Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 15
15
,rjnn Föstudagur 13. ágúst 1982
tryggja það. Ef é'g hefði ekki látið reyna á
þetta hefði ég brugðist skyldu minni i fram-
kvæmd laganna. Hins vegar var ég þeirrar
skoðunar, að viö værum i nokkurri hættu
með það mál vegna formgalla, sem höfðu
orðið á framkvæmdinni i ráðuneytinu á
fyrri árum. Vitanlega er mér ánægjuefni að
viö skulum hafa unniö málið en ég vil
gjarnan beita mér fyrir þvi, að þeir menn
hjá Steindóri, sem hafa ekiö árum saman,
geti gert það áfram. Ef ekki hefði verið far-
ið i þetta mál hefðu leigubilstjórar i
Reykjavik — og viöar — svo sannarlega
getaðsagtað á þeim væri troðið.”
— Þú minntist á það hér áöan, að þú hefð-
ir stundum getaö gert fólki greiða. Þá
rifjaðist upp fyrir mér að Einar Agústsson
sendiherra og flokksbróöir þinn, sagði á
sinum tima um viðskipti sin og Guðbjartar
heitins Pálssonar, að þar heföi verið ,,einn
af greiöunum”. Þau afskipti, sem þú ert
sagður hafa haft af viðskiptum Iscargo og
Arnarflugs, hafa veriö sett undir sama hatt
— þar hafir þú veriö að gera flokksbróður
þinum greiða. Stemmir það?
„Nei, ég er ekki sammála þvi, alls ekki.
En fyrst þú minnist á flugið, þá get ég itrek-
að það sem ég sagöi áðan, að þegar verið
var að ræða Flugleiðamálið á þingi voru
margir, sem gerðu sér ljóst aö viða var
pottur brotinn. Og margir töldu varasamt
að hafa öll egg utanlandsflugsins i einni
körfu. Ég var sjálfur þeirrar skoðunar og
er enn. Samgöngunefndir þingsins komust
að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kannað
málin mjög rækilega og talaö við mikinn
fjölda fólks, að Arnarflug ætti að verða
sjalfstætt félag. Það er lika staðreynd að
þegar kallað var á starfsmenn Arnarflugs,
sem höfðu hug á að kaupa stærri hlut i fé-
laginu og gerðu það, þá lögðu þeir áherslu á
að þeir hefðu einhverjar áætlunarleiðir,
einhverja kjölfestu. Þetta lá alltaf fyrir. Ég
margitrekaði á þingi, að ég teldi nauðsyn-
legt að félögin, Flugleiðir og Arnarflug,
kæmust að samkomulagi um einhverja
skiptingu á þeirra leiðum og ekki yrði
stofnað til óheftrar samkeppni, þótt sam-
keppnin ætti einhver að verða. Siöan hefur
verið reynt i hálft annað ár að koma þessari
skiptingu á m.a. með milligöngu flugmála-
stjóra. En ég neita þvi algjörlega aö ég hafi
verið að gera minum flokksbræðrum ein-
hvern greiða.
Samvinnuhreyfingin er nú fleiri flokka en
Framsóknarflokksins og meira að segja oft
verið sagt, að þar séu ýmsir Heimdellingar
I toppstöðum. Auk þess á Samvinnuhreyf-
ingin stærri hlut i Flugleiöum en i Arnar-
flugi og þeir hafa ekki lagt á mig þrýsting i
þessu máli.”
• Mlstök
— En það var þó flokksbróðir þinn, sem
seldi Arnarflugi eigur Iscargo, sem hann
áttistærstanhluti.
„Jú. Kristinn Finnbogason átti eflaust
stærstan hlut i Iscargo og þvi auðvelt aö
halda þvi fram að ég hafi veriö aö gera
flokksbróður greiða þegar hann fékk leyfi
til Amsterdamflugsins. Það gerðist þannig,
aö Kristinn og Arni Guðjónsson, stjórnar-
formaður Iscargo, gengu á minn fund og
óskuðu eftir leyfi til Amsterdamflugsins.
Ég sagði þeim að ég teldi þessa fyrirætlun
þeirra að ýmsu leyti óráðlega og jafnframt,
að veitti flugráö sitt samþykki, þá myndi ég
ekki standa gegn þeirri leyfisveitingu. Svo
gerðist það.mér mjög á óvart.að flugráð
samþykkti leyfisveitinguna með fjórum at-
kvæðum og engu á móti. Ég taldi mér því
skylt að standa viö fyrri yfirlýsingu mina.
. Ég geröi mér aö sjálfsögðu ljóst strax i
upphafi, að kaup Arnarflugs á eigum Is-
cargo yrðu notuð gegn mér en ég taldi ekki
að ég ætti af þeirri ástæðu að leggjast gegn
slikum viðskiptum. Þegar ég lit til baka yf-
ir það mál, þá held ég að það hafi ef til vill
verið vafasamt af minni hálfu að liða það,
að Kári Einarsson, sem er minn fulltrúi i
stjórn Flugleiða, var þarna viss milli-
göngumaður. Ég viðurkenni fúslega að það
orkaði tvimælis. En það var ekki fyrir mín
orð. Kári spurði mig hvort ég hefði á móti
þvi að hann aðstoðaði við þessi mál eins og
félögin höföu beðiö hann um, og þá sá ég þvi
ekkert til fyrirstöðu. En hann var ekki minn
fulltrúi i þessum viðræðum.”
— Þeir hljóta þó að hafa talið hann vera
það, ekki satt?
„Ég skal ekki segja um þaö, þeir hafa
kannski taliö sig á þennan hátt fá einhvern
aðgang inn til Flugleiða. Ég hef hvorki
spurt hann né þá um það atriði.”
— Þannig að þetta hafa veriö þin einu
mistökiþessu máli?
„Ég held að þaö hafi veriö mistök aö fara
ekki fram á það viö Kára að vera ekki milli-
göngumaöur, þvi þaö gaf minum andstæð-
ingum vissan höggstað á mér. Hins vegar
fullyröi ég, að hvorki i gegnum Kára né
aðra reyndi ég að hafa minnstu áhrif á
þessi viðskipti eöa hvort af þeim yröi. Vita-
skuld getur maöur imyndaö sér, að Arnar-
flugsmenn hafi reiknað dæmið þannig, að
eftir að Iscargo væri farið út af Amster-
damleiðinni væri auðveldara fyrir þá að
komast inn. Ég sagöi hins vegar viö þá eftir
að allt var um garð gengið, að miklu skyn-
samlegra heföi veriö fyrir þá að kaupa
hlutafélagið Iscargo en ekki aöeins eignirn-
ar. Þá heföu þeir fengið leyfiö um leiö og
enginn getað sagt eitt einasta orö. Ef ég
hefði ráðlagt þeim eitthvað, þá heföi það
veriö að kaupa félagið. Það heföi verið
miklu einfaldara.”
tnginn þarf að segja mér það
— Svo að þú telur þig hafa staöið kórrétt
að þessum málum að undanskildu þessu
eina atriði?
„Já, ég tel það. Ég tel mig hafa starfað i
samræmi viö álit þeirra nefnda alþingis,
sem um málið fjölluðu. Ég get bætt þvi við,
að ástæðan til þess að ég taldi mig verða aö
höggva á hnútinn núna, var m.a. sú, að
Flugleiðir eru enn að sækja um verulegan
styrk, 24 milljónir. Ég taldi mér ákaflega
erfitt að mæla með þvi á sama tima og þeir
eru augljóslega — það getur enginn mót-
mælt þvi — að vinna að þvi að koma Arnar-
flugi á kné á áætlunarleiöunum til Amster-
dam og Diisseldorf. Það þarf enginn að
4 segja mér aö vit sé i þvi aö bjóöa ferðir til
‘ Amsterdam og heim aftur meö hóteli i viku
fyrir 2400 eða 2500 krónur. Það þarf enginn
að segja mér að það sé vit i sliku fyrir flug-
félag, sem segist tapa yfir 3 milljónum
dollara á ári. Markmiðið getur ekki veriö
annað en að valda Arnarflugi skaöa — og þá
að sjálfsögðu i þeirri von, að þeir þoli það
betur þeir stóru. A meðan staöan er
þannig tel ég ekki verjandi að veita öðru fé-
laginu styrk.”
— Nú hefur þú setið i tveimur rikisstjórn-
um. Eru þær mjög ólikar?
„Já, um margtmjög ólikar og ráðuneytin
min mjög ólik. Kannski má segja að land-
búnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðu-
neytiö séu áþekk, bæði eru atvinnuvega-
ráðuneyti. Dómsmálaráðuneytið var hins
vegar af allt öðrum toga. Þar kynntist mað-
ur miklu meira en ég hafði gert mér grein
fyrir áður mannlegum þjáningum — eigin-
konum og foreldrum sem eiga menn sina
eða syni i fangelsi og eru niðurbrotin. Það
er margt, sem þar gerðist, sem ég gleymi
aldrei.
Auk þess voru rikisstjórnirnar sjálfar
mjög ólikar. Þessi stjórn, sem nú situr,
setti sér i upphafi ákveðnar starfsreglur,
ákvaö að láta ekki ganga til atkvæða um
mál á rikisstjórnarfundum, heldur hefur
unnið óspart með ráðherranefndunum. Það
hefur vitaskuld leitt tii þess, aö allir hafa
orðið aö slá af sinum kröfum og sætta sig
við málamiðlanir. Þótt ég sé ekki alltaf
ánægður með það er ég ekki i nokkrum vafa
um að þessir starfshættir eru miklu betri i
rikisstjórn margra aðila.”
Eins o.q míðill
— Hvernig myndirðu lýsa fyrri stjórn-
inni?
„Mér fannst vera mest einkennandi i
þeirri stjórn togstreitan á milli Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins i ákaflega
mörgum málum. Það er kannski ekki óeðli-
legt, báðir flokkarnir berjast um fylgi
verkalýðshreyfingarinnar, meira en
til dæmis við, og eru þvi nátengdari að
þessu leyti. Um leið sannast það, að frænd-
ur eru oft frændum verstir. En þetta var
mjög einkennandi. Það kom fyrir hvað eftir
annað að annar aðilinn var varla búinn að
anda frá sér hugmynd þegar hinn var búinn
að hella sér yfir hana sem kolómögulega. I
þessari rikisstjórn hefur það ekki gerst.
Vissulega kemur það oft fyrir að menn eru
ekki sáttir en þá höfum við haft þann hátt-
inn á, aö viö höfum fengið einn aðila frá
hverjum til að ræða málin. Og þau hafa
alltaf verið leyst. Samkomulagið i þessari
stjórn er miklu betra. Mér fannst stundum i
vinstri stjórninni, að ég væri hálfgerður
miöill — maður var stundum i þeirri stöðu-
að bera boð á milli flokkanna. Núna ræð-
umst við daglega viö, hittumst oft til
að ræöa málin. Svona á að vinna, finnst
mér.”
— Þú sagðir einhverju sinni, og hafðir
eftir fööur þinum, að allt væri betra en
ihaldið...
„Já, eftir honum og Tryggva heitnum
Þorhallssyni...”
— Hvernig er þá aö starfa með þessum
þremur ihaldsmönnum, sem sitja i rikis-
stjórninni?
„Þetta er athyglisvert, sem þú segir nú;
eru endilega allir Sjáifstæðismenn ihalds-
menn?”
— Ja.svoer það.
„Er þaö? Ég get ómögulega viöurkennt
það. Það eru ihaldsmenn i öllum flokkum.
Ég á náttúrulega við ihaldsmann með
manni, sem sér ekkert nema þaö gamla,
staglast á þvi aö allt hafi veriö miklu betra i
gamla daga, vill engar breytingar, kýs
fremur aö allt sé fært aftur i gamalt horf,
það er maöur sem vill láta markaðinn ráöa
öllum lögmálum, maður sem vill þola „tak-
markað atvinnuleysi” eins og sumir sjálf-
stæðismenn telja nauðsynlegt, maður sem
telur okkur vera komin allt of langt i félags-
legum umbótum og tryggingum — þetta
eru ihaldsmenn. Þeir eru til. Menn sem tala
um utanrikismál eins og sumir töluðu i
Mogganum um samninginn við Rússa —
það eru ihaldsmenn. Menn sem gera sér
ekki grein fyrir þvi að heimurinn er annar i
dag en i gær. Reagan og Thatcher eru ihald
en ég hef ekki oröið var við að Gunnar
Thoroddsen, Pálmi og Friðjón séu það — né
heidur margir aðrir i Sjálfstæðisflokknum,
þótt sumir séu það.”
— Svo er talsvert ýjað að þvi, að þetta
stjórnarsamstarf sé alveg á ystu nöf. Væri
þér eftirsjá i þessari stjórn?
„Stjórnin á hvorteöer ekki langt eftir þvi
kosningar hljóta að verða að ári. Mér væri
viss eftirsjá i stjórninni, þvi samstarfið hef-
ur verið gott. Mér varð það mikið ánægju-
efni i ársbyrjun ’81 þegar Alþýðubandalag-
ið fékkst til aö taka á efnahagsmálunum
eftir leiðum sem það hafði áður verið tregt
til að skoöa — það er að setja þak á verð-
bætur fiskverð og búvöruverð (við köllum
þaö niðurtalningu). Það er sú eina aðferð,
sem hefur sýnt einhvern árangur. Við náö-
um þeim markmiðum, sem við settum okk-
ur. Ég harma að stjórnarflokkarnir hafi
enn ekki veriö reiðubúnir að halda áfram á
sömu braut. Ég viðurkenni að erfitt hef-
ur verið um vik, meðal annars vegna þess
að allir samningar hafa verið meira og
minna lausir allan timann siðan, en ég er
þeirrar skoðunar að það hefði veriö alveg
eins gott aö ganga hreint til verks, áður en
samningar voru gerðir, þannig að menn
vissu við hverju væri að búast. Mér væru
það vonbrigði ef stjórnin hefur ekki dug i
sér til að takast á við vandann, halda áfram
á sömu braut. Ef hún hins vegar hefur það
ekki, þá er mér engin eftirsjá i þessari
rikisstjórn.”
— Við förum nú að hætta þessu spjalli en
mig langar að spyrja þig áður hvort þig
langi aldrei til að hætta vafstri i pólitik og
fara að gera eitthvað allt annað? Smiða til
dæmis?
„Jú, ég hef ekkert komist i sumarsmiöi
ennþá útaf þessu vafstri — en ég fór um
helgina i sumarhús sem ég hef uppi Borg-
arfirði og smiðaöi þar frá morgni til kvölds.
Það eru bestu dagar sem ég hef átt siðan ég
var á skiðum um páskana. Ég smiðaöi heil-
mikiö — smíðaöi nýjan pall framan við hús-
ið, þvi hinn var orðinn fúinn. Þetta var
nefnilega algjör misskilningur hjá Dag-
blaðinu sem birti af mér mynd meö fúa-
varnarefniö, að ég kaupi þannig efni til að
beraá þaðsemer orðið fúið. Jónas þarf að
kynna sér þetta betur. Eg kaupi fúavarnar-
efni til aö verja gegn fúa. Svo var ég i skóg-
arhöggi, sem ég hef ekki gert áöur. Ég
keypti mér bandsög, og sagaði niöur all
mörg tré, skógurinn þarna var orðinn svo
þéttur, aö ekki var hægt að ganga um hann.
Mér reynist það rétt sem faðir minn sagði,
að maöur hugsar miklu skýrar þegar mað-
ur kemst i burtu. Þá hugsa ég ekkert um
þessa hluti en þeir eru i undirmeövitundinni
og það er margt, sem skýrist.
En til aö svara þér beint, þá væri mér
engin eftirsjá i þvi að hætta i stjórnmálum
og finna mér starf, þar sem ég er minn eig-
in herra, á minn fritima og hef tima meö
fjölskyldunni. Þaö er ákvörðun min og
Framsóknarflokksins hvort ég geri það.
Þegar ég hef tekið á mig ábyrgð vil ég ekki
hlaupa frá henni. Það kemur ekki til mála.
Ég hef tekið á mig mikla ábyrgð með þvi að
vera formaður Framsóknarflokksins og ég
hleyp ekki frá þeim ágæta flokki.”
— í lokin: Hvaða stjórnmálamaður á
íslandi er i mestum metum hjá þér i dag?
„Ég treysti mér ekki til að nefna nokkurn
einstakan. Ég met marga fyrir margt en ég
hef lika orðið fyrir vonbrigðum meö ýmis-
legt hjá mörgum. Ég met mest þá, sem ég
tel starfa af drengskap og minnst þá, sem
ég tel starfa af óheilindum, eru falskir. Þeir
eru þvi miður til.