Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 28
i’rá Austurriki höfum við
'jfregnað, að þarlendir velti
fyrir sér hvaö orðið hafi um
íslending nokkurn, sem auglýst
var eftir i sjónvarpi og útvarpi
þar i landi 29. júli sl. Var gefin
lýsing á manninum — hann var
sagður hafa verið i hvitri úlpu eða
jakka — og tekið fram, að hann
hefði verið með aðeins tólf shill-
inga austurriska i vasanum. Það
voru innan við tiu krónur islensk-
ar, siðast er fréttist. Utanrikis-
ráðuneytið hér hefur ekkert af
þessi máli heyrt — en Helgarpóst-
urinn hefur rætt við konu, sem
fylgdist með fréttum þessum
ytra...
f'JA félagsmálasviðinu biða
.^menn nú spenntir eftir þvi að
Svavar Gestsson, félags- og heil-
brigðisráðherra,geri upp hug sinn
varðandi það hver hreppir for-
mennskuna i stjórn Sjúkrasam-
lags Reykjavikur. t pólitiskum
hagræðingum verða nefnilega
sakleysislegustu mál að spenn-
andi þriller. 1 þetta „heita” sæti
hefur meirihluti Tryggingaráðs,
sem er umsagnaraðili til ráð-
herra mælt meðGuðjóni Hansen
tryggingafræðingi. Alþýðubanda-
lagsmaðurinn i ráöinu leggur hins
vegar til að hinn upprennandi
„altmuligmand” Allaballa,
Ragnar Arnason lektor, verði
settur þar á vörð. Þarna stendur
þvi Svavar Gestsson frammi fyrir
þessari gömlu spurningu póli-
tisks valdhafa, að velja i stöðu
eftir eðlilegum kröfum um þekk-
ingu og meðmæli eða eftir flokks-
linu. Svars við spurningunni mun
að vænta á næstunni...
f'Jjvið sögðum i siðasta blaði
,/jfrá nokkrum væntanlegum
bókum frá Iðunni á næstu jóla-
vertið, sem við höfum haft spurn-
ir af. Og nú getum við bætt við
fleiri. Þar mun vafalitið vekja
athygli frásögn manns sem nú er
á fertugsaldri en fæddur er sem
svonefnt „ástandsbarn”. Hann
heitir Robert Maitsland og býr nú
i Danmörku, en segir i þessari
bók hreinskilnislega frá uppvexti
sinum i Flóanum og Reykjavik á
timum „ástands” og upplausnar.
Vinnutitilinn „Jólasveinahælið”
hefur óvenjuleg jólasveinabók
eftir Þórarin Eldjárn rithöfund
og Brian Pilkington myndlistar-
mann. Hannes Pétursson skáld
verður með bók með þáttum úr
ýmsum áttum, m.a. af Bólu-
Hjálmari. Og þá er að nefna
bækur frá þeim mágunum Flosa
Ólafssyni og Ingólfi Margeirs-
syni. Flosi mun vera með at-
hyglisverða og húmoriska bók af
æskuminningum og bersöglis-
málum, og Ingólfur sem sló i gegn
i fyrra með Llfsjátningu Guð-
mundu Eliasdóttur skrifar frá-
sögur af ýmsum sérstæðum
erlendum persónum sem hann
hefur kynnst á lifsleiðinni...
f iGuðmundur Sæmundsson
-/fyrrv. háskólakennari og
öskukall á Akureyri mun taka
verkalýðsforystuna bærilega á
beinið i bók sem kemur út i haust
hjá Bókaútgáfunni Erni og ör-
lygi. Rekur hann þar valdaþræði
verkalýðsforiggjanna bæði út i
þjóðlifið og stjórnmálin. Sagt er
að einn bókarkaflinn fjalli sér-
staklega um viðskipti Guðmund-
ar við Jón Helgason formann Ein-
ingará Akureyri, en sem kunnugt
er bauð Guðmundur sig fram á
móti honum i stjórnarkosningu i
fyrra. Hafa Akureyrarblöðin sagt
að Jóni^g fleiri sé ekkert um
útgáfu Dokarinnar gefið og hygg-
ist jafnvel reyna að stöðva útgáfu'
hennar...
^jÞað er siður en svo dauft
hljóöiö i þeim Arnarflugs-
mönnum um þessar mundir, þótt
hver bilunin hafi rekið aðra á vél-
um félagsins á timabili i sumar
og B 720 véi þess að heita má ónýt
vegna tæringar. Um helgina fer
leiguvél þeirra frá Luxavia
ásamt tveimur Fokkerum frá
Flugleiðum og nokkrum minni
flugvélum i útsýnisflug yfir
Grænland með farþega af
skemmtiferðaskipi þvi sem er i
ishafsferð með 550 farþega, þar á
meðal furstahjónin af Mónakó.
Upphaflega var Arnarflug að-
eins beðið að taka rúmlega
helming farþeganna i útsýnisflug,
en eftir þvi sem skipið nálgaðist
Island fjölgaði þeim farþegum
sem vildu fljúga yfir Grænland
eða fara i aðrar útsýnisferðir með
Arnarflugi, og nú litur semsé út
fyrir aðallirvilji vera með. Boeing
vél Arnarflugs mun fara þrjár
ferðir yfir Grænland um helgina,
með 100 farþega i hverri ferð, en
siðan var leitað til Flugleiða um
leigu á Fokkerum. Afganginum
verður siðan komið með minni
vélum, en alls verða farnar 12-14
ferðir. Hluti af hópnum fer til
Kulusuuk á Grænlandi, aðrir fara
þangað i útsýnisflug, en enn aðrir
ætla að skoða ísland úr lofti.
Til marks um það hve mikil-
vægt er fyrir Arnarflug að fá
að flytja þetta rikisfólk i útsýnis-
flug jdir_Graeniand má nefna, að
reiknað er með að ágóðinn verði
álika og kostnaður félagsins var
vegna bilunar 720 vélarinnar i
Þrándheimi fyrr i sumar...
/^Til stóð að Valsmenn lékju
‘sinn fyrsta leik á eigin velli,
Hliðarenda- vellinum, á morgun.
Völlurinn er ágætur og komin
bærileg aðstaöa fyrir áhorfendur.
Töldu forráöamenn knattspyrnu-
deildar Vals ekkert því til fyrir-
stöðu að leikurinn færi fram á
vellinum, en þegar til kom gugn-
uðu leikmenn liðsins. Astæðan
var sú að Valsmönnum hefur
gengið ágætlega i leikjum sinum
á Laugardalsvellinum að undan-
förnu og þótti þeim ekki á það
hættandi að breyta til að svo
stöddu. Segið þið svo aö hjátrúin
lifiekki góðu lifi hjá iþróttamönn-
um...
f~ ÍTalsverðra breytinga er að
vænta á dagskrá rikisútvarps-
íns á næstunni. Útvarpsráð ákvað
á fundi sinum i gær, íimmtudag,
að Páll Heiðar Jónssonmuni ekki
sjá um Morgunvöku i vetur en
þátturinn verði samt sem áður á
dagskrá. Helst er búist við þvi, að
Stefán Jón Hafstein íréttamaður
og næturútvarpsmaður i sumar
taki við stjórninni, en hann lagði
tilboð þess efnis fyrir ráðið áður
en hann fór i sumarfri til Grikk-
lands. Endanleg ákvöröun um
næsta stjórnanda Morgunvöku
biður þvi þar til Stefán snýr aftur
frá Grikklandi. önnur umtals-
verð breyting á dagskránni verð-
ur sú, að þátturinn A vettvangi
verður lagður niður en sá timi,
sem honum hefur verið ætlaður,
færður fréttastofunni til umráða
þegar um næstu mánaöamót en I
siðasta lagi um mánaðamótin
september/októrber. Ætlun-
in er, að gamall draumur frétta-
mannanna um „fréttamagasin”
rætist þar með, en ekki hefur þó
verið ákveðið endanlega hvernig
það verður útfært. Þeir félagar
Páll Heiðar og Sigmar munu þvi
væntanlega spreyta sig á nýjum
verkefnum i vetur. Hvað það
verður er erfitt að segja, en hitt er
vist, að fyrir útvarpsráði liggur
bunki af tillögum um nýja dag-
skrárliði fyrir komandi vetrar-
dagskrá...
f'yÞað vakti athygli Húsvikinga,
^rþegar stjórnarskrárnefnd
undir forsæti Gunnars Thorodd-
sen.fundaði þar um þriggja daga
skeið um daginn, hve nefndar-
menn voru þaulsetnir við fundar-
borðið. Hali fundarmenn litt nýtt
sér þau þægindi, sem Húsavik
hefur upp á að bjóöa, eins og
sundlaug, gufubað, ágætis bar og
annað þess háttar, heldur setið
við frá morgni til kvölds. Út yfir
tók þó að mati heimamanna þeg-
ar sýslumannsfrúin á staðnum,
kona Sigurðar Gizurarsonar
sýslumanns sem jafnframt er i
stjórnarskrárnefnd, bauð nefnd-
Föstudagur 13. ágúst 1982 lHl-
armönnum til dýrindis kvöld-
verðar; gestirnir gerðu vist veit-
ingum litil og léleg skil. Mun það
hafa verið formaður nefndarinn-
ar sjálfur, sem setti kvöldverðar-
boðinu timatakmörk — tvær
klukkustundir — og strax að af-
loknu boði átti að setjast að fund-
arborði aftur. Þetta þýddi aftur
það, að enginn snerti við kokkteil
sýslumannsfrúarinnar sem boðið
var upp á fyrir rnatinn.og enginn
þorði að snerta á eðlalvínunum,
sem drekka átti með matnum.
Mun Gunnar hafa fylgst grannt
með þvi að „sinir menn” þ.á m.
Ólafur Ragnar, Ragnar Arnalds,
Gylfi Þ.,Jón Baldvin, Þórarinn
Timaritstjóri og aðrir i nefndinni
að meðtöldum Guðmundi Bene-
diktssyni ráðuneytisstjóra og
Gunnari Schram starfsmanni
nefndarinnar, gerðu ekki annað
engjóa augum á vinföngin. App-
elsinudjús var þvi drykkur
kvöldsins, og fannst heimamönn-
um mikið til um hinn
stranga aga, sem Gunnar hefði á
„strákunum” i nefndinni...
f~ iVið sögðum frá þvi á sínum
„^tima, að Þórir Hilmarsson
hefði veriðskipaður brunamála-
stjóri á siðastliðnu voru eftir að
hafa verið settur i embættið fjór-
um sinnum, i siðasta skiptið bara
til tveggja mánaða. 1 fimmta
skiptið var það loksins skipunar-
bréf sem hann fékk, eftir að
embættið haföi veriö auglýst
laust til umsóknar, — og fjórir
þúfinnurheiminní þúfinnurheiminní þúfinnurheiminní
lOUflNDI^ HHlflNH^ HOUHNDfiS’
Málverkaheimurinn. Ríkislistasafnið (Rembrandt, Vermeer og ótal fleiri snillingar)
og van Gogh safnið eru aðeins tvö af 50 málverkasöfnum í Amsterdam.
Tónlistarheimurinn. Hollenska óperan, fræg kirkjuorgel, klassískir tónleikar, popptón-
leikar, útitónleikar og ekki má gleyma Concertgebouw tónlistarhöllinni.
Sýningaheimurinn. í Amsterdam eru 65 sýningasalir, þar sem sjá má allt það nýjasta í
myndlist. Kvikmyndahúsin eru 40 talsins, listasöfnin nær óteljandi og ekki má láta
ballettinn fram hjá sér fara.
Demantaheimurinn. Hollenskirdemantaslíparar eru taldir í fremstu röð
í þessari listgrein.
Amsterdam - alla miðvikudaga og sunnudaga
Flugfélag með ferskan blæ
^SfARNARFLUG
Lágmúla 7, sími84477
aðrir sótt um starfið. Þá ha
verið skipt um stjórn brunamá
stofnunar en meðal þeirra se
gengu inn i hana eru lngi
Ilelgason, framkvæmdastjí
Brunabótafélagsins. Nú heyri
við að það sem hafi ráðið þvi
endanum að Þórir hlaut hnoss
hafi verið þrýstingur náfræn
hans, Stefáns Ililmarsson
framsóknarþingmanns á rá
herra (Svavar Gestsson). Stef
mun hafa hótað að hætta stuí
ingi við rikisstjórnina fen
frændi hans ekki starfið. En ek
var þar með allt búið. Nýver
var staða varabrunamálastjd
auglýst laus til umsóknar,
henni hefur gegnt til þessa Gui
ar Pétursson sem eitt sinn v
varaslökkviliðsstjóri á Keflav
urflugvelli. Samkvæmt áreiðe
legum heimildum okkar er e
faldlega verið að vikja Gunm
úrstarfi. Ástæðan eru sambúðí
erfiðleikar milli nýráðins brur
málastjóri og varamanns hans.
/^Þótt fækkað hafi um tvo
S rokkhljómsveitinni Sta
hefur Pétur W. Kristjanss
söngvari og aðalsprauta siður i
svo gefist upp. Hann kannar í
möguleika á að ráöa tvo ný
menn i stað þeirra Eiriks Haul
sonar og Kristjáns Edelstein i
ætlar að fara i gang á nýjan le
um mánaðamótin r
september/ 2
október... L
!
'