Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 12
12
Föstudagur 11. júnf ™82
Galdrameistarinn mikli
Art Blakey
öðru sinni í Reykjavík
Þaö er i kvöld klukkan 22 að
islenskum djassunnendum gefst
kostur á að hlýöa á Art Blakey
öðru sinni. Hann verður i
Háskólabiói með djassboðber-
ana sina og eitt er vist að sveifl-
an verðursterk, rýþminn heitur
og andrúmsloftið rafmagnað
þegar gamli maðurinn kýlir
ungu strákana áfram f hverjum
trylltum sólóinum af öðrum og
gömlu meistaraverkin: Blues
March, Moanin’, Wishper Not
osfrv. eru túlkuð i bland við nýja
ópusa.
Blakey er kominn á sjötugs-
aldurinn en ber þess samt engin
merki. Enn er krafturinn sami
og tryllt þyrlið, olnbogamel-
ódiurnar og háhattmerkin hafa
hafa margir fremstu snillingar
djassins leikið. Trompetistar á
borð við: Kenny Dorham, Cliff-
ord Brown, Donald Byrd, Lee
Morgan, Freddie Hubbard,
Chuck Mangione og Woody
Shaw. Saxafónleikarar einsog
Lou Donaldson, Benny Goison,
JohnColtrane, Johnny Griffin,
Wayne Shorter og Garz Bartz.
Pianistar einsog Bobby
Timmons, Keith Jarrett og Jo-
anne Brackeen og skal nú upp-
talningu lokið. Piltarnir sem
koma með honum hingað eru
allir ungir og efnilegir: Tromp-
etleikarinn Perence Blanchard
er sagður enn betri en ung-
stirnið Wynton Marshalis þegar
hann byrjaði með Blakey, Bill
Meistari Blakey — kominn á sjötugsaldurinn en ber þess engin merki, segir Vernharður um
manninn sem heldur uppi merki djassins I Háskóiabiói ikvöld.
Y/sX''Xs
eftir Vernharð Linnet
ekkert látið á sjá. Hann tekur
kannski ekki eins marga sólóa
og áður en enginn trommu-
leikari rekur hljóðfæraleikara
sina áfram af öðrum eins krafti.
Eftir tónleika Art Blakey And
The Jazz Messengers i Austur-
bæjarbiói 1979 spöruðu gagn-
rýnendur ekki lýsingarorðin,
enda var allt á suðupunkti alla
tónleikana. Enginn drengjanna
sem þá stóðu á sviðinu er nú i
bandinu enda er Blakey frægur
fyrir að láta piltana sina fara
þegar þeir geta staðið á eigin
fótum. Hljómsveit hans má
nefna gróðurhús djassins og þar
Pirce tenoristi og Donald
Harrisson altóisti kunna þá list
að láta saxana ýlfra i heitum
sólóum. Pianistinn John O’ Neil
hefur verið nefndur nýr Óscar
Peterson og bassaleikarinn
Charel Farmbrough kann þá list
til fullnustu að telja f jóra i takt-
inn og láta sveifluna svifa.
Einsog áður segir verða tón-
leikarnir klukkan tiu i kvöld i
Háskólabiói og er sala aðgöngu-
miða I Fálkanum, Laugavegi 24
svO‘ og við innganginn.
Leyfum djassgeggjaranum i
okkur öllum að fá útrás i
Háskólabiói i kvöld!
„Vorvakan hefur
gengið mjög vel"
segir Haukur Sigurðsson
„Þetta hefur gengið mjög vel.
Það sem búið er, hefur tekist
skfnandi oghefur fengið mikla og
góða eftirtekt, nema franski lát-
bragðsleikurinn á mánudags-
kvöld”, sagði Haukur Sigurðsson,
sem sæti á í undirbúningsnefnd
Vorvöku 82 á Akureyri, sem fer
fram samhliða Listahátið I
Reykjavlk.
Haukur sagði, að Vorvakan
væri ekki mótvægi þeirra norðan-
manna við Listahátið i Reykja-
vik, heldur kannski hluti af út-
vikkun hennar um landið. For-
ráðamenn Listahátíðar höfðu
samband við bæjaryfirvöld á
Akureyri um, að atriði af hátið-
inni yrðu send norður. Nefnd var
skipuð i málið og varð niðurstað-
an sú, að fá fjögur atriði af Lista-
hátið til Akureyrar. Einnig varö
aö samkomulagi milli bæjaryfir-
valda og Félags islenskra mynd-
listarmanna, að sett yrði upp
samsýning félaga úr FIM fyrir
norðan. Undanfarin ár hafa svo
verið haldnir tónlistardagar á
þessum árstima, og var ákveðið,
að slá þessu öllu saman undir
einu nafni.
Haukur sagði, að ef Vorvakan
gengi vei, væri stemmning fyrir
norðan að halda áfram á sömu
braut. Þetta væri fyrsta skrefið i
dreifingu Listahátiðar um landið.
Um samvinnu þessara aðila,
sagði Haukur, að Listahátið sæi
um að útvega listamenn til lands-
ins, en siðan sæi Akureyrarbær
um aðkoma þeim norður og siðan
suður aftur. Þau fjögur atriði
Listahátlðar, sem fara norður,
eru frönsku látbragðsleikararnir
með sýninguna um flugmennina,
Eyrnalyst
á Listahátíð
Visan ein dugir
skammt
Sænski visnasöngvarinn Olle
Adolphson gerði okkur glatt
sunnudagskvöld 6. júni i Norr-
æna húsinu. Ekki var þó fyrir-
ganginum að heilsa eða hávaða
og sperringi. Hér var annars-
um augnablikið milli lifs og
dauða sóru sig einnig i fyrr-
nefnda flokkinn. Um siðir söng
hann reyndar visur sínar um
friðinn, samdar i tileíni af
valdaráninu i Chile 1973, sem
þvi miður eru i fullu gildi enn i
dag, einsog hann komst að orði.
En stef i þeim erindum er ein-
konar ágæti á ferð, en Olle varð
einkum til þess á 7. áratugnum
ásamt Sven Bertil Taube að
gefa visnasöng i Sviþjóð nýja
uppsveiflu, ekki sist meðal
yngra fólks. Samskonar gróska
i frjóum og framsæknum visna-
söng hefur átt sér stað viðar i
Evrópu á siðustu tveim ára-
tugum, en á Islandi hafa visna-
vinir verið harla yfirþyrmdir af
amriskum visnasöng og honum
misgóðum.
Visur og lög hans sjálfs voru
flest heldur angurvær um ástina
og dauðann, börnin, lifið og til-
veruna en sum þeirra smá-
fyndin og launfyndin, svosem
einkamálaauglýsingin og svarið
við henni. Visur Birgers Sjöberg
mitt, að „visan ein dugir
skammt”, og er þörf áminning
til þeirra, sem virðast halda, að
helsta vonin sé að leysa vanda-
málin með gitar og skaki.
Undir lokin fór hann svo með
nokkraraf miður eða miðlungs-
þekktum visum eftir gamla
meistarann Evert Taube. Og
hér sem i öðru komu megin-
einkenni söngvarans skýrt
fram. Hann tekur mann ekki
strax með trompi, en vinnur
smámsaman á allan timann,
uns auðskilið verður, hvers-
vegna hann er vinsæll.
Olle Adolphson segir okkur
allsekki, hvernig visnasöngur
„eigi” að vera, heldur eina gerð
hans, þar sem áherslan liggur
ekki á laglinunni, heldur fram-
sögn textans. Stundum syngur
hann með talrænum blæ-
brigðum eða talar með söng-
rænum blæmun og lætur hljóð-
færið um lagið, en syngur það
svo tært á milli. Visnasöngvarar
okkar hafa oftastnær talið sig
hafa meiri skyldur við lagið en
textann, nema helst nokkrir
gamanvisnasöngvarar. Besti
framsagnarsöngvari okkar
hefur liklega verið Bjarni
Björnsson (d. 1942) en þvi miður
er fátt til af þeirri list hans á
hljómplötum.
Það var næstum einsog endir
á vel heppnaðri kennslustund,
að sem lokasöng valdi hann
sjálfan Calle Schewens vals.
Miður frumlegt kannski, sagði
Olle.En hann kvað þessar visur
orðnar svo „sundursungnar”,
að menn væru hættir að taka
eftir textanum, þar sem nátt-
úran sjálf er ástleitin og mun-
úðarfull. Úr þessu vildi hann
bæta og gerði það sannarlega.
Hið eina sem olli snerti af
vonbrigðum var aukaiagið, 2.
pistill Fredmans, Nu skruva
fiolen. Það var sem eitthvað
skorti þar á ástina og alúðina,
Olle Adolphson — tekur mann
ekki strax með trompi en vinnur
smámsaman á allan timann.
en það væri jú skylda sænsks
vísnasöngvara að gefa áheyr-
endum eitt stykki Bellman.
Dyggðir i andliti
Kvöldið eftir komu svo Lett-
inn Gidon Kremer.sem leikur á
Stradivariusfiðlu frá 1734, og
Úkrainupianistinn Oleg Maisen-
berg fram fyrir okkur i Há-
skólabiói. Og það var óneitan-
lega mikill listviðburður. A
efnisskránni voru aðallega vel
Kremer og Maisenberg-tónleikar þeirra I Háskólabiói voru óneitan-
lega mikill listviðburður.
sænski visnasöngvarinn Olle
Adolphson, sænski trúðurinn
Ruben.sem bæði sýnir og efnir til
námskeiðs i trúðleik, og loks
kammersveitin London Sinfoni-
etta. En þessi samvinna er ekki
bara i aðra áttina, þvi Passiukór-
inn á Akureyri kemur suður um
þessa helgi og flytur tónverkið
African Sanctus eftir breska tón-
skáldið David Fanshawe I Gamla
biói á sunnudag, en um það verk
er fjallað nánar á öðrum stað i
Listapósti.
Þessi helgi verður viðburðarik
á Vorvökunni, þvi þá opna allar
myndlistarsýningarnar. í dag,
föstudag, opnar sýning FIM i
Skemmunni, á morgun, laugar-
dag, opna Sigriður Jóhannes-
dóttir og Leifur Breið
fjörð vefnaðarsýningu i Hús-
stjórnarskólanum, Leifur Breið-
fjörð opnar glerlistarsýningu i
Amtsbókasafninu, og á sama stað
opnar handrita- og bókasýning
frá Landsbókasafni, i Klettagerði
6 opna Gestur og Rúna keramik-
sýningu og loks verður opnuð
sýning I Gailery Stil á verkum
Ragnars Lár og Guðmundar Ar-
manns. Á sunnudag sýnir trúð-
urinn Ruben svo listir sinar i
samkomuhúsinu.
þekkt verk: sónatina nr. 3eftir
Schubert, sónata nr. 2 eftir
Brahms og Vorsónatan eftir
Beethoven.en inná milli komu 4
smáverk eftir Anton von We-
bern.sem auðvitað stungu i stúf
við hin, en ekki illa, nema siður
væri.
Að pianistanum alls ólöst-
uðum er fiðlarinn ótvirætt hinn
meiri meistari. Þegar farið er
óaðfinnanlega með nauðaþekkt
verk einsog t.d. Vorsónötuna og
maðurinn leyfir sér samt i tilbót
að tefla á tæpt vað i þvi sama
verki og komast sigri hrósandi
frá öllu saman, þá er skammt i
hina hættulegu blekkingu, að
þetta sé liklega ósköp auðvelt og
ekkert nema klaufaskapur hjá
öllum öðrum, sem fást við fiðlu-
leik, aðgeta ekki slikt hið sama.
I aukalögunum þrem sýndi
hann svo bæði af sér innileik,
galdratök, sprell og spé, enda
fór hann loks aö brosa i siðasta
trylliverkinu,Mars frál978 eftir
Tékkann Ladislav Kupkovic (f.
1936).
Þeir sem gaman hafa af að
rýna i látbragð listamanna,
fengu hér nokkuð fyrir sinn
snúð. Ég heyri fyrir mér setn-
ingar á borð við: „þetta voru
einsog tveir hálfvitar”. Oleg
lætur nefnilega einsog sumum
finnst píanistar eigi að vera:
geiflandi sig eða skælbrosandi,
lyftandi augum og ennisskinni
einsog Helgi E. eða hleypandi i
brýrnar og herðarnar, takandi
bakföll og hliðarsveiflur, gjó-
andi glyrnum á fiðlarann
o.s.frv. Gidon hinsvegar svip-
brigðalaus að mestu, nema
hvað neðri vörin og kjálkinn
lafa þvi álappalegar sem dýpri
tilkenning er túlkuö. Nótna-
flettarinn Snorri Sigfús var svo
einsog þriðja viddin i þessu
myndverki.