Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 23
Helgar----- Föstudagur 11. júní 1982
pösturinn
Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir
Þær hljómsveitir sem kynntar
hafa verið hér i Stuðaranum hing-
að tii hafa vel flestar verið skip-
aðar fólki sem er á táninga -
aldrinum svokallaða (óþolandi
orð! táningaaldur!) Nú ber annað
við. Félagar hljómsveitarinnar
Lexiu, sem ættuð er úr Húna-
vatnssýslunni,er nefnilega komin
af sinu alira léttasta skeiði. Plöt-
una Lexiu skipa þeir: Ragnar
Jörundsson söngvari, Marinó
Björnsson bassaleikari, Guð-
mundur Þór Ásmundsson hijóm-
borðsleikari, Björgvin Guð-
mundsson gitarleikari og Axel
Sigurgeirsson trommuleikari, en
auk þess vinna þeir sem bóndi,
mjólkurfræðingur, kennari,
skólastjóri og múrari.
Jafn erfitt að byrja að
syngja og hætta þvi
— En hvað kemur til að þessir
menn sem eru i fullri atvinnu fara
að leika i hljómsveit?
Stuðarinn hitti Ragnar Jör-
undsson þegar hann var i bæjar-
ferð á dögunum og lagði fyrir
hann nokkrar laufléttar spurn-
ingar...
,,Já, hver hefur sinn djöful að
draga, sumir leggja stund á
hestamennsku, aðrir golf. Ég er
til dæmis mikill hestamaður. Sig-
urður Ölafsson (hestamaður og
söngvari innsk. Stuðarans.) sagði
einu sinni „bað er jafn erfitt að
byrja aðsyngja og hætta þvi”. Og
það veit ég að er satt. — Forsaga
málsins er annars sú að fyrir 7
árum flutti ég i Húnavatns-
sýsluna. Marinó (bróðir Grettis
Björnssonar harmonikkuleikara)
var þá i hljómsveit með nokkrum
strákum. Einhvern veginn frétti
hann að ég var i hljómsveitinni
Toxic á minum yngri árum.
Kvenfélagið tekur i
taumana
— Þá er það, að Kvenfélagið á
staðnum spyr Marinó hvort að
hann geti ekki spilað með ein-
hverjum á góðgerðardansleik til
styrktar heilsugæslustöð á
érmrS®*f
T!n
<p* Marinó’5 3É|ásM3l2Íií
Hvammstanga. Jú, jú, Marinó
leitar til min og ég slæ til og við
hefjum æfingar ásamt fleirum.
Ekkert varð þó af góðgerðar-
dansleiknum, en viö vorum búnir
að æfa heilt danslagaprógramm,
þannig að við spiluðum á réttar-
balli i staðinn og fengum ágætar
undirtektir. Siðan höfum við
spilað saman i 4—5 ár”.
— Nú eru eingöngu frumsamin
lög á plötunni...
,,Já, Marinó fór að lauma inn
einu ög einu lagi á danslaga-
prógrammið. Og við komumst að
samkomulagi að halda þeim”.
Ragnar glottir.
Einmana
— Hvert er yrkisefnið á plöt-
unni?
„Þetta er erfið spurning. Text-
arnir fjalla flestir um einstakl-
inginn og þjóðfélagið um ein-
manakenndina. Annars fylgir
textablað plötunni þannig að hver
og einn getur lesið og túlkað út af
fyrir sig”.
— Eruð þið að spila fyrir ein-
hvern sérstakan aldurshóp?
Takið eftir mér
„Ætli það sé ekki helst fyrir fólk
sem er nýfarið að búa og svo eitt-
hvað uppúr. Annars er þetta mis-
jafnt eftir lögum. Lagið Takið
eftir mér fjallar t.d. um ungling-
inn og vandamál hans. Hann
finnur sig ekki heima hjá sér og
þegar hann er fullur, öskrar hann
takið eftir mér, Hann vill fá að
haga sér eins og fullorðið fólk”.
Bókaðir fram á haust
— Og þið ætlið að halda
ótrauðir áfram að spila???
,,Já, við eigum þó nokkru fylgi
að fagna allt frá Dalasýslu til
Þingeyjarsýslu. Viö erum bók-
aðir um hverja einustu helgi fram
á haust. Og i sumar spilum við á
Laugahátið sem er mesta hátið
sumarsins á Norðurlandi”, segir
Ragnar og við sláum hér botninn i
spjallið.
BENIDROM1982:
22.JUNI 13.JULI 3. & 24. AGUST 14.SEPT. 5-OKTOBER
BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN
Umboðsmenn:
Sigbjörn Gunnarsson, Sporthúsiö hf., Akureyri — sími 24350.
Helgi borsteinsson, Ásvegi 2, Dalvík — sími 61162.
Feröamiöstöö Austurlands, Anton Antonsson, Selás 5, Egilsstööum — simi 1499 og 1510.
Viöar borbjörnsson, Noröurbraut 12, Höfn Hornafiröi — sími 8367.
Friöfinnur Finnbogaaon, c/o Eyjabúö, Vestmannaeyjum — simi 1450.
Bogi Hallgrímsson, Mánageröi 7, Grindavík — sími 8119.
Bjarni Valtýsson, Aöalstööinni Keflavik, Keflavík — sími 1516.
Gissur V. Kristjánsson, Breiövangi 22. Hafnarfiröi — simi 52963.
Ólafur Guöbrandsson, Merkurteig 1, Akranesi — sími 1431.
FERÐA..
MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133