Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 8

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 8
Föstudagur 13, ágúst 1982 -jjfísturinn Um þrjú ár eru nú liðin siðan Jón Baldvin Hannibalsson stóð upp frá skólameistarastólnum i Menntaskólanum á isafirði og fluttist til Heykjavikur til að taka við ritstjórn Alþýðublaösins og helga starfskrafta sina stjórnmálum. Þegar alþingi kemur saman i haust scst Jón Baldvin svo i þingmannssæti. Hann tekur við þvi af Benedikt Gröndal sem verður sendiherra i Stokkhólmi. Jón Baldvin hefur verið atkvæðamikill i pólitikinni þessi þrjú ár og gustmiklir leiðarar hans i Alþýðublaðinu hafa valdið titringi viða, einnig innan hans eigin flokks. i þeim umbrotum sem nú fara i hönd, hvort heldur sem þingkosningar verða i vor eða fyrr, verður Jón Baldvin Hannibalsson vafalaust i cldlinunni. Jón Baldvin er i Yfirheyrslu Helgarpóstsins i dag, þar sem hann er spurður um hug sinn til stöð- unnar i þjóðmálunum þ.ám. Alþýðuflokksins, væntanlegs prófkjörs og kosningaslags, og fleira. Nafn:Jon Baldvin Hannibalsson Staða:ritst jóri AlþýflublaAsins og varabingma*ur Fæddur: 21. febríiar 1919 Heimilishagir: Kvæntur Bryndísi Scbram, fjögur b"rn Áhugamál: Pólitík Bifreiö: Volvo árgerr5! 197? Fertugur marx- isti er asni — Nú styttist óðum i að þú verðir þing- maöur og takir viö af. Benedikt Gröndal. Er þar að rætast gamall draumur þinn — og langri göngu i gegnum þrjá stjórn- málaflokka aö Ijúka? — Þvi er íyrst til aö svara, aö ég geri mér engar grillur um þingmennsku sem eitthvert sæluhnoss. Karl laöir minn sat einhverja áratugi á þingi, i'ööurbróðir minn helur setiö á þingi, l'leiri frændur minir hala setiö á þingi og ég hef sjálfur litið þarna inn ööru hverju, svo ég geri mér, held ég, nokkuð raunsæjar hug- myndir um hvað þetta er. En þaö er nú einu sinni svo, að ég hef verið óðapóli- tiskur áhugamaöur frá blautu barnsbeini og vilji maöur hafa pólitisk áhrif, þá liggja þau i gegnum Austurvöll. — Heldurðu að þú ljúkir hringferð þinni um stjórnmálaflokkana mcð þvi að ganga i Sjálfstæðisflokkinn? — Hún er skritin þessi hugmynd, sem þú ert raunverulega aö gefa i skyn: að þaö sé syndsamlegt athæf'i að skipta um stjórnmálaílokk. Þegar kjósendur gera það sjálfir i almennum kosningum, þeir refsa einum flokki með þvi að kjósa öðru visi en þeir geröu siöast, þá þykir það bera vitni um sjálfstæðan vilja kjós- enda, að þeir séu ekki bundnir á klafa flokksræðisins og er i raun og veru það sem viö köllum lýðræði. Þaö er loísvert. En ef stjórnmálamaður kemst i ósátt við stjórnmálaílokk eöa vill hafa áhrif á að breyta flokkakerfi, þá heitir það synd eða pólitiskt lauslæti og þykir mjög vafasamt. Um mina pólitisku fortiö er aðeins eitt að segja: Á unglingsárum var ég marxisti. Um þaö tek ég undir meö Willy Brandt: Sá sem ekki er marxisti um tvitugt hefur slæmt hjarta, sá sem er það enn um fert- ugt, hann er asni. Á háskólaárum gerðist ég sósialdemókrati af póiitiskri sannfær- ingu. Ég geröi mér svo vonir um þaö, eins og ýmsir aðrir, að Alþýðubandalagið gæti þróast yfir i sósialdemókratiskan flokk. Ég rak mig á að það var ekki hægt, þegar égkom heim frá námi 1964-65. Við urðum einfaldlega undir i þeim átökum, ég og minir skoðanabræður, og þvi fórum við út. Samtök frjáíslyndra og vinstri manna voru yfirlýst eini flokkurinn á fslandi, sem hefur verið stofnaður til að vera annað en flokkur — þau voru stofnuð til að vinna aðsameiningu jafnaðarmanna. Það tókst að takmörkuöu leyti. Mjög margir af fyrri stuðningsmönnum samtakanna eru nú i Alþýðuílokknum, sumir eru i Al- þýðubandalaginu. Ég brigsla engum þeirra um pólitiskt lauslæti. — Nú er vitað, að þú crt ekki sérlega vel liðinn af svokölluðum vinstri væng I AI- þýðuflokknum og stundum hefur manni virst þú vera ræðari með þeim Sjálf- stæðismönnum, sem taldir eru lengst lil hægri. Ertu þá liægri krati, sem telur vinslri menn með öllu óalandi og óferj- andi? — Ef þú átt viö meö vinstrimennsku þá trú i stjórnmálum aö lorræöi rikisins yfir fólki, einstaklingum og samtökum, sé vinstrimennska, þá er ég ekki vinstri- maöur. Ég er þeirrar skoöunar, að stjórn- málamenn hafi á undanförnum áratugum byggt upp á islandi einskonar pólitiskt lénsveldi. Hér er nærri þvi öllum völdum, fjárhagslegum og eínahags- legum, safnaö i hendur stjórnmála- manna. Þingmenn sem slikir láta sér ekki nægja að setja iög og íylgjast með fram- kvæmd laga, heldur keppa þeir eftir þvi að gerast handhalar lramkvæmdavalds- ins i bönkum, stjórnum og skömmtunar- kerlum fjármagns. Ég tel ekki aðeins nauðsynlegt að breyta um stefnu i grund- vallaratriðum i efnahagsmálum hér á lslandi, ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að breyta um sjálft stjórnkerfið. Og ég vil rifja upp, úr þvi að menn eru meö þessar gömlu klisjur, að ef þú spyrðir þessarar spurningar — vinstri-hægri — i landi eins og Erakklandi, þá væri ég vafa- laust flokkaður sem vinstrimaöur. Megin- atriði i sósialiskum erfðum, a.m.k. i sunnanveröri Evrópu, er vantrúin og van- traustiö á rikisvaldiö og krafan um dreif- ingu valds. Að þvi leyti getur sósialdemó- krati tekiö undir kröfur þeirra, sem hér á landi kalla sig frjálshyggjumenn: ég er sammála þeim um aö þaö á að auka virkni markaðskerfis þar sem það á við og minnka alskipti stjórnmálamanna. — Nú eiga væntanlega þessar and- stæður hægri og vinstri krata, sem talað er um hvort sem þeir eru til eða ekki, eftir aðskjóta upp kollinum i prófkjöri Alþýðu- flokksins lyrir næstu alþingiskosningar. Þar munuðþið hægrikratarnir, þú og Vil- mundur Gylfason, keppa um efsta sætið i Reykjavik. Eruð þið ekki þar að róa á sömu mið? Er ckki óheppilegur slagur framundan? — í fyrsta lagi skulum við hafa það á hreinu, að ég gengst ekki við nafninu hægrikrati. t öðru lagi þá er þvi svo háttað i minum flokki, að prófkjör er lögbundið, þannig að aðferð flokksins við að velja sér frambjóðendur er prófkjör. Það er meira að segja opið prófkjör, opið öllum sem ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórn- málaflokkum. Prófkjör er þar af leiðandi óhjákvæmilegt. Það þykir mjög lýðræðis- legt..Ég á i vandræðum með að koma fyr- ir mig hverjir þeir eru, þessir vinstrikrat- ar, sem þú talar um, ef ég á að vera þessi hægrikrati sem ég vil ekki kannast við... og það er fljótfrásagt, að þótt vafalaust séu skiptar skoðanir um mörg stórmál innan Alþýðuflokksins, þá hef ég ekki orð- —eftir Qmar Valdimarsson ----------------------------------- ið var við að þar sé i grundvallaratriðum verulegur pólitiskur ágreiningur. Ég er til dæmis alveg sammála Vilmundi Gylfa- syni um það stærsta mál, sem hann hefur flutt að minu mati, sem er um nauðsyn þess að verkalýðshreyfingin endurskipu- leggi sig frá grunni með vinnustaðinn sem grunneiningu. Þótt við séum sammála um þetta, og vafalaust margt annað, þá kem- ur það ekki i veg fyrir að við verðum áreiðanlega báðir þátttakendur i próf- kjörinu. — Frá Vilmundi yfir að Alþýðublaðinu, þessu pólitiska sendibréfi, sem þú kallar svo og ritstýrir, og varla er hægt að kalla dagblað. Er ætlunin að halda útgáfu þess óbreyttri? — Það er ekki á mínu valdi að svara þvi. Ákvarðanir um það eru teknar af flokks- stjórn og flokksþingi. Það er alveg rétt, Alþýðublaðið er ekki dagblað i venjuleg- um skilningi, það er ekki fréttablað — það er ósköp einfaldlega pólitiskt málgagn með mjög takmarkaða útbreiðslu. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að útgáfa þess i óbreyttu formi þjóni takmörkuðum tilgangi og vil ákveða að breyta þvi. En ákvörðunin er bara ekki min heldur flokksins. — Svo hafa menn haldið þvi fram, að aðalástæðan fyrir slakri útkomu Alþýðu- flokksins i borgarstjórnarkosningunum i vor hafi verið skipulagsleysi og málefna- fátækt. Var þá stefnuskráin, sem þú samdir fyrir borgarstjórnarflokkinn, ekki nógu góð? — Ég var nú ekki einn höfundur að þess- ari ágætu stefnuskrá. t annan staö var stefnuskráin prýðileg. Hún var, eins og þú sérð ef þú berð hana saman við stefnu- skrár þeirra flokka, sem gáfu út stefnu- skrár, hreint afbragð. Það er með þetta eins og stjórnarskrána — Sjálfstæðis- flokkurinn gaf út enga stefnuskrá. Það breytti engu um kosningasigur hans. Sú staðreynd, að Alþýðuflokkurinn gaf út stefnuskrá, að visu allt of seint, breytti engu um kosningaósigur hans. Sá kosn- ingaósigur var af allt öðrum ástæðum. Þar var kannski aðalatriðið þetta: Kjós- endum var ekki gert nægilega ljóst hver væri sérstaða Alþýðuflokksins og hvert ætti að vera lykilhlutverk hans i samstarfi i borgarmálum. — Þá hefur væntanlega Alþýðuflokkur- inn lykilhlutverki að gegna viðar. Þegar þessi rikisstjórn fer frá, hvort sem það verður á næstu vikum eða mánuðum — eða fyrir jólin ’83, hvaða möguleika sérðu þá fyrir þér á myndun nýrrar rikisstjórn- ar? — Stjórnarmyndunarmöguleikar eru óendanlegir i þessu fjögurra flokka kerfi, eins og menn muna frá stjórnarmyndun- arviðræðum. Um stöðu Alþýðuflokksins i þvi finnst mér fyrst og fremst þetta að segja: Það þótti fifldjörf ákvörðun og vafasöm, þegar Alþýöuflokkurinn ákvað að rjúfa stjórnarsamstarfið haustið 1979 við mjög svipaðar aðstæður og nú eru. Þá var fullreynt að hann kom ekki fram sinni stefnu. Flokkurinn hafði snemma i stjórn- arsamstarfinu, haustið 1978, lagt fram mjög itarlegar efnahagstillögur, sem við kölluöum jafnvægisstefnu i efnahagsmál- um. Ég átti talsverðan hlut i að semja þær. Þær tillögur voru i stórum dráttum forskrift fyrir uppskurði á efnahagskerf- inu, mjög i likingu við það, sem ég var að tala um við þig áðan. Þær voru brýnar þá og eru algjörlega nauðsynlegar núna. Flokkur, sem hafði hugrekki til að rjúfa stjórnarsamstarf, vegna þess að tvibur- arnir Alþýðubandalag og Framsókn skildu ekkert i efnahagsmálum þá — og skilja ekki enn — hann fer náttúrlega ekki inn i stjórnarsamstarf aftur nema það sé á hreinu, að kjarninn i hans boðskap kom- ist til framkvæmda. — Ef Alþýðuflokkurinn kemur þessu meg- inmarkmiði sinu að og tekur þátt i stjórn, ætlar þú þér þá ráðherraembætti? — Ég ætla mér eitt: Ég vonast til að geta haft áhrif á það hvaða stefnu Alþýðu- flokkurinn mótar. Hitt er annarra að ákveða hverjir verða ráðherrar flokksins. Þar á, að minu mati, að fylgja þeirri reglu að velja ber hæfustu mennina — og ég vek athygli' á þvi, að þéir þurfa ekki endilega að vera þingmenn. — Foringjavandamál eru talin hrjá is- lensk stjórnmál og flokkana, eins og frægt er orðið. Er þetta vandamál alvarlegt i Alþýöuflokknum? — Nei. Ég held að Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, njóti viður- kenningar langt út fyrir raðir Alþýðu- flokksmanna fyrir það að vera snjall maður. Alþýðuflokkurinn á þvi ekki við neitt foringjavandamál að striða i þeim efnum. — Tölum um friðarhreyfinguna, sem þú kallaðir ekki alls fyrir löngu feigðarhreyf- ingu. Nú sýnist manni vera einhver bil- bugur á þér i þvi. Hvað veldur? — Orðið feigðarhreyfing var nánast þýðing á þvi, sem félagi Helmut Schmidt kallaði „Angstbewegung”, eða hræðslu- bandalag. Það vefst ekkert fyrir mönnum að skilja upp úr hvaða jarðvegi er sprottin mótmælahreyfing gegn framleiðslu og út- breiðslu kjarnorkuvopna. Menn eru hræddir. í þeim skilningi er friðarhreyf- ingin réttilega nefnd „Angstbewegung”. Að svo miklu leyti, sem friðarhreyfingin i Evrópu og Bandarikjunum eifjöldahreyf- ing til að gera stjórnmálamönni'.m og valdhöfum það ljóst, að við erum komin á ystu nöf i kjarnorkuvopnakapphlaupinu, þá á hún fullan rétt á sér. 1 Evrópu fer þvi fjarri að þessari hreyfingu sé beint gegn varnarsamtökum lýðræðisrikja, nema að litlu leyti, og þar sem krafan er um gagn- kvæma afvopnun, þá get ég tekið undir kröfurhennar. En hitt er á að lita, að þeg- ar þessar kröfur eru teknar upp i áróðurs- skyni, af hreyfingu eins og Samtökum herstöðvaandstæðinga, sem mér er ekki kunnugt um að hafi breytt i nokkru sinni grundvallarafstöðu — hún er einfaldlega burt úr Nato og burt með herinn og boðun hlutleysisstefnu — þá er mér engin laun- ung á að ég er andvigur slikri pólitik og tel hana stórháskalega fyrir sjálfstæði ís- lendinga. — Þannig að þú vilt hafa her i landinu? — Það myndi enginn maður svara þess- ari spurningu játandi. Af tvennu illu, að hafa landiö varnarlaust og þar af leiðandi bitbein og skotmark tveggja stórvelda, þá er það á hreinu, að ég tel öryggi islensku þjóðarinnar best varðveitt i þvi varnar- samstarfi, sem við höfum tekið þátt i und- anfarna áratugi. myndir: Jim Smart—1

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.