Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 8
8 ...vandier um slíkt að spá Leiöari í New York Times árið 1920segir svo: „Viö vonum aö prófessorinn viö Clark háskólann (Robert God- dard) láti aöeins sem hann kann- ist ekki viö grundvallareölisfræöi, ef hann heldur, aö eldflaug geti virkaöá lofttæmi.” Stjörnufræöingurinn William Pickering sagöi áriö 1910: „Hugarflug almennings gælir oft viö hugmyndina um risastórar fljógandi vélar sem þjóta yfir Atlantshafiö meö fjölda farþega innanborös, líkt og nútima gufu- skipin okkar. Þaö má teljast ör- uggt aö segja, aö slikar hug- myndir eru tómir draumórar.” Timaritiö Science Digestsagöi i ágúst 1948: „Lending á tunglinu og feröa- lag um yfirborö þess er svo miklum vandkvæöum háö fyrir mennina, aö þaö gæti tekiö visindamenn um 220 ár aö vinna bug á þeim.” Föstudagur 25. júní 1982 JpMZti irinn ég einn texta á plötunni hennar Steinku Bjarna. Mest hef ég þó ort fyrír Geirmund Valtýsson, mér skilst að ég eigi nokkra texta á plötu sem hann ætlar að geía út i sumar. Við Geirmundur þekkj- umst siðan ég bjó á Sauðárkróki, hann var með okkur i danslaga- keppninni þar." — Danslagakeppni á Sauðár- króki? „Já, kveníelagið hélt uppi ár- legri danslagakeppni i ein fimmtán ár. Þaö byrjaði þannig að kvenfélagið hafði fastan fjár- öflunardag á nýársdag en þá gekk oft erfiðlega að fá aðsókn þvi fólk var eftir sig eftir gamlárskvöid. Þá datt mér i hug að efna til dans- lagakeppni. Kg vissi af mörgum sem voru að semja lög, fór til þeirra og fékk þá til að syngja lögin fyrir mig. Oft orti ég texta við lögin, en siðan fengum við hljómsveit til að flytja þau á skemmtuninni og samkomugestir greiddu atkvæöi um þau. Við reyndum alltaf að hafa 12 lög en þegar það gekk illa kom fyrir að ég semdi lag og lag til að íylla upp Guðrún Gisladóttir, saumakona og hagyröingur. (Mynd: Jim) i töluna. Ég yrki á „Takið eftir. Ég undirrituð slæ tvær flugur i einu höggi. fcg yrki á meöan ég sauma. Þess vegna tek ég að mér fatabreytingar og einn- ig viðgerðir. Svo yrki ég fyrir l'ólk, ef það óskar þess. (i öllum dúrum.) Guðrún Gisladóttir, Suðurhólum 14, simi 71440.” Þessi smáauglýsing sem birtist lyrir nokkru i D&V vakli forvitni okkar svo við heimsóttum auglýs- andann og spuröum hana hvort hún hefði fengiö eitthvaö aö gera Ut á auglýsinguna. „Lkki er þaö nú mikiö. Hins vegar hafa klæöskerar hringt i migog hótaö aö kæra mig af þvi að ég hali ekki meislarabréf. Ég haföi nú ekki hugmynd um aö þess þyríti, ég veit um margar konur sem gera þetta án þess aö hafa slikt bréi'. Þetta er nauösyn- leg þjónusta þvi lólk vinnur svo mikið að þaö hefur engan tima til að gera við fötin sin. Eitthvaö hafa klæðskerarnir aðhalst þvi ég fékk senda söluskattsskýrslu einn daginn. Ég veit ekki hvaö þeir halda, kannski að ég reki eitt- hvert stórverkstæði hér. Þeir ættu að vita að ég bý hér i einu herbergi og saumavélin min er 42 ára gömul. Ég geri þetta mér til dundurs i sumar, en á veturna vinn ég i Skiöaskálanum i Hvera- dölum.” Galleri Langbrók i sumarbúningi: Smámyndir Langbróka meðan eg sauma auglýsir Guðrún Gísladóttir sem hélt uppi danslaga keppni á Sauðárkróki í fimmtíu ár — En hvað um ljóðin? „Ég hef ekki fengið margar óskir núna, en ég auglýsti fyrir nokkrum árum og þá var ég beðin um ýmisskonar kveðskap; erfi- ljóð, ástarljóð og tækifærisljóð af ýmsu tagi, svo sem afmælis- og fermingarljóð.” — Hefurðu ort mikið um dagana? „Já, ég hef td. gert töluvert af dægurlagatextum; ég var að ljúka við texta við verölaunalagið Ur Söngvakeppni Evrópu. Svo á Þetta gekk i fimmtán ár en þá flutti ég úr bænum og kvenfélagið gafst upp á þessu árið eftir. 1 Skagafirðinum býr mikið af fjöl- hæfu fólki og það var ótrúlega mikið um að þaö væri að semja lög. Þaðersyndgagnvartþessum höfundum að lögunum sem þarna komu fram var ekkert haldið á lofti. Einu sinni kom Svavar Gests þó og íékk spólu með 15 lögum sem hann lék i útvarpinu. Flest lögin eru þó til og hægt að finna þau. En sem fjáröflun iyrir kven- l félagið hreif þetta. Fólk sleppti jafnvel gamlárskvöldinu tii aö geta sótt danslagakeppnina.” — Fékkstu eitthvað við að syngja sjálf? „Já, ég var dálitið i gaman- visnasöng fyrir noröan og flakk- aði um Norðurlandið ef ég var beðin um það. Ég tróð upp á sjómannadaginn, sæluvikunni og öðrum skemmtunum. Svo var ég beðin að taka þátt i kabarett árið 1952 i Austurbæjarbió. Það var Félag islenskra dægurlaga- höfunda sem hélt þennan kabar- ett, Pétur Pétursson var stjórn- andi og Freymóður var þarna lika. Við skemmtum á nóttunni eftir bió i heila viku." — ÞH Galleri Langbrók er iöngu orðið einn af föstu punktunum i endur- nýjuðu mannlifi miðbæjarins. Jafnframt nátengt bæði cndur- reisn Bernhöftstorfunnar og Listahátiðum, en galleriið var fyrst opnað á Listahátið 1980. „Langbrækurnar” sem aö gall- eriinu standa, listakonurnar sem upphafiega bundust samtökum um það sumarið 1978 að opna Galleri Langbrók að Vatnsstig 12, hafa líka unnið sér fastan sess i listalifi borgarinnar. — Við vorum fyrstar til að gera leigusamning I Bernhöftstorf- unni, vorum þær fyrstu sem þorð- um það, segir Ragna Róberts- dóttir vefari og tauþrykkjari um leiö og hUn og GuðrUn Gunnars- dóttir vefari og textilhönnuður sýna stoltar hUsakynni gallerisins sem hafa verið lokuö undanfar- inn mánuð vegna gagngerra end- urbóta. — Þetta var mjög illa fariö, það þurfti að skipta um gólf og flestar undirstöður, en nU höfum við gert hUsnæðið upp i annað sinn, nU eins og fyrr án allra styrkja frá riki eða borg. Við stöndum straum af öllum kostnaði sjálfar, enda höfum við steypt okkur i stórar skuldir, segir GuðrUn, en vill engar tölur nefna. Sama dag og Listahátið ’82 hófst opnuöu þær Langbrækur sýningu á smámyndum eftir fé- lagsmenn, textil, keramik, grafik og skUlptUr. Ein Langbrók sendi verk frá Finnlandi, önnur frá Búðardal og sú þriðja frá Hvann- eyri. Ekkert verk er stærra en 15 sinnum 15 sentimetrar, og verðið er frá 1500 - 3000 krónur. — Það hefur aldrei verið nein roksala hjá okkur, þaö er helst að fólk kaupi grafik, hún virðist vera i tisku, og sala á keramik fer heldur vaxandi. En fólk virðist ekki enn lita á vefnað eða tau- þrykk sem „almennilega” list, segja þær stöllur. En Galleri Langbrók er þeim mikils virði, þaö að þær hafa þennan stað til aö hafa verk sin til sýnis og sölu hefur verið þeim hvatning i starfi. Gróði hefur aldrei verið af starfseminni, þótt ekki hafi heldur verið beint fjár- hagslegt tap, amk. ekki til þessa. Nema sjálfboðavinna þeirra við uppsetningu sýninganna, eftirlit með þeim og vinna við rekstur húsnæðisins sé reiknað til taps. — Þetta er hugsjónastarf, og viö hugsum aldrei um peninga. En vitanlega verðum við að vinna við annað til að framfleyta okkur og fjölskyldum okkar, flestar stundum við kennslu sem aðal- starf. Þetta er starf númer tvö eöa jafnvel þrjú — við þurfum lika aö hugsa um heimilin, segja þær Ragna og Guðrún. Dómsmál á stríðs tímum Meðan stríðið geisaði á Falk- iandseyjum fór allt mannlif eyj- arskeggja úr skorðum. Að þvi undanteknu að hæstiréttur eyj- anna starfaði með eðlilegum hætti — i London. Þegar striðs- átök voru i hámarki kom 56 ára Falklendingur fyrir rétt I London vegna dótns sent hann hafði hlotið i undirrétti eyjanna fyrir að stytta konu sinni aldur. Glæpir eru ekki sériega tiðir meðal eyjarskeggja sem eru tæp- lega tvö þúsund talsins. Árið 1980 voru þó íramin tvö morð á eyjun- um, þau fyrstu siðan 1905. Auk of- annefnds eiginkonumorðs varð fjárhirðir einn manni að bana i ölæði. Ástæðan fyrir þvi að áírýjunar- réttur eyjanna hefur aösetur i Londonenekki á Falklandseyjum er sú að i þau íáu skipti sem hann þarf að koma saman þykir ódýr- ara að senda einn mann lrá Falk- landseyjum til London en að senda þrjá dómara og réttar- þjóna til eyjanna. Nokkur vandræöi sköpuðust um það hvar maðurinn ætti af af- plána dóminn. Fangelsi eyjanna er aðeins eitt meö tvo kleia og er það aðallega notað sem geymsla fyrirdrukkna menn, Hverfisteinn eyjanna. Taliö var sýnl að sá dæmdi yrði einmana I fangelsinu og var þvi ákveöiö aö hann skyldi afplána dót íinn i Englandi. Fram til 1965 voru Falklendingar sem komist höfðu i kast viö lögin látnir afplána dóma sina á Möitu en það tók enda þegar eyjan hlaut sjáll- stæði. Siðan heiur ekki þurít aö veita falklenskum glæpamönnum húsaskjól. Hvaða Antóníus? Hver þekkir ekki örvæntinguna sem fylgir þvi að fá i hendur mat- seðil sem skrifaöur er upp á frönsku? Þá dugir ekki nein menntaskólafranska, þvi nafn- giftirnar geta verið alveg út I hött. Þær stjórnast iðulega af sér- visku matreiðslumanna eða hreinum tilviljunum. Tökum sem dæmi réttinn „Créme Agnés Sorel”. Ef þú ert vel að þér i franskri sögu veistu etv. að Agnes þessi var hjákona Karls 7. Frakkakonungs. En þaö þarf meiriháttar innsæi til að skilja að á bakvið þetta nafn leyn- ist kjúklingasúpa með sveppum og nautatungu. Og hvað er „Zizi”? Það er for- drykkur (hungurvaki, lystauki, sultardropi) geröur Ur kampa- vini, bláberja- og hindberjallkjör- um. Nafnið er frá borgarstjóra i Lyon en sérfræðingur blaðsins i franskri tungu segir að „zizi” sé notað þegar nefna þarf visst lif- færi karlmanna við börn. En nú eru þessi vandræði Ur sögunni, amk. fyrir þá sem læsir eru á ensku. 1 London er Utkomin orðabók franska „matseðlamáls- ins” sem ber heitið „The Taste of France”. Höfundur er Fay Sharman og skýrði hún frá þvi við Utkomu bókarinnar að hugmynd- in hefði að sjálfsögðu kviknað undir borðum. Enska blaðið Sunday Times gerði rannsóknarblaðamann vopnaðan orðabókinni Ut af örk- inni til að reyna notagildi hennar á frönskum matsölustöðum i London. Hann kom til baka hinn ánægðasti, bókin hafði orðið hon- um að miklu gagni. Aðeins einu sinni hafði hún brugðist. Það var þegar matseðillinn hljóðaði upp á „Medaillons de porc St. Antoine”. Þá sagði bókin réttilega að um væri að ræða kringlóttar svina- kjötssneiðar. En hvað með Heil- agan Antónius, hvað var hann að gera á matseðlinum? JU, skýr- ingin fannst i alfræðibók: Antón- ius þessi er dýrlingur svinahirða. Orðabók þessi er 300 siður og að sögn of stór til að geta nefnst vasabók. Hins vegar er hún ekki stærri en svo að þaö má fletta upp i henni undir borðum án þess að mikið beri á þvl. ÞG. Uagna Itóbertsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir Langbrækur: Þetta er hugsjónastarf.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.