Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.08.1982, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Qupperneq 12
12 Föstudagur 13. ágúst 1982 Woody Allen og meðleikarar hans í nýjustu mynd kapp- ans um vandamál kynlifsins. Woody Allen og jónsmessunæturkynlífið Brahms í verðlaunaútgáfu Ný mynd frá háðfuglinum aivarlega, Woody Allen, þykir alltaf mikill viðburöur i kvik- myndaheiminum, og hefur svo verið um nokkurt skeið. Jóns- messunætur kynlifskómedla heitir sú allra nýjasta og var hún frumsýnd fyrir skömmu i Banda- rikjunum. Eins og nafniö bendir til er þetta gamanmynd, en með alvarlegu ivafi þó, og fjallar hún um uppáhaldsefni Allens, kynlifið og vandamál þess. Heiti myndar- innar sækir Allen til Shakespeare og Ingmars Bergman, en við þann siðarnefnda hefur honum verið likt. Myndin segir frá þvi er tvenn hjón heimsækja þriöju hjónin i húsi úti i sveit og undir fullu sumartungli upphefjast miklir ástarleikir og vandamálin skjóta upp kollinum. Jónsmessunætur kvnlifskóm- edia minnir mjög á fyrri kynlifs- vandamálamyndir Allens og þykir hún ekki sérlega vel heppnuö, finnst mönnum eins og kappinn sé kominn I nokkurt hug- myndaþrot. Johannes Brahms (1833-97): Píanókvintett í f-moll, op. 34 Flytjendur: Quartetto Italiano Einleikari: Maurizio Pollini (píanó) Utgefandi: Deutsche Grammop- hon 2531 197, 1980 Dreifing: Fálkinn Þessi hljómplata var kjörin kammermúsíkplata ársins 1980 af tímaritinu Gramophone, en þar að auki hlaut hún „þýsku hljómplötuverðlaunin“ frá De- utsche Phono-Akademie. Fyrir slíkum verðlaunaafhendingum liggja margar ástæður og full- komlega réttlátar. Fyrst og fremst er hljóðupptaka með slíkum ágætum, að tóngæði skila sér í tærum, breiðum og mjög nálægum hljómi. Þá er leikur Quartetto Italiano ein- staklega lifandi og innilegur, al- gjörlega laus við allan stúdíó- þurrk. Ekki sakar að hafa Maurizio Pollini sem 5. mann á plássi. Píanóleikur hans ríkir yfir hverjum kafla verksins og ber það nafn píanókvintetts með rentu. Leikur hans er bæði hljómmikill og markviss. Reyndar var Brahms lengi að finna rétta útsetningu fyrir verk- ið. Upphaflega var það samið fyr- ir 5 strengjahljóðfæri, án pían- ós. Frumdrögin eru frá 1862, á sama ári og Brahms tók til við 1. Symfóníuna. Sú útsetning var tónskáldinu ekki að skapi og hlaut slæmar viðtökur hjá vinum hans, þeim Joseph Joachim og Clöru Wieck-Schumann. Hann eyðilagði því handritið. 1864 skrifaði hann Kvintettinn fyrir tvö píanó og breytti þannig verk- inu úr kammerverki í sónötu. Þannig var verkið frumflutt í Vín, 1864, og spilaði Brahms sjálfur á annað píanóið en pólski píanistinn Carl Tausig áhitt.Síð- ar (1872) gaf Brahmsþessa, són ötu út og er það Sónatá op. 56b. Sama ár og' frumflutningur sónötunnar átti sér stað, fann tónskáldið lokaformið eftir langa mæðu og birtist Kvintettinn hjá jOHANNBBIWHMS Klavierquintett op.34 • Piano Quintet Matiizfo Fbihi • QuartEltf > Italóno Rieter-Biedermann í Leipzig, þá endanlega gerður. Á titilsíðu stendur að verkið sé útsett fyrir píanó, tvær fiðlur, víólu og selló. Þar með hafði Brahms sent frá séreina skærustu kammertónlist- arperlu sína, einn fegursta píanó- kvintett sem saminn hefur verið. Þrátt fyrir klassíska formfestu, er Píanókvintettinn fullur af róm- antískum blæbrigðum og per- sónulegum útúrdúrum enda var Brahms tónskáld kammerverks- ins engu síður en symfóníunnar og konsertsins. Raunar man ég ekki eftir neinu tónskáldi frá seinni hl. 19. aldar, sem samið hefur annan eins fjölda meistara- verka þessarar tegundar. Innan um tríó, kvartetta, kvintetta og sextetta, ber kannski hæst þenn- an Píanókvintett. Það er því ekki dónalegt að geta brugðið honum á fóninn í þessari afbragðsútgáfu. Hiðárlega gæðamat Þá er ágústheftiö af down beatkomið út og þær djasskosn- ingar þar skráöar sem mesta athygli vekja ár hvert. Þetta eru 30. gagnrýnendakosningar down beatog úrslit breytast litið frá ári til árs, gagnrýnendur eru ihaldssamir sem vera ber, en I hófi þó. Kosningunum er skipt i tvennt; annarsvegar hinir við- urkenndu listamenn og hinsveg- ar þeir sem eiga skilda meiri at- hygli. Sá hluti bar áður nafniö Nýjar stjörnur, en var breytt þarsem svo margir gamlir jaxl- ar, gleymdír flestum, áttu ekki siður athygli skilda. Þá er best að birta hér nöfn sigurveg- aranna (þótt aö sjálfsögðu sé aldrei hægt að sigra i listum) og eru nöln þeirra er flest atkvæöi hlutu i flokknum Þeir sein eiga meiri athygli skilda.i svigum. Stórsveit: Akiyoshi/Taba- ckin (Globe Unity); Smásveit: Art Ensemble of Chicago (Old and New Dream); Tónskáld: Toshiko Akiyoshi (Muhal Ric- hard Abrams & Anthony Davis); útsetjari: Toshiko Akiyoshi (Muhal Richard Abrams); Trompct: Lester Bowie (Wynton Marsalis); Básúna: Jimmy Knepper (Ray Ander- son); sópransax: Steve Lacy (Ira Sullivan); Altósax: Phil Woods (Richie Cole); Tenorsax: Archie Shepp (Ricky Ford); Barrýtónsax: Pépper Adams (Henry Threadgill); Klarinett: Anthony Braxton (John Carter); FIauta:James Newton (Ira Sullivan); Fiðla: Stephan Grappelli (Billy Bang); Vibrafónn: Milt Jackson (Jay Hoggard); Píanó: Cecil Taylor (JoAnne Brackeen); Kafpianó: Chick Corea (Lyle Mays); Orgel: Sun Ra&Jimmy Smith (Amina Claudine Myers); Hljóðgervill: Joe Zawinul (Ge- orge Lewis); Gitar: Jim Hall (Emily Remler); Bassi: Charlie Haden (Fred Hopkins); Raf- bassi: Steve Swallow (Jamaaladeen Tacuma); Trommur: Max Roach (Ronald Shannon Jackson); önnur hljóö- færi: Toots Thielemans, munn- hörpu (John Clark, valdhorn), Asláttar hl jóðf æri: Airto Moreira (Famoudou Don Moye), Söngvari:Joe Williams (Joe Lee Wilson), Söngkona: Sarah Vaughan (Sheila Jor- dan), Sál&rýþmablúsisti: Steve Wonder (Clifton Chenier&Otis Rush), Sönghópur: Manhattan Transler (Hendricks Family). Hljómplata ársins: Old Apd New Dream Playing á ECM Endurútgáfa ársins: Steve Lacy: Evidence (Prestige), Charles Mingus: Pithecan- thropus Erectus (Atlantic) og Ben Webster: Giants Of Jazz (Time-Life); Plötumerki: Concord Jazz & hat hut; Hljóö- stjórar: Giovanni Bonandrini (Black Saint/ Soul Note) & Carl Jefferson (Concord Jazz); svo var 55. félaganum boðið i Goða- borg djassins (Hall of Fame) og. var það trompetleikarinn snjalli Fats Navarro, en hann lést árið 1950, aðeins 27 ára gamall. Það var hið hvita eitur sem lagði hann að velli. Ef viö berum saman úrslit aö- alkosninganna 1 ár og í fyrra kemur i ljós að aöeins eru breytingar i 8 flokkum (aö sjálf- sögðu eru hljómplötur og Hall of Fame undanskilin). Breytingar eru þessar: Akiyoshi og Gil Evans skipta um sæti sem út- setjarar; Archie Shepp veltir Dexter Gordon úr fyrsta sæti tenórsins oni fimmta og er þetta ifyrsta skipti að Shepp er efstur . i aðalkosningunum; James Newton skýst úr þriöja sæti i fyrsta á flautu og veltir Lew Tabackin þaöan; Lester Bowie veltir Dizzy niðri þriðja sæti en Lester var númer tvö i fyrra. Chick Corea skýst upplyrir Zawinul á rafpianó,röðin öfug i fyrra; Charles fer úr fjórða i fyrsta sæti á bassann og sigur- vegarinn frá i fyrra Niels-Henning lendir i öðru sæti ásamt Ron Carter; Stev Swall- ow skýst uppfyrir Jaco Pastor- ius, röðin öfug i fyrra,- þeir hljóðstjórar Bonandrini og Jeff- erson koma Michael Cuscuna niðri fimmta sæti. Þá er aðeins að geta eins enn, en það er útnefning ritstjóra down beat, á þeim manni sem 1. Trompet: Lester Bowie mest og best hefur stuðlað að út- breiðslu djassins, án þess að fást aðallega við tónsköpun. I fyrra var John Hammond út- nefndur og var hann sá fyrsti sem þessa heiðurs varð aðnjót- andi. 1 ár var það George Wein,. sem heiðurinn hlaut og er hann sannarlega vel að honum kom- inn. Hver kannast ekki við New- port djassfestivaliö? Það var hans verk. P.S.: Það er vert að minna á biómyndina i Sjónvarpinu ann- aö kvöld. Hollywoodvellan um Glen Miller verður þá sýnd en það er James Stewart sem leik- ur Miller. Myndin var gerö 1953. Miller var þá allur og sér hljóm- sveit Joseph Gerstenson um tónlistina; það er nú kannski ekki merk tónlist en þaö sem gleöur djasshjörtun mest er aö meistari meistaranna, Louis Armstrong, kemur þarna fram með hljómsveit sinni. 2. Tenórsaxófónn: Archie Shepp

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.