Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 29
irinn Föstudagur 25. júnM^982^ ★ ★ Lola (Lola). Vestur-þýsk kvik- mynd, árgerð 1981. Handrit: Pet- er Mártesheimer, Pea Frölich og RWF. Leikendur: Barbara Su- kowa, Armin Mueller-Stahn, Mario Adorf, Hark Bohm, Karin Baal. Leikstjóri: R.W. Fassbind- cr. Lola er næst siðasta kvikmyndin .sem Fassbinder auðnaðist að ljúka, áður en hann féll frá, langt um aldur fram. Eins og Hjóna- band Mariu Braun, fjallar Lola um uppgang þýska efnahagsund- ursins. Söguhetjan er heiðarlegur byggingarfulltrúi i smábæ einum, sem fellur i gildru hins ört vax- andi kapitalisma, og gengur i berhögg við fyrri lifsskoðun sina. Eins og svo oft áður hjá Fass- binder, er það „ástin” sem leiðir persónuna i glötun, i þessu tilviki ást byggingarfulltrúans á léttúð- ardrósinni Lolu. 1 Lolu er fátt um nýja hluti og flest hefur Fassbinder gert betur i sinum fyrri myndum. Þrátt fyrir það er þetta athyglisverð mynd, sem allir ættu að sjá til að kynn- ast enn betur hugmyndaheimi þessa mikla kvikmyndagerðar- manns. Til gamans má geta þess, að Fassbinder sjálfur aðstoðar við klippingu myndarinnar, og notar hann dulnefnið Franz Walsch, eins og hann hefur svo oft gert áður. —-GB ★ ★ Ahættulaunin (Wages of Fear). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1978. Leikendur: Roy Scheider, Bruno Cremer. Leikstjóri: Willi- am Friedkin. Spennandi og nokkuð góð mynd um glæfralegan flutning á sprengiefni um ógreiðfæra leiö. En sprengiefnið á aö nota til að slökkva oliuborholueld. Remake af annarri gamalli og góðri. Fiðr- ingur í magann. ^ ^ Jón Oddur og Jón Bjarni. tslensk kvikmynd, gerð eftir sögum Guð- rúnar Helgadóttur. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Tvær sýningar á laugardag og sunnudag. í svælu og reyk (Up in Smoke). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Chcech og Chong. Hér eru ævintýri tveggja hass- reykjandi hippa i Ameriku gerð að aðhlátursefni. Kumpánarnir eru að sönnu mjög fyndnir. Einfarinn. Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Charlton Ileston, Joan Hackett, Donald Pleasence. Leikstjóri: Tom Gries. Góður vestri um mann, sem reyn- ir að halda sér utan við róstur sins tima. Frábærlega mynduð og skemmtileg kvikmynd. Bæjarbíó: Mcð hnúum og hnefum. (Any Which Way You Can). Bandrisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikend- ur: Clint Eastwood og apinn Bó- bó, ásamt Söndru Locke. Leik- stjóri: Buddy Van Horn. Fram- haldsmynd og ekki mjög frá- brugðin þeirra fyrri. A að vera grinmynd, en grinið slappt. Slagsmál. Ekki gott. Hafnarbió: Ilefnd sjóræningjans (The Black Pirate). ttölsk kvikmynd. Leik- endur: Kabir Bedi, Mel Ferrer, Carole André. Hressileg og spennandi sjóræn- ingjamynd, en litið hefur sést af sliku að undanförnu. BÍ^ ■MUt Sími 78900 Patrick. Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Robert Helpman, Susan Penhaligon, Rod Mullinar. Leikstjóri: Richard Franklin. Mynd, sem ætti að falla tslend- ingum i geð. Dulræn mynd. Ungur maður liggur i dái, en hann býr yfir dulrænum hæfileikum og getur náö valdi á fólki þrátt fyrir dáið. Myndin hefur unnið til verð- launa á kvikmyndahátið i Asiu. Ameriskur varúlfur i London (American Warewolf in London). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: David Nauthon, Jenny Agutter, Griffin Dunne, Joe Belcher. Leikstjóri: John Landis. Skemmtileg grinmynd um mann, sem breytist i varúlf, svona á óvart. Öskarsverðlaun fyrir förð- un á sinum tima. Jarðarbúinn (The Earthling). Bandarisk kvikmynd, árgcrð 1980. Leikendur: Ricky Schroe- der, Wiliiam Holden, Jack Thompson. Saga af ungum dreng og fullorðn- um manni saman úti i auðninni. Ricky litli er einhver skærasta barnastjarna nútimakvikmynda. ★ ★ ★ Fram i sviösljósið (Being There) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. Allti lagi vinur (Halielujah Amigo) Bandarisk-itölsk kvik- mynd. Leikendur: Bud Spencer, Jack Palance. Leikstjóri: Maur- izio Lucidi. Gamanvestri i Trinitý stil. Austurbæjarbíó: Sendiboði Satans (Fear no Evil). Bandarisk kvikmynd, árgerö 1980. Lcikendur: Stefan Arngrim, Elisabeth Hoffman. Leikstjóri: Frank LaLoggia. Exorcist var fyrst. Siðan kom halarófan. Þessi mynd er i hala- rófunni. Hér er það strákur, ungur,sem fær skrattann i sig og gerir margan óskundann. Allt fer þó væntanlega vel að lokum. Gæsahúðargjafi. 28* 2-21-40 Arásarsveitin (Attack Force Z). Aströlsk kvikmynd, árgerð 1980. Handrit: ltoger Marshal. Leik- endur: John Philip Law, Mel Gib- son. Lcikstjóri: Jim Burstall. Heimsstyrjöldin siðari i fullum gangi á Kyrrahafinu. Og Japanir vaða um allt. Þá kemur til skjal- anna hin duiarfulla árásarsveit, sem skipuð er sjálfboðaliðum úr öllum herjum bandamanna. Hér eru þeir i sendiför til að reyna að hafa upp á hernaðarleyndarmáli og/eða manni, sem býr yfir sliku. ★ ★ Rániðá týndu örkinni (Raiders of the fost Ark): Bandarisk, árgerð 1981. Handrit: Lawrence Dasdan. Leikendur: Harrison Ford, Karen Allen, Wold Kahler, Paul Freeman, Denholm Elliot. Leik- stjóri: Steven Spielberg. Hér er allt, sem prýða má gott bió, afburöa tæknivinna i öllum deildum, einkum kvikmyndun, klippingu og bellibrögðum, linnu- laus hraðferð áhorfenda um heim spennuþrunginna ævintýra af hasarblaðaættinni. TÓMABÍÓ Sími 31182 Flóttinn frá Jackson fangelsinu (Jackson County Jail). Bandarisk kvikmynd, nýleg af nálinni. Leik- cndur: Yvctte Mimieux, Tommy Lec Jones. Leikstjóri: Michael Miller. Kona nokkur þarf á vernd lög- reglunnar að halda, þar sem hún hlýtur að vera ofsótt. En þegar undir „verndarvæng” lögregl- unnar er komið, reynist hún ekki hólpin. Spurningin er: hver verndar hana fyrir löggunni? Spennumynd. 29 NU KÆTAST KRABBAR i dag, 25. júni, fyllir matkráka HP 31 ár og ætl- ar hún að fagna þeim áfanga með þvi að halda nánustu vinum sinum smáveislu. Þeir verða boðnir velkomnir með kossi og siöan verða glös- in hafin á loft og skálað i bollunni hennar Helgu Pálínu, þá komið sér kyrfilega fyrir^ skeggrætt um listir og lyst innan um hvitlauksidýfur og ostabombur sem fá vonandi ekki að standa á borðum óáreittar þótt þær minni satt að segja ekki nógu mikið á kynbombur ... Undir miðnætt- ið munu afmælisbarnið og hjálparkokkur þess koma svifandi úr eldhúsinu með stóran siípu- pott með rjúkandi krabbasúpu, stjörnumerki afmælisbarnsins til heiðurs, og ilmandi krydd^ brauð. Ef Guð er i góðu skapi veröur hægt að gæöa sér á þessu i miðnætursólinni. Pistillinn hljóðar þvi upp á afmælisnáttverö, af gefnu til- efni... Hér er ekki gert ráð fyrir þvi aö gestirnir séu bindindismenn. Ef svoer i ykkar tilfelli, þarf að gera tilhlýðilegar breytingar. Það er reyndar furðulegt hve mörgum finnst þeir vera orönir gamlir og fúkkaðir þegar þeir ná þritugsaldrinum. Eins og við þvi sé að búast að menn nái umtalsverðum þroska fyrr en svona um fertugt. Borin von! Og ég vil minna á, að samkvæmt lifsskilningi hinna margspöku og at- orkusömu Rómverja er þritugt fólk rétt að hefja æskuskeið sitt. Þeir álitu nefnilega að æskuárin spönnuðu aldursskeiöið á milli 30—50 ára aldurs (iuventus) en þá fyrst hæfust manndómsárin. Kætumst þvi meðan kostur er, knárra krabba flokkur eða „Gaudeamus igitur/iuvenes dum sumus” sem Strada, biskup i Bologna kvakaði eins og frægt er orðiö, á 13. öldinni, og sem íslendingar dúlla gjarnan með lokuöum augum ogskjálfandiraust. A\:itkrnk;ni eftir Jóhonnu Sveinsdóttur Þraut gestgjafans er siðan aö reikna út hæfi- legt bollumagn og styrkleika. Gleymiö nú ekki. að þynna bolluna með engiferöli og hafið hugfast að hóflega drukkin kona gleður mannsins hjarta, en kófdrukkin hryggir ’og hræðir... Kryddbrauö Þetta er einhver fljótlegasta brauðuppskrift i minum fórum og_jafnframt ein sú besta. Rjúk- andi heitt. úr ofninum er brauð þetta hreirit ómótstæðilegt, þegar maður hefur dropið dug- lega á það smjöri. Sterkur kryddkeimurinn er svo lystaukandi... Uppskriftin miðast við einn hleif, en þið getið margfaldað hana eftir þörfum. Vinnan er jafn léttvæg, hvort sem brauöin eru fleiri eða færri. i i Stjörnuspekin segir margt og misjafnt um við- kvæmar krabbasálir, sem ég fyrir mina parta er ekki allskostar dús við, t.d. að konur i krabba- merkinu séu barnslega einfaldar, óhóflega við- kvæmar og rómantiskar, séu meira fyrir hús- verk en störf utan heimilis, þeim hætti til að sýna allt of mikla undirgefni o.s.frv. Hrædd er ég um að einhverjir hulduhrútar, gjörsneyddir skynsamlegri kynferðispólitik, hafi uppdiktað þetta. Hinu ber þó ekki að neita aö áhrif tungslins á geðsveiflur krabba geta veriö nokkuö æðis- gengnar. Og þá koma mér i hug tunglljóð Sig- urðar Pálssonar i kafianum Nocturnes handa sólkerfinui bókinni Ljóð vcga mennog tek me'r það bessaleyfi að lifga upp á pistilinn með einu þeirra — Nocturne handa sjóðfullu tungli — þvi einmitt i þessa veru eru áhrif tungls á krabba þessa dagana, pistillinn skrifaður undir spán- nýju tungli... Rauða stormsins hviða i æðum og eitt cr Ijóst og vist að enginn fölnar né dofnar I nótt Siogækvikur tunglsins geisli rjálar við dyr rjálar við glugg Hvað er nú? Hvaðcrá? Svarta hljómsins kviða uni taugar og eitt er Ijóst og vist að cnginn fölnar né dofnar i nótt Nistandi fölblár tunglsins seiður i sinni Nötrandi heitur tunglsins seyður i minni Síguröur er snillmgur, enda læddur i Ljóns- merkinu... Og eftir þetta stuð vindum við okkur að bollu, brauði og miðnætursúpu. Hverjum verður enda svefnsamt um sumarsólstöður, ef út i það er farið, með miönæturdraumana i upp- siglingu? Bolla Helgu Pálínu Þetta er munnmælauppskrift sem ég held ég geti fullyrl að hafi verið töluvert tiðdrukkin hér i þritugsafmælum (eða þar um bil ...J undanfarin ár. Sagnir herma að hún sé runnin undán rifj- um þúsundþjalasmiösins Helgu Pálinu. Þessi merking á oröinu bolla er komin úr dönsku, en þar merki-no. bolle bæði brauðhnúö. feitabollu og stóra skál, sbr. en punschbolle, púnskolla. Bolluhlutföllin eru sem hérsegir: I flaska brandy, t.d. Asbaeh Uralt 1 stór dós jarðarbcr 2 flöskur hvitvin, t.d. Monopolc dc Luze cða Bordeau blanc,- siðúr sætt vin 1 flaska freyðivin engiferöl cftir smekk og þörfutn. Daginn áður en þið ætliö að bjóða gestum ykk- ar upp á bolluna, hellið þið brandyinu og jarðar- berjunum saman i pott eöa skál og látiö standa i. sólarhring meö loki. Þegar gestirnir byrja að djöfiast á dyrabjöll- unni sullið þið öllu saman i stóra skál (ef þiðeig- ið, eða getið útvegað hana — annars notist þið bara við pott eða annað handhægt en e.t.v. ekki eins fallegt ilát....) 1/2 bolli mjólk 1 1/2 msk sykur ltsksalt 1 ntsk smjör 2'tsk þurrger 1/2 bolli heitt vatn 2 1/4 bolli liviU hveiti eða heilhveiti (helst óhvltt- að náttúrulega) 1/2 litill laukur, saxaður l/2tskþurrkaðdill 1 tsk steytt rósmarin. 1. Hitið mjólkina rétt að suðumarki, takiö pott- inn af hellunni og leysið upp i henni sykur, salt og smjör, látiö nú mjólkina kólna, þar til hún er volg. 2. Hellið hálfum bolla af u.þ.b. 45—50 gr. heitu vatni i stóra skái og leysið gerið upp i þvi. Bætið nú volgri mjólkinni út i, þá hveiti, söx- uðum lauk og jurtum, og dullið deigið vel sam- an meö stórri trésleif. 3. Þegar deigið er oröið mjúkt og samlagað, breiðið þið klút yfir skálina og leyfið þvi að lyfla sér á trekklausum stað i u.þ.b. 45. min., eða þar til stærð þess hefur þrefaldast. Ýtiö þvi þá niður og hnoðið hressilega, setjið það að þvi búnu i smurt form til að þaö geti endur- lyft sér i u.þ.b. 15 min. áður en þið skellið þvi i 180 gr. heitan ofn þar sem það bakast á u.þ. b. klukkutima, á neðstu rim. Krabbasúpa— Manhattan crab chowder Þessa firnagóðu matarmiklu súpu hef ég býsna oft eidað, ofan i allt aö 40 manns. En það hefur valdið mér töluverðum heilabrotum að koma þessari uppskrift á blað, þvi hún hefur fram að þessu varðveist i munnmælum. Eg reyndi eftir bestu getu aö reikna út hlutföllin á hráefninu sem skipta reyndar ekki höfuðmáli. Þið getiö haft súpuna eins þykka (matarmikla) og ykkur þurfa þykir. En hún er einföld i fram- reiðslu og ég veit ekki til að hún hafi misheppn- ast hjá neinum sem hefur eldað hana eftir munnmælasögunni. ' Hafið aðeins hugfast aö sé súpan hugsuð sem aðalréttur eða náttverður eins og i þessu tilfelli, er rétt að reikna með 4—5 dl af súpu á mann. Eða hvað? 1 munnmælasögunni er súpan kennd við Man- hattan. Cliowder á ensku merkir matarmikil súpa, sem er búin til úr grænmeti.og fiski eöá skelfiski. Krabbakjöt hefur nokkuð sérstætt bragð, sem minnir e.t.v. dálitið á siginn fisk. Ef þið hafiö aldrei borðaðkrabba og eruðsmeyk, þá getið þið hreinlega sleppt honum úr uppskriftinni eða sett samsvarandi magn af hörpuskelfiski i staðinn. Hér kemur svo loksins uppskriftin eftir erfiðar fæðingarhriðir... þessi skamnitur er fyrir 6—8 manns. 1 meðalstór iaukur 3 meðalstórar kartöflur 2 hvittauksrif l heildós niðursoðnir tómatar 1/2 dós mais 12—16 nýir kræklingar eða Í/2 dos af niðursoðn- um 1 litil dós krabbakjöt lOOgrrækjur U.þ.b. 2 dl þurrt hvitvin 2eggjarauður 11/21 fisksoð eöa vatn og súputeningur Kryddblanda: 1 lárviðariauf, safran, oregano, basil og pipar. 3 msk inalarolia sykurá hnifsoddi. 1. Afhýðið laukinn og saxiðjmerjiö afhýdd hvit- lauksrifin og látiö krauma i súpupottinum i matarolíunni án þess að brúnast. Afhýðið kartöflurnar og skerið i litla bita. 2. Merjiö tómatana, setjiö 1/2 tsk af sykri saman viö (til aö dempa súrinn), helliö þeim i pottinn ásamt fisksoði og kartöflubitum, kryddið og N Iátið sjóða i 30 min. Smakkið þá á súpunni og kryddiö hana til, ef vill. 3. Skelliö nú lostætinu út i súpuna: mais, krækl- ingum, rækjum (og krabba eða hörpuskel- fiski) eftir smekk. Hellið hvitvininu út i og hit- ið súppna aftur upp að suðumarki. 4. Þá takið þiö pottinn af hellunni, hrærið saman 'eggjarauðurnar og samlagið þær súpunni. Og þá er ekki eftir neinu að biða: inn á veislu- borðið með hana! Og eftir aö hafa sporðrennt krabbasúpu og kryddbrauði, ættu allir að vera sælir og mettir, „nokkuð viö tungl”, enginn súreygur, enginn svefndrukkinn, þegar þeir leiöast lukkulegir út á ljóðvegina...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.