Helgarpósturinn - 10.12.1982, Side 13

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Side 13
13 J~!ek TjSstl Irínn Föstuda9uf 1Q- desember 1982 HeiqarpöslsvlMaliö: ólalur Jó viðlðl: Guðjðn JmSman atvikum verið góðir og vondir, heppnaðir eða misheppnaðir höfundar. í mínu tilfelli verð ég að láta lesendum eftir að dæma. Sjálf- ur finn ég ekki til þess að ég sé neitt óskaplega misheppnaður!“ Blöð og flokkar - Eru blöðin allt öðru vísi nú en þegar þú byrjaðir? „Margt hefur breyst já, en samt sem áður má segja að ótrúlega lítið hafi breyst. Blöðin hafa alltaf verið undirseld flokksræði, háð forræði og frumkvæði stjórnmálaflokkanna og það er óbreytt. Flokkarnir sjálfir hafa kannski orðið rýmri og eitthvað frjálslegri líkast til af hræðslu um sig og sína hagi. Og blöðin hafa stækkað, rúma nú margt og mikið efni umfram lágmark frétta og beinar þarfir flokkanna. Það breytir því ekki að blöðin eru, eins og fyrir 25 árum, umfram allt flokks- málgögn og mér finnst undarlegt þegar verið er að halda öðru fram, til dæmis um Morgun- biaðið. Stofnun Dagblaðsins var skýrt dæmi um gerviviðburð - pseudo-happening - eins og svo er nefnt. Ég sé nefnilega ekki að neitt hafi gerst á Dagblaðinu sem ekki gat gerst á Vísi og var raunar að gerast þar fyrir stofnun Dag- blaðsins. Nú er spurning hvort sú þróun held- ur áfram í DV eða snýr aftur í far gamla Vísis - aukamálgagn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, sem aðallega lifir á lögreglufréttum og smáauglýsingum. Og hvað með Helgarpóstinn? Þarf hann ekki einmitt núna á hæli og húsbónda að halda sem tryggi blaðinu fjárhagslegan bak- hjall? Sömu söguna er að segja af ríkisfjölmiðl- unum. Hinu sinni var samþykkt einhverskon- ar sjálfstæðisyfirlýsing Ríkisútvarpsins og rofin um leið þau tengsl sem þangað til höfðu verið milli kosninga í útvarpsráð og þing- kosninga. Þá tók við nýtt útvarpsráð sem varð umdeilt og umtalað á sínum tíma og var áreiðanlega ekki verra en önnur útvarpsráð. En þegar næst urðu valdaskipti í þinginu var óðara skipt um útvarpsráð og aftur horfið til þess að kjósa nýtt útvarpsráð eftir hverjar alþingiskosningar eins og áður. Þetta var ein- föld lögbinding á forræði flokkanna yfir út- varpinu, sem ella hefði kannski getað losnað um með hægðinni.“ - Finnst þér þú geta heyrt á dagskrám þessara fjölmiðla hverjir sitji í ríkisstjórn? „Það er ekki málið. Málið er að flokkarnir hafa frá upphafi haft frumkvæði um fjölmiðl- un í landinu og eru ekki líklegir til að sleppa því forræði sínu á því sviði fremur en öðrum. Meðan við sitjum uppi með flokkana sitjum við uppi með forræði þeirra á þessum sviðum eins og mörgum öðrum. Blöðin þekkja sín gömlu hlutverk sem ak- neyti flokkanna. En ef og þegar flokksveldi sleppir - þá er eins og þau viti ekki hvaðan á þau stendur veðrið, til hvers þau eiginlega séu. Til hvers er Helgarpósturinn? Til þess eins að komá út? Við lesum einhver ósköp af blöðum. En það er undarlegt hve öll þessi blöð eru lík, efnisval þeirra, tegundir, hlut- föll og öll meðferð efnisins. Skyldi nokkur taka mark á þessu öllu? Það er auðvelt að róa sig til dæmis með því að segja að fólk vilji lesa eitthvað létt og skemmtilegt - viðtöl við menn útí bæ um daginn og veginn, og það sé um að gera að fylla sig með einhverju þannig efni sem reynslan kennir að fólk vilji lesa. Af þessari orsök ert þú sjálfsagt kominn hingað til að tala við mig. Ég held að þetta sé alrangt. Ég held að við ættum ekki að tala svona saman eins og við höfum verið að gera, ræða heldur um einhver þau mál sem okkur finnst í raun- inni báðum tveim mikilvægust. Ef við gerðum það eins og menn, vildu eflaust ein- hverjir lesa það sem við hefðum að segja, - væru jafnvel til með að taka mark á okkur.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.