Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 11
inui .rr tuesbulsö2)
1
AFRISK TONLIST OG
KLASSÍSK MESSA
— Passíukórinn á
Akureyri flytur
African Sanctus
á Listahátíö
AFRICAN SANCTUS heitir tón-
verk, sem Passiukórinn á Akur-
eyri flytur undir stjórn Roars
Kvam I Gamla bíói á sunnudags-
kvöld. Flutningur þessi er liður i
Listahátið og má telja hann til
merkari viðburða Listahátiðar að
þessu sinni, þar sem þetta verk
hefur ekki verið fært upp i E vrópu
utan heimalands höfundar, Bret-
lands.
Höfundurinn er David Fans-
hawe, og er hann menntaður sem
tónlistarfræðingur, tónskáld og
þjóðháttafræðingur. Hann hefur
flakkað mikið um Afriku og Mið-
Austurlönd og safnað miklu af
upptökum á þjóðlegri tónlist
þessara svæða. Fanshawe hefur
samið nokkur stór tónverk og i
Þjóðleikhiísið sýnir Silkitromm-
una, óperu byggða á japönsku
Nó-leikriti. Tónlist: Atli Heimir
Sveinsson. Texti: örnólfur
Arnason. Hljómsveitarstjóri:
Gilbert Levine. Leikmynd:
Sigurjón Jóhannsson. Leik-
stjóri: Sveinn Einarsson. Flytj-
endur: Guðmundur Jónsson,
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sig-
urður Björnsson, Jón Sigur-
björnsson, Kristinn Sigmunds-
son, Rut Magnússon o.fl.
Það er gömul saga: þegar
menn þreytast á þjóðfélagslist
og hversdagsraunsæi leita þeir
á vit goðsögu og ævintýris. 1
heillandi veröld slfkra bók-
mennta sem stiga höfundar-
lausar upp úr grárri forneskju
þjóðardjúpsins finna menn svo
ótal margt sem hin áhyggjufulla
vandamálalist á ekki til: óræðni
og dul, formfestu og hreinleik,
tæra frásögn án allrar siða-
boðunar. Ef vel er hlustað má
stundum greina i þeim þann
skjálfta hjartans gagnvart
undri og ógn tilverunnar sem
nútímamaðurinn vill ekki alltaf
vita af en á samt sameiginlegan
með frummanninum.
Goðsagnirnar eru aftur
komnar i tisku; á þvi leikur eng-
inn vafi. Þaö er vel og veitir
manni kærkomna hvild frá
ádeilustaglinu og vandlætingar-
jarminum sem pólitiskir
straumar siðasta áratugar hafa
dregið á eftir sér. Frjóir og
skapandi listamenn eiga ugg-
laust eftir að sækja marga góða
hressingu i þessa óþrotlegu upp-
sprettulind á næstu árum. Menn
skyldu þó vara sig á að verða
gersamlega uppnumdir af dulúð
og táknum, þvi þá gæti farið
svipað fyrir þeim og sumum
symbólistunum sem uppi voru
um siðustu aldamót og misstu
stundum allt jarðsamband i leit
sinni að þvi ósýnilega. öll góð
a.m.k. þrem þeirra hefur hann
notaö upptökur af þjóðlegri tón-
list sem grunn og samið. siöan ut-
an um. African Sanctus er þannig
byggð upp á afriskum söng og við
þá tónlist semur Fanshawe kór-
verk, sem er byggt á klassisku
latnesku messuformi. Flutningur
verksins fer fram af segulbönd-
um (þ.e. afriska tónlistin) og sið-
an er nútima hljómsveit með
slagverki og rafmögnuðum gitar
og bassa, auk þess sem pianó
tekur einnig þátt i flutningnum.
Hljóðfæraleikarar eru Gunnlaug-
ur Briem, Reynir Sigurðsson,
Arni Scheving, Friðrik Karlsson,
Leifur Hallgrimsson og Paula
Parker. Sigurður Rúnar
Jónsson stjórnar segulböndum og
Signý Sæmundsdóttir syngur ein-
söng meðkórnum.
En hvers vegna er Passiukór-
inn að ráðast i flutning á verki
sem þessu? Þvi svarar Sverrir
PállErlendsson.
„Það eru þrjú ár siðan Roar,
Kvam rakst á nótur af verkinu I
list vegur salt á milli hins himn-
eska og jarðneska, hins eilifa og
timanlega, en hvað sem öllum
stefnum liður er vist að hún
verður ævinlega meir af efni en
anda, og að næringu sina fær
hún af lifsblóði dauölegrar
skepnu. Það er mannfólkið sem
þarf á listinni að halda, ekki
hinir ódauðlegu guðir.
Silkitromma þeirra Atla
Heimis Sveinssonar og örnólfs
Arnasonar sækir efni sitt i forna
japanska sögu. Það er eflaust
merkileg saga sem leggja má i
ýmsan skilning. öperan reynir
að halda i margræðni hennar og
opna sýn inn á mörg ólik svið
mannlegs veruleika i senn.
Kannski tekst henni það,
kannski tekst henni það ekki.
Enginn listamaður leikur sér aö
þvi að skapa verk á mörgum
plönum sem tengjast þó öll og
Noregi og hann varð strax mjög
spenntur fyrir þvi. Það eru svo
tvö ár siðan okkur datt i hug að
flytja það, en það stóð á þvi, að
við fengjum nótur og segulbönd,
sem við leigjum frá rétthafanum i
Bretlandi. Það var hins vegar
ekk'i'fyrr en núna, að við fengum
allt upp i hendurnar”, sagði
Sverrir Páll.
Hann sagði einnig, að
Passiukórinn fengist aðallega við
að flytja eldri klassisk verk, og
væri flutningur African Sanctus
þvi sumpart nýjungagirni.
Undirtektir Akureyringa á
flutningi African Sanctus voru
mjög góðar. Húsfyllir var i
iþróttaskemmunni og ætlaði
fagnaðarlátunum aldrei að linna.
Viðskulum svo vona, að Reykvik-
ingar láti sitt ekki eftir liggja,
heldur fjölmenni i Gamla bió á
sunnudag. Eins og þeir, sem
heyrðu verkið iútvarpinuá annan
i hvitasunnu geta borið vitni um,
er það einstaklega fallegt og
magnaö.
lifa einu lifi; mér liggur stund-
um við að halda að á leiksviðinu
hafi enginn ráðið við það til
fullnustu nema Shakespeare.
Hann er raunar barn sömu
aldar og óperan, sem er talin
hafa fæöst um 1600 eða svipað
leyti og hann var að semja
Hamlet. Þeir hugsuðu stórt i þá
daga og létu okkur eftir merkan
arf sem við förum kannski ekki
alltaf nógu vel með.
Silkitromma þeirra Atla
Heimis og örnólfs er tilraun tii
að halda lifi i þessum arfi,
endurnýja það listform sem á að
sameina i sér alla þætti drama-
tiskrar listar. Nýjar óperur eru
vist sjaldséðar nú á dögum og
þvi er framtakið merkilegt og á
eindregið lof skilið. Ég er að
visuekkimaðurtilað bera fram
rökstudda gagnrýni, byggða á
greiningu, á þessu verki, heldur
get ég aðeins sagt frá hug-
hrifum minum sem leikmanns.
Tónlist Atla Heimis er mér þvi
miður lokuð bók að mestu, en
kannski myndi hún ljúkast eitt-
hvað upp ef ég sæi verkið og
heyröi i nokkur skipti i viðbót;
ópera er jafnan flóknari en svo
að menn festi hendur á henni á
einni sýningu. Tónlistar-
smekkur minn er auk þess svo
gamaldags og takmarkaður að
ég hef mjög litla ánægju af
nútimatónlist, þó svo ég haldi
mig geta notið Bachs og Moz-
arts á við hvern annan. Mér
dylst ekki að tónlist Atla Heimis
er samin af gifurlegri tækni og
að hún miðlar miklum drama-
tiskum krafti, en hins vegar á ég
bágt með að skynja i henni þann
undirstraum hlýrrar til-
finningar sem mér finnst ein-
hvern veginn öll góð óperutón-
list eiga að búa yfir.
Sagan um silkitrommuna er
einföld og byggð upp i kringum
eitt stórt tákn: trommuna sem
þegir. Það er snjallt að láta sér
detta i hug að semja jafn
hávaðasamt skáldverk og óperu
um slikt fyrirbæri. Glæstir hræ-
gammar tiskuheimsins henda
þessari trommu i gamla
gluggapússarann, aðalpersónu
sögunnar, og telja honum trú
um að hljómur hennar muni
færa honum „dis drauma
hans”, gljápíuna sem i barns-
legri vitund hans ummyndast i
seiðmagnaða dulkonu. Hann
slær trommuna en ekkert hljóð
berst úr henni. 1 örvæntingu
sinni fyrirfer hann sér og næst
mætum yið honum á ööru til-
verusviöi, þetta er ópera sem
tekur okkur út yfir gröf og
dauða. Hann er enn haldinn
sömu friölausu þránni og þegar
hann loks hittir ástina sina upp-
hefjast á milli þeirra samræður
sem eru hátindur óperunnar.
Hún reynir að fullvissa hann um
aö ást hans hafi veriö blekking,
hann hafi i rauninni elskað allt
aðra, enginn geti elskað sina
svikulu sál. En gamli maöurinn
svarar:
„Jú.minfagra,
égann þér enn
— heitt.
Já heitt,
þviástminer herti
eldidauöans.”
„Ég lét ekki lifið af ást
Ég lét lifið af hégóma
Og hégóminn dó.
Astinlifir.”
Oghin kalda kona lætur sann-
færast og býður honum að slá
trommuna. Eins og vera ber
fellur tjaldið um leið og hann
lyftir hendi til að verða við bón
hennar; hljóm silkitrommunnar
nema ekki jarðnesk eyru. .
Guðmundur Jónsson er glugga-
pússarinn og kvöldið er hans.
Oft hefur Guðmundur skap-
raunað mér með trúðslátum
sinum i sivinsælu óperettu-
gumsi sunnan úr Vin, en hér er
undan engu sliku að kvarta.
Auömýkt þess sem ber byrð-
arnar skin úr hverri hreyfingu
hans og myndar áhrifamikla
andstæðu við innantoman glæsi-
leik auðs og allsnægta. Gervi og
likamsburður stinga réttilega i
stúf við allt annað sem þarna
blasir við. Söngur Guðmundar
er auðvitað yfir mina gagnrýni
hafinn; ég get aðeins sagt að
þetta eru ótrúleg hljóð úr manni
á sjötugsaldri. Einniger vertað
nefna að hann kemur textanum
einstaklega skýrt til skila, en
það tekst mönnum nokkuð mis-
vel, og ráölegg ég væntanlegum
óperugestum þvi að kynna sér
textann fyrir sýningu. önnur
stjarna sem ljómar hér skært i
hlutverki ástkonunnar, er ólöf
Kolbrún Harðardóttir, en i
mögnuðum samsöng þeirra i
lokin ris flutningur verksins
hæst.
Óperutextar, eða librettó, eru
auðvitað ekki sjálfslæð lista-
verk og þvi fráleitt að dæma þá
sem slika. Texti örnólfs Arna-
sonar virðist i hvivetna gegna
hlutverki sinu gagnvart tónlist-
inni þar sem hann spannar bæði
hástemmda ljóðrænu og hvers-
dagslegra talmál. Bygging
verksins er einstaklega skýr og
formföst; það hefst lágt og þvi
lýkur lágt en þar á milli ris það i
glaumnum sem ber hinn þjáða
ofurliði; á eftir fá hljómarnir i
kyrrð dauðans og þögn marg-
faldan styrk. Menn verða að
þekkja leiksviðsverk býsna náið
til að geta metið túlkunarleið
leikstjóra af skynsemi, en i
óperu setur tónlistin honum
vitaskuid nokkuö þröngar
skorður. Sviössetning Sveins
Einarssonar ér áferðarfalleg,
en kemur manni hvergi bein-
linis á óvart; beiling kvik-
myndar til að sýna dauöa gamla
mannsins hefur þó I för meö sér
skemmtilegan „sjokk-effekt”.
Eftir það verður óeðlilega
langur dráttur á þvi að siðasti
hluti óperunnar hefjist, dauður
punktur hvort sem hann stafar
af timafrekum brottflutningi
fyrri sviösbúnaðar eða ein-
hverjuöðru.Ég imynda mér að
það mætti sveipa verkið allt
meiri dul en hér er gert, t.d.
með þvi að sýna sölumennin og
gljákvendin sem ógnvekjandi
drauga út úr sjúkri martröö,
eitthvað i likingu við það sem
menn voru svo duglegir við á
meöan expressjónisminn var i
sem hæstu gengi. Hér er ekkert
sliktupp á teningnum, heldur er
allt baðað i björtu rafmagnsljósi
nútimalegra salarkynna. 1 bún-
ingum tiskufólks er að minum
smekk skotið rækilega yfir
markið; ég veit ekki almenni-
lega hvað öll þessi sundurgerð á
að sýna annaö en rikulegan
búningaforða Þjóðleikhússins.
Atta ár eru liðin frá þvi Þjóð-
leikhúsið frumsýndi i fyrsta
sinn islenska óperu, Þryms-
kviðu Jóns Asgeirssonar. Silki-
tromman er önnur i röðinni og
Atli Heimir ku ganga með þá
þriðju i maganum. Þetta er hæg
byrjun en það er vist betra að
rasa ekki um ráö fram. óperan
er erfið listgrein sem krefst
mikils af höfundum sinum og
flytjendum en kannski er þó við-
gangur hennar ekki sist kominn
undir þvi að til sé hópur smekk-
visra og kröfuharðra áhorfenda
sem veit hverju hann er að
klappa fyrir. Það er þó alveg
vist að slikir áhorfendur verða
hér aldrei til, séu menn enda-
laust alnir á þeirri lágkúru sem
bæði Islenska óperan og Þjóð-
leikhúsið hafa leyft sér að bjóða
upp á i nafni óperulistar á
liðnum vetri. Silkitromman
hans Atla Heimis er ekki list af
þvi tagi sem reynir að afla sér
hylli með þvi að biðla til hins
lægsta i smekk fjöldans, heldur
krefst hún þess að við komum
sjálf til móts við sig, eins og öll
sönn list á að gera.
Guðmundur Jónsson i hlutverki gluggapússara i Silkitrommunni — kvöldið
er hans, segir Jón Viðar m.a. i umsögn sinni.
TROMMA SEM ÞEGIR
JVJ