Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.08.1982, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Qupperneq 7
~l?rt%h irínn Föstudagur 13. ágúst 1982 „ÞRÝSTIHÓPUR” SKÍÐAFÓLKS ÖNNUR ENDUR- FÆÐING CHICAGO Skíðafélag fyrir fjölskyldufólk Snjór og skfði cru kannski ekki beint á dagskrá hjá fólki nú um miðjan ágúst. Þeir eru þó til sem cru farnir að liuga að þessu vetr- arsporti. Ilópur fólks sem hefur haldið hópinn i skfðalöndum höf- uöborgarsvæðisins undanfarna tvo vetur ætlar í haust að stofna skíðafélag fjölskyldufólks undir heitinu „Saman á skfði”. — Þetta er hugsað sem félag fyrir þá sem ekki eru gallharðir keppnismenn en vilja stunda skíði sem fjölskyldusport. Við höfum lika hugsað þetta sem „þrýsti- lióp” gagnvart aðbúnaði að skiða- fólki og ætlunin er að vera vak- andi fyrir þvi sein betur ntá fara og benda réttum aðilum á þaö, segir Birgir H. Sigurðsson, einn af þeim sem hafa unnið að undir- búningi þessarar félagsstofnunar að undanförnu. Meginmarkmið félagsins verð- ur að efla skiðaíþróttina sem fjöl- skyldugaman, bæta hag þeirra sem stunda hana fyrst og fremst ánægjunnar vegna og sér til heilsubótar, stuðla aö aukinni út- breiðslu skiðaiþróttarinnar með- al almennings og gangast fyrir skiðaferðum lyrir félagsmenn innanlands sem utan. — Það er margt sem þarf að bæta i skiðalöndunum á höfuð- borgarsvæðinu. Þar á meöal er upplýsingaþjónusta um veður og færi,merking á skiðabrekkum eft- ir þvi hversu erfiðar þær eru eða léttar,breyting á fyrirkomulagi á gjaldtöku við skiðalyfturnar.helst þannig að miðarnir veröi lagðir niður, merkingar á gönguleiðum fyrir skiðagöngufólk, svo eitthvað sé nefnt, segir Birgir. Þá er áhugi á að koma upp „skiðaleikskóla” til þess að for- eldrarnir geti rennt sér á skiðum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum og þau leikið sér og fengið tilsögn. Sú hugmynd hefur lika komið upp að stuöla að þvi að útbúin verði skiðaaðstaða inni i borginni og skiðaleiðir veröi inn- an borgarmarkanna, i tengslum við gönguleiðir og hjólreiðastiga. Hugmyndir eru lika uppi um út- gáfumál. Helst er rætt um bæk- linga með ýmsum upplýsingum um skiðaútbúnað þar sem m.a. yrði birt gæðamat bæði á skiðum og fatnaði, og ráöleggningar um val á útbúnaði. Tollamálin á líka að taka til athugunar og tak- markið er að fá tolla á skiðavör- um lækkaða úr 50% niöur i a.m.k. 30—35% toll eins og á golfsettum og reiðhjólum. Auk þess eru fyr- irhugaðar samningaumleitanir við sportvörubúðir um l'astan af- slátt til félagsmanna. — Við steínum að þvi að stolna félágið um mánaðamótin septem- ber/október, og eftir stolnfundinn verður fyrirkomulagiö þannig að nýir félagar verða að íá meömæli fjölskyldna sem þegar eru i íélag- inu, til að geta gengiö i það, segir Birgir og bætir þvi viö, aöreglur veröi nokkuð formfastar og itar- legar. Ein af grundvallarreglun- um verður sú, að yfirleitt verði fólk ekki i félaginu sem einstak- lingar, heldur sem f jölskyldur, og hver fjölskylda hali eitt atkvæði, án tillits til stæröar hennar. Stjórnin verður siðan skipuð þremur fjölskyldum og skipt um tvær eftir árið, en sú þriðja situr i stjórninni i tvöár. Ef þessi félagsskapur íær hljómgrunn er ætlunin að skipta þvi niður i deildir meö um 50 ljöl- skyldum i hverri. Og það eru reyndar likur á, að iélög af þessu tagi verði stolnuö viðar en i Reykjavik á næstunni. Að sögn Birgis hefur hann heyrt um svip- aiar hugmyndir utan af landi. — En enn heíur enginn látið verða af þessu. Kannski þetta frumkvæði okkar verði til þess að fleiri hugsi sér til hreyfings, segir Birgir H. Sigurðsson. Ilver man ekki eftir lögunum „Keeling Stronger Every Day”,. „Call On Me", „Saturday In The Park”, „Beginnings” og „Color My World” með jazz/rokk-hljóm- sveitinni Chicago. Nú er komin ný plata frá þess- ari ágætu hljómsveit — sú sext- ánda i röðinni, og hafa ameriskir gagnrýnendur látið svo um mælt, að hljómsveitin sé nú endurfædd i annað sinn! Fyrri endurfæöingin var eftir dauða gitaristans Terry Kath sem lést af voöaskoti. Eftir þaö sögöu liðsmenn Chicago skiliö viö upptökustjóra sinn, Jim Guercio, réðu sér nýjan gitarleikara og sendu frá sér eina af sinum bestu plötum, Hot Streets. Þeir félagar yfirbuguöu feimnina, sem haföi þjakað Chicago, og létu i fyrsta sinn birta mynd af hljómsveitinni á plötuumslaginu. En hamingjan var ekki enda- laus: næstu tvær plþtur, sem köll- uðust einfaldlega Chicago XIII og Chicago XIV, var litið i spunniö og fáir penntu aö hlusta á þær. Þá tóku þeir sig til, keyptu plötu- samninginn af Columbia Records og gerðu nýjan samning viö Warner Brothers. A þvi merki er ný tveggja laga plata, sem iiefur náð ofarlega á vinsældalista vest- an hafs, „Hard To Say I’m Sorry”. 1 sveitina hafa einnig gengiö tveir nýir menn, söngvari, lagasmiöur og hljómborösleiltari, allt í persónu Bills nokkurs Champlins, og svo gltarleikarinn Chris Pinnick, sem ráöinn er á yf- irstandandi hljómleika/erö Chi- cago um Bandarikin. Nýr upptökustjóri hefur ei\mig komið til sögunnar. Þaö er David Foster, sem áöur hefur stjórnaö upptökum á plötum með The Tub- es, Hall & Oates og Earth, Wind & Fire. Foster gerði sjömenningun- um lifið ekkért of auðvelt — þegar þeir færðu honum tólf lög til aö setja á sextándu breiöskifuna sagði hann: Nej, takk, drengir minir. Komiö með eitthvaö betra en þetta! Þetta virðist ógnvekjandi, en loginn slokknar um leið og hann kemur i munninn — hann fær ekkert súefni. „Spennandi að glíma við eldinn” segir íslenskur eldgleypir í Svíþjóð Alltaf vcrður maður jafn undrandi þegar fólk tekur sig til og fer að gleypa eld eða strjúka lionum nautnalega eftir hand- leggjunum. Brennir það sig ekki? Hvernig litur meltingar- vegurinn i svoleiðis fólki eigin- lega út eftir nokkur ár? Af og til rekur svona undar- legt fólk upp á fjörur þessa af- skekkta hólma sem við byggj- um. Og nú hefur hólminn aíið af sér einstakling sem lært hefur kúnstina að gleypa eld án þess að lenda á gjörgæsludeildinni. 1 sænska blaðinu Dagens Nyheter er fyrir skömmu viðtal við is- lenska konu, Sigrúnu Proppé, sem búsett er i Sviþjóð og hefur lagt fyrir sig eldát, að visu ein- göngusem fristundagaman. Upphafiö að þessu tóm- stundagamni Sigrúnar var að hún hitti Jango sem ku vera frægur trúður i Stokkhólmi. Með honum for hún á Festival of Fools, trúðahátiðina i Amster- dam þar sem hún komst yfir leyndardóma eldátsins. Þegar heim til Svíþjóðar kom fór hún að læðast út i skóg þegar skyggja tók til að æfa sig. Blaðamaður spyrhana hvern- ig hún beri sig að þvi að spúa eldi. Hún segist taka sér munn- fylli af eldfimum vökva og halla svo höfðinu aftur á bak til þess að loginn verði hár og fagur. „Maöur veröur aö passa sig á að ekkert af vökvanum berist ofan i lungun þvi hann er eitrað- ur og getur valdið lungna- bólgu”, bætir hún við. En af hverju brennir hún sig ekki þegar hún lætur eldtung- urnar leika um handleggina eða stingur loganum upp i sig? „Málið er að eldurinn sé á stöð- ugri hreyfingu, þá nær hann ekki að brenna. En maður verð- ur að vita upp á hár hve lengi húðin þolir hitann, það er ekki ýkja langur timi. Mörg börn hafa stungiðupp i sig eldspýtum og komist að þvi að loginn slokknar strax af þvi hann fær ekkert súrefni. Sama gildir um stærri loga, hann slokknar enn fyrr þvi hann þarl enn meira súrefni”,segir Sigrun. Hún bætir þvi við að henni finnist spennandi að glima við eldinn og að þvi fylgi viss sigur- tilfinning þegar hún finnur aö húnhefurhann á valdisinu. Eldát er ævagamalt bragö til að framkalla gæsahúð hjá áhorfendum. Talið er að það sé upprunnið i Litlu-Asiu og Egyptalandi og hafi borist norð- ur eftir Evrópu fyrir tilverknað Grikkjaveldis hins forna. Það hefur tekið sáralitlum breyting- um i timans rás, að öðru leyli en þvi að eldsneytið hefur breyst. Áður földu eldgleypar hnetu- skurn meö glóðarmola i munni sér og blésu svo i glæöurnar þannig að logarnir stoðu út úr þeim. Nú hafa framfarir i oliu- og efnavinnslu leyst glóðarmol- ana af hólmi. Sigrún getur þess i viðtalinu að fullorðnir áhorfendur séu gjarnan haldnir fordómum i garð eldgleypa, þeim finnist þetta óvirðulegur starfi. Ekki er ótrúlegt að þeir fordómar séu arfur frá timum galdrabrenn- anna á miðöldum. Fram að þeim tima nutu trúðar, sverð- dansarar og eldgleypar tals- verörar viröingar en þegar galdrabrennurnar hófust urðu þessar stéttir fyrir barðinu á breyttum tiðaranda og breytt- um viðhorfum. Siðan hafa þær verið heldur lágt skrifaðar þótt alltaf takist þeim að laða að sér áhorfendur sem hafa smekk fyrir spennu eða saklausri skemmtan. B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. ÞAKJÁRN í hva&a lengd^^H semer „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.