Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.06.1982, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Qupperneq 16
16 Föstudagur 11. júní 1982 Heh Jjfisturinr ,,Voldugasta kona i sögu Akureyrar, fyrr og siðar,” segir Akur- eyrarblaðið íslendingur um nýkjörinn forseta bæjarstjórnar i höf- uðborg Norðurlands. Þótt ekki sé svo sterkt til orða tekið eru það vissulega tiðindi til næsta bæjar, meira að segja suður yfir heiðar, að ung og róttæk kona skuli hafa valist til að sveifla fundarhamri forseta i bæjarstjórn Akureyrar, þar sem kaupfélagsvaldið er sterkara en viðast hvar annars staðar og þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti flokkur bæjarins. ,,Það hvarflaði ekki að mér fyrir tæpu ári að ég ætti eftir að gegna þessu embætti,” segir Valgerður Bjarnadóttir félagsráð- gjafi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þegar Helgarpósturinn ræddi við hana i blokkaribúð i Þorpinu tveim dögum eftir að hún tók við embætti. Aðdragandi viðtalsins benti til þess að dagleg önn þessa 28 ára gamla Akureyrings hefði aukist. Á þriðjudegi var verið að kjósa hana forseta, á miðvikudegi sat hún i hófi fyrir nor- ræna embættismenn á Hótel KEA, sem heimamenn kalla stund- um Vals-Inn, og meðan við ræddumst við á fimmtudegi ætlaði siminn aldrei að þagna. En hefur „voldugasta kona Akureyrar” ekki barist fyrir þessari stöðu með kjafti og klóm? „Nei, þegar farið var að ræöa það um jólaleytið i vetur hverjar skyldu veljast til forystu á lista Kvennaframboðsins fannst mér fráleitt að ég yröi þar efst á blaði. Ég hugleiddi málið og komst að þeirri niður- stöðu að ég treysti mér ekki til þess. Svo var haldið forval og ég varð efst. Það var greinilega ekki tekið mark á þvi sem ég haföisagt. Þá ákvaö ég að slá til. Ég hef þvi ekki barist fyrir forsetaembættinu. Viö höf- um barist fyrir þvi að efla Kvennaframboð- ið, en innan þess hefur litil barátta átt sér stað.” vo lör tq a llðKk Valgerður er Akureyringur i húö og hár. „Ég er fædd hér á Eyrinni og fikraði mig svo upp á Brekku með nokkurra ára viðdvöl á Gilsbakkaveginum. Þegar ég kom heim fránámisettistégað igömlu húsi i Innbæn- um og nú er ég flutt út i Þorp. Ég hef þvi bú- ið i öllum hverfum bæjarins, sem vonandi gagnast mér sem bæjarfulltrúa. Foreldrar minir eru Kristjana Tryggva- dóttir og Bjarni Sigurðsson. Ég ólst upp við ósköp venjuleg kjör, við höfðum það eins og gerist og gengur. Skólaganga min fylgdi þessu venjulega munstri upp að stúdents- prófi sem ég tók vorið 1974. Þá tók ég mér fri frá námi og vann hér á Akureyri i eitt ár, á taugadeild spitalans. Svo fór ég á flakk. Fyrst var ég einn vetur i Reykjavik, hóf nám i sálfræði i Háskólanum, en hætti þvi og fór til Frakklands. Þar var ég einn vet- ur, lærði frönsku, vann og gluggaði svolitið i leikhúsfræði. Ég var að hugsa mitt ráð. Einn daginn fékk ég bréf sem gerði mig reiða, ég fór i vont skap og ákvað i þvi ástandi að sækja uiq inngöngu i félagsráð- gjafarskóla i Danmörku eða Noregi. Ég fékkfyrstsvar frá Noregi og fór þvi til Osló þar sem ég lauk námi vorið 1980. Mér likaði ágætlega við Norðmenn, þeir eru náttúr~ lega misjafnir eins og annað fólk, en bestir þóttu mér þeir sem komu að norðan. Það er lika yfirleitt reynsla Islendinga að fólk frá Norður-Noregi sé likast okkur að lundar- fari. Ég sakna þeirra svolitið en langaði þó ekki að setjast að hjá þeim. Þegar mér barst vinnutilboð frá Fjórð- ungssjúkrahúsinu ákvað ég að fara heim. Ég var að visu á leiðinni út allan fyrsta vet- urinn, tók töskurnar fram og byrjaði að pakka annan hvern dag. En svo ákvað ég að hætta að láta mér leiðast og hellti mér út i félagsstörf. Tók þátt i stofnun Jafnréttis- hreyfingarinnar i febrúar i fyrra, en þau samtök voru sá jarðvegur sem Kvenna- framboðið spratt úr.” leil ao Ifnu — Hefurðu alltaf verið félagslega virk? „Nei, ég var ákaflega ómeðvituð i menntaskóla. Það var litið talað um pólítik á heimilinu og þeir sem ég umgekkst höfðu engan áhuga á pólitik. Þó eru margar af þeim hugmyndum sem ég hef i dag til- komnar á þessum árum, ég setti þær bara ekki i samhengi. Það var ekki fyrr en ég kom til Reykjavikur sem ég fór að taka þátt i félagsstörfum og pólitik fyrir alvöru. Þá fór ég i leshringi og tók þátt i háskólapóli- tikinni. Ég fór lika að umgangast fólk sem var aktift i pólitik, fólk úr „villta vinstr- inu”. Ég tók aftur upp þráðinn i Noregi. Þar var ég m jög virk i skólapólitikinni en i þess- ari almennu pólitik var ég alltaf að leita að einhverju sem hentaði mér. I Noregi er vinstrihreyfingin klofin i tvo sterka arma og mér fannst hvorugur þeirra vera að minu skapi. Mér fannst þeir alltaf vera að rifast innbyröis án þess aö vera svo mjög ósammála i raun og veru. Kannski hefði ég unaö mér betur ef þeir heföu sameinast. Þessi klofningur fór f taugarnar á mér, td. umgekkst fólk úr örmunum tveimur ekki hvert annað, nema i rööum Islendinganna. En það er alltaf svo að menn hafa tilhneig- ingu til að halla sér að ákveðinni linu þó þeir séu ekki allskostar sáttir við hana.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.