Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 6
6
Föstudagur 11. júní 1982
JHelúan-^y:
jJósturinrL
Er ekki NATO-sinni
að ástæðulausu
Fjölbreytt starf og skemmtilegt, segir Mik Magnússon.
— segir Mik
Magnússon,
blaðafulltrúi
varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli
Mik Magnússon, blaöafulltrúi
hersins á Keflavíkurflugvelli, er
vitaskuld NATO-sinni. Hann trúir
á málstaöinn. Mik er úvenjulegur
islendingur — hann varö nefni-
lega ekki íslenskur fyrr en hann
var kominn á fulloröinsár, fram
aö þeim tima var Mik Skoti. Hann
á ennþá til aö fara I Skotapils. En
hann er nú islenskur rikisborgari
kvæntur islenskri konu, og hefur
búiö hérlendis i mörg ár.
Hann sagöist hafa hafiö störf
fyrir upplýsingadeild herliösins á
Keflavikurflugvelli vegna þess
eins, aö hann hafi fengiö tilboö
um starfiö. „Ég var þá starfandi
hjá Menningarstofnun Banda-
rikjanna i svipuöu starfi. Mér
fannst hugmyndin strax
góö — þetta er fjölbreytt starf og
skemmtilegt. Þaö er ekki einasta
fólgiö i þvi aö kynna tslendingum
varnarliöiö heldur einnig aö
kynna hermönnum hér tsland og
tslendinga, þjóöina sem hefur
engan eigin her og þekkir ekki.
Hér er sjálfstæö þjóö meö sjálf-
stæöa menningu og siöi. Þaö
skipti mig miklu máli, þegar ég
tók ákvöröun um aö þiggja þetta
starfstilboö, aö mér fannst yfir-
menn hér á Vellinum vilja sýna
tslendingum og sjónarmiöum
þeirra skilning. Þetta væri
náttúrlega útilokaö fyrir mig ef
sú afstaöa væri ekki fyrir hendi.
En þaö er ekki rétt, aö ég vinni
fyrir erlent stórveldi. Ég vinn
fyrir NATO, sem tslendingar eiga
aöild aö og NATO er auövitaö
samvinnustofnun tslendinga og
fleiri þjóöa.”
Varnarsamstarfið
er nauðsyn
— Þannig aö þú starfar ekki
fyrir herinn af beinum hugsjóna-
ástæöum?
„Bæöi og. Ég myndi aldrei
vinna fyrir málstaö sem ég trúi
ekki á. Ég er frjáls maöur hér
meö fullt málfrelsi og þaö nota
ég. En ég er mikill NATO-sinni
vegna þess aö ég tel vera ástæöu
til þess. A meöan „hinum megin”
eru einnig herveldi, á meðan
stjórnmálamennirnir koma sér
ekki saman um aö leggja heri
niöur og útrýma vopnum, þá er
varnarsamstarfið nauösyn. Þaö
má þvi segja aö á þann hátt sé ég
hér af hugsjónaástæðum”.
Vil vera hérna
megin við múrinn
— Og hvaö er þaö svo, sem þú
gerir fyrir NATO?
„Þaö er nú býsna margt. 1
fyrsta lagi þurfum viö hér aö vera
tilbúnir aö svara öllum spurning-
um, sem til okkar er beint, bæöi
hérlendis og erlendis frá. Viö
sendum aidrei frá okkur upplýs-
ingar eöa áróöur óumbeönir og
skiptum okkur ekki af stjórn-
málalegum deilum eöa ágrein-
ingsefnum. Spurningum af þvi
tagi svörum viö ekki. Þaö má
segja aö herinn hér sé eins og lög-
regla, hlutverk hans er aö annast
varnir landsins og aö þvi miöar
öll starfsemin. I ööru lagi er það
hlutverk okkar i upplýsingadeild-
inni aö fylgjast meö og miöla upp-
lýsingum, sem eiga aö koma i veg
fyrir vandamál. Vandamál sem
alltaf geta komiö upp, þvi hér eru
jú tvær þjóöir meö ólika siöi.
Okkar hlutverk er aö foröa
árekstrum, sem gætu komið
upp — til dæmis meö þvi aö
benda herstjórninni á, aö ekki sé
hyggilegt að vera meö stórar her-
æfingar yfir Keflavik á Sjó-
mannadaginn.
1 þriöja lagi tökum viö á móti
hópum, sem koma á Völlinn og
vilja skoöa aöstööuna, skipu-
leggjum feröir þeirra um varnar-
svæöiö og svörum spurningum. í
fjóröa lagi fylgist ég með is-
lenskum blöðum og islenskum
stjórnmálum, svo viö getum
alltaf vitaö i hvaöa andrúmslofti
við störfum, hvernig fjallaö er um
málefni varnarliösins og svo
framvegis. Nú og i fimmta lagi þá
annast upplýsingadeildin hér svo-
kallaða „overseas diplomacy”.
Þar er átt viö þriggja daga nám-
skeiö, sem haldin eru vikulega
fyrir nýgræöinga, um Island, ts-
Framhald á bls 7
viðtöl: Ómar Valdimarsson
STORVELDANNA
MALSVARAR
Á ÍSLANDI
Hvernig skyldi vera að gæta hagsmuna erlendra stórvelda
meðal smáþjóðarinnar, sem byggir ísland? Hvaða fólk er það,
sem ræður sig i vinnu hjá erlendum aðilum til að koma sjónar-
miðum þeirra á framfæri. Trúlega er það ósköp venjulegt fólk —
það trúir á sinn málstað eins og aðrir.
Við leituðum með þessar spurningar og fleiri til tveggja
íslendinga, sem vinna fyrir erlend herveldi. Maria Þorsteins-
dóttir er ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins Fréttir frá Sovét-
rikjunum, sem gefið er út i samvinnu við sovésku fréttastofuna
APN. Mik Magnússon er fyrrum blaðamaður i Bretlandi, sem nú
er íslenskur rikisborgari og starfar við upplýsingadeild herliðs
NATO á Keflavikurflugvelli.
Rétt er að taka fram, að við höfðum áður leitað til Magnúsar
Þórðarsonar, starfsmanns upplýsingaskrifstofu NATO i Reykja-
vik.en hann færðist eindregið undan þvi að ræða við Helgarpóst-
inn á sama tima og Maria Þorsteinsdóttir.
myndir: Ólafur Lárusson ofl.
Mitt litla lóð á
vogarskál friðarins
segir María
Þorsteinsdóttir,
sem vinnur fyrir
sovésku frétta
stofuna APN
Maria Þorsteinsdóttir er sann-
trúuö. Hún er ritstjóri blaösins
Fréttir frá Sovétríkjunum og gef-
ur þaö út hérlendis f félagi viö
sovésku fréttastofuna APN. t
mörg ár, jafnvel áratugi, hefur
Maria varið stjórnvöld i Sovét-
rikjunum í ræöu og riti.
Hún vinnur fyrir sovéska rikiö
af hugsjónaástæöum, aö því er
hún sagöi, þegar viö spurðum
hana hvert heföi veriö upphaf
þess, aö hún fór að vinna fyrir
APN.
„Frumástæöuna má rekja allt
til ára siöari heimsstyrjaldarinn-
ar”, sagöi Maria. „Ég er komin
þaö til ára minna, aö ég man vel
eftir þvi þegar ég var aö leggja
börnin min til svefns á kvöldin, aö
þá dundu i eyrum mér frásagnir
af dauöa og hörmungum annarra
barna úti I heimi, sem útvarpiö
flutti á hverju kvöldi. Einkar
minnisstæöar eru mér i þessu
sambandi frásagnir af „vel-
heppnuöum” loftárásum á borgir
Þýskalands i striöslokin. Ég vissi
vel, aö þessar „velheppnuöu”
loftárásir höföu i för meö sér
dauöa margra saklausra barna
og annarra, sem ekkert höföu til
saka unnið. Mér fannst þá og hef-
ur fundist æ siöan, aö viö, sem
komum meö heilu skinni út úr
þessum hildarleik, og meira aö
segja græddum peninga á honum,
ættum heiminum skuld aö gjalda.
Ég hét þvi þá, aö tæki þessi mar-
tröð einhverntima enda og fjöl-
miölar færu aö flytja okkur aörar
fréttir en af fjöldamoröum úti i
heimi, þá skyldi ég leggja mitt
litla lóö á vogarskál friöarins þaö
sem ég ætti eftir ólifaö.”
Bandrikin stórgræddu
á heimsstyrjöldinni
„Sovétrikin misstu 20 milljón
manns i siöari heimsstyrjöld-
inni”, hélt Maria áfram. „Flestar
borgiri vesturhluta Sovétrikjanna
voru i rúst og sú fjölskylda var
vart til þar, aö hún ætti ekki um
sárt aö binda. Þaö þurfti þvi
meira en litiö hugmyndaflug (eöa
annarlegar ástæður) til aö halda
á þeim árum, aö þau vildu stofna
til sliks hildarleiks á ný. Um þetta
held ég aö allir hafi veriö sam-
mála hér.
ööru máli var aö gegna um
Bandarikin. Þau misstu aö visu
menn i striöinu, en samkvæmt
tölum, sem þá voru taldar óyggj-
andi, voru þeir færri aö tiltölu viö
mannfjölda en þeir sjómenn is-
lenskir, sem fórust á stríösárun-
um. Auk þess las ég þaö i banda-
risku blaöi eftir striöiö, aö Banda-
rikin heföu grætt verulega fjár-
hæö á styrjöldinni. Ég man ekki
lengur hve há sú tala var á hvern
fallinn mann, en hún var all veru-
leg. Ég held aö þaö hafi veriö öll-
um ljóst, aö minnsta kosti hér á
landi, aö Sovétrikin vildu umfram
allt friö til aö byggja land sitt upp
úr rústunum fyrstu árin eftir
striöiö. Bandarikin hófu hins veg-
ar aö framleiöa kjarnorku-
sprengjur. Þessi framvinda hófst,
eins og kunnugt er, meö kjarn-
orkusprengingum á Hirosima og
Nagasaki. Sovétrikin smiöuöu
sína kjarnorkusprengju nokkrum
árum siöar. Hernaöarbandalagiö
NATO var stofnaö 1949 en Var-
sjárbandalagiö, sem var andsvar
viö þvi, ekki fyrr en 1956. Þannig
hefur vigbúnaöarkapphlaupiö
haldiö áfram æ siöan. Bandarikin
hafa hafiö framleiöslu nýrra
vopna, Sovétrikin hafa mótmælt
en siöan komiö á eftir meö fram-
leiösluna. Eöa eins og Harald Of-
stad prófessor viö háskólann i
Stokkhólmi, sagöi á Alandseyjum
fyrir tveimur árum: „Vestriö
hervæöist meö heimsins bestu
samvisku. Austriö kemur á eftir
meö nokkuö verri samvisku og
tilboö ööru hverju um aö rjúfa
vitahringinn.”
Starfið beint fram-
haid af hugsjóninni
Ég hef tekiö þátt I alþjóölegu
friöarstarfi siöan um striöslok,
eöa siöan alþjóöasamband lýö-
ræöissinnaöra kvenna var stofn-
aö. Kveikjan aö þvi var, aö konur,
sem voru fangar I Ravensbruck,
ákváöu stofnun þess siöasta
striösáriö og alþjóöasamband
lýöræöissinnaöra kvenna var ein-
mitt stofnaö i Paris 1945 aö til-
hlutan franskra kvenna, sem
höföu veriö fangar I Ravens-
bruck.
Ég hef frá striöslokum fylgst
vel meö alþjóöamálum. Ég hef
lesiö um þau á öllum sviöum,allt
sem mér hefur veriö tiltækt og ég
hef haft tima til aö lesa. Sovétrik-
in hafa lagt fram mörg tilboö um
afvopnun og takmörkun vigbún-
aöar en þvi hefur jafnan veriö
hafnaö af Bandarikjunum. Ég hef
oröiö æ sannfæröari um þaö, aö
þaö eru Sovétrikin, er vilja friö
og afvopnun, en bandariskir her-
gagnaframleiöendur, sem leggja
verulegt fé til kosningar forsetans
hverju sinni, vilja aukna hervæö-
ingu, sem þeir græöa mjög á.
Starf mitt hér er þvi beint fram-
hald af þeirri hugsjón minni, aö
leggja friöarmálum þaö liö, sem
ég get og er maöur til.”
— Þannig aö ritstjórn þin á
Fréttum frá Sovétrikjunum er
hugsjónastarf. I hverju er þaö
starf nákvæmlega fólgiö?
„Starf mitt er fólgiö i þvi aö
vera ábyrgöarmaöur og meörit-
stjóri blaösins og gefa þaö út i
samvinnu viö þann mann frá
APN, sem hér er hverju sinni. Svo
sinni ég daglegum störfum á
fréttastofunni eftir þvi, sem þau
falla til.”
Reyni að vera mann-
eskja og halda sönsum
— Heiminum er gjarnan skipt i
Framhald á bls7.