Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 9

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 9
~¥f^fi'írlnn 'Föstudagur Tl;^0^1982 M^KWÍT1 .im»ir nn'"’* v m' æ^sSSSR nV.'mnnun'ro.vnr^tuy 5!J»Í# Man einhver eft- ir magabeltunum? Undirfatnaður kvenna þótti hér áöur fyrr á árunum afskap- lega spennandi, og blúndunær- buxur og magabelti allskonar seldusl grimmt. Svo kom bak- slag i alitsaman.Konur á vestur- löndum nánast hættu að ganga i undirfötum, nema bara nær- buxum (auðvitað) og þær voru bara plein, eins og sagt er. Brjóstahaldarar hurfu, hvað þá sokkabönd og bumbustrekkjar- arnir eins og magabeltin heita hjá óknyttastrákum. Nema hvað. A allra siðustu árum hefur sala aftur stóraukist i allskonar kvenundirfatnaði. Ennþá er hún náttúrlega mest i þessum grundvallarhlutum — nær- buxum og brjóstahöldurum, en hún hefur samt rokið upp salan á allskyns blúndum, undir- pilsum, sokkabeitum, mjaðma- beltum og þess háttar. Þessi undirfatnaður virðist bar að auki ekki keyptur bara til að vera i undir öðru, þvi heistu tiskuhönnuðir heims teikna her- legheitin, og greinilegt aö þetta eru hlutir til aö láta sjá sig i. Rómantikin virðist sem sé á uppieiö. Svona undirfatnaður verður æ vinsælli Kiósum lífið Það skyidi þó aldrei vera að kosningar væru bráðhoilar fyrir þjóðarsálina? Ojú. Myron Brown, bandarisk- ur sáifræðingur, hefur komist að þviaðá meðan á kosningabaráttu forsetaframbjóöenda þar i landi stendur þá fækkar sjálfs- moröum verulega. Brown bar saman tiðni sjálfsmorða i sept- embcr og október á fjórtán kosn- ingaárum við sömu mánuði árin fyrir og eftir hverjar kosningar. Könnunin náði semsagt tii alira forsetakosninga frá 1912 til 1972. Þá mánuöi sem kosningabaráttan stóð yfir frömdu 21% færri ein- staklingar sjálfsmorö en þau ár sem engar kosningar voru. Skekkjan i þessari könnun er inn- an við þrjú prósent. Þetta kemur heim og saman við að rétt fyrir fridaga, stórafmæii og þessháttar fækkar dauðsföllum verulega. Skýringin virðist vera sú að allskonar hátiðleg tækifæri auki áhuga fólks á lifinu, um stundarsakir að minnsta kosti. Það fylgir ekki sögunni hve margir hættu alfarið við sjálfs- morðin, og hve margir einfald- lega frestuðu þeim framyfir kosningar. Sem er náttúrulega galli. Regnbogafangarinn Kiin II Sung, forseti Norður- Kóreu, er maður virtur i sinu heimalandi, svo ekki sé minna sagt. Hann er i lifanda lifi orðinn að goðsagnaveru, og eru sagðar margar sögur af göfugri náttúru hans. Sagt er, að blómin breiði út krónur sinar, þegar hann horfir á þau, og þykir það ósköp eðlilegt, þar sem hann er Sólin. I höfuð- borg landsins, Pyongyang, er nú verið að flytja óperu til heiðurs honum. Kórarnir syngja m.a., að hann hafi þakið landið blómum, og að alþýðan nærist á ástúð hans. önnur saga segir, að þegar Kim II Sung hafi verið litill, hafi hann þegar verib orðinn stór, og auk þess sérfræðingur i ljósbroti. I fæðingarþorpi hans, Mankyeung- dai stendur tré, sem milljónir pilagrima Jlykkjast að á ári hverju. Astæðan fyrir þvi er sú, að þegar leiðtoginn var litill, klifraði hann upp i þetta tré á rigningardögum i þeim tilgangi að handsama regnbogann. 36 ERINDI A ÁTTA TÍMUM Og barnið á að heita...? íslensk mannanöfn taka breyt- ingum eins og annað, og er það bara vel. Núorðið eru nöfnin farin að vera með alþjóðlegri blæ en áður, styttri og „linari” mundi einhver segja, „Eva Dis” og þannig. En gömlu og „góðu” nöfnin eru samt enn i fullu gildi. 1 Nafnabók- inni, eftir Hermann Páisson, sem kom út á sfðasta ári er skrá yfir islensk mannanöfn, karlkyns og kvenkyns, og þar er ekki á ferð- inni nein linkind. Við gátum ekki stillt okkur um að birta nokkur sýnishorn: Alfifa Andriðsdóttir Bekkhildur Bölverksdóttir Brandþrúður Brúsadóttir Ellisif Dömarsdóttir Fjörleif Falgeirsdóttir Gestheiður Galtadóttir Iiallótta Hafbersadóttir Járnbrá Jólfsdóttir Kjölvör Kjarvaldsdóttir Lofnheiður Leiðólfsdóttir Þraslaug Þiðrandadóttir Úlfarna Ubbadóttir Múli Refkelsson Óblauður Sigarsson Tósti Skatason Véþorn Vatnarsson ölvaldur Þrasarson Höðbroddur Hrútsson Hnikar Hálogason Framar Fleinsson Kár Knörrsson Vilbrandur Vöttsson Þróttólfur ögvaldsson Baugur Aleifsson Svarthöfði Indriðason Rétt er að taka fram að nöfn og föðurnöfn eru samsett af Helgar- póstinum. Áhugamenn um ræður, finnist þeir á landi hér, komast i feitt á morgun. Klukkan tiu i fyrra- málið, laugardag 12. júni, hefst nefnilega á Ilótel Borg ráðstefna samtakanna Lif og land, og þar veröa flutt hvorki meira né minna en .16 stutt crindi sem ná yfir sögu stjórnmála frá grisku borgrikj- unum fram til dagsins i dag. Ráðstefna þessi heitir „Maður og stjórnmál”, og stendur til klukkan sex siðdegis takist ræðu- mönnum að halda sig við tiu minútna lengdarmörkin. Fyrir hádegi verður fjaliað um elniö útfrá sögulegu sjónarmiði, en eftir hádegið verður ljallaö um stjórnmálaástandið svokallaða i viðu samhengi. Ef gripið er af handahófi niður i heiti ávarpanna kemur i ljós að viða er komið viö. Björn Þor- steinsson lalar t.d. um stétta- skiptingu miðalda, Sólrún Jens- dóttir um aðdraganda að l'yrri heimsstyrjöld, Magnús Torfi Ólaísson um island og umheim- inn, Thor Vilhjálmsson um list- ina og stjórnmálin, og íulltrúar stjórnmálaflokkanna munu kynna þá hygmyndaíræði sem þeir byggja á. Og svo íramvegis og svo framvegis. öllum er heimil þátttaka, það er að hlýða á erindin, og það fyrir ekki neitt. Á ráðstelnunni verða svo öll erindin gelin út i bókar- formi og þau seld. Pepp í SATT Nú er verið að setja nýtt púður i S.A.T.T., sem heita fullu nafni Samtök alþýðutónskálda og tón- listarmanna, en nokkur lægð hef- ur verið i starfscminni að undan- förnu. Til að kippa þvi i liðinn hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri, og eins og kom fram i sið- asta pósti heitir sá Eggert V. Kristinsson, og var einn af þeim allra fyrstu sem komu nálægt poppinu hér á landi. En i SATT kemur hann til með aðgæta hagsmuna fleiri en popp- aranna, þó þeir séu fjölmennastir á félagatalinu sem alls telur 150 til 170 manns. Þar eru lika jassar- ar og visnasöngvarar: Með öðr- um orðum flestir þeirsem fást við aðra músik en þá sem einu nafni hefur verið kölluð klassisk. Markmið félagsskaparins er að efla lifandi tónlist með ráðum og dáð en til þess þarf hann nátt- úrlega starfsfólk og aðstööu. Byggingarmálin eru einmitt eitt stærsta verkefnið sem Eggert kemur til með að fást við. „SATT keypti fyrir tveimur árum 280 fermetra hæð við Vitastiginn”, sagði hann, „og spurningin er Eggerts biða óteljandi verkefni fyrir tónlistarfólkið. hvernig á að nota hana. Núna stendur húsnæðið autt, en það eru margir möguleikar fyrir hendi i sambandi við nýtingu hússins sem við þurfum að skoða betur”. Egill Ólafsson, Þurs, er núver- andiformaður SATT.og segja má að kjarninn i starfi samtakanna komi úr röðum hinna svokölluðu eldri poppara. En það bætast stöðugt nýir meðlimir við, enda engin furða eins og gróskan i poppinu er núna. Verið velkomin í nýju veiðivörudeildino okkor Athugið: Veiðileyfi fást hjá okkur, Gislholtsvatn, Kleifarvatn, Djúpavatn. Dafwa MITCHELL Verslið hjá fagmanni GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Opið á laugardögum kl. 9—12.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.