingarinnar. Með skir- skotun til þess að hún bryti I bága við velsæmi og almennan smekk. Helstu ástæður voru þær að for- seta lýðveldisins og Alþingi væri sýnd óviröing. Þessi meðferð sýnir glögglega þá brotalöm sem er á gildandi reglum um auglýsingar I sjón- varpi. i þeim eru einungis dregn- ar almennar linur og svo er höfð ein ruslakista sem ber nafnið „velsæmi og almennur smekk- ur”. Með þessu eru útvarpsráði gefnar frjálsar hendur til að túlka auglýsingar að vild ráðsmanna og velja og hafna eftir geðþótta. Þetta veitir útvarpsráði mikil völd og eru þó flestir á þeirri skoöun að völd ráðsins séu of mikil fyrir. Samband islenskra auglýsinga- stofa hefur sett féiögum sinum siðareglur sem eru miklum mun ýtarlegri og nákvæmari. Stofurn- ar hafa beygt sig undir þessar reglur og það er vilji þeirra að aðrir sem nálægt auglýsingum koma geri slikt hið sama, lika rikisfjölmiðlarnir. Helgarpósturinn er sama sinnis. Núgildandi reglur eru ekki nógu ljósar og meðferö vafamála sem hljóta að koma upp af þeim sökum er afleit. Sjónvarpið þarf að móta skýrari reglur og það sem kannski er mikilvægast: stofnunin þarf að gera sér grein fyrir hinum ýmsu straumum inn- an auglýsingageröar, fylgjast með þeim og veita þeim skilyrði til vaxtar, nú eða taka afstöðu gegn þeim ef rökstudd ástæða er til að ætla að þeir séu til skaða. Núgildandi geðþóttaskipulag er á allan hátt óviðunandi, bæði fyrir auglýsendur og sjónvarpið. Dálkahöfundar: Hringborö: Birgir Sigurðsson, Heimir Pálsson, Hrafri Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. AAatthíasdóttir, Sigurður A. AAagnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Astgeirsson, Jón Viðar Jóns- son, Sigurður Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Halldór Björn Runólfsson (myndlist & klass- ískar hljómplötur), Gunnlaug- ur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz). Arni Þórarinsson, Björn Vign- ir Sigurpálsson, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir), Þröstur Har- aldsson (f jölmiðlun). Erlend málefni: AAagnús Torf i Olafsson Vísindi og tækni: Dr. Þór Jakobsson Skák: Guðmundur Arnlaugsson Spil: Friðrik Dungal AAatargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir Landspóstar: Finnbogi Hermannsson, (sa- firði, Reynir Antonsson, Akur- eyri, Dagný Kristjánsdóttir, Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns- son, Vestmannaeyjum. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Dan- mörku, Inga Dóra Björnsdótt- ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson Dreifing: Sigurður Steinars- son Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aðSiðumúlan, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrif stofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverð á mánuði er kr. 60- Lausasöluverð kr. 15. ÞJÁÐIR MENN IÞÚSUND kjaranefndum Ekki get ég að þvi gert, að ég finn alltaf til svolitill- ar velgju, þegar Jakinn birtist á skjánum, og út úr flóir þessi lika hjartasker- andi ofurást á aumingja láglaunafólkinu. Þessi lika drynjandi bassi, þessar djúpu þagnir, og þessi vot- eyga mannúö. Fyrst i stað fannst manni þetta kannski fyndiö, eins og ræöa Péturs þrihross um hetjur hafsins á sjómannadegi I Sviðins- vík, eftir að ryökláfurinn sökk með manni og mús. Jesús minn. Svona er Guð- mundur búinn að gráta á skjánum i hálfan annan áratug, eða frá þvi aö sjón- varpiö byrjaöi. Og alltaf dýpkar táradalurinn. Þvi- iikir Gvendarbrunnar af botnlausri samúð, sem eina opinbera grátkona. Sei, sei, nei. Hundruð manna hafa af þvi atvinnu á fullu kaupi virka daga jafnt sem helgar, i eftir- vinnu og næturvinnu, aö hugsa um kaup okkar og kjör. Viö höfum á þriöja hundrað verkalýösfélög, hvert með sinn formann, sina stjórn, sin trúnaðar- mannaráð, sina starfs- menn, sina llfeyrissjóöi, slna sjóðsstjóra, sjóö- stjórnir og sérfræðinga á hvurjum fingri. Og allir eru þeir að hugsa um okkur, láglaunafólkiö, hvað við eigum bágt, og hvað þeir geti fyrir okkur gert. Það liggur við, að þeir séu orön- ir jafnmargir og við. En ekkert gengur. Það hefur satt að segja aldrei gengiö hrinqboröiö I dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson maðurinn býr yfir. Nú er ræðan farin að hafa þannig áhrif á mig, að ég er löngu búinn að týna láglaunafólk- inu I táraflóðinu, þvi að ég á enga samúð afgangs handa öðrum en verkalýðs- leiötogunum sjálfum. Hvurnig er það: Er ekki kominn timi til, að viö lág- launafólkið, skjótum sam- an af fátækt okkar i sjóð handa bágstöddum verka- lýðsforingjum til þess aö þeir geti komizt á sólar- strönd og gert sér glaöan dag, svo lengi og staðfast- lega, sem þeir hafa grátið opinberlega út af okkar auma hlutskipti? Og aldrei breytist ræðan hjá Guðmundi, hvernig sem allt veltist i þjóöfélag- inu. Engu breytir þótt við búum nú við „vinsamlegt” rikisvald og allir vilji okkur vel. Engu breytir, þótt Jak- inn sjálfur hafi nú oddaað- stöðu á þingi. Alltaf er hann meö grátstafinn i kverkun- um og alltaf töpum við. Nú væri synd að segja, að Guömundur væri okkar verr. Það er eins og þeim mun verr gefist þeirra ráö, sem þeir koma fleiri sam- an... Og nú er enn einu sinni runnin upp sláturtið i Karphúsinu. Þjáðir menn i þúsund kjaranefndum gista hótel höfuöborgarinn- ar og eigra um sali Karp- hússins með stresstösku i annarri hendinni og vasa- tölvu i hinni. Nú á að reikna út, hvernig viö getum lifaö af kaupinu okkar. Við sjá- um þeim bregða fyrir á skjánum takandi i nefiö eða i spil, starandi i gaupnir sér eða I sjónvarpsvélarnar... Nú er það aö visu svo, aö kaupið hækkar ekkert, þó að atvinnumönnum i verkalýðsrekendastétt fjölgi sifellt, fremur en aö veröbólgan minnki, þótt þingmönnum fjölgi. Menn- irnir meö stresstöskurnar búa nefnilega ekki til lifs- kjör. Þeir ráöa minna um launin i landinu en þorsk- urinn i sjónum eöa loönan sem hvarf, eða verðskyn hinnar bandarisku hús- móöur, sem kaupir frekar kjúkling en gæöaþorsk af Halanum, ef henni svo lik- ar. Þessir menn búa bara til kauptaxta á blaöi. Fyrir hver þúsund prósent, sem þeir hækka kauptaxtana, höldum við eftir einu pró- senti, og stundum ekki einu sinni það. Við höfum það eftir Þorsteini Pálssyni, aö við höfum á undanförnum árum skilað aftur öllum taxtahækkununum. Hann ætti aö vita það. Við lifum nefnilega ekki á kauptöxtum. Og eitt er alveg vist: Verkalýösfor- ingjarnir I Karphúsinu eru ekki að semja viö atvinnu- rekendur um eitt né neitt. Þeir eru ekki að semja viö útgerðamenn, sem fiska ekki lengur upp i oliukostn- að. Ekki við frystihúsarek- endur, sem eru aö verð- leggja sig út af mörkuöum og blða bara eftir næstu gengislækkun. Og ekki við iðnrekendur, sem fjölda- framleiðsla láglaunaiðnað- arins i Austurlöndum eða tækniþróun betur rekinna þjóðfélaga er að flæma út af heimamarkaðnum. Verkalýðsrekendurnir eru að rifast innbyröis, við sjálfa sig. Þar skarar hver eld að sinni köku. 1 þessu spili er útkoman fyrirfram gefin. Þeir sem veikasta hafa samningsstöðuna, fulltrúar hinna fjölmennu og ófaglæröu, munu áfram bera skarðan hlut frá boröi. A þessu bögglauppboði munu þeir sem sterkasta hafa samningsstööu, full- trúar hinna fámennari og faglærðu, ekki gefa neitt eftir. Það er enginn hag- vaxtarbónus til skiptanna, þegar þjóðartekjur á mann fara minnkandi. Verka- lýðsforingjarnir hafa ekki við neina að semja nema sjálfa sig. Gúðmundur jaki getur þvi hlift sjónvarps- áhorfendum við láglauna- serimóniu sinni i þetta sinn. Hann þarf ekki annaö en aö flytja hana yfir félög- um sinum i Karphúsinu. Og þar verður hún áreiðanlega flutt fyrir daufum eyrum. Einu gildir, þótt verka- lýösrekendur i Karphúsi setji á sviö 20% taxtahækk- un. Þeir bera ekki ábyrgö á afleiöingunum. Þeir vita allir, að daginn eftir verður henni skilaö til baka með jafnriflegri gengislækkun. Og um eitt eru þeir allir sammála: Að viðhalda visitölukerfi, sem færir ráðherrum tiu krónur I kauphækkun fyrir hverja eina, sem fleygt er i hina lægstlaunuöu. Solidaritetiö — gamla kjörorðiö: Einn fyrir alla, allir fyrir einn, er búið aö vera innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Verkalýðs- hreyfingin er ekki lengur mannréttindahreyfing hinna réttlausu, fátæku og smáðu. Hún er hvorki verri né betri en þaö þjóöfélag, sem hún endurspeglar. Hún er að leysast upp i frumparta sina á uppboðs- markaði sérréttinda hópa, sem hver um sig skarar eld aö sinni köku og gefur dauðann og djöfulinn i þá, sem verða undir I sam- keppninni. Þar rikir hin skefjalausa markaðssam- keppni frjálshyggjunnar. Misskipting tekna og misrétti i þjóðfélaginu vex óöfluga. Menn þurfa ekki nema að lita á húsakost, bflaeign, ferðalög og iúxus þeirra, sem betur mega sin, til þess að sjá það. Og bera það siðan saman viö lifskjör láglaunakvenn- anna, hinna einstæðu mæöra, húsnæðisleysingj- anna, sem er ætlaö að framfleyta fjölskyldu af hungurtöxtum verkalýðs- félaganna. Þeir segja að það séu fleiri pláss á skemmtistöðum I Reykja- vik per kjaft en i Las Veg- as. Þeir hafa lika aldrei verið fleiri meðal unga fólksins, sem standa nú ráöþrota frammi fyrir vigsluathöfn Islenzka verð- bólgusamfélagsins, aö koma sér upp þaki yfir höf- uöiö. Og þetta gerist undir stjórn hins „vinsamlega” rikisvalds verkalýðshreyf- ingarinnar. Vond er hræsni Guö- mundar jaka, en hálfu verri er þó hræsnismærð- in I Svavari formanni, ráð- herra sósialisma og verka- lýðshreyfingar i ráðuneyti Gunnars Thoroddsens. Hann er hiö vinsamlega rikisvald Guömundar jaka. Hann segist draga viglinu gegn öflum „leiftursóknar og kreppuráðstafana”. Heyr á endemi. Sjálfur hef- ur flokkur hans i fjögur ár fylgt fram i rikisstjórn langtimaáætlun gegn llfs- kjörum. Hann hefur gert atvinnurekendur i landinu — kapitalistana — aö eins konar lifeyrisþegum laun- þega og skattgreiöenda. Rikisstjórn hans hefur leik- ið atvinnulifiö svo grátt, að aðeins braskarar og spekú- lantar, bareigendur og búllurekendur, rassvasa- heildsalar og skattsvikarar dafna eins og púki á fjós- bita. Þeir einir geta greitt gott kaup. Sameiginlega kunna þeir félagar, Guð- mundur jaki og Svavar for- maður, enga pólitik aðra en þá aö hrófla upp nýjum og nýjum rikisstofnunum, fjölga gæöingum á stalli rikisvaldsins, þenja út skrifræöið, hækka skatta og siá erlend lán, allt á kostnaö heilbrigðs atvinnu- lifs og traustra llfskjara. Mórallinn er : Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir. — JBH

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.