Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 25.06.1982, Blaðsíða 18
18 um útlendingaherdeildina okkar, þ.e. um islenska knattspyrnu- menn hjá erlendum atvinnu- mannafélögum... f jBryndls Schram.hinn vinsæli ^/Jumsjónarmaður Stundar- ínnar okkar i sjónvarpinu, verður i sumar leiðsögumaður i Lignano á Italiu á vegum ferðaskrifstof- unnar Útsýn. Fyrir útvarpsráði liggur nú bréf frá Bryndisi þar sem hún býðst til að sameina þetta tvennt seinna I sumar. Leggur hún til að sent verði upptökugengi til itölsku sólarstrandarinnar i ágúst og þar tekið upp efni um þennan „sumarbústað” stórs hluta islensku þjóðarinnar. Eftir þvi sem við heyrum eru ferðir sjónvarpinu að kostnaðarlausu. Ingólfur býður.... /■ /Nú mun liggja fyrir að Guð- mundur J Guömundsson missi sæti sitt i hafnarstjórn Reykja- vikur. Jakinn er sagður una þessum málalokum mjög illa og mun hafa boðið Morgunblaðinu grein um málið, þar sem hann hyggst setja ofan i við flokkssyst- kini sin. S Ekki voru allir Akureyringar jafn hrifnir af þvi framtaki bæj- arstjórnarinnar að efna til Vor- vöku ’82.0g það fannst þeim vera að bera i bakkafullan lækinn, þegar Félag islenskra myndlist- armanna trommaði norður með sýningu 11 félagsmanna og setti upp i iþróttaskemmunni stærstu myndlistarsýningu sem um getur norðan heiða — og jafnframt lik- lega stærstu sýningu FíM til þessa. 1 Islendingi,öðru af stærstu blöðum bæjarins/var ekki minnst á þetta menningarframtak að sunnan, utan klausu þar sem býsnast var yfir þvi að sýningar- skráin hafi kostað einhver ósköp. Þegar forseti bæjarstjórnar, Val- gerður Bjarnadóttir, setti siðan sýninguna með snjöllu ávarpi að Leiörétting i viðtali við starfsmenn Svarts á hvitu h/f i siðasta Listapósti IIP var ranghermt, að samansetjendur væntan- legrar slangurorðabókar ynnu allir hjá Orðabók Háskólans. Raunar hal'a allir þrir komið við sögu þeirrar stofnunar, en nú er aðeins einn okkar þar i starfi. Slangurorðabókin er með öllu óháð Orðabók Háskólans, þótt það starf hafi notiö þaðan stuðnings og velvildar, enda torvelt að vinna að islenskri orðfræði án hjálpar frá söl'n- um hennar og starlsmönnum. Þetta er ef til vill ekki stór- merk leiðrétting, en það heíur löngum verið leiðarljósið að hafa það heldur sem reynist sannara. Mörður Árnason Grill og grillvörur Match light grillkolin vinsælu (sem enga oliu þart á). Grill — margar gerðir og stærðir, verð frá kr. 192, pottgrill, verð 619, grillmótorar, verð kr. 36, grilltanga- sett og tl. og fl. Póstsendum. Seglagerdin ÆGIR Eyjagötu 7 — Örfireysey — Reykjavík. Símar: 14093 — 13320. viðstöddum bæjarstjóra og menntamálaráðherra, vakti það ennfremur athygli, að ekki einn einasti bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins var viðstaddur, þótt allri bæjarstjórninni hafi verið boðið. En i næsta Islendingi var grein eftir Gunnar Berg ritstjóra þar sem hann gerir þvi skóna, að svo mikla menningu sem boðið var upp á á Vorvöku ’82geti Ak- ureyringar ekki melt svona á einu bretti. Þeim mun verri fannst rit- stjóranum þessi „sóun” i menn- ingarmálin sem það hafði nýlega gerst á bæjarstjórnarfundi, að felld var tillaga um að veita 265 þúsund krónum til uppbyggingar á skiðasvæðinu i Hliðarfjalli. Já, það hefði liklega mátt koma upp sæmilegustu skiðaaðstöðu fyrir Reykvikinga til dæmis fyrir það sem fór i byggingu Kjarvalshúss- ins. Hvort sem það er af þessari ástæðu eða annarri hafa Akur- eyringar verið tregir til að sækja sýninguna; nú rétt fyrir helgi höfðu aðeins 400 látið sjá sig. En eina nóttina nú i vikunni leit ein- hver inn og skemmdi verk eftir Örn Inga Gislason,eina Akureyr- inginn sem er með á sýningunni — og eina Akureyringinn sem er félagi i FIM... / JSvo er aö sjá að reynslan af ^ Listahátiðahaldi i Reykjavik hafi farið eitthvað fyrir ofan garð og neðan. Ekki einasta hefur val á listamönnum á hátiðina i ár verið harla umdeilt heldur hefur einnig komið til verulegra árekstra milli framkvæmdanefndar Listahátið- ar og Rikisútvarpsins. Listahátið hefurekki i öllum tilvikum staðið við gerða samninga um upptökur Föstudagur 25. júní 1982 /r/r,^ og leyfi til flutnings á efni hátið- arinnar i útvarpi og sjónvarpi. Þannig varð skyndilega að fella . út af dagskrá flutning á hljóm- leikum nýju kammersveitarinnar undir stjórn Guðmundar Emils- sonar, en það var eitt þeirra at- riða, sem um var samið i heildar- samningi Rikisútvarpsins og Listahátiðar. Ástæðan var sú, að hljómlistarmennirnir gerðu á sið- ustu stundu verulegar fjárkröfur til viðbótar þvi, sem áður hafði verið samið um. Hljómleikarnir voru engu að siður teknir upp á myndband og stereo-upptökutæki útvarpsins og verða geymdir þar til lausn hefur verið fundin. / JAnnað tilvik varðar bresku rafeindapoppsveitina Human League, en hætta varð við upp- töku sjónvarpsins á hljómleikum sveitarinnar i Laugardalshöllinni á siðustu stundu. Listahátið hafði samið við Þorstein Viggósson, umboðsmann Human League hérlendis, um upptökuna en þeg- ar til kom vildi yfirrótari poppar- anna ekki gefa samþykki sitt fyr- ir upptökunni fyrr en það var orð- ið of seint fyrir sjónvarpsmenn. Rikisútvarpið mun ákveðið i að standa fast á samningsbundnum rétti sinum — og væntanlega mun Listahátið standa fast á sinu gagnvart Þorsteini Viggóssyni. Þó gera menn sér vonir um að hægt verði að leysa þessi mál friðsamlega. Fleirihliðstæð dæmi hafa komið upp — og þykir að vonum merkilegt, að reynslan hafi ekki kennt framkvæmda- mönnum Listahátiðar i Reykja- vik að geirnegla alla samninga áður en duttlungar og tilviljanir fara að bitna á óbreyttum tækni- mönnum útvarps og sjónvarps... Tölvum eru takmörk sett Skáktölvur hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum og tekið framförum eins og aðrar tölvur. Samt hefur enn ekki tekist að framleiða ósigranlega skáktölvu. Margir hafa undrast þetta og spurt hvort tölvan geti ekki ein- faldlega farið yfir alla huganlega möguleika og valið þann rétta. Það verður seint búin til tölva sem getur beitt þeirri aðferð. Til þess eru möguleikarnir einfald- lega allt of margir. Talið er að möguleikarnir i skákum séu 10 i 120. veldi og hver skák telur marga leiki. Þessi tala er svo há að þótt hægt væri aö búa til tölvu sem gæti íariö yfir 1 milljón möguleika á sekúndu tæki það hana ármilljarða að skoða þá alla. Fullkomasla skáktölva sem nú er til getur séð 3—8 leiki i'ram i timann og skoðaö 6—8 milljónir möguleika á minúlu. Skákmeistarar geta náttúr- lega heldur ekki yfirfarið alla þessa möguleika. En þeir hugsa i mynstrum, meta styrk einstakra taflmanna eða nokkurra samar^ útiloka fáránlega möguleika og geta séð 2—4 leiki fram i timann og hugsaö sér ákveðnar brautir i framhaldi af þeim. Nú er unnið að þvi að búa til tölvur sem hugsa svipað og góðir skákmeistarar en þær eru skammt á veg koranar, hafa t.d. ekkert að segja á góð- ar tölvur af venjulegri gerð. En þeirra timi kemur kannski seinna. Og þá mega Karpov og fé- lagar fara að vara sig! #Í>TÆKKUM VIÐ LEÐURDEILDIIMA Hin vinsœla ledurdeild okkar verdur framvegis á 3ju hœð JL-hússins í stœrra og rúmhetra húsnœði Nýkomin úrvals hollensk leðursófasett Landsins mesta úrval af leöurhúsgögnum 9 re ii>8’ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 HÚSGAGIMADEILD SÍMI 28601

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.