Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 8

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 8
8 Neytendasamtökin neita engum - og þó Hva6 gera bændur ef þeir kaupa gallaða eldavél og elda- vélabúöin neitar aö taka hana til baka eöa gefa afslátt? Þaö er spurning. Gáfulegast er áreiöanlega aö leita til Neytendasamtakanna. Og samkvæmt þvi sem Guö- steinn V. Guömundsson starfs- maöur samtakanna hefur aö segja, þá er allur almenningur hér á landi sammála. baö er nefnilega talsvert mikiö um aö fólk leiti til Neytendasamtak- anna einmitt þegar þaö hefur keypt gallaöa vöru, og það á sérstaklega viö um fatnað, heimilistæki allskonar og mat. Samt sagöi Guðsteinn það skoöun sina aö fólk almennt geröi sér ekki grein fyrir rétti sinum. „Fólk er dálitiö illa að sér i þessum efnum, og þaö eru reyndar verslunareigendur lika. Hinn almenni borgari hef- ur býsna mikinn rétt samkvæmt lögum, og meiri en hann gerir sér i flestum tilfellum grein fyr- ir. bvi er hinsvegar ekki aö neita aö iögin um þessi mál eru oröin ansi ófullkomin, enda eiga þau 60 ára afmæli á næsta ári”, sagði Guðsteinn. En þaö er eitt sem fæstir átta sig á. Neytendasamtökin eru ekki samtök allra. Þau eru fé- lagsskapur meö félagaskrá og þar sem félagsgjöld eru borguö. Og þótt allir fái almennar upp- lýsingar sem leita til þeirra þá fá aöeins félagsmennirnir þjón- ustu ef hún kostar vinnu og fé, Guösteinn var spuröur hvort hann teldi aö þaö borgaði sig að ganga i Neytendasamtökin. Hann sagöi já. „baö þarf ekki stórt mál til þess aö þetta borgi sig fyrir fólk. Ef fólk ætlar yfir- leitt aö kaupa sér eitthvaö, hvort sem þaö er matur, fatnaö- ur, eöa bara hvaö sem er, aö þá borgar sig aö vera I neytenda- samtökunum. Þaö skilar sér áreiöanlega”, sagöi Guösteinn. Simi Neytendasamtakanna er 21666 og viötalstiminn er á milli klukkan 15 og 17. Fáir gera sér fulla grein fyrir réUi sinum, segir Guösteinn. Niður með ritskoðunina Kóreanskir kvikmyndahand- ritahöfundar hafa nýlega skoraö á stjórn landsins (S-Kóreu) aö slaka á ritskoöun á verkum þeirra, þar sem þau séu langt á eftir timanum af þeim sökum. Þaö voru um 90 félagar i Samtök- um höfunda kvikmyndahandrita, sem báru fram þessa áskorun. Handritahöfundarnir héldu þvi fram, aö yfirvöid ættu aö slaka á ritskoöuninni vegna þess, aö handrit væru grundvöllur kvik- myndalistarinnar. Þeir sögöu, aö ritskoöun ætti aöeins aö ná til efnisþátta, sem væru andsnúnir ríkisstjórninni og andfélagslegir. Handritahöfundar bættu þvi við, að þessi tilslökun væri nauö- synleg, þar sem búast mætti við aukinni eftirspurn eftir kóreönsk- um kvikmyndum eftir sumar- ólympíuleikana i Seoul árið 1988. í máli þeirra kom fram, að af 31 handriti, sem skoöuöhafa verið á þessu ári, hefur 15 verið breytt, 11 hefur verið skilað aftur og þeim fimm, sem eftir eru, var litillega breytt. Handritahöfundar telja sér ekki lengur fært að skrifa fleiri handrit vegna ritskoðunar- innar. Ekki ást, heldur hóglífi Bandariska leikkonan LiIIian Gish var ein skærasta stjarna þöglu myndanna. Sá sem kom henni á framfæri viö umheiminn var einn fremsti kvikmyndaleik- stjóri sögunnar, D.W. Griffith. Á árunum 1912—1921 lék Liilian Gish i 45 myndum undir hans stjórn, og m.a. i stórmyndunum tveim, Birth of a Nation og Intolerance, en sú sfbarnefnda var einmitt opnunarmynd kvik- myndahátiöarinnar í Cannes i fyrra mánuði. Meö tilkomu talmyndanna hnignaöi frægöarsól Liliian Gish, eins og svo margra annarra stjarna þögla timans. Hún lék þó i kvikmynd Roberts Altman „Brúökaup” áriö 1979. Hún virð- ist þó ekki hafa mikið álit á honum, þvi nýjasta mynd hans um Stjána bláa er heimskuleg aö hennar áliti. En hvaö finnst henni þá um kvikmyndageröina eins og hún er i dag? „Hún er eins og barn, sem ekki hefur enn lært aö ganga. Tækn- inni hefur fleygt mjög fram siðan á dögum Griffiths, en hvar eru til- finningarnar og feguröin? Eru þeir til, sem falla i ómegin i kvik- myndahúsum okkar tima? Þaö er ekki lengur talab um ást, heldur hóglifi”. Siðan bætir hún þvi viö, aö Walt Disney sé eini maöurinn, sem hafi komiö meö eitthvaö nýtt i kvik- myndageröina frá þvi aö Griffith var og hét. Þetta er þungur dómur og kannski ættu kvikmyndagerðar- menn dagsins i dag og nánustu framtiðar aö hugleiða þessi orð, áður en þeir ráðast út i þetta háskalega fyrirtæki, sem kvik- myndagerö er. skærasta stjarnan i italska fót- boltanum, en er nú kominn vel yf- ir þritugt og svolitiö farið aö förl- ast i fótmenntinni, auk þess sem honum hefur veriö illt í fæti um skeiö. Þaö viröist samt ekki ætla aö koma i veg fyrir aö Enzo Bearzot, þjálfari ítalanna velji hann i 22 manna landsliöshópinn sem tekur þátt i Heimsmeistara keppninni á BETTEGA ER GÓÐUR GREYIÐ ttalski knattspyrnumaöurinn Roberto Bettega hlýtur að vera nteö skemmtilegri mönnum. Hann hefur i mörg ár veriö ein Spáni. Bearzot vill gjarnan hafa Bettega meö sem einskonar mór- alskan uppbyggjara. Hann hefur svo góð áhrif á hina. " FöstDdagur 11. j úní T982'^p^sfLJrÍhri Fyrsti umferðar- skóli Kóreu Börn i höfuöborg Suöur-Kóreu munu á þessu ári fá tækifæri til aö læra umferöarregtur i fyrsta um- ferðarskóla landsins. Umferöar- skóli þessi verður á stóru svæöi, þar sem veröur komiö upp öllum heistu umferöarmerkjum, göngu- brautum, umferöarljósum og fleiru sem til þarf. Þá veröa smá- bilar á svæöinu, sem börnin fá lánaöa endurgjaidsiaust. Auk þess veröa h vildarstaöir og annaö til aðskemmta börnunum. Sérstakir umferöarráöunautar veröa i umferöarskólanum og munu þeir halda námskeið reglu- lega. Aö sögn lögreglunnar er ætl- unin aö fjölga slikum skólum i nánustu framtið. í Seoul eru nú 475 leikvellir á vegum borgarinnar og 749 einka- leikvellir, en mörg hinna einnar milljónar barna höfuðborgarinn- ar hafa ekki tök á aö nýta sér þá. Þaö er von okkar hér, að þessi skóli reynist kóreönskum börnum jafn vel og umferöarskólar hafa reynst islenskum börnum. Verði Ijós? Fyrir tuttugu árum , eöa 1962, bannaöi hæstiréttur i Bandarikjunum aö flutt væri morgunbæn i skólunum þar i landi. Þetta var gert i samræmi við lögin sem kveöa á um al- gjöran aðskilnað rikis og kirkju i Bandarikjunum. En nú vill Rea- gan breyta þessu. Þaö er hinti magnaöi félagsskapur „The Moral Majority” (sem m.a. kom Löðri fyrir kattarnef) sem hefur gert kröfu um þetta, og Reagan á erfitt meö aö nei.ta þessu fólki um nokkurn skapaðan hlut, þvi það borgaði svo feikivel i kosninga- sjóði hans. Formaöur hins mór- alska meirihluta Jerry Faldwell, segir: „Nú þegar hinn eini og sanni Gub hefur veriö burtrækur úr Tiandariskum skólum i 20 ár sé ég loks ljós við hinn endann á dimmum göngum”. Og þar hafiöi það. Aldeilis er hún ferleg ótíðin Alltaf bölva menn veðrinu jafn mikiö. Siöastliöinn vetur var t.d. alveg ferlegur, voriö skitkalt enda meðalhitinn fyrir neöan meöallag. Sumir tala um aö ísöld sé i nánd. En okkur er ekki vorkunn. Þaö sést best ef fariö er akkúrat hundrað ár aftur i timann. Fyrri hluta júnimánaöar áriö 1882 var nefnilega stórhriö um allt land. Gripum niöur i öldinni sem leiö: „Á Vestfjöröum stóð hrlðar- veðrið lengst. Þar var hvildarlaus hrið allan timann frá 10. april og allt til 6. mai. Slotaði þá óveörinu I bili, til 23. mai. Þá dundi aftur yfir frost og fannkoma og hélst vestra allt til 15. júni, en nyröra var það ekki alveg eins lang- vinnt. Svo má heita aö þessi timi, frá 10. apríl til 15. júni, væri einn samfelldur stórhriöarbálk- ur, sem aldrei linnti nema i fáa daga i mai. Syöra var vorið ekki eins snjóasamt, en þar voru si- felldir norðannæöingar, sem spilltu öllum gróöri. Hafis lá frá Straumnesi viö Aðalvik, allt aust- ur meö Norðurlandi, samfrosta uppi hverja á og hvern lækjarós, og suöur með landinu að austan, allt vestur undir Dyrhólaey”. Afleiöingar alls þessa voru eins og vænta mátti aö tugþúsundir fjár drápust auk hundruö kúa og hesta, og fólk flosnaði upp af jörð- um sinum. Og ekki nóg meö þaö. Fyrir sléttum hundrað árum, I júni 1882,barst þar að auki skæð mislingasótt um landið, sem varö fjölda manns aö bana. Flettum aftur upp i öldinni sem leiö: „Brátt fór fólk aö leggjast hrönnum saman i Reykjavik og nágrenni hennar. Lágu flestir fyrri hluta júnimánaðar, um 1100 manns i bænum og i grennd viö hann. Nær allir þeir, er yngri voru en 36 ára, lögðust margir þungt haldnir, og margir dóu. í Reykjavikursókn einni munu hafa látist um 120 manns úr veik- inni og afleiðingum hennar. Flestir þeirra létust i júnimánuði. Gekk þá eigi á ööru en stööugum likhringingum dag eftir dag”. Og svo eru menn að kvarta núna! Hjörleifur var ekki beint hrifinn Hjörleifi Guttormssyni iön- aöarráðherra skautbýsnahratt uppá stjörnuhimin islenskra stjornmála. Hann kom ekki inná þing fyrr en i kosningunum 1978 og hefur aldrei veriö óbreyttur þingmaður — alltaf ráöherra llka. En það er önnur saga. Aður en hann varö stjórnmálamaöur stóö hann framarlega I flokkiis- lenskra náttúruvísindamanna, einkum i vistfræðinni. Og 1974 kom út eftir hann bók „Vist- kreppa eða náttúruvernd”, sem innihélt hugleiðingar um akkú- rat það efni. Meöal þess sem Hjörleifur tekur til umræöu i bókinni er stóriðja. Það gerir hann i einum kafla sem byggir á blaöagrein frá 1971. Og á honum sést aö ást hans á álverinu og Ragnari Halldórssyni var ást við fyrstu sýn: „Viö skulum ekki láta háar tölur og stórkarlalegan belging um möguleika erlendu stóri öju- stefnunnar á íslandi villa okkur sýn. Eflaust myndi hún fóstra Hjörleifur fyrir ellefu árum: Stóriöjan fóstrar upp dágóöan hóp feitra þjóna. upp dágóöan hóp feitra þjóna, sem alltaf og allsstaðar eru reiöubúnir aö skriða aö kjötkötl- unum, og nokkrir eru þegar i uppvexti. En fyrir allan þorra fólks á Islandi væri til hennar ekkert að sækja utan verk- smiöjustrit i spilltu umhverfi. Aröur vinnunnar flyttist til út- landa og eftir stæöi risminni þjóð i verra landi meö stjórn- málaleppa yfir sér, sem engu fengju ráöiö án leyfis erlendra húsbænda”, sagöi Hjörleifur árið 1971.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.