Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 17

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 17
17 _Helgai----- posturinn J ainreiiio Fostudagur 11. júní 1982 — Hvenæi kemur jafnréttisbaráttan til sögunnar? „HUn kom um leið og pólitikin. Ég var i kvennagrúppum i Noregi en þaö var sama sagan þar og á vinstrikantinum i heild, kvennahreyfingin var klofin i þröngar grúppur. Þegar ég var komin heim og búin aö jafna mig á leiðindunum tök ég þátt i stofnun Jafnréttishreyfingarinnar eins og ég sagði áðan. Þar ræddum viö lengi hvort við ættum að stofna hreyfingu með ákveðna vinstristefnu eða gera tilraun til að skapa fjöldahreyfingu. Það siðarnefnda varð of- aná og tilraunin tökst mjög vel. Það voru 100 manns á stofnfundinum og hefur bæst við eftir það. Við störfum i mörgum hóp- um.” — Og svo kom Kvennaframboðið. „Já, það var byrjað að ræða um kvenna- framboð i opnu húsi hjá Jafnréttishreyfing- unni. En verulegur skriður komst þó ekki á málið fyrr en Jón Björnsson félagsmála- stjóri skrifaöi grein i Dag sem hann nefndi Herhvöt til kvenna, þar sem hann hvatti konur til aukinnar þátttöku i stjórnmálum. Innan meirihlutans rikir nú jöfn skipting kynja. Við erum þrjár ungar konur og með okkur tveimur og Úlfhildi frá Framsókn hefur tekist góð samstaða. Svo ber á það að lita að allir fyrstu varamenn flokkanna eru konur svo sú staða gæti komið upp aö á Akureyri verði kvennabæjarstjórn. Ég þekki þessar konur á listum flokkanna og á von á þvi að með okkur geti tekist góð sam- staða þvert á flokksböndin”. — Hvernig list þér á makkið og hrossa- kaupin sem fylgja þvi að taka þátt i meiri- hlutamyndun? „Ég átti nú von á þvi. En þótt manni leiö- istþaöfreistast maöur til aö taka þátt i þvi. Og mér finnst það allt i lagi svo lengi sem ég get varið þaö fyrir samvisku minni. Það er heldur ekki aðalatriði að uppræta makkið. Aðalatriðið er að almenningur fái aö hafa meiri áhrif á það sem er að gerast, aö koma I veg fyrir að fáir menn geti ráðskast með peninga og vald að sinni vild. Og það er erfitt að koma i veg fyrir hrossa- kaupin, það koma jú ekki allir listar mönn- um i allar nefndir svo það verður að semja. Viðhöfum áhugaá að komast i þessa nefnd, aðrir hafa áhuga á öðrum, um þetta verða aöilar að semja og skipta nefndastörf- unum á milli sin”. er ekhi lengur einhleyp Stofnfundur var haldinn 8. júli og hann sátu hátt á annað hundrað manns.” ersónulegur vöxlur —' Og nú sitjið þið i bæjarstjórn sem þriðja stærsta aflið i stjórnmálalifi Akur- eyrar. Það hlýtur að vera gaman að standa i svo árangursrikri kosningabaráttu. „Já, það hefur verið stórkostlegt að kynnast öilum þessum konum. Þær eru á öllum aldri og úr öllum stéttum, margar hverjar mjög ólikar mér, með ólikar skoð- anir og lifa allt öðruvisi lifi en ég. Ég kynnt- ist lika sjálfri mér betur, uppgötvaði að ég get gert ýmsa hluti sem þarf að gera þegar pressan er nógu mikil. Ég hef vaxið per- sónulega og þannig held ég að þvi sé háttað með flesta eða alla sem tóku þátt i barátt- unni, bæði konur og karla. Það var hreint ötrúlegt að sjá konur sem i upphafi þoröu varla að opna munninn á litlum fundum, sjá þær halda ræður yfir fjölda manns, jafnvel i sjónvarpi. Nú, það mætti tina ýmislegt tilsem ég hef fengið út úr kosningabaráttunni. Ég er orð- in fróðari um bæinn en ég var. Álit mitt á bæjarmálum hefur kannski ekki breyst svo mjög en ýmsir hlutir sem mér fannst ekki koma mér við gera það núna. Ég hef verið svona félagsmálafrik, föst inni i félags- og heilbrigðismálunum, þau voru það sem ég þekkti best og hélt að kæmi mér við. Nú sé ég að ýmis önnur mál koma mér við, skipu- lagsmál, atvinnumál ofl. Loks má geta þess að i upphafi kosninga- baráttunnar varég einhleyp kona ilnnbæn- um. Núna bý égmeð manni, Guðlaugi Ara- syni rithöfundi, úti i Þorpi. Það er lika af- rakstur kosningabaráttunnar.” |J ii(j kona i karlðhelmi — En nú er kosningabaráttan búin og hrimgrár veruleikinn tekinn við. Hvernig leist þér á að stiga inn i heim stjórnmál- anna? „Mér leist nú ekkert á þennan heim i fyrstu. Ég var þreytt eftir kosningarnar og kom inn i hóp sem hafði ákaflega fast sam- skiptamunstur sem var ekkert mjög aðlaö- andi. Nú er ég farin að þekkja þetta fólk betur og veit að þeim finnst bara gott að fá nýtt blóð. Mér finnst karlmennirnir þegar hafa breyst svolitið við að fá nýjar hug- myndir um það hvernig gera má hlutina”. — Er ekki erfitt fyrir unga og litt reynda konu að koma inn i hóp þar sem miðaldra karlmenn eru i meirihluta. „Það reynir óneitanlega á mig. Það er eðlilegt að karlmennirnir hugsi sem svo að þeir geti snúið mér að vild, svo ungri og óreyndri. Ég þarf að sýna þeim að ungar konur séu ekki vitlausasta fólk i heimi, að það geti haft kosti að vera ung kona. Ann- ars held ég að þeim þyki góð tilbreyting i að fá fleiri konur i hópinn. Það breytir and- rúmsloftinu eins og allir þekkja af vinnu- stöðunum, það rikir allt annað andrúmsloft þar sem bæði kynin vinna saman en þar sem annað kyniö er einrátt. — Hvernig leggst samstarfið i þig? „Betur en ég þorði að vona. Ég hef aö vísu enga reynslu svo þessi tilfinning gæti reynst röng. En mér list vel á að vinna með þessum konum, og reyndar með körlunum lika. Þeir eru góðir hver á sinn hátt, lika þeir i minnihlutanum. Þetta er enginn ein- litur hópur, þarna eru margir sérvitringar og það verða örugglega sviptingar. En þær eru ekki af hinu vonda”. — Alver i Eyjafirði bar mjög á góma i kosningabaráttunni. Kvennaframboðiö var eindregið mótfallið öllum stóriðjufram- kvæmdum iEyjafirði en i málefnasáttmál- anum segir að meirihlutaflokkarnir séu óbundnir i stóriðjumálunum. A það hefur einnig verið bent að sennilega er meirihluti fyrir stóriðju i bæjarstjórn. Hefði það ekki áhrif á meirihlutasamstarfið ef bæjarstjórn lýsti stuöningi við stóriðju i Eyjafirði? „Vitanlega list mér illa á það ef meiri- hluti næst fyrir stóriðju og það er þvi miður ekki óliklegt þvi ég veit að innan Fram- sóknarflokksins eru skiptar skoðanir i þessu máli. Jú, það hefði áhrif á sam- starfið. En við göngum til samstarfsins vit- andi það að Framsókn vill vera óbundin i afstöðu sinni og ég á ekki von á að við látum samstarfið springa á þvi. Það sorglega i þessu stóriðjumáli er þaö að við höfum ekki allt um það aö segja. Rikisvaldið getur tekið ákvörðun um að setja niður stóriðju hér i Eyjafirði og þá eigum við i bæjarstjórn Akureyrar ekki mikla möguleika á að koma i veg fyrir það. Viö i Kvennaframboðinu munum reyna aö vinna gegn þvi með upplýsingastarfsemi”. riðja VKKiin — Nú er Kvennaframboðið komið fram sem uppreisn gegn flokkunum. Er þá ekki dálitið erfitt að hefja samstarf við þá? „Þetta er ekki alveg rétt. Við erum ekki i uppreisnnema e.t.v. gegn einveldi karla og óvirkni kvenna. Við berjumst gegn kyn- skiptingu i opinberu lifi og á heimilum. Okkur fannst flokkarnir ekki hafa upp á að bjóða þann grundvöll sem konur geta staðið og starfað á. Það þurfti nýjan grundvöll. En það breytir óneitanlega stöðunni að fara að vinna meðþeim.við erum ekki lengur sam- stæður hópur i Kvennarisinu heldur verðum að vinna með öðru fólki. Viö þurfum að gefa eftir eins og þeir til þess að samvinna sé möguleg”. — Þið neituðuð að taka afstöðu til hægri og vinstri og sögðust vera fulltrúar „þriöju viddarinnar”. Hvað er það? „Já, það var mikið reynt að stimpla okkur en gekk erfiðlega þvi i okkar röðum eru konur og karlar sem eru bæði til hægri og vinstri. Það hlýtur þvi að vera eitthvað annað og meira sem sameinar okkur. Ein i hópnum fann upp á þvi að kalla þetta þriðju viddina. Við viljum reyna að vera hún. Það má segja að þetta sé annað nafn á reynslu og viðhorfum kvenna. Það eru fleiri en konur sem geta haft þessi viðhorf, en þau byggjast á þekkingu, störfum og reynslu kvenna gegnum aldirnar. Og þessi viðhorf eru farin að hafa áhrif i bæjarstjórn. And- rúmsloftið er oröið annað en það var, það er talað öðruvisi um hlutina og önnur sjónar- miö tekin meö i reikninginn”. — Áttu von á þvi að Akureyri taki mikl- um breytingum á næstu fjórum árum? „Já, mér finnst pólitikin þegar hafa breyst. Ég veit að okkar sjónarmið eru ný og þau eiga eftir að hafa áhrif á samstarfið ogallt starf að bæjarmálum. Vonandi hafa okkar sjónarmið áhrif i jafnréttisátt og ég held raunar að þau hafi þegar gert það, það eru fleiri orðnir meövitaðir um jafnréttis- mál en var. Það hefur mikið að segja fyrir sjálfstraust kvenna hve vel okkur tókst tii. Og við verðum aö vanda okkur, þvi ef við klúðrum málunum getur það haft mjög nei- kvæð áhrif á sjálfstraustið. Ef vel gengur er þaö hvatning til kvenna um að leggja óhræddar i slaginn”. E uintiur í b<e|arsl|ðrn — En áttu von á þvi að persónan Val- gerður Bjarnadóttir breytist viö upphefð- ina, aö forsetatignin og meðfylgjandi völd og finar veislur breyti þér? „Nei, ég á ekki von á þvi. Ég hef þegar breyst, ekki kannski persónan, en ég hef lært margt og sé hlutina frá öörum og fleiri sjónarhornum. Það hefur ýmislegt gerst á þessum mánuöum. Eg er ekki lengur ein og ábyrgðarlaus kona I Innbænum sem vinnur á sjúkrahúsinu á daginn og meö ungling- unum i Dynheimum á kvöldin. Nú er ég hálfgift kona úti i Þorpi bý með honum Gulla og Bjarma syni hans. Ég hef ekki enn gert mér grein fyrir þessari breytingu til fulls. En það gerir mér auðveldara um vik aö ég hef aldrei verið lengi i sama farinu, breytingar eru mér ekkert nýnæmi”. — En hvað gerist ef forseta bæjar- stjórnar dytti I hug að eignast barn? „Það værigotttækifæritilaðláta reyna á það hvort hægt er að samræma það þvi aukna álagi sem nú er á mér. Það hefur sýnt sig að konur geta lagt út i kosninga- baráttuna með barnundirbeltiog ég held að það myndi setja fallegan svip á bæjarstjórn ef einn fulltrúi eða fleiri væru með bumbu. Það þýddi þó eflaust að eitthvaö yrði aö vikja, hvað sem það svo yrði. En ég skuld- batt mig á engan hátt til að eiga ekki barn næstu fjögur árin þegar ég gaf kost á mér til framboðs”.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.