Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 32

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 32
v JNú er unnið i Cardiff i Wales y að undirbúningi nokkurs kon- ar Evróvision söngkeppni fyrir klassiska tónlist, og hefur út- varpsráð tekið vel i að islenska sjónvarpið verði þátttakandi i henni. Keppni þessi er fyrir klass- iska söngvara, 25 ára og yngri, sem syngja eiga þrjár „tegundir” söngs, Óperú, óratoriu og ljóð. Hugmyndin er að i hverju landi fari fram undankeppni, og sigur- vegarinn fari siðan i keppnina i Wales. Verðlaunin þar verða i fyrsta lagi peningar, en einnig boð um að syngja með hinni frægu Welsku óperu auk margs- konar upphefðar annarrar. Lik- legt er að keppnin verði send út i beinni útsendingu til margra Ev- rópulanda, en þar er einn hængur á hvað varðar tsland: Keppnin verður i júli á næsta ári.... > >Að vanda mun sjónvarpið gera J listahátiö nokkur skil, með þvi að taka upp hluta af þvi efni sem verður á boðstólum. Nú þegar hefur allnokkuð verið fest á myndband, en það sem ef til vill sætir mestum tíðindum er að hljómleikar bresku popphljóm- sveitarinnar Human League i Laugardalshöllinni verða teknir upp og fluttir i sjónvarpi við tæki- færi. Aldrei áður hefur sjónvarpið tekið upp poppið á listahátið. Klassikin situr þó engan veginn á hakanumaðþessusinni, þvim.a. tekur sjónvarpið upp tónleika Kammersveitar ungs fólks undir stjórn Guðmundar Emilssonar, Zoltán Kocsis verður festur á band og einnig tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar og söngvarans Boris Christoff. Þá er veriö að vinna þátt um trúðinn Ruben og fl. og fl.. Hingað til lands er væntanleg- ur seinna i mánuðinum holl- enskur kvikmyndagerðarmaður sem við kunnum þvi miður ekki að nafngreina. Þessi maður er mjög virtur i heimalandi sinu og þykir einhver flinkasti heimilda- myndasmiöur Hollands. Erindi hans hingað er tviþætt. Annars vegar hefur hann i farangri sin- um sjónvarpsmynd um Sigurö Guðmundsson myndlistarmann sem búsettur er i Hollandi. Þessi mynd er gerð fyrir hollenska sjónvarpið og tekur um 45 minút- ur i flutningi. Mun fátt vera til sparað i gerð hennar. Leikstjór- inn hefur hug á að bjóða islenska sjónvarpinu myndina til kaups. Auk þess beinist áhugi hans að is- lenska hestinum en hann mun ætla að kanna möguleika á að gera heimildarmynd um þarfasta þjóninn hér á landi... ^ JMargir hafa vafalaust saknað Viðsjár-þáttanna, sem frétta- stofa útvarps annaðist eftir kvöldfréttir fyrir tveimur árum eða svo. Fréttastofan varð að hætta þessum fréttaskýringar- þáttum vegna slæmrar vinnuað- stöðu og mannfæðar, og tóku þá Vettvangsþættirnir við á vegum dagskrárdeildar hljóðvarpsins. Nú hefur fréttastofan skrifað út- varpsráöi bréf þar sem hún býðst til að hefja aftur gerð frétta- tengdra þátta fjórum sinnum i viku með haustinu. Dagskrár- stjóri hljóðvarps mun hafa tekið vel i þessa hugmynd, og þarf nú aðeins samþykki útvarpsráðs... f~jÞótt Jóhann Briem hafi selt -^jfyrirtækið Frjálst framtak er hann ekki alveg af baki dottinn. Hann hefur nú ákveðið að setja á stofn auglýsingastofu og vinna þar að ýmisskonar auglýsinga- og kynningarstarfsemi. Jafnframt hefur Jóhann i hyggju — i félagi við ótilgreindan hóp manna — að hefja útgáfu einskonar borgar- blaðs i Reykjavik, þar sem kynnt verður ýmislegt það, sem á döf- innier i höfuðborginni. Blað þetta veröur ætlað útlendingum jafnt sem Islendingum og verður sniðið að einhverju leyti eftir svipuðum blöðum, sem gefin eru út i mörg- um höfuðborgum i útlöndum. Markaður fyrir blað af þessu tagi er sagöur öruggur — en áætlað er, að það komi út fjórum sinnum á ári — að vori, sumri, hausti og vetri... 'jBaldur Hermannsson, dag- J^skrárgerðarmaöur hjá frétta- og fræðsludeild sjónvarpa, hefur sagt upp störfum einsog við sögð- um frá hér i blaðinu fyrir skömmu. Ekki er búið að ráða i hans stað en gamall forveri Bald- urs hjá deildinni, Örn Harðarson, mun hafa verið fenginn til að leysa hann af i tvo mánuði að minnsta kosti... ýjSjaldan hefur leiksýning vakið y jafn mikla athygli og umtal mörgum mánuðum áður en hún kemur upp en væntanleg sýning Þjóðleikhússins á Garðveislu eft- ir Guðmund Steinsson þar sem nokkrir leikarar hafa lýst sig andviga þátttöku í henni. Mikið er spjallað um verkið og sýninguna i leikhúsheiminum, og er sögð hvila veruleg leynd yfir æfingum. Leyndin sé slik að annað starfs- fólk leikhússins en það sem tekur þátt i sýningunni fái þar hvergi nærri að koma. Það sé reyndar ofur eðlilegt. Sagt er að það skil- yrði hafi verið sett, a.m.k. fyrir nærveru á tilteknum æfingum^ð viðkomandi sé nakinn, og eigi það jafnt við um tæknistarfsmenn sem leikara. Gárungar i leikhús- heiminum velta þvi nú fyrir sér hvort sömu kröfur verði gerðar til áhorfenda þegar til sýninga kem- ur i haust... /-^Fremur hljótt hefur verið um ■S- tilvist útgáfu- og menningar- félagsins Svart á Hvitu undan- farin misseri. Samnefnt timarit hefur ekki komið út og eina lifs- markið i langan tima var bók um hagfræði eftir Birgi Björn Sigur- jónsson sem kom út i vetur. Nú er að verða breyting á. Ráðnir _/~ieigai--7--- Föstudagur'll. júní 1982 POSturínn Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Þjóðleikhúsið Föstudagur 11. júní kl. 20:00 Bolivar Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela Leikstjóri Carlos Giménez Fyrri sýning Laugardalshöll Föstudagur 1 1. júní kí. 21:00 Hljómleikar Breska popp-hljómsveitin The Human League Fyrri hljómleikar Klúbbur Listahátíðar í Félagsstofnun stúdenta- við Hringbraut Opið virka daga kl. 20.30 til 01.00, föstudaga og laugardaga kl. 20.30 — 03.00. Föstudagur: Hálft i hvoru Laugardagur: Karl Sighvatsson og félagar Sunnudagur: Rajatabla-leikhóp- urinn með suður-ameriskan söng og dans. Miðasala i Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14-19.30. Simi Listahátiðar: 2 90 55. hafa verið tveir starfsmenn, þeir Guðmundur Þorsteinsson og Björn Jónasson og er stefnt að blómlegri útgáfustarfsemi frá og með næsta hausti. Fimm eða sex titlar eru væntanlegir, tvær þýdd- ar bækur um sálfræöi og um- hverfisvernd i teiknisöguformi, matreiðslubók eftir kunna is- lenska matkráku, slangurorða- bók sem verið er að safna i og 1-2 barnabækur. Þá hafa þeir félagar sem að fyrirtækinu standa hug á þvi að taka i notkun maskinuna Harry sem fjölfaldar segulbands- spólur. Loks standa flutningar fyrir dyrum. Hefur félagið tekið á leigu húsnæði i Borgartúni 29... ^Jlslenskir poppáhugamenn y kannast flestir við nafnið Lár- us Grimsson Hann var lengi fláutu- og hljómborðsleikari i hljómsveitum á borð við Eik, Þursaflokkinn og Þokkabót. Það var einmitt i hljómleikaferð Þursanna um Evrópu sem kafla- skipti urðu h já Lárusi. Hann varð eftir i Amsterdam i Hollandi og hóf að stunda nám i tónsmiðum við háskólann i Utrecht. Þessi gamalreyndi poppari kvað gera það einkar gott i „alvarlegu” tón- listinni i Hollandi. Eftir þvi sem við heyrum hefur tónverk eftir hann verið valið til flutnings á al- þjóðlegri tónlistarhátið i Amst- erdam i haust. Verk eru send til þessarar hátiðar úr öllum heims- hornum og valið úr fjöldanum. Þá mun Lárus einnig taka þátt i nor- rænni tónlistarhátið ungra tón- listarmanna.... \ Ekki verður samskiptum y Arnarflugs og Flugleiða beinlinis lýst sem ástum sam- lyndra hjóna þótt fyrirtækin séu náskyld. Fyrir nokkru voru fulltrúar Flugleiða kallaðir á fund með fulltrúuni samgönguráðu- neytisins og flugráðs. Þar voru og fyrir fulltrúar frá Arnarflugi og uröu Flugleiðamenn við það nokkuð langleitir. Enn langleitari urðu þeir þegar fundarefnið varð ljóst: Arnarflugsmenn höfðu kvartað yfir undirboði Flugleiða á flugleiðinni Keflavik-Frankfurt sem fyrirtækið hefur auglýst stift undanfarið. í auglýsingunum er þvi haldið fram, að fargjald þangað fáist á „bæjarins bestu kjörum” — en þó er verðið hvergi skráð. Arnarflugsmenn óskuðu eftir að félögin kæmu sér saman um lágmarksverð i Þýskalands- fluginu, eftir þvi sem við höfum frétt. Þá urðu Flugleiðamenn langleitir i þriðja sinn og spurðu sem svo: Hvar er nú öll sam- keppnin sem Arnarflug berst fyrir? BÚNAÐARBANKINN SELJAÍITIBÚ Stekkjarseli 1 (á homi Stekkjarsels, Stokkasels og Skógarsels)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.