Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 3

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 3
iposturinn. i'i % t « 1 t f»'It '♦ 'i’t'tYfV'tVOVvv ------.........-...........-H ( H * hlelgai----- pústurinn Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Gunnar Gunnarsson, ómar Valdimarsson, Þorgrimur Gestsson og Þröstur Haralds- son. Utlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Dálkahöfundar: Hringborð: Birgir Sigurðsson, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthiasdóttir, Sigriður Hall- dórsdóttir, Sigurður A. Magn- ússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Jón Viðar Jóns- son, Sigurður Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Halldór Björn Runólfsson (myndlist & klass- iskar hljómplötur), Gunnlaug- ur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vign- ir Sigurpálsson, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir), Þröstur Har- aldsson (f jölmiðlun). Erlend málefni: Magnús Torf i Ólafsson Vísindi og tækni: Dr. Þór Jakobsson Skák: Guðmundur Arnlaugsson Spil: Friðrik Dungal Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir Landspóstar: Finnbogi Hermannsson, Isa- firði, Reynir Antonsson, Akur- eyri, Arndis Þorv^ldsdóttir, Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns- son, Vestmannaeyjum, Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Dan- mörku, Inga Dóra Björnsdótt- ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi. utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson Dreifing: Sigurður Steinars- son Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverð á mánuði er kr. 60. Lausasöluverð kr.15. Afturabðk ©SS©§3r■■■? Á sjöunda áratugnum reis ung- dómur vesturálfu upp gegn stríðs- rekstri og að hans mati úreltum þjóðfélagsháttum. i Sú uppreisn náði hámarki árið 1968, þegar stúdentar um allan heim slógust við her og lögreglu \ baráttu sinni fyrir breyttu þjóðfélagi. ÁUundi áratugurinn rann sitt skeið hinsvegar á enda án þess að ungdómurinn hefði sig svo mjög í frammi. ”Menn sleiktu sár sín, reyndu að sætta sig við brostnar vonir og einbeittu sér að sjálfum sér. Naflaskoðun getur því talist eitt af höfuðeinkennum áttunda áratugarins”, segir í Helgarpóst - inum í dag. En hvernig verður ní- undi áratugurinn? Við veltum þeirri spurningu upp og leggjum hana fyrir fólk á ýmsum aldri. Flestum ber saman um, að þessi áratugur, sem nú er nýlega hafinn, verði tími tæknibyltinga. Ortölvutæknin hefur þróast hratt undanfarin ár, og á næstunni mun hún springa út, ef svo má segja, og einkcnna daglegt líf fólks stöðugt meir. Spurningin er bara hvernig tekst að virkja hana í þágu al- menningsheilla. Takist það vel, sjáum við framá meiri frítíma almennings en nokkru sinni fyrr. Þá er ekki ólík- legt að von Haraldar Ólafssonar lektors rætist, en hann segir í sam- tali við Helgarpóstinn í dag að sér virðist sem við séum á leið inn í frjótt tímabil hvað varðar listir og bókmenntir, og ástandið minni sig á fyrstu árin eftir lýðveldisstofnun- ina 1944. Spurningin er bara sú, hvernig þeim sem nú eru ungir tekst að nýta þann lærdóm sem draga má einmitt af því sem gerst hefur á íslandi frá lýðveldisstofnuninni. Dugandi kreppukynslóð vann mikið upp- byggingarstarf. Síðan kom palesanderkynslóðin sem baðaði sig í verðbólgugróða og rányrkju til lands og sjávar. Einmitt þessa dag- ana virðumst við vera að súpa seyðið af því. En þessar kynslóðir hafa lifað við fleira en uppbyggingu, pales- ander, verðbólgu og rányrkju. Styrjaldir hafa sett mark sitt á undanfarna áratugi og ógn kjarn- orkustyrjaldar vofir stöðugt yfir. En furðu margir virðast hafa látið sig það litlu varða. Allra síðustu árin virðist þó sem fólk sé aftur að vakna til vitundar í þeim efnum og ýmsir eru farnir að sýna tilburði til að mótmæla hernaðarbröltinu í heiminum á nýjan leik. ”1968-kynslóðin“ vaknaði og lét til sín heyra á eftirminnilegan hátt. Það unga fólk sem nú er á svip- uðum aldri og hippar og aðrir sem einkenndu þann tíma hefur lifað í doða diskó og pönks um skeið. En það er þjóðfélagsleg staðreynd, að stöðnun ríkir aldrei lengi. "Annað- hvort afturábak ellegar nokkuð á leið“, sagði skáldið. Við virðumst standa á tímamótum nú; verðbólg- ugróði og öruggur hagvöxtur eru að baki. Hinsvegar örlar á breyttum lífsviðhorfum hjá ung- dómnum eina ferðina enn. Það er vonarglæta um, að fólk sé að verða þreytt á lífsgæðakapp- hlaupinu og þeirri streitu sem því fylgir. Unga fólkið er farið að leita aftur til fortíðarinnar til að takast á við nútíðina og framtíðina. Ytri einkenni þess eru meðal annars endurnýjun á gamalli fatatísku, endurreisn gamalla húsa, löngun til aukinna mannlegra samskipta. Við skulum bara vona, að vídeó- æðið drepi ekki allar slíkar tilraun- ir í dróma og níundi áratugurinn verði góður áratugur. Ad svelta börnin Hann haföi veriö kennari árum saman en hætt þvi um skeið. NU langaði hann að hverfa aftur að þessum gamla starfa — sem alltaf hafði átt vel viö hann — og af þvi tilefni áttum við tal saman. hrinoboröiö I dag skrifar Heimir Pálsson „JU, það vantar ekki,” sagði hann, ,,ég get fengið nóg að gera við kennslu i sérgrejnum mfnum. En ég hef bara ekki eíni á aö lækka i launum um 50% ”. Nú, ég spurði að vonum hvaðhann hefði fengist við undanfarin misseri. ,,Ja, — ég hef verið skrifstofustjóri hjá fyrirtæki sem fæst viö húsbyggingar...” Að mennt var hann kennari, og vitanlega er það lofsverður vitnisburður um kennaramenntun aö hún skuli duga svo vel til hverskyns starfa. En samt finnst mér eitthvað undar- legt við þetta. Eða getur verið að allt sé i lagi í landi þar sem fólk með hæfileika og menntun til aö fást við kennslu hefur ekki efni á svo dýru sporti, eins og það hefur stundum veriö orðað? — Hefur ekki efni á þvi, einfaldlega vegna þess að það getur fengið tvöfalt hærri laun við að gera eitt- hvað annað. sín Þvi þessi kennari var ekkert einsdæmi. Mér varð til dæmis hugsað til menntaðs kennara sem lýstiþví fyrir mér hvaö þaö væri miklu auðveldara og eftirtekjudrýgra að ala upp kjúklinga i bilskúrnum sinum en fást við kennslu. Er það nú ekki dálitið undarleg hagfræði að eyða stórfé i að mennta fólk til sérstakra starfa, en launa það svo illa að menn hafi ekki ráð á að gegna þeim? Og er það ekki lika kyndug hegðun sem kemur fram i þvi að svelta börnin sín eins og við virðumst gera a.m.k. sumstaðar i menntakerfinu? — Ég á vitanlega við dæmi eins og þau aö nú sýnast ekki fást menntaðir menn til stærð- fræðikennslu á framhalds- skólastigi — ekki einusinni á höfuðborgarsvæðinu, hvað þá i dreifbýli. Varla getur verið að viö ætlumst til þess énn þann dag i dag aö menn gerist tölvukennarar af hugsjón- inni einni saman, eða hvað? Sum störf er að sönnu hefð fyrir aö lita á sem hugsjónastörf, t.d. hjúkrun og barnakennslu — en ég held ég muni það áreiðanlega rétt að Flórens Næturgali hafi ekki veriö tölvufræöingur. Að visu eru ljósir punkt- ar i tilverunni. Þannig les ég i blaðinu i dag að ástandið sé aö batna i grunnskólunum að þvi leyti að „ómenntuðum' kennurum fækki með hverju árinu. Guðisélof. Þvi þó svo menntun sé engin trygging fyrir góðri kennslu, þá er hún þó all- tént ekki til bölvunar. En hvað skal ég með að vera að rekja einhverjar skólamannaraunir nú i haust . Væri mér ekki nær að hugsa til visunnar góöu sem mér var einhverntfma kennt aö væri eftir Indriða á Fjalli: „Finnst mér oft, er þrautir þjá / þulið lágt við eyra: / Þetta er eins og ekkert hjá / öðru stærra og meira.” Og gildir nú ekki hér að svona raunir séu eins óg ekkert hjá öllum þeim vanda sem steðjar að þjóðinni i formi efnahags- kreppu, atvinnuleysis og hverskyns óáranar? A skammtfmamælikvarða er það áreiðanlegarétt. En sé horft svolitið lengra, getur þá verið aðþað hugboð mitt sé rétt aö viö höfum aldrei fyrr þurft jafn sárlega á að halda öflugu skólakerfi — og þá á ég við skóla sem séu færir um að gegna hlut- verki si'nu, ekki sem geymslustofnanir af illri nauðsyn (meðan mamma og pabbi eru úti að vinna) heldur sem stofnanir sem fóstrað geti menntað og hugmyndarikt fólk til að takast á við nýja tilveru, tilveru sem hlýtur að verða ólik þeirri sem nú blasir við — einfaldlega sam kvæmt þeirri reglu að þegar maður kemst ekki lengra eftir þessari götu, er ekki um annað að ræða en finna sér nýja. Sústefna sem við höfum á undanförnum áratugum fylgt leiðir greinilega ekkert annað en lengra út i ógöngurnar. Og hver svo- sem það verður sem situr við stjórnvölinn, hlýtur hann aö neyðast til að breyta um stefnu. Það verður hreinlega ekki hægt að halda áfram rányrkj- unni, óhófseyðslunni og lifsgæðakapphlaupinu. Fyrirtækiðergjaldþrota og verður gert upp. En þá rfður lika á að þeir sem erfa landiö hafi fengið menntun til að tatagt á við erfiðleikana. Að þekkingarskortur og al- menn fáfræði veröi þeim ekki það fótakefli sem geri þá þræla, fasta á fótum. Og til þess dugir ekkert minna en besta skólakerfi og fullkomnasta sem hugsað verður. En það besta er aldrei ódýrt — ekki til skamms tfma. Hins vegar getur veriðað i lengd reynist dýrara að svelta börnin sin.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.