Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 25
25 irirtn Föstudagur 25. júní 1982 Eftirfarandi dæmisaga um það hvernig samn- ingar ganga fyrir sig i Karphúsinu er tekin úr fundargerðarbókum Blaðamannafélags íslands, og eru frá samningunum 1980. Siðan þá hefur lit- il sem engin breyting orðiö á vinnuaðferðum við samninga, þannig að þessir punktar ættu þvi að gefa allnokkra hugmynd um samningagerð þeirra aðila vinnumarkaðarins, sem ekki eru i störu samflotunum svokölluðu. Aður en samningum er visað til sáttasemjara hafa ilangflestum tilfellum farið fram einhverj- ar þreifingar milli aðila. Blaöamenn og útgef- endur hafa jafnan hist þrisvar til fjörum sinn- um, og lagt fram hugmyndir um samning. Rétt- ara sagt: blaöamenn (launþegarnir) hafa lagt fram kröfur sinar, og útgefendur (atvinnurek- endurnir) sagt álit sitt á þeim. A undanförnum árum hefur sá siður veriö hafður á hjá blaðamönnum að lagðar eru fram svokallaðar sérkröfur i mörgum liðum, en bein- ar launahækkunarkröfur verið látnar biða. Sér- kröfurnar eru af margvislegum toga, sumar teknar úr samningum annarra aöila vinnumark- aöarins, sumar úr kröfum annarra launþega, en llestar eru jaínan „sér” kröíur blaöamanna — um atriði sem snerta þá og enga aðra. I þessum samningum sem hérum ræðir fór t.d. talsverður timi i að ræða um endurmenntunarmál (nám- skeið i Noregi og Danmörku) og höfundarrétt- armál. Allnokkur vinna er að jafnaöi lögð i kröfugerö- ina, og nokkur vinna fer i fundi með andstæð- ingnum (útgefendum) áður en málið fer til sáttasemjara. Þangað fer það ekki fyrr en ljöst er að ekkert samkomulag getur orðið án milli- göngu hans. Auðvitað vita báðir aöilar fyrirfram að án hans verður aldrei neitt samkomulag, og þvi eru þessir fyrirframfundir aðallega haldnir fyrir kurteisissakir. Þegar hinsvegar málið er komið til sáttasemjara stjórna ekki lengur blaðamenn og útgefendur ferðinni, heidur sátti, eins og hann er kallaöur. Hann ræður hvenær fundir eru haldnir og hve lengi þeir standa. Hann getur haldið mönnum á fundi eins lengi og hon- um sýnist og knúið þannig á um aö eitthvaö ger- ist. Þaö sem hér fer á eftir er aðeins útdráttur úr fundargerðum B.l. Fimmtudagur 13. nóvember kl. 14.00 Allir meðlimir sáttanefnda beggja aðila hitta sáttasemjara og^hann setur sig inni málin og reynir að takmarka umræöurnar við ákveðin málel'ni. Skipuð er sex manna undirnefnd, með þremur mönnum frá hvorum, til aö fjalla um greiðslu fyrir afnot af fjölmiiMum, sima og tækj- um. Sáttanefndirnar sem i eru ca. átta manns, hvorri fyrir sig, hverfa aftur til herbergja sinna. Um klukkan fimm hittast undirnefndirnar, og hálftima siðar lýkur þeim fundi, eftir nokkrar umræður um skilgreiningar. Rætt um málið i hvorri sáttanefnd fyrir sig, en litið gerist. Klukk- an sjö er matarhlé, en rétt áður leggja útgefend- ur fram tillögu um greiðslu fyrir afnot af ljós- myndatækjum. Eftir kvöldmatinn, um klukkan hálf niu,er aft- ur mætt i Karphúsiö. Tilboöi útgefenda um ljós- myndavélarnar svara blaðamenn meö öðru til- boði. Rúmlega tveimur timum siðar boðar sáttasemjari undirnefndina á fund og þeim fundi lýkur eftir tiu minútur, þvi talsvert ber á milli um þetta atriði. Klukkan rúmlega eitt eftir mið- nætti segir sáttasemjari mönnum að fara heim. Föstudagur 14. nóvember kl. 14.00 læssi fundur hefst á þvi aö blaöamenn ræöa við handrita- og prófarkalesara um sérmál þeirra, og uppúr þeim fundi er búin til tillaga sem tengist ljósmyndavélamálinu. Klukkan hálf fimm er hún lögö fyrir tvo sáttanefndarmenn. Undir hálf sex er boðað til undirnefndarfundar en hann endar með þvi að sáttanefnd leggur til að viðræöuhóparnir ræöi málin i sinum hópi. Eftir matarhlé,eðá klukkan 21, hittir sátta- semjari og sáttanefnd samninganefndir beggja aðila, sitt i hvoru lagi, og um hálf eliefu hittast formenn nefndanna og ræöa málin, og uppúr þvi veröur til tillaga frá útgefendum um þetta tækjamál. Þeirri tillögu er alfarið hafnað. Um þrjúleytið um nóttina erum viö send heim að sofa. Laugardagur 15. nóvember klukkan 14.00 Fundurinn hefst með þvi að menn kjafta saman i herbergjum sinum.Það or ekki fyrr en klukk- an að verða fjögur að sáttanefnd kemur með tillögu i tækjamálinu, og eftir smávægilegar orðalagsbreytingar er hún samþykkt af báöum aðilum. Þá er lika kominn kvöldmatur. Eftir kvöldmat, eða klukkan hálf tiu,er tekið til viö höfundarréttarmál. Samninganefndirnar sitja i herbergjum sinum, en einn frá hvorum, eða tveir, hittast með svona klukkustundar miliibili til að skiptast á tillögum. En aðilar eru engan veginn sammála. Undir morgun kemur sáttasemjari i herbergi blaðamannanna og vill fá fram umræður um kröfugerðina i heild sinni. En þá eru allskonar sálfræöileg atriði farin aö skjóta upp kollinum, hvort sem það er löngum vökum að kenna eöa ekki. Blaðamenn ákveða að fara sér hægt, að þeim liggi ekkert á, og reyna að taka andstæðinginn á taugum. Aður en nokkur veit af er komið hádegi-á ný. Klukkan eitt eftir hádegi kemur talsverður þrýstingur á blaðamenn frá sáttasemjara að ræða um allar sérkröfurnar við útgefendur, en blaðamenn eru tregir til þess, — þeir vilja fyrst fá endurmenntunarmálin frá. Að lokum er þó sæst á þetta, en vitaskuld hafna útgefendur alfarið öllum kröfum. Eftir þann fund fara blaðamenn i herbergi sitt og skipuleggja undanhaldið. Klukkan nitján er gef- iö matarhlé, og sáttasemjari biöur menn að vera við sima ef ske kynni að hann vildi fá menn á fund aftur. Þaö kall kom aldrei, enda komið sunnudagskvöld, og fundurinn hófst á hádegi á laugardegi. Mánudagur 17. nóvember. kl.21.00 Nú eru hafnar umræður um kröfugeröina i heild sinni. Enn er það svo aö langtimum saman sitja samninganefndir i herbergjum sinum, en einstaka sinnum hittast tveir og tveir, eða bara formennirnir og skiptast á tillögum. Klukkan þrjú um nóttina hittast formenn nefndanna og þá loksins er rætt saman af fullri alvöru og lagðar þær linur sem seinna var svo samiö um. Klukku- tima siöar er farið I háttinn. Þriöjudagur 18. nóvember kl.14.00 Um þrjúleytiö hittasl undirnetndir vegna end- urmenntunarmálsins og gengið endanlega frá þvi. Klukkutima siðar hittast aðrar undirnefndir og þá er tekiö lil viö aö ræöa prósentur. A þess- um tima (nov. ’81) er „samningatalan” 11%, og svo virðist sem útgefendur séu til i að halda sig við hana ef við, blaðamenn, föllum frá öðrum kröfum. Það viljum við náttúrlega ekki. Smám saman fækkar þó sérkröfunum, og á hinu opin- bera máli sáttasemjara „miðar samningunum nú i áttina”. Undirnefndir skiptast annað slagið á tillögum, en talsvert bil er þó á millkþeirra, bæði efnislega og I tima. Nóttin liður og undir morgun er aö lokum svo komið að hvorugur aðil- inn vill gefa meira eftir. Slitnað hefur uppúr samningaviöræðum, eins og það heitir. Þa skersl sammnganelndm i- leikinn. Undir hadegi leggur hun iram tillögu til sátta i deil- unni. Eflir nokkra umliugsun og einhverjar við- ræöur iorinannanna er hun svo samþykkt af baöum aöiluin. „Stuttri” (110 klst.) en snarpri samningalotu er lokiö, og niöurstöðurnar komu hvorugum aö- ilanum á óvart. FLEYGIÐ KRÓNU í KRYPPLING Ég er enn að hugsa um Timbuktu. Það er sá staður sem svo oft er nefndur, þegar menn tala um fjarlæg pláss, lönd úti i fjarsk- anum, lönd sem þeir reikna ekki með að fara til. Eins og allir vita, er Timbuktu höfuðborgin i Mali. Mali er vestarlega á meg- inlandi Afriku, rétt norðan við Efri-Volta, austan viö Máritaniu. Þar rennur fljótið Niger. Meira veit ég ekki. Það er likast til ósiður að hugsa mikið um fjarlæga staði. Maður á vitanlega að hugsa um nálæg pláss, staði sem hugsan- lega gætu komið manni við. En það er erfitt að venja sig af ósið- um. Ég fletti oft upp i stóru kortabókinni og leita uppi orð og heiti sem ég veit ekkert um. Og svo skrepp ég þangað i huganum. Það er alveg nægjanlegt. Að ferðast i huganum. Eiginlega finnst mér óþarfi, og meira en það; mér finnst það óvani að steðja stöðugt til útlanda i leyfi. Fólk á að vera heima hjá sér. Reynslan sýnir, að ferðalangar lenda bara i vandræðum, þegar þeir troða fjarlægar og ókunnar strendur. Mér er sérstaklega uppsigað við skemmtiferðir. Það stafar sjaldan neitt gott af þannig flangsi. Ég þekkti einu sinni mann hér I Reykjavik. Hann fór aldrei sjálfviljugur inn fyrir Elliðaár. Stöku sinnum neyddist hann, starfs sin vegna, til að fara yfir þessar ár sem laxinn ferðast um og talaði þá jafnan um að hann hefði verið úti á landi. Allt fyrir innan ár var i hans augum „úti á landi”. Ég skil þennan mann vel. Mér er sjálfum illa viö að fara út úr götunni, þar sem ég bý. Helst vil ég ekki fara út af lóöinni. Ferðaskrifstofurnar eru i óða önn að hvetja fólk til að fara til útlanda. Það er sagt að sumarið sé „timi ferðalaga” osfrv. Það er náttúrlega dauðans della. Timi ferðalaganna er enn ekki runninn upp. Ferðalög, og þá á ég við skemmtiferðir, eru tilbún- ingur flugfélaga og ferðaskrifstofa. Það hefur enginn ánægju af feröalögum. Hugsið um það. Þessa dagana verður mér reyndar stundum hugsað til Spánar. Þeir eru að sparka bolta þar. Knattspyrna er sú iþrótt sem mér finnst taka sig betur út i sjónvarpi en að horfa á hana á knatt- spyrnuvelli. Það gera endurtekningarnar. En það verð ég að játa, að það sveimar stundum að mér sá þanki, að gaman væri nú að sjá einhvern leik þarna á Spáni. Ég ætla hinsvegar ekki að láta það eftir mér. Maður verður aö vera strangur við sjálfan sig. Það hefur oft farið illa fyrir þeim, sem fá of mikinn áhuga á fótbolta. Ég man eftir einum, sem fór flatt á fótbolta. Reyndar veit ég ekki hvers vegna eða hvernig hann „fórflatt” eins og sagt er. Ég veit það eitt, að hann stóð, hjólbeinóttur og lotlegur, fyrir utan stofnun sem ég gekk daglega um hér áður meðan ég var i útland- inu (það var sko engin skemmtiferð'). Þegar ég kom út, rétti hann fram kreppta lúku og sagði: Fleygið krónu i kryppling. Þannig fór fram i marga daga. I hvert sinn sem ég kom út að kvöldi til, kom þessi hönd og mjó rödd sem hljómaði, eins og allt • væri að bresta hjá manninum og hann sagði: Fleygið krónu i kryppling. Vitanlega laumaði ég að honum krónu. Og það gerðu margir fleiri og sennilega allir sem um dyrnar gengu. Stundum fékk hann fleiri en eina krónu. Allir kenndu i brjósti um þennan fyrrverandi knattspyrnu- mann, sem var svo hjólbeinóttur og boginn. Loks kom að þvi, að maðurinn hafði fengiö nóg. Þá fór hann og keypti sér kryppling.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.