Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 21
-f^Hirinn Föstudagur 25. júní 1982 21 m ■ «ii, 4 i QTQ 03 7T «30 -J 3 c/> ** w'sr fr o 2. -M g < 3 W E*o* _ 2.tr » ^ O. cra <- B öi aas - 3 3' _ fij S8g «■ «2 ^O: W C«l>5 W 3 _ < V! ST ss 2. ” . — *er CTQ §£J? «0 ‘ «« . O- CT troQ j « w 2 J-. 3 « 1 o« — ?r 5' S-' o c cr 3 3 5' c ~c SgSL §£» ora K 5? w c o«<2. x- 55*«-*- cj 3 ' 3 *i 3* 3 C o: »33 3 * c E. c < 3 3 f K » 5- *S£ „Gagnkvæm hefð” Árni Sigurjónsson hjá útlendingaeftir- litinu staöfestir i samtali viö Helgarpóst- inn, aö sé skipt um hópa sé um ólöglegt at- hæfi aö ræöa; þá þurfi fararstjórar og bil- stjórar atvinnuleyfi. — Nokkrir þeirra eru með atvinnuleyfi, en verði vart við menn sem hafa það ekki eru þeirstöðvaðir. Hitt er meira vandamál, þegar hópur, sendur af ferðaskrifstofu, tekur á leigu bil eða íerðast á eigin bil, og skipt er um alla áhöfn um leið og nýir far- þegar koma til landsins. Það er fullkom- lega löglegt, og á þessu er raunar gagn- kvæm hefð milli landa. En það er ljóst, að komi hópur ferðamanna með bil til landsins eiga þeir sömu að fara með honum úr landinu aftur, segir Arni Sigurjónsson. Hvað sem i þessu máli er löglegt og hvað ólöglegt lita islenskir fararstjórar þessa starfsemi erlendra ferðaskrifstofa hér á landi óhyru auga. „Þurfa atvinnuleyfi” — Þetta snertir leiðsögumenn mjög mikið. Það hefur komið i ljós, að i mörgum tilfellum er um að ræða ferðir, sem eru skipulagðar og auglýstar af ferðaskrifstof- um —-eðaeinstaklingum. Þetta er þvi á við- skiptagrundvelli, segir Birna G. Bjarnleifs- dóttir, einn af höíundum skýrslunnar. Það fékkst viðurkennt af samgönguráðu- neytinu árið 1972, að starf leiðsögumanna væri raunverulegt starf, samkvæmt lands- lögum. Þvi þurfa útlendingar atvinnuleyfi til að stunda það hér á landi, samkvæmt lögum um starfsmenntun leiðsögumanna. Við vitum að siðan hafa nokkrir útlend- ingar fengiö atvinnuleyfi. Sjónarmið okkar leiðsögumanna er það, að sem flestir úr okkar hópi eigi að leiðbeina útlendingum um landið. Við höfum lika áhyggjur af þvi, að margir útlendingar hafa mjög ná- kvæmar upplýsingar um hvar ýmis nátt- úruverðmæti er aö íinna, m.a. nákvæm kort yíir steinanámur, segir Birna G. Bjarnleiísdóttir. Eigendur langferðabila eiga lika mikilla hagsmuna að gæta og óttast, að fleiri og . fleiri útlendingar komi með eigin bila til landsins. — Þetta getur riöiö starfsgrein okkar að fullu, og ég heí af þvi staðfestar fregnir, að á næstunni sé von á fimm eða sex 40—50 manna rútum i'rá stórri sænskri ferðaskrif- stofu sem heíur útibú i London og Basel i Sviss. Fleiri íerðaskrifstofur á megin- landinu biða eftir að fregna hvernig þeim reiðir af, og fái þessir bilar að fara óhindrað um landiö má búast við, að flóð- gáttirnar opnist og strax næsta sumar komi hingað 30—40 rútur. Þar fyrir utan er það ljóst, aö þegar út- lendingar aka hér um á bilum sem taka fleiri en átta farþega gegn gjaldi eru þeir þar með að brjóta hópíerðalögin, segir Skarphéðinn D. Eyþórsson hjá Hópferða- miðstöðinni. Hann segir lika við Helgarpóstinn, að rútubilaeigendum þyki það súrt i borti, að yfirvöld virðast ekkert fylgjast með þvi hvort þeir bilar sem koma með Smyrli séu i samræmi við islensklög.Hann bendir meðal annars á, að hér sé ekiö um vegina stórum rútum með fullkomin eldhús á hjólum i eftirdragi, en slikt sé islenskum bilstjórum algjörlega óheimilt. Ennfremur var er- lendur ferðahópur stöövaður sumarið 1979 vegna kæru um meint landspjöll á Kili. Þá reyndist billinn ekki hafa hemlabúnað né gir i lagi, en ekkert helur heyrst um mál þetta siðan. Dick Philips: Sæluhús og farfuglaheimilli Dick Philipshefurskipulagt Islandsferöir i22 ár. Allan þann tima hefur hann álti útistöðum við yfirvöld á Islandi. Úr skýrslunni: „Það vekur athygii, að Dick Fhiiipser skráður eigandi að sæiuhúsi við Strútsiaug austanTorfajökuls. Þess má eir.nig gela.að Dick Philips stofnaði 1972 og rekur nú Farfuglaheimílið i Fljótshiið (nú viðurkennt farfuglaheimili af Félagi íslenskra far- fugla) og heiur þaö veriö aöalaöseturDickPhilips hérá iandi ásumri hverju undan- farin ár allt frá maibyrjun til septemberloka'’. \ Rhomberg-Reisen: Eldhús á hjólum Rhomberg-Reisen (hei'ur selt tslandsferðir i fjögur ár): „Athyglisvert er, að þessi 40—45 manna hópferðabifreið hefur ætið haft i eftir- dragi kerru, sem nánast er eldhús á hjólum þegar opnað er. Taka skal fram að Bif- reiðaeftirlit rikisins leyfir ekki að islenskar sérieyfis- eða hópferöabifreiðar noti siikar kerrur við svo stóra bila”. Wiking-Reisen: Skipta um hópa í Keflavík Wikinger-Reisen (íslandsferöir frá 1972, en starfsemin hér hefur farið vaxandi ár frá ári): „Ekki er vitaö til þess aö islenskir leiðsögumenn hafi verið með I förum. Mikinn hluta matvæia kemur hópurinn meö sér aö utan og hér innanlands er hann fluttur á sérstökumkerrum. Menn hafa oft veitt þvi eftirtekt að yfirleitt eru jeppar þessirog kerrur mjög mikið hlaðnar svo undrum sætir...” t „...yitað er að Wikinger-Reisen skiptir um áhafnir á hinum leigðu jeppum á Keflavikurflugvelli, þá er fariö með þann hóp sem er að Ijúka ferö og nýr hópur tek- inn i staðinn. Wikinger-Reisener einn af þessum hópum, sem iandverðir og eftirlitsmenn tjald- svæða hafa oftog einatt átt i vandræðum með. Mýmörg dæmi eru um, að þeir hafi hundsað leiðbeiningar landvaröa og eftirlits- manna og beiniinis gerti þviaö tjalda utanskipulagðra tjaldsvæðaog sleppa þannig við greiðslur; einnig eru dæmi um akstur utan slóða og óvarlega meðferö opins elds....” ,,.Þrátt fyrir 10 ára reynslu i Isiandsferðum viröist ýmislegt benda til þess að öii skipulagning á ferðum þessum sé mjög i molum,e.t.v. vegna reynsluieysis bil- stjóra og fararstjóra eða vegna sveigjanleika ferðatiihögunar að óskurti sérhvers hóps. En eitt er vist, að hópará vegum Wikinger-Reisen virðast hafa frekar slæmt orö á sér hér á landi”. Populi-Reisen: „Vlð komumst (næstum því) allt" Rudolf Stolzenwald (búsettur hér á landi): „Mjög litið er vitað um þennan mann og hvernig hann tengist erlendum ferða- mannahópum hér á landi. Vitaö er þó, að hann er skráður eigandi að fjallakofa (sæluhúsi) norðan Laufafells”. Sumarið 1979 stöðvaði tollgæslan á Seyðisfirði Elard Völcker við annan mann á jeppabifreið með yfirbyggöri kerru. i ljós komu viðlegubúnaður og matvæli fyrir 8—10 manns. Eftir óljósar skýringar var kerran kyrrsett, en þeir félagar fengu að halda áfram för sinni meðsitt tjaldiö hvor ogeitthvaðaf matvælum. Seinna um sumarið stöðvaði lögreglan hóp frá þýsku ferðaskrifstofunni Populi- Reisen, vegna kæru um aö hafa valdið miklum iandspjöllum á Kili. 1 ljós kom, að þessir sömu menn voru þar með i ferðinni. Þeir neituðu sakargiftum, en játuðu að hafa tekið hópa á Keflavikurílugvelli. Hinsvegar héldu þeir þvi fram, að fólkið væri aðeins feröafélagar þeirra. Lögregluskyrsla var gerð um máiiö, en siöan ekki gert meira I málinu, annað en bifreiöin var tekin úr umferð og þeim féiögum gert að láta gera við hemlábúnað hennar. i auglysingabæklingi írá Populi-Reisen kemur hinsvegar i ljós, að þarna er um ferðaskrifstofustarfsemiað ræða,og fólk er hvatt til aö ferðast á vegum hennar til aö ienda i svaðiiförum. „Með leiðangursfarartækjum okkar komumst við (næstum þvi) allt — allt að rótum fjallsins eða jökuisins sem viö stefnum aö”, segir i ferða- bækiingi þeirra. „Engar kærur” Þegar Helgarpósturinn bar þessi mál undir Olaí' Walter Sleíánsson, skrifstofu- stjóra hjá dómsmáiaráðuneytinu, sagði hann, að þau hai'i borið á góma þar, en engin ástæða þyki til aðgeröa. — Ég þekki ekki beinar kærur um þetta, en útlendingaeltirlitið og vegalögreglan hafa auga með þessu, segir Öiafur Walter Stefánsson. En það eru ekki einungis lagaleg atriði sem valda mönnum áhyggjum. Náttúru- verndarmenn lita ekki siöur alvarlegum augum þau stórkostlegu landspjöli sem fullvisl er taliö aö útlendingar valdi á öræfum landsins á íeröum sinum, þótt vissulega séu íslendingar alls ekki sak- lausir sjállir i þvi efni. — Viö höi'um miklar áhyggjur af þessum stóru bilum, sem fara um fjallvegina áður en þeir eru opnaöir á vorin, segir Gisli Gislason hjá náttúruverndarráöi. — Þessir menn i'ara um alll land á stórum og vel útbúnum fjallatrukkum og skera i sundur vegi. Veröi lyrir þeim skaflar á vegunum iara þeir hiklaust út- fyrir þá, og þeir sækjast raunar eftir þvi að aka utan vega. Ýmsir staðir eru mjög illa farnir af þessum sökum, á Fjallabaksleið er þetta til dæmis mikið vandamál, þar er Frosta- staðaháls allur sundur skorinn, segir Gisli. i útislööum við landverði Landverðir á opinberum tjaidstæðum bera þessum hópum illa söguna. Útlend- ingarnir forðast aö tjalda á aímörkuðum svæðum,ennýtasérsiöanalla þjónustu þar án þess að greiða fyrir hana, og margir landverðir hafa lenl i útistöðum við þetta fólk þegar þaö helur neitaö aö fara eítir til- mælum þeirra. Þarna eru þó ekki allir undir sömu sök seldir, margir erlendir ferðahópar taka vel öllum tilmælum land- varða. — En máiiö er þaö, aö margir þessara ferðamanna koma hingaö á þeirri forsendu, að hér gildi engar reglur um ferðalög um óbyggðir landsins, og þegar reynt er aö tala um fyrir þeim hlæja þeir upp i opið geðið á þeim sem voga sér slíkt, segir Skarphéðinn D. Eyþórsson um þetta. Heimir Hannesson formaður F'erðamála- ráðs segir viö Helgarpóstinn, að samantekt þessarar skýrslu sé fyrsta alvarlega til- raunin til þess aö koma aí stað umræðu um þessi mál i þvi skyni aö móta starfsemi varöandi erlenda feröamenn á islandi. — Við viljum leiöa þessi mál sjálfir og teljum ekki eölilegl, að erlendir aðilar eigi hér óeölileg afskipti, segir Heimir. Ferðamálaráö hetur ekki enn tekið form- lega afstöðu til skyrsiunnar en er sammála þeim grundvallaratriöum sem þar koma fram. Okkar skoðun er sú, að erlendir sem innlendir íerðamenn veröi aö fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem hér gilda. En það er alls ekki ætlunin að afskipti okkar verði með þeim blæ, að eðlilegt ferðafrelsi sé heft, segir Heimir Hanneson, formaður Feröamálaráðs Islands. Engar óbyggðir Hvers vegna hala málin tekið þessa stefnu'; Aö mati þeirra sem gerðu skýrsl- una er ástæðan meöal annars sú, að ferða- máti slikur sem hér heíur veriö lýst er ódýrari en séu feröir keyptar hjá islenskum ferðaskrifstofum. Það er lika bent á, að islenskar feröaskrifstofur hafa ekki boðið upp á ferðir al þvi tagi sem virðast vera svo vinsælar: 1 litlum hópum á fjallabilum um óbyggðir lslands, án stifrar ferðaáætlunar. Ferðir sem geta aö einhverju leyti svalað ævintýraþrá fólks lrá meginlandinu þar sem engar óbyggðir eru lengur til.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.