Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 28
28
Stjórnmál og iþróttir
faraekki saman,hehe
Það er svolitið kúnstugt að heyra islenska iþróttaforystu
segja, eins og hún sagði til dæmis fyrir ólympiuleikana i Moskvu,
að iþróttir og stjórnmál fari á engan hátt saman, og aö þessu
tvennu eigi að halda aöskildu frammi rauöan dauðann. Það er
nefnilega fátt pólitiskara en islensk iþróttaforysta.
Litum á stjórn lþróttasambands Islands. Forseti sambandsins
er Sveinn Björnsson kaupmaður. Hann tók fyrir nokkrum árum
viö af Gisla Halldórssyni. Báöir þessir menn eru Sjálfstæðis-
menn og hafa verið i framboöi fyrir flokkinn. Þaösama má segja
um varaforsetann, Hannes Þ. Sigurðsson. Hann hefur unnið heil-
mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið i framboði fyrir hann.
Alfreð Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sölu varnarliðseigna,
var varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins um skeið. Og Jón
Armann Héðinsson skreiöarútflytjandi sat á þingi fyrir Alþýðu-
flokkinn um árabil. Eini stjórnarmaður 1S1 sem ekki er þekktur
fyrir stjórnmálastörf sin er Þórður Þorkelsson endurskoðandi,
en hann mun þó eitthvaö hafa unnið fyrir Sjálfstæöisflokkinn.
Þetta er stjórn ISI. Litum svo á formenn nokkurra stærstu sér-
sambandanna. Formaður KSl er Ellert Schram, fyrrum alþing-
ismaður Sjálfstæöisflokksins.og hann er eftirmaður Alberts Guð-
mundssonar. Formaöur HSI er Július Hafstein, sem var i fram-
boði fyrir Sjálfstæöisflokkinn i nýafstöðnum borgarstjórnar-
kosningum og situr nú i iþróttaráði borgarinnar fyrir flokk sinn.
Formaður KKl er Helgi Agústsson, sem ekki er þekktur fyrir
pólitisk störf. Formaður FRt er örn Eiðsson, sem verið hefur
m.a. bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn. Og formaöur Skiðasam-
Skofi&
eftir Guöjón Arngrímsson
bandsins er Hreggviður Jónsson, sem verið hefur I framboöi og
unniö önnur störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta voru nokkur af stærstu sérsamböndunum. Svipaða sögu
eraðsegja ef litiöer á iþróttafélögin sjálf. Formaður Vals er t.d.
Pétur Sveinbjarnarson, sem m.a. stjórnaði leiftursóknarkosn-
ingum Sjálfstæðisflokksins og hefur unnið mörg önnur störf fyrir
flokk sinn. Formaður Fram er Hilmar Guðlaugsson borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins. Þannig má halda áfram. Ihaldsblær
hefur löngum verið yfir KR, og Framsóknarsvipur á Vikingum,
sem m.a. kom i ljós nú i kringum prófkjör Jósteins Kristinssonar
i Framsóknarflokknum. Og svo framvegis og svo framvegis.
Þegar forysta islenskrar iþróttahreyfingar er skoöuð kemur i
ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar greinilega afar sterk itök.
Ot frá hreinu pólitisku sjónarmiði hlýtur það aö teljast sterkt,
þvi samkvæmt tölum ISl telur iþróttahreyfingin um 70 þúsund
skráöa félagsmenn (sem að visu er ótrúleg tala, en látum hana
liggja milli hluta). Þeir hafa „meirihluta” i stjórn 1S1, þeir hafa
formenn nokkurra stærstu sérsambandanna og stærstu félag-
anna. Framsóknarmenn og Kratar eiga nokkra menn i góðum
stöðum, en Alþýöubandalagsmenn hafa verið furðulega afskiptir
i iþróttahreyfingunni. 1 fljótu bragði man ég ekki eftir nema Ey-
steini Þorvaldssyni, sem eitt sinn var formaöur Júdósambands-
ins, og Gunnari Steini Pálssyni, sem er vaxandi áhrifamaður
innan KSI.
En hver er svo ástæðan fyrir þvi að stjórn Iþróttahreyfingar-
innar er skipuð svo rammpólitiskum mönnum? Er það vegna
þess að flokkarnir hafa komið auga á mikilvægi iþróttahreyfing-
arinnar i pólitisku starfi og vinni markvisst að þvi að tryggja þar
áhrif sfn? „Nei”, sögðu einum rómi nokkrir af þessum forystu-
mönnum sem ég talaði við. Astæðan er fyrst og fremst sú, segja
þeir, aö þetta eru menn með brennandi áhuga á allskyns félags-
legu vafstri og þeir hafa langflestir komið upp i gegnum iþrótta-
félögin til forystu i Iþróttahreyfingunni. Og þar að auki hefur það
löngum verið talinn plús fyrir formenn áhugamannafélaga eins
og t.d. iþróttafélaganna aö hafa einhver pólitlsk áhrif, eða að-
gang aö áhrifamönnum I stjórnkerfinu. Þessir menn segjast ekki
vera i iþróttunum stjórnmálanna vegna.
Sjálfsagt er þetta beggja blands. Ellert Schram og Hilmar
Guðlaugsson voru t.d. báöir ágætir iþróttamenn á sinum tima og
komust til áhrifa I Iþróttahreyfingunni í gegnum störf sin þar
sem ungir menn. 1 öörum tilfellum eru tengslin ekki jafn augljós,
og enginn getur neitað þvi að störf i iþróttamálum eru stjórn-
málamönnum gott veganesti. Ekki aðeins verða þeir i mörgum
tilfellum landsfrægir menn, heldur fara þeir fyrir ákaflega
virkri félagslegri hreyfingu, sem hægt er aö nýta sér þegar að
kosningum dregur, eins og margoft hefur komið i ljós. Sterkustu
atkvæðasmölunarmaskinurnar eru jafnan I kringum iþróttafé-
lögin.
Slikt er að sjálfsögðu ákaflega óheilbrigt og iþróttahreyfing-
unni til nokkurrar minnkunar. En ekki er hægt að banna iþrótta-
mönnum að hafa pótitiskar skoðanir. Og varla er hægt að banna
þeim að vinna fyrir sinar skoöanir, sé það gert á réttum vett-
vangi. En þaö er þó hægt aö ætlast tií þess að menn viðurkenni og
taki mið af þvi að á Islandi sem annars staðar er afskaplega stutt
á milli stjórnmála og iþrótta — svo stutt reyndar að þar verður
varla skilið á mílli. EÖa ætlast til dæmis stjórn ÍSI til þess aö
menn trúi þvi að allir stjórnarmennirnir láti af stjórnmála-
skoðunum sinum á fundum Iþróttasambandsins? Það er svona
álika og að segja að þeir missi iþróttaáhugann um leiö og þeir
setjast á fund hjá stjórnmálaflokknum. Eöa hvaö?
Björnsson, Sigurðsson, steinsson, Héöinsson,
Sjálfstæöis- Sjólfstæöis- Framsókn- Alþýöu-
flokki, for- flokki, vara- arflokki. flokki.
seti. forseti.
_________________Föstudagur 11. júnf 1982irinn
lÆIBAItVISIIt HBLUIUKW
sýiiiiujurssilir
Ásmundarsalur:
Á laugardag opnar þýsk sýning á
vegum Arkitektafélagsins og
heitir hún Náttúruform. Þar er
fjallaöum ýmis konar byggingar-
form, sem koma fyrir I náttúr-
unni, jafnt lifræn sem ólifræn.
Sýningin stendur til 20. júni og er
opin daglega kl. 14—22.
Rauða húsið
Akureyri:
Halldór Ásgeirsson sýnir verk,
sem hann hefur máiað vitt og
breitt um húsið. Sýningin er opin
kl. 16—20 og lýkur á sunnudag.
Gallerí Langbrók:
Smámyndasýningin Smælki 82,
þar sem Langbrækur sýna. Opin
virka daga kl. 12—18 og 14—22 um
helgar.
Kjarvalsstaðir:
Magnús Tómasson sýnir mynd-
verk á göngum. I Kjarvalssal er
Kjarvalssýning og i Vestursal er
sýning á húsgögnum og listiðnaði.
Norræna húsið:
Ken Reynolds sýnir ljósmyndir I
kjallara og danski myndhöggv-
arinn John Rud sýnir steinmyndir
úti og inni.
Listmunahúsið:
Félagar i Leirlistafélaginu sýna
verk sin.
Listasafn ASI:
Yfirlitssýning á verkum Krist-
jáns Péturssonar listmálara. Þar
eru sýndar teikningar, vatnslita-
myndir, pastel- og oliumyndir.
Listasafn Islands:
Kinverski listmálarinn Walasse
Ting sýnir málverk á vegum
Listahátiðar. Opið daglega kl.
13.30—22.
Nýlistasafnið:
„Thinking of the Europe”.
Samsýning 8 listamanna frá
fimm löndum. Það allra nýjasta i
málverkinu I Evrópu. Frábær
sýning. Opið 16—22 virka daga og
14—22 um helgar.
Djúpið:
I dag, föstudag, opnar Nonni
myndlistarsýningu, sem höfund-
ur segir vera allsherjar uppá-
komu. Sýningin skiptist i tvo
hluta: Viö erum til sölu, og 1
Djúpinu hefst náttúran. Boðið
verður upp á sjónleiki á sunnudag
kl. 17 og sföan föstudaga, laugar-
daga og sunnudaga kl. 22.
Gallerí Lækjartorg:
A laugardag kl. 14 opnar Björn
Skaptason með péi sina fyrstu
einkasýningu og sýnir hann verk
unnin með blandaöri tækni,
fantasiur. Sýningin er opin mánu-
daga til miðvikudaga kl. 14—18 og
hina dagana kl. 14—22. Veriö vel-
komin.
Arbæjarsafn:
Safnið er opiö daglega kl. 13.30 -
18, nema mánudaga. Aökoma að
safninu er um gamla rafstöðvar-
veginn og með leið 10 frá Hlemmi.
Mokka:
Erla ólafsdóttir sýnir myndverk.
Galleri Niðri:
I kjallaranum er samsýning
nokkurra góðra listamanna og
má þar nefna menn eins og Sigur-
jón ólafsson, Guðberg Bergsson,
Sigurð Orn Brynjólfsson, Stein-
unni Þórarinsdóttur, Helga Gisla-
son, Kjartan Guðjónsson og Kol-
bein Andrésson. Það sem sýnt er,
er teikningar, skúlptúr, grafik,
keramík, plaköt og strengbrúð-
ur,
Listasafn Einars Jónsson-
ar:
Safnið er opið á sunnudögum og
miðvikudögum kl. 13.30 - 16 til
mánaðamóta, en frá 1. júni er
það opiö daglega, nema mánu-
daga kl. 13.30 - 16. A efstu hæö
safnsins er heimili Einars og
Onnu konu hans, og er það til sýn-
is á sama tima yfir sumarmánuö-
ina.
Höggmyndasafn Ásmund-
ar Sveinssonar:
Safnið er opiö þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga
kl.14-16.
Bogasalurinn:
1 salnum stendur yfir sýning, sem
heitir Myndasafn frá Teigar-
horni, þar sem sýndar eru ljós-
myndir eftir tvær konur, sem
báðar voru læröir ljósmyndarar,
Nicoline Weyvadt og Hansinu
Björnsdóttur, en myndir þeirra
spanna timabilið frá um 1870 og
fram yfir 1930. Sýningin er opin á
sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum
kl. 13.30 — 16.
Asgrimssafn:
Sumarsýning. Aö þessusinni eru
flestar myndanna vatnslita-
myndir og hafa margar þeirra
sjaldan verið sýndar. Sýndar eru
landslagsmyndir, blómamyndir
og flokkar mynda úr þjóösögum.
Safnið er opiö sunnudag, þriðju-
dag og fimmtudag kl. 13.30—16 i
mai, en daglega, nema laugar-
daga.frá og með 1. júni, á sama
tima. Aðgangur ókeypis.
Nýja Galleriið:
Magnús Þórarinsson sýnir nýjar
oliu- og vatnslitamyndir. Opið kl.
14-18.
listnlisifíit
Föstudagur:
Þjóðleikhúsið:
Bolivar. Rajatabla-leikhúsið frá
Venezuela undir stjórn Carlos
Giménez sýnir leikrit um þessa
miklu frelsishetju. Fyrri sýning.
Kl. 20.
Laugardalshöll:
Human League flokkurinn spilar
fyrra sinni fyrir islenska æsku kl.
21. Bubbi og Ego á undan.
Laugardagur:
Norræná húsið:
Sænski trúðurinn Ruben leikur
slðara sinni fyrir börn og full-
orðna kl. 16.
Þjóðleikhúsið:
Bolivar. Siðari sýning Raja-
tabla-leikhússins. Kl. 20.
Laugardalshöll:
Human League leikur kl. 21.
Siðari samleikur.
Sunnudagur 13. júni:
Háskólabíó:
Kammersveit Listahátiðar leikur
undir stjórn Guðmundar Emils-
sonar kl. 15.
Gamla bíó:
African Sanctus eftir David
Fanshawe I flutningi Passiukórs-
ins frá Akureyri. Frábært stykki.
Kl. 21.
Mánudagur:
Þjóðleikhúsið:
Forseti lýöveldisins. Sýning
Rajatabla leikflokksins frá
Venezuela kl. 20.
Laugardalshöll:
Júgóslavneski pianóleikarinn Ivo
Pogerelich leikur einleik með
Sinfóniuhljómsveit Islands undir
stjórn David Measham. M.a.
verður leikinn pianókonsert nr. 2
eftir Chopin. Pogerelich þessi
þykir mikill snillingur og frum-
legur og óvenjulegur túlkandi.
Um hann leika miklir vindar og
er koma hans hingað meiriháttar
viðburður.
viillinriir
Gönguferðir Arkitekta:
A sunnudag kl. 10 efna arkitektar
til göngu um miðbæ og Skóla-
vörðuholt með leiösögumanni.
Gangan hefst viö Bryggjuhúsið að
Vesturgötu 2 og I lok göngunnar
verður þátttakendum boðið að
skoða sýninguna Náttúruform,
sem arkitektar standa fyrir i
Asmundarsal. Kynnið ykkur
bæinn undir leiösögn sérfróðra
manna.
Lögberg, H.I.:
A laugardag kl. 14 I stofu 101
flytur bandariski prófessorinn
William McBride fyrirlestur um
rit Sartre um Flaubert, L’idiot de
la famille, og er hann fluttur á
ensku. Allir velkomnir.
Gamla bfó:
Á laugardag kl. 14 dansar ind-
verska dansmærin Shovana
Narayan svokallaðan Kathak
dans, sem er ein af sex tegundum
trúarlegra dansa á Indlandi. Ein-
stakt tækifæri aö kynnast fram-
andi og háþróaöri dansmennt.
tóulist
Háskólabió:
Art Blakey og Djasssendiboð-
arnir leika dúndurdjass á föstu-
dagskvöld (I kvöld) kl. 22. Missið
ekki af þessu einstæöa tækifæri til
að sjá snillinginn aftur eöa i
fyrsta skipti. Frábært.
utilif
UMFÍ
A sunnudag er göngudagur fjöl-
skyldunnar og af þvl tilefni skipu-
leggja ungmennafélögin um land
allt gönguferðir fyrir almenning.
I Reykjavlk hefst gangan kl. 14 og
verður gengið inn Elliðaárdalinn
undir leiðsögn kunnugra manna.
Lagt verður upp frá Elliðaár-
brúnni. Mætum öll.
Skemmtistaðir:
Ferðafélag islands:
Föstudagur kl. 20: a) Helgarferö i
Þórsmörk. b) Ferð i Mýrdal,
Dyrhólaey, Kerlingardal og
Heiðardal.
Sunnudagur kl. 10.30: Gönguferð
á göngudegi fjölskyldunnar.
Farið I Jósepsdal og Ólafsskarð á
Hellisheiði. Þetta er 10 km ganga,
sem tekur 3 tlma.
Sunnudagur kl. 13: Sama ferð og
á undan.
Útivist:
Föstudagur kl. 20: a) Helgarferö
á Hekluslóðir. b) Helgarferð I
Þórsmörk og gist I skála.
Sunnudagur kl. 08: Dagsferð I
Þórsmörk.
Sunnudagur kl. 10.30: Skálafell —
gamla þjóðleiðin um Hellisheiði.
Pylsuveisla.
Sunnudagur kl. 13: Gamla þjóð-
leiðin um Hellisheiði — Drauga-
tjörn, pylsuveisla.
Dagana 15.—23. júni verður
Hringferð um Lappland.
17.—20. júni: Sumarleyfisferö um
Djúp og Drangjökul.
26.—30. júnl: Sumarleyfisferö á
öræfajökul og I SkaftafelL
liíoiii
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
★ ★
Sekur eða saklaus (And Justice
for all). Bandarisk, árgerð 1981.
Handrit: Barry Levinson og
Valerie Curtin. Leikarar: AI
Pacino, John Forsythe, Lee
Strasberg, Jack Warden. Leik-
stjóri: Norman Jewison.
Myndin leggur til atlögu gegn
spilltu réttarfars- og dómskerfi.
Höfundar myndarinnar kafa ekki
djúpt i þetta efni. Þeir grafa ekki
eftir rótum meinsins. Þeir ein-
faldlega lýsa þvi eins og það birt-
ist I lifi og starfi nokkurra starfs-
manna dómskerfisins og skjól-
stæðinga þeirra eða, eins og
myndin leggur þaö út, fórnar-
lamba þeirra. Þetta er snoturlega
unnin flétta meö þéttu mannlifs-
ivafi úr frumskógi stórborg-
arinnar, krydduð húmor á
köflum.Sýndkl.7og9.10. — AÞ
Cactus Jack. Bandarisk kúreka-
grínmynd með Kirk Douglas.
Sýnd kl. 5.