Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 29
/r/-nr,Föstudagur H. júní 1982
2?
Valkyrjurnar í Norðurstræti (The
North Ave. Irregulars). Banda-
risk, árgerð 1979. Handrit: Don
Taite. Leikendur: Barbara Harr-
is, Susan Clark, Edward Herman,
Cloris Leachman. Leikstjóri:
Bruce Bilson.
Myndin segir frá þvi, er prestur
nokkur og kvenmenn smábæjar i
Ameriku taka höndum saman og
reka spillinguna út á gaddinn.
Gamanmynd, að sjálfsögðu, og
byggð á bók eftir prestling.
TÓNABÍÓ
Sími 31182
Greifi I Villta vestrinu (Man of
the East). Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Terence Hill, o.fl.
Leikstjóri: E.B. Clucher. Gam-
anmynd um austurstrandarbú-
ann, sem kemur i villimennskuna
fyrir vestan og reynist svo bara
liðtækur.
O io öo<L
★ ★ ★ ★
Hjartarbaninn (The Deer Hunt-
er) Bandarisk, árgerð 1980. Leik-
endur: Robert De Niro, Christop-
her Walken, Meryl Streep, John
Savage. Leikstjóri: Michael
Cimino.
Stórbrotið ferðalag um viti Viet-
namstríðsins. Góö mynd, en of-
metin að margra mati.
Hugvitsmaðurinn (La Zizanie)
Frönsk, árgerð 1978. Leikendur:
Louis de Funes, Annie Girardot.
Leikstjóri: Claude Zidi.
De Funes er einhver vinsælasti
gamanleikari Frakka og þaö
veröur að segjast eins og er, að
hann getur verið fjandi skemmti-
legur. Hér tekur hann þátt i mynd
um iðnaðarnjósnir vegna meng-
unarvarnatækis.
Vixen. Bandarisk kvikmynd. Aö-
alhlutverk: Erica Gavin. Leik-
stjóri: Russ Meyer -jfc-
Lauflétt erótík, sem nær þvi
aldrei að verða klám. Meyer er
frægastur allra erótlkera i Ame-
riku. Góð sem sllk. Mynd meö
boðskap.
Arásin á Entebbe (Operation En-
tebbe). Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Peter Finch, Charles
Bronson, Martin Balsam, Yaphet
Kotto. Leikstjári: Irving
Kerschner.
Hver man ekki árás israela á
Entebbe flugvöll i Clganda og
björgun gisla flugræningja? Þessi
mynd fjallar um þann voveiflega
atburð.
Kvenholli kúrekinn (A'Poor lon-
some Cowboy..). Bandarisk kvik-
mynd um kúasmala, sem vill
frekar liggja I heyinu með heima-
sætunni en skjóta nautaþjófa.
Gefið trukkana (High balling).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Jerry Reed, Peter Fonda.
Svona-svonamynd með slags-
málum og trukkaakstri.
ÍS* 1-15-44
Meistara skotið (Title Shot).
Kanadísk kvikmynd. Handrit:
John Saxton. Leikendur: Tony
Curtis, Richard Gabourie, Susan
Hogan, Robert Delbert. Leik-
stjóri: Les Rose.
Spennumynd um veðmálasvik i
boxi, eöa tilraunir til þess, og til-
raunir löggu til aö stöðva ósóm-
ann. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Austurbæjarbíó:
t klóm drekans (Enter the Drag-
on). Hongkonglsk kvikmynd.
Aðalhlutverk: Bruce Lee. Æsi-
spennandi karateslagsmál.
Bióhöllin:
Moröhelgi (Death Weekend).
Bandarisk kvikmynd, árgerð
1980. Leikendur: Don Shroud,
Brenda Vaccaro. Leikstjóri:
William Fruet.
Ungur tannlæknir ætlar að eyöa
helgarfriinu með kærustu sinni,
en á vegi þeirra veröa fjórir snar-
geggjaöir náungar, sem gera
þeim lifiö leitt. Upphefst nú mikill
hasar.
Gereyðandinn (The Exterminat-
or). Bandarisk. Argerö 1980.
Handrit og leikstjórn: James
Glickenhaus. Aðalhlutverk: Ro-
bert Ginty, ChristoDher George,
Samantha Eggar. ★
Þessi bandariska B-mynd hitti
biógesti vestra og reyndar viðar i
hjartastað.
En þetta er bara þessi venju-
legi blóðþyrsti stórborgarvestri
um manninn sem hyggst hreinsa
til en er að leikslokum sjálfur
kominn á kaf i blóðsukkiö. Dapur-
leg mynd. —AÞ
★ ★ ★
Fram i sviðsljósið (Being There)
Bandarisk, árgerð 1981. Handrit
Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld-
sögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley
MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby.
Eldribekkingar (Seniors).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Priscilla Barnes, Jeffrey Byron,
Gary Imhoff. Leikstjóri: Rod
Amatau.
Unglingamynd i stil við Delta
kliku og fleiri myndir. Um skóla-
krakka.
Texas Detour (Afvegaleiðing i
Texas). Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Patrick Wayne, Pris-
cilla Barnes. Leikstjóri: Ilick-
ment Avedes.
Unglingar i klandri. Samskipti
við löggur og ræningja.
Allti lagi vinur (Hallelujah
Amigo) Bandarisk-itölsk kvik-
mynd. Leikendur: Bud Spencer,
Jack Palance. Leikstjóri: Maur-
izio Lucidi.
Gamanvestri i Trinitý stil.
LAUGARAS
Sími 32075
Konan, sem „hljóp” (The Incred-
ible Shrinking Woman). Banda-
risk, árgerð 1981. Handrit: Jane
Wagner. Leikendur: Lily Tomlin,
Charles Grodin, Ned Beatty.
Leikstjóri: Joel Schumacher.
Kona nokkur veröur fyrir þvi að
minnka. I byrjun lætur hún þenn-
an samdrátt ekkert á sig fá, en
heldur áfram að þjóna fjölskyld-
unni til borðs — og sængur — i
þetta skipti gleymdu þeir ekki
sexinu. Konan leitar til sérfræð-
inga, sem strax sjá gróöavon i
samdrætti frúarinnar, og aö sjálf-
sögðu er búið til „sjó” fyrir al-
þýðuna. Myndin er mjög vel unn-
in hvað alla tækni snertir. Taka
og klipping er upp á bandariska
venju og ekkert við þvi að segja.
Atriðin þar sem Lily er litil i stór-
um heimi eru með þvi betra, sem
sést hefur i þeim efnum. Svo er
þaö apinn i myndinni, hann er
leikinn af manni. Sýnd kl. 5 og 7.
Systir Sara og asnarnir (Sister
Sarah and the Mules). Bandarisk
kvikmynd. Leikendur: Clint
Eastwood, Shirley McLaine.Clint
er töffari, en skrattinn hitti ömmu
sina, þegar hann rakst á nunnuna
Söru. Skemmtileg spenna. Kl. 9
og 11.
ÍS* 2-21-40 ★ ★
Ránið á týndu örkinni (Raiders of
the lost Ark). Bandarisk, árgerð
1981. Handrit: Lawrence Dasdan.
Leikendur: Harrison Ford, Karen
Allen, Wold Kahler, Paul
Freeman, Denholm EUiot. Leik-
stjóri: Steven Spielberg.
Hér er allt, sem prýða má gott
bió, afburða tæknivinna i öllum
deildum, einkum kvikmyndun,
klippingu og bellibrögðum, linnu-
laus hraðferö áhorfenda um heim
spennuþrunginna ævintýra af
hasarblaðaættinni, viöburðarik
skemmtun — sem sagt allt, sem
prýða má pottþétt bió. Allt nema
einhver tilfinning, einhver örlitil
mannleg tilfinning fyrir fólki og
atburðum. — AÞ.
★ ★ ★
Rokk I Reykjavík. tslensk, árgerö
1982. Framleiöandi: Hugrenning-
ur. Stjórnandi: Friörik Þór Frið-
riksson.
Þessi umdeilda og frábæra rokk-
mynd verður sýnd kl. 15 á laugar-
dag i endurbættu Dolby—kerfi
biósins. Sándið ætti þvi að vera
upp á sitt besta, enda lögö mikil
vinna i þaö. Missið ekki af fyrstu
islensku myndinni i Dolby.
Striðsöxin. Spennandi indiána-
mynd, sýnd kl. 3 á sunnudag.
Lystugt á Listahátíd
Við Reykvikingar erum nú i miöri Listahátið,
margir eru eins og þeytispjöid á milli sýningar-
sala, leikhúsa og Félagsstofnunar stúdenta. En
sá böggull fylgir skammrifi að áður veröa menn
að ráöfæra sig alvörugefnir við budduna sina og
standa siðan I biðröö lon og don viö Gimli.
Vist er um að fyrir þá sem hafa einhver aura-
ráð er i mörg horn aö lita þessa dagana. „En lif-
ið er ekki bara list — menn verða lika að nær-
ast,” segir Stefania Harðardóttir, fulltrúi hjá
Félagsstofnun stúdenta, en Listahátiö mun
starfrækja klúbb sinn i þeim húsakynnum meö-
an á hátiöinni stendur.
Þetta eru orð að sönnu og hér kemur sannkall-
aður Listahátiöarmatseðill, nokkuð ibúrðarmik-
ili en fljótmatreiddur. Réttirnir eru jafn franskir
og Flugmennirnir i Gamla biói. Matseöillinn
hljóðar svo:
1) Lystaukinn Marnier-tonic.
2) Bananar i skinkuskikkju — Bananes au jam-
bon.
3) Svinakótelettur i sinnepssósu með selleri-
styrktri kartöflustöppu — Cðtes de porc en sauce
á la moutarde, accompagnées d’une purée de
céleri-rave.
4) Helena fagra — Poires belle Héiéne.
Uppskriftirnar eru allar handa sex, nema
drykkurinn. Njótið heil lystugs matar á Listahá-
tið!
Alntkr^^ii
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Marnier Tonic
Grand Marnier Cordon Rouge er franskur
likjör sem hefur koniak og appelsinur að megin-
uppistöðu. Hér kemur einn laufléttur lystauki...
1 sitrónusneiö
1 flaska tonic
2 - 3 cl Grand Marnier
Setjið ismola i hátt glas, þá likjörinn, sitrónu-
sneiðina og fyllið með tonic. Súpiö ...
Bananar i skinkuskikkju
Þetta er fljótlegur réttur og sannar að ýmis-
legs góss gætir i klæðaskáp banananna — hér
eru þeir prýddir skinkuskikkju og ostaslöri.
6 skinkusneiðar
(1 bananar, vel þroskaðir
U.þ.b. 100 gr sýrður rjómi
U.þ.b. 50 gr rifinn ostur, t.d. Óöalsostur
smjörklipa
1) Setjiö ofninn á 220 gr C.
2) Smyrjið eldfast fat.
3) Afhýðið bananana, vefjið skinkusneið utan
um hvern þeirra og raðið þeim siðan á smurt
fatið.
4) Þekið með sýrða rjómanum og stráiö rifnum
osti yfir.
5) Bakiö réttinn i ofninum i 15 - 20 min., (timinn
fer eftir þroska banananna). Berið fram og
borðiö sjóöheitt Ur ofninum.
Svínakótelettur í sinnepssósu
óneitanlega kemurorðið kóteletta franskt fyr-
ir sjónir i islenskri tungu. Það er reyndar meö
öllu óþarft tökuorð, þar sem cótclette á frönsku
merkir lítið rif, þ.e. annað hvort af lambi eða
svini. Cótemerkir rif almennt, og er notað hvort
heldur sem átt er við rif úr lambi, svini eða
nauti, eða Adamsrifbeinið fræga sem Eva var
sköpuð úr, la cöte d’Adam.
Franska oröið cöte, sem merkir einnig strönd,
er komiö af latneska orðinu costa. Þaðan er það
jafnframtkomið inn i spönsku þarsem það hefur
haldist óbreytt, sbr. Costa del Sol og Costa
Brava. Hins vegar heitir ein eftirsóttasta strönd
Suöur-Frakklands La cöte d’Azur. tslenska orðiö
siöa hefur báðar framangreindar merkingar
orðsins cöte, sbr. t.d. sjávarsiða og siöubein.
Sé flett upp i Oröabók Menningarsjóös aö orð-
inu kóteletta, stendur þar fyrir aftan, kórrétt:
„rifjasteik, hryggbiti með tilheyrandi rifja-
stubb.” Ritstjóri orðabókarinnar hefur að sinu
leyti lagt blessun sina yfir kótelettuna i islenskri
tungu, þvi fyrir framan orðið er ekki sett spurn-
ingarmerki, sem táknar: „Vont mál. Orð og
merkingar sem forðast ber i islensku.”
En nóg um orösifjafræði i bili, hér kemur upp-
’ skriftin, hvort sem við kjósum að nota orðið
kóteletta, rif eða rifjasteik.
6 svinakótclettur, u.þ.b. 170 gr hver
60 gr smjör
salt og pipar
1 bolli af rjóma
3 msk franskt sinnep
1 msk kapers
1) Hræriö saman rjóma, sinnepi og kapers.
2) Bræðið smjörið á stórri pönnu og steikið kóte-
letturnar i 7—8 min. á hvorri hlið. Saltið og pipr-
ið.
3) Heliið sósunni yfir kóteletturnar, setjið lok yf-
ir pönnuna og iátið malla við mjög vægan hita i
10 - 12 min. til viðbótar.
Þið getið auövitaö allt eins notað lambakóte-
iettur i þennan rétt. Reikniö þá meö tveimur litl-
um kótelettum á mann og hagið steikingartim-
anum eftir þykkt þeirra.
Ég mæli með að kóteletturnar séu borðaðar
með venjulegri kartöflustöppu eöa selleris-
styrktri kartöflustöppu sem er mjög ljúffeng.
Hér kemur uppskriftin að henni.
Sellerístyrkt kartöf lustappa
1 Frakklandi er þessi stappa gjarnan notuð
sem meölæti með kálfakjöti, önd eða steiktum
pylsum. Mér finnst bragðmikið og dálitið sætt
selleriið fara ofurvel viö sinnepssósu. Og sýröi
rjóminn veröur til að milda bragðiö.
500 gr sellerirót
500 gr kartöflur
150 gr sýrður rjómi
50 gr smjör
salt og pipar
1) Afhýðið selierirótina og skerið hana i fjórðu-
parta. Setjiö þá út i sjóðandi vatn, saltiö, og látið
sjóða við vægan hita i 20 min.
2) A meðan afhýðiö þið kartöflurnar, þvoið þær
og skerið jafnframt i fjórðuparta. Þegar selleri-
iðhefur soðið i 20 min., setjið þið kartöflurnar út
i pottinn og látið þær sjóða meö selieriinu i 20
min. eftir að suðan er aftur komin upp.
3) Látið nú vatnið drjúpa vel af grænmetinu og
stappið það siðan.
4) Kryddið með salti og pipar, hræriö út i sýrð-
um rjóma og smjöri. Þið veröið að nota hressileg
handtök til aö stappan samlagist vel og veröi
létt. En þá ber aö borða hana tafarlaust.
Helena fagra
Þessi eftirréttur er samsettur úr niðursoðnum
perum, vanilluis og sukkulaðisósu, semsé nokk-
uð iburðarmikill og mettandi. Hann er kenndur
við Helenu fögru, sem var samkvæmt grisku
goösögunum og Ilionskviðu Hómers fegursta
kona heims og varö þar af leiöandi mikili friðar-
spillir.
Helena var dóttir Seifs og var oröin drottning
Menelaosar konungs i Mykene þegar Paris, sem
var allra manna fegurstur sýnum, og sonur Pri-
amusar konungs i Trójuborg, nam hana á brott
meö fulltingi Afrodite, ástargyðjunnar.
Hófst nú styrjöld sú er fræg er oröin og átti eft-
ir aðstanda i tiu ár, eins og véfréttin i Deifi hafði
sagt fyrir. Henni linnti ekki fyrr en Grikkir höfðu
jafnað Trðjuborg við jöröu. Um siöir náöi Mene-
laos Helenu hinni fögru aftur á sitt vald og færði'
hana heim til Spörtu.
Helena þessi hefur oröið mörgu skáldinu
minnisstæö, bæði fyrr og siðar. T.d. elskar Faust
Goethes, ein stórbrotnasta persóna I þýskum
skáldskap, Helenu, fegurstu konu goðsagnanna,
með lokkana yndisfögru.
Og nú hefur einhver matargeröarmaðurinn
skirt þennan eftirrétt i höfuöið á Helenu fögru.
Eg hef nú engar óyggjandi heimildir fyrir orsök-
um nafngiftarinnar, en imynda mér að hún sé til
komin vegna þess aö þykk súkkulaðisósan sem
streymir niður perurnar og vanilluisinn minni á
lokkaflóð Helenu, fallandi yfir hvelfdan barm
hennar og hvita handleggi (svo!)
Hef þessar vafasömu hugleiðingar ekki lengri,
en hér kemur uppskriftin að þessum ágæta eftir-
rétti.
G niðursoðnar perur, cða 12 helmingar.
U-þ.b. 1 I vanilluis (700 gr nægja svosem)
Súkkulaðisósa:
250 gr suðusúkkulaöi
50 gr smjör
1 tsk vanillusykur (má sieppa)
G msk rjómi
1) Látiö vökvann drjúpa vel af perunum.
2) Búið nú til sósuna. Brjótið súkkulaðiö i bita og
setjið i þykkbotna pott. Bætið viö smjörinu og 3
msk af sjóðandi vatni. Bræðiö þetta við mjög
vægan hita, hræriö i á meöan með trésleif þar til
súkkulaöibráöin er samlöguö, létt og lokkandi.
Hrærið þá saman við hana vanillusykri og
rjóma.
3) Deiliö nú isnum niður i sex skálar, setjið tvo
peruhelminga i hverja skál og helliö súkkuiaöi-
sósunni yfir i snarhasti.
P.S. Reynið að skipta súkkulaðisósunni jafnt,
svo Helena fagra veröi nú ekki aö þrætuepli og
friðarspilli enn einu sinni!