Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 4

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 4
Fösfudagur '1 l . jurSí 1982' J-lelgar 'sturinn. „Ég lifi ekkert óhófl Tekið i nefið með Guðmundi Jónssyni hóflífi ff Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri útvarpsins og söngv- arinn sem flestir gagnrýnendur telja að hafi unnið sinn stærsta leik- og söngsigur í Silkitrommunni nú þessa dagana, var frammá gangi þegar ég mætti uppá útvarp að eiga við hann við- tal. „Farðubara inn”, sagði hann, ,,ég er alveg að koma”. Skrif- stofan hans er ilöng og virkar svolitið ber, vegna þess að fyrir stórum glugganum hanga engin gluggatjöld. Ástæðan er strax augljós: Gtsýnið yfir sundin er stórkostlegt. — Fáðu þér i nefið, var eðlilega það fyrsta sem Guðmundur sagði eftir að hafa heilsað. Hann býður öllum i nefið. — Takk, kannski i aðra nösina. Reyndar ætlaði ég að byrja á þvi að spyrja þig út i neftóbakið. Er það þinn vimugjafi? — Þetta er sóttvörn og á viö vakningarsamkomu á morgnana. Neftóbakið heyrir undir llfsnauösyn. — Hvernig notaröu það? 1 Ohófi? — Nei, þaö held ég ekki. Ég held að það sé ekki hægt aö nota neftóbak i óhófi. Ekki á meðan maður subb- ar ekki út á sér andlitiö of mikið. — Hvenær byrjaöiröu á þessu? — Um fermingu held ég. — Og hefuröu þá ekki reykt? — Jú, ég reykti mikiö. Enda held ég aö söngvarar séu eina stéttin sem getur reykt sér aö skaðlausu. Maöur pústar svo vel út tjörunni. — Er neftóbakið eins núna og þegar þú varst aö byrja? — Þetta er betra tóbak sem við höfum fengið hérna i seinni tiö. tslenska tóbakið er mun betra,þykir mér, en þaö danska. —Veistu hvaö veldur þvi? Er þaö betur hreinsaö eöa eitthvað svoleiöis? — Ég veit það ekki. Kannski Trausta hafi á sin- um tima tekist að finna ein- hverja ennþá glæsilegri formúlu en Danirnir höföu uppgötvaö á sinum tima. — En ef þú ert á feröum erlendis, rekstu þá á ein- hver góö „tóbök ”? — Nei, ég leita ekkert að svoleiöis. Enda erég ekkiá ferö erlendis ef ég kemst hjá þvl. — Nei? — Svona yfirleitt ekki. Meðan ég var viö nám þá var náttúrlega litið um þetta. Og þegar ég var ár I Austurriki haföi ég bara með mér birgðir. — Hvernig er aö reykja ofan I svonalagaö? — Neftóbakið? — Já. — Ég mæli nú engan veg- inn meö reykingum, þær eru afleitar þó ég stundaði þær um árabil. Ég hætti einn daginn þegar Craven A pakkinn hækkaöi um krónu. Þaö er svo langt sið- an. — En tóbakið. Hefur það góð áhrif á röddina? — Nei, örugglega ekki. — Þaö stiflar á þér nefið. — Já, slimhúöin veröur þykkari. En það verður aö hafa þaö. Þaö er ekkert. — Passaröu uppá rödd- ina? — Nei. — Þú þegir ekki dögum saman fyrir frumsýningu? — Nei. Nei nei nei. — Nú færöu óhemju góöa dóma fyrir þaö sem þú ert aö gera núna... — Já.þaöer mesta furða. — Þakkaröu bara guöi og forsjóninni fyrir röddina eins og hún er eöa... — Maður veröur aö vita hvað maður er aö gera. Þaö er eitt. Það reynir eig- inlega meira á minnið en röddina i þessu sem ég er aö gera núna. Og þó. Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent I, og er þó búinn aö standa I þessu I nokkra áratugi. — Er það? — Já. Silkitromman? Já, hún er geysilega erfiö. — Er það þá múslkin eöa ertu á hreyfingu allan tím- ann? — Það er bæöi. Aðallega músíkin. Hún er svo erfið. — Hvernig finnst þér þessi músik? — Þaö er gaman aö glima við þetta. Þaöer ekki hægt aö neita þvl. Margt geysifallegt I þessu. (Bankað og I gættina kemur Gerður Bjarklindá — Ó, fyrirgefiði. Ég bið innilega afsökunar. — Allt I lagi. (Hún kemur inn meö lit- inn blómvönd) — Nei, elskan! — Hérna, Mikið ofsalega var gaman. — Varstu þarna? — Já, i fyrradag. Ég fékk alveg tár I augun. — Þakka þér fyrir. — Fyrirgefiði. (Hún lokar aftur á eftir sér.) — Færðu mikið af svona- löguðu? — Já, þaö kemur fyrir. Jájá, þetta kemur fyrir. — Þaövar meö músikina hans Atla Heimis. Nú hljómar þetta eins og kattavæl I eyrum sumra... — Já. Nei, þetta er geysi- flókið. Og ég held að þetta þyki nú sæmilega áhrifa- mikið hjá honum. Mér þyk- ir gaman að Silkitromm- unni, þó ég sé annars ekk- ert mjög spenntur fyrir nú- timatónlist. Þó kemur fyrir að eitt og eitt verk höfðar til manns. Er það ekki eins og meö myndir, málverk? Maður hefur gaman af sumum þessum myndum sem maður skiiur ekkert I. Aðrar einhvernveginn höföa engan veginn til manns. — Hvernig tónlist er það sem höföar til þln? — Ég er nú svo gamall, sko. Það er þessi gamla rómantiska, klassíska sem höföar mest til min. Þaö er bara eölilegur hlutur. Þaö er þaö sem maður hefur mest hlustað á, haft mest- an áhuga fyrir. Þar af leiö- andi tilheyrir hún manni meira en þessi nútimalega tónlist. — Hlustaröu mikið á tón- list? — Jájá, töluvert. — Söngvara? — Já, og þegar ég á þess kost á hljómsveitir og ein-

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.