Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 11
Helgai---
pðsturinn.
Nýtt
Föstudagur 13. ágúst 1982
n
- Þess misskilnings hefur gaett að
við séum að stofna enn eitt leikhús-
ið. En það er alls ekki ætlunin.
Þetta er fólk sem langar til að vinna
saman að ákveðnum verkefnum,
starfrækja leiksmiðju og gera
tilraunir með vinnuaðferðir.
Þetta segir Kári Halldór leik-
stjóri um það nýjasta sem er að
gerast í íslensku leiklistarlífi.Það er
í stuttu máli það, að þrettán manna
hópur, leikstjórarnir Kári Halldór
og Hilde Helgason, Jenný Guð-
mundsdóttir leikmyndateiknari,
Hafdís Árnadóttir leiktækniþjálf-
ari, Ingibjörg Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri og átta ungir
leikarar hafa bundist samtökum
sem þau nefna Gránufjelagið.
- Nafnið er tekið eftir gamla út-
gerðarfélaginu á Akureyri, sem
sagt er að sé fyrsta samvinnufélagið
á landinu.
- Við sjáum alls ekki fyrir okkur
fast leikhús og ætlum ekki að binda
okkur við ákveðinn fjölda af upp-
færslum- það gæti orðið ein sýning
á leikárinu en þær gætu líka orðið
þrjár, segir Kári Halldór.
Fyrsta verkefnið er þegar ákveð-
ið og samlestrar hafnir þótt frum-
s ýning eigi ekki að verða fyrr en í
janúar eða febrúar. Verkið er
Fiöken Júlía eftir Strindberg. Æf-
Gránufjelag
ingahúsnæðið hefur fengist inn í
Skeifu, en óráðið er hvar sýningar
fara fram, þegar þar að kemur.
- Þetta er gamalt og gott verk,
en á sér sterkar hliðstæður í
nútímanum, segir Kári Halldór
sem stjórnaði Þremur systrum á
Akureyri á síðast liðnum vetri, en
þar voru nokkrir af þeim leikurum
sem ætla nú að starfa í Gránufje-
laginu. Flestir þeirra eru í annarri
leikstarfsemi og verða það í vetur.
Gránufjelagið verður frístundaiðja
þeirra, að minnsta kosti til að byrja
með.
Og Kári Halldór sem sjálfur
kennir við Leiklistarskóla íslands
heldur áfram:
- Við ætlum að leggja mikla
Ilarry Dean Stanton og Kurt Russel þrefa um hvar forseta Banda-
rikjanna sc að finna i fangeisinu New York.
Stórborg sem fange/si
Austurbæjarbió: Flóttinn frá
New York (Escape from New
York).
Bandarisk. Árgerð 1981.
Handrit: John Carpenter, Nick
Castle.
Leikstjóri: John Carpenter.
Aðalhlutverk: Kurt Russel, Lee
Van Cleef, Harry Dean Stanton,
Isaac Hayes, Ernest Borgnine.
Þaö kæmi i'slenskum New
Yorkfara niína svosem ekkert
óskaplega spánskt fyrir sjónir
ef þessi ameriska stórborg væri
eftir fimmtán ár orðin að alls-
herjar fangelsi fyrir glæpalýð.
Astandið er nógu slæmt einsog
það er. John Carpenter tekur
þetta ástand og leiðir það til
fyrmefndra lykta i náinni fram-
tið, þegar glæpir i Bandarikj-
unum hafa vaxið um fleiri
hundruð prósent. Úrhrökin eru
lokuð inni f New York og valsa
þar um i flokkum en fyrir utan
borgina er afgangur þjóðar-
innar viggirtur. Þessi mörk
rofna þegar sjálfur forseti al-
rikisins (Donald Pleasence)
hafnar i höndum pakksins, sem
krefstsvo frelsistilað flæðayfir
landið i lausnargjald.
Övitlaus framtiðarsýn, eða
hvað? En John Carpenter gerir
ekkert að ráði til að vinna úr
þessari ágætu hugdettu. Hann
lætur sér nægja að nota hana
sem grunn til að byggja á enn
einn tæknilega pottþéttan
þriller um björgunarleiöangur
atvinnubófa (Kurt Russel) inni
sinn gamla -félagsskap og útúr
honum aftur með forsetaræksn-
ið á öxlunum. Einhvers staðar i
bakgrunni þrillersins eru hálf-
kveðnar vi'sur um móralskan og
pólitiskan tviskinnung, en þær
eru óbotnaðar.
Flóttinn frá New York er
sjötta mynd John Carpenters,
sem er, eins og jafnaldrar hans
Steven Spielberg og Brian
DePalma, kvikmyndalegt
undrabam meö sérhæfingu i
gerð þrillera, hrollvekja og vis-
indaakáldskapar. Myndin
minnir einna helst á blöndu af
pönkvestra Walter Hills The
Warriors og annarri mynd
Carpenters Assault on Precinct
13, með ofúrlitlu kryddi Ur
ýmsum atriðum Stjörnustriða.
Allar fyrri myndir Carpenters,
Dark Star, Assault on Precinct
13, Halloween, Elvis og The Fog
hafa borið vitni yfirburða tækni-
kunnáttu, og hún hefur aldrei
verið meiri og öruggari en i
Flóttanum frá New York.
Carpenter hefur náð traustum
tökum á þeim galdri að beita
myndavél, lýsingu, leikmyndog
hljóði, ekki si'st sinni eigin ein-
földu en effektifu tónlist, til að
ná sem hæstu spennumarki.
Afturámóti er leikarastjórn
Carpenters verulega ábótavant,
enda eru persónur i myndum
hans jafnan aðeins einsog hjól i
velsmuröri vél, meira og minna
sálarlaus peð i tafli þar sem
tæknileg atriði eru i aðalhlut-
verki. Þegar maður horfir á leik
i Carpentermynd sjást einatt
samskeytin, þegar leikstjórinn
segir við leikara sina: Nú eigiö
þið að hafa þennan svip og svo
þennan og svo hreyfiði ykkur
hingaö og setjið upp þennan
svip. Það samsafn gamalla og
nýrra B-myndaleikara, sem
fram kemur i Flóttanum frá
New York, er undir sömu sök
selt, nema kannski Lee van
Cleef gamli sem gaman er að
sjá á ný.
Flóttinn frá New York er
prýðilega gripandi spennu-
mynd. En einsog áður þegar
maður gengur Ut af myndum
John Carpenters er einhver
ófullnægja i huganum, löngun til
að sjá þennan flinka dreng
glima við matarmeiri handrit og
verðugri vi öfangsefn i.
Kannski hann ætti aö láta aðra
um að skrifa.
—AÞ.
PS. Ég vil nota tækifærið og
mótmæla og vi'sa alfariö og ein-
dregið á bug og heim til föður-
húsanna þeirri svivirðilegu
aðför sem kollegi minn, Jón
Axeljgerir hér f sinum dálkum
að þeirri góðu og nauösynlegu
hefð sem pokkkornsát er. Popp-
kom tilheyrir einfaldlega þvi
ritúali að fara i bió. Guð blessi
poppið. Það lifi.
áherslu á þjálfun í leiktækni og ým-
islegt sem varðar undirbúning
leiksýninga, en áhorfendur verða
ekki varir við, nema þá í betri ár-
angri á sjálfum sýningunum. Við
viljum vinna að list okkar sem
skapandi listamenn, ekki aðeins
sem túlkandi listamenn.Við höfum
líka hugsað okkur að vinna með
áhugaleikfélögum og hafa sam-
vinnu við listamenn úr öðrum list-
greinum. Myndlistarmenn, hljóm-
listarmenn og ekki síst rithöfunda.
Hér er skrifað mikið af leikritum,
en það er oft erfitt að nálgast þau.
Og það er ekki endilega nauð-
synlegt að taka til meðferðar full-
skrifuð verk. Við getum hugsað
okkur að taka til samlestrar frum-
drög að leikriti, jafnvel taka til at-
hugunar hugmynd í því skyni að
spinna útfrá henni bæði orð,
leikræna tjáningu, tónlist og sviðs-
mynd. Gefa hvert öðru hugmynd-
ir.
Þótt takmarkið með uppsetn-
ingu á leikverkum sé að sýna þau,
ná samspili milli leikenda og á-
horfenda, er það ekki allt. Við vilj-
um hafa tíma til að vinna að list
okkar, án þess að það þurfi endi-
lega að leiða til sýninga og án þess
að binda okkur of stóran
fjárhagslegan bagga. Og hópurinn
er ákveðinn í því að halda þessari
samvinnu áfram . ■
framtíðinni, segir Kári Hall-
dór um þetta nýstárlega framtak í
íslensku leiklistarlífi, sem þegar
hefur fengið vissa opinbera við-
urkenningu með 40 þúsund króna
styrk frá menntamálaráðuneytinu
undir liðnum „önnur at-
vinnuleiklistarstarfsemi" (þ.e.
önnur en sú sem er þegar í fjár-
lögum).
//Sjáum ekki fyrir okkur
fast leikhús", segir Kári
Halldór um Gránuf jelagið,
nýjan leikhóp (mynd: Jim
Smart).
Ey/ess í eigin persónu
en Edmunds á eigin piötu
Væntanleg er hingað til lands
hljómsveitin Eyeless In Gaza og
mun hún halda hér tvenna tón-
leika, þá fyrri á Isafirði 19.
ágúst en þeir siðari verða i
Reykjavik 22. ágúst.
Eyeless in Gaza var stofnuð
árið 1980 i Nuneaton, smábæ i
nágrenni borgarinnar Coventry.
I raun er vafasamt aö tala um
EIG sem hljómsveit þvi með-
limir hennar eru aöeins tveir.
aðan hátt. Þaö fór þvi svo að ár-
ið 1970 hætti hljómsveit þessi
störfum en eftir hana liggja
tvær stórar plötur, Blues Help-
ing og Forms & Feelings.
Aðalmaðurinn i Love Sculp-
ture var gitarleikarinn Dave
Edmunds og þegar hljómsveitin
hætti, keypti hann sér hlut i
Rockfield-stúdióinu i Wales og
þar má segja að hann hafi lokað
sig inni næstu árin. Hann sendi
Þeir eru Martin Bates, sem
syngur aðalrödd auk þess að
leika á gitar og hljómborð, og
■ Peter Becker sem syngur bak-
' raddir leikur á bassa og hljóm-
borð. Það er Bates sem semur
textana og meginhluta laganna
en Becker hefur þó hönd i bagga
með útfærslu þeirra.
Þeir gáfu sina fyrstu litlu
plötu, Kodak Ghosts Run Amok,
út á sinu eigin merki. En fyrsta
stóra plata þeirra Photographs
As Memories, kom út i janúar
1981 hjá Cherry Red sem er eitt
af sterkari sjálfstæöu fyrirtækj-
unum og af þeim hafa plötur
EIG verið gefnar út siöan.
Síðastliðið haust kom svo út
platan Caught In Flux sem hlaut
eins og reyndar fyrri plata
þeirra, góðar viðtökur gagnrýn-
enda.
Það hefur svo sem ekki mikið
farið fyrir nafninu Eyeless In
Gaza i bresku pressunni til
þessa en þeir hafa þó fengiö lof-
samlegar umsagnir fyrir flest
sem þeir hafa gert og þykja t.d.
nokkuð góðir á hljómleikum.
Ástæðan fyrir þvi hversu litið
hefur fyrir þeim farið er ef til
vill sú staðreynd að þeir eru
ekki, eftir þvi sem ég best veit,
atvinnumenn i faginu. Þeir hafa
sem mest viljað halda sig utan
við músikbransann og talið best
að gera þaö með því að hafa
fastar tekjur annars staöar frá.
Tónlist EIG er ekkert tiltak-
anlega lik þvi sem aðrir dúettar,
sem i tisku hafa verið undan-
farið, eru aö gera. Hef ég þá
einkum i huga Soft Cell, DAF,
Suicide ofl. slika. Einhver lýsti
tónlist EIG sem Avant-Folk
undir áhrifum frá Velvet Und-
erground og jafnvel Can. Þessi
lýsing er ekki alveg út i hött og
a.m.k. er dúett þessi svolitið sér
á parti og ástæða þykir að
hvetja fólk til að láta sig ekki
vanta þegar þeir leika hér á
næstunni.
Dave Edmunds -D.E.7th.
Það mun hafa verið i desem-
bermánuði árið 1968, sem lagið
Sabre Dance (Sverðdansinn)
eftir Katchaturian, sló i gegn i
kraftmikilli rokkútgáfu hljóm-
sveitarinnar Love Sculpture.
Þessum vinsældum náði hljóm-
sveitin aldrei að fylgja eftir,
jafnvel ekki þó hún tæki lag
annars virts tónskálds (Farand-
ole eftir Bizet) og útsetti á svip-
þó frá sér plötur og seint á árinu
1970 kom frá honum lagið I Hear
You Knocking, sem fór i fyrsta
sæti breska listans og einnig
hátt á þann bandariska. Arið
1971 kom frá honum stóra plat-
an Rockpile.
Arið 1973 komu litlu plöturnar
Baby I Love You og Born To Be
With You og 1975 kom loks stór
plata, Subtle As a Flying Mallet.
Þessa plötu gerði Edmunds að
mestu einn,þ.e. hann lék á öll
hljóöfærin sjalfurog hún er sér-
lega merkileg fyrir það hversu
vel honum tekst á henni að ná
hinum svokallaða Spect-
or-hljómi, sem lika hefur verið
nefndur „Wall of sound” eða
hljómveggurinn.
Enn varð bið á aö ný plata
kæmi og þaö var ekki fyrr en
1977 að lagið I Knew The Bride
leit dagsins ljós. Stóra platan
Get It, sem fylgdi i kjölfarið er
almennt talin fyrst af þremur
meistaralega góðum Edmunds
plötum. Hinar tvær eru Trax On
Wax 4 (1978) og Crawling From
the Wreckage (1979). Með hon-
um á tveimur siðarnefndu plöt-
unum lék hljómsveitin Rock-
pile.sem Edmunds stofnaði 1978
ásamt Nick Lowe, Billy Bremn-
er (ekki fótboltamanni) og
trommuleikaranum frábæra
Terry Williams. Hljómsveit
þessi þykir einhver sú besta
rokk- og rólhljómsveit sem
starfað hefur á seinni árum. A
þeim þremur árum sem hún
starfaði lék hún inn á nokkuð
Eyless in Gaza — sér-
stæður enskur dúett sækir
íslendinga heim.
margar hljómplötur undir nöfn-
um ýmissa listamanna, svo sem
á sólóplötu Nick Lowe, hjá Car-
lene Carter, Mickey Jupp og
auðvitað Dave Edmunds.
Rockpile gerði hinsvegar
aldrei nema eina plötu undir
eigin nafni og mun það hafa ver-
ið vegna þess að Lowe og Ed-
munds voru samningsbundnir
hjá sitt hvoru plötufyrirtækinu.
Stuttu eftir útkomu Rockpile
plötunnar slóst eitthvað upp á
vinskapinn hjá umboðsmannin-
um Jake Rivera og Nick Lowe
annarsvegar og Edmunds hins-
vegar. Þar með fauk ein af min-
um uppáhaldshljómsveitum og
ekkert virðist ætla aö fylla það
skarð að fullu. Lowe, Edmunds
og Bremner hafa snúið sér aö
gerð sólóplatna en Terry Willi-
ams hefur verið að tromma meö
Meat Loaf upp á siðkastið og
þar fór góður drengur fyrir lítið.
Það hefur farið heldur litið
fyrir Dave Edmunds siöan
Rockpile hætti. Hann pródúser-
aði að visu fyrstu Stray
Cats-plötuna og i fyrra kom
sólóplatan Twangin’ út en hún
var að mestu tilbúin áður en
Rockpileplatan varð til og þvi
um gamalt efni að ræða. Ekki
þótti Twangin’, þó góð væri, eins
góð og næstu Edmundsplötur
þar á undan.
Nú er komin frá honum ný
plata með nýrri hljómsveit.
Þessi nýja plata mun vera hans
sjöunda plata og hefur hún hlot-
ið nafnið D.E. 7th. Þvi miður
varð ég fyrir nokkrum von-
brigðum meö þetta nýjasta af-
kvæmi meistarans en hvað er aö
er vont að henda reiður á. Þ'aö
er eins og einhvern neista vanti.
Kannski er það einkum tvennt
sem gerir það að verkum að
mér finnst plata þessi ekki
alveg eins góð og Edmundsplöt-
ur eiga að vera. 1 fyrsta lagi er
hljómsveit sú sem spilar i flest-
um laganna ekki nærri nógu góð
(sé miöað viö Rockpile).
Trommuleikurinn er t.d. allt of
stifur og útsetningar sumstaðar
ofhlaðnar. í öðru iagi semur
Dave Edmunds ekki lög og þarf
þvi að treysta á efni frá öðrum.
Lagavalið á þessari nýjustu
plötu er hjnsvegar ekki alveg
nógu gott. Flest lögin eru að
visu allt i lagi en það vantar eins
og tvö þrjú virkilega góð lög til
að lyfta plötunni. Lög eins og Me
And The Boys, Bail You Out og
Deep In The Heart of Texas
mættu t.d. missa sig. Bestu lög-
in eru hins vegar Generation
Rumble, Other Guys Girls,
Paula Meets Jeanne og Warmed
Over Kisses, Left Over Love.
Sérstaklega er siðastnefnda
lagið gott en þar fer gitarleikar-
inn Albert Lee á kostum. Einnig
mætti nefna From Small Things
Big Things Come, sem er nokk-
uð gott, en þetta lag samdi
Bruce Springsteen sérstaklega
fyrir Edmunds og vist hefur
hann oft gert betur.
Fyrir mig sem gamlan Ed-
mundsaðdáanda er þessi plata
bara svona i meðallagi góð en
miðað við margt annað er hún
nokkuð góð. Þá er lika rétt aö
benda þeim sem ekki hafa
hlustað á Edmunds (sem mig
grunar að séu ansi margir) á
að kominn er timi til að gera
eitthvað i þeim málum og þar
sem þetta er liklega eina platan
með honum sem til er I bænum
um þessar mundir, þá verður
hún bara að duga.