Helgarpósturinn - 11.02.1983, Side 10

Helgarpósturinn - 11.02.1983, Side 10
10 Föstudagur 11. febrúar 1983 irinn Tvær í framlínu Siouxie & the Banshees A Kiss In The Dream- house Það hefur gengið á ýmsu í sögu hljómsveitarinnar Siouxie & the Banshees. Það gerðist t.d. skömmu eftir útkomu annarrar plötu þeirra, Join Hands, að helmingur hljómsveitarinnar, þ.e. gítarleikarinn og trommuleikarinn, hættu í henni aðeins tveimur klukkustundum áður en hún átti að koma fram á tónleikum í Aberdeen. Nýir menn fylltu þó í skörðin og hljómleikaferðinni var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þó urðu tónleikarnir nú samt færri en ráð hafði verið fyrir gert, því Siouxie veiktist og aflýsa varð allmörgum tónleikum af þeim sökum. Það sama var einnig uppi á teningnum 1981 þegar hljómsveitin hélt í sína síðstu stóru hljómleikaferð um Bret- Iand, en þá varð einnig að aflýsa nokkrum tónleikum vegna þess að rödd Siouxie þoldi ekki álagið. Mesta áfallið kom þó á síðast- liðnu sumri er hljómsveitin var við tónleikahald í Svíþjóð. Tvennir tónleikar voru óleiknir í ferð þessari þegar röddin yfirgaf Siouxie gjörsamlega. Hún fór þá til mjög virts sérfræðings og hann sagði að hún yrði að hætta alger- lega að syngja næstu sex mánuði og að því loknu að breyta alveg um söngstíl, ef hún vildi ekki missa röddina að eilífu. Við frek- ari rannsóknir kom þó í ljós að ástandið var ekki alveg svona slæmt, en þó yrði einhverra aðgerða þörf. Siouxie hélt því ótrauð áfram söng sínum en er halda átti í enn eina tónleikaf- erðina, nú ekki alls fyrir löngu, lagðist gítarleikarinn John McGeoch veikur og Robert Smith, gítarleikari The Cure, varð að hlaupa í skarðið. Þrátt fyrir öll áföllin hafa Sio- uxie & the Banshees haldið áfram á sinni braut, en hljóm- sveitin er og hefur verið ein sú allra merkilegasta sem starfað hefur undanfarin ár. Plata þeirra JuJu, sem út kom árið 1981, þótti með betri plötum þess árs og jafnframt sú besta sem þau höfðu látið frá sér fara. Heildarmyndin var sterk en textarnir, með sinni voodoo ímynd, þóttu nokkuð þungir og jafnvel niðurdrepandi. En hvað sem öllu leið var ljóst að hljómsveitinni myndi reynast erf- itt að fylgja JuJu eftir. A Kiss In The Dreamhouse heitir nýjasta plata Siouxie & the Banshees og þrátt fyrir allar svartsýnisspár, þá verður ekki annað sagt en þeim hafi tekist virkilega vel upp að þessu sinni. Raunar svo vel að ég fyrir mitt leyti myndi telja þessa plötu betri en JuJu. Það mætti eiginlega segja að tónlistin á A Kiss... .sé að hluta til nokkurs konar sambland þess er var að finna á þriðju plötu hljómsveitarinnar, sem heitir Kaleidoscope, og svo þess er þau voru að gera á JuJu. En þau stefna sem betur fer einnig ennþá fram á við og fara ýmsar áður ótroðnar sióðir. Heildar- hljómnum, sem var áberandi á JuJu, er nú fórnað fyrir ýmsar skemmtilegar tilraunir og tónlist- in verður þar af leiðandi fjöl- breytilegri. Platan hefst á hressilegu lagi sem nefnist Cascade, en í því er mest áberandi góður og margtek- inn gítarleikur McGeochs en hann kemur einnig við sögu í lagi þessu sem hljómborðsleikari. Obsession er fyrsta verulega filraunakennda lagið á plötunni. Engan er trommuleikinn að finna í þessu lagi. Aðeins er um að ræða bassatrommubank á því sem næst þriðja hverju slagi, en svo er notast við ýmsan annan áslátt og eru „tubular bells“ (ég veit ekki hvað þær heita á ís- lensku) nokkuð áberandi. Það sem er þó líklega einna athyglis- verðast við lag þetta er að í því gefur í fyrsta sinn að heyra í strengjum á Banshees-plötu. Eins og þeirra var þó von og vísa eru strengir þessir skynsamlega notaðir og nokkuð skemmtilega. Like A Carnival er eitt lífleg- asta lag plötunnar, enda á jú víst að vera líflegt á þess háttar upp- ákomum, en lagið endar á eins konar hringekjuorgelleik. Síðasta lagið á fyrri hliðinni er Circle en það ber óneitanlega nafn með réttu því leitast er við að mynda einskonar hringáhrif með undirleiknum. Lagið byrjar eftir Gunnlaug Sigfússon Green Fingers heitir næsta lag og minnir það nokkuð á Kaleidoscope-tímabilið en einnig má heyra þar áhrif sem gætu ver- ið komin úr hippatónlist sjöunda áratugarins, sem birtist í blokkflautuspili en það er McGe- och sem blæs í flautuna. með einföldu hringspili á orgel, en það smá hleður síðan á sig og form þess er ekki alls ólíkt því tónlistarformi er nefnist bolero. Melt! heitir fyrsta lagið á seinni hliðinni. Útsending þess er undir áhrifum einhvers sem kalla mætti „spaghettivestra“-tónlist. Þetta er rólegt lag með mandólín stæld- um gítar og rödd Siouxie er marg- tekin. Næsta lag heitir Painted Bird. Það er allkraftmikið, með þéttum orgelleik Severins og góðum gít- arleik McGeoch, sem minnir nokkuð á það sem maður átti að venjast frá honum er hann lék með hljómsveitinni Magazin. Texti lagsins er gerður eftir sögu Jerzy Kosinski, Painted Bird, en Kosinski er sá sem m.a. skrifaði bókina Being There. Það eru jazzáhrif sem svífa yfir vötnum í laginu Cocoon. Bidgie notar bursta í stað kjuða, gang- andi bassi er áberandi, svo og frjáls píanóleikur og skrækjandi effektar. Síðast er svo lagið Slowdrive, sem gefið var út á lítilli plötu, sem gekk nú reyndar ekki sérlega vel og er það kannski ekki að undra, því Iagið er nú í þyngra lagi, sé miðað við það sem yfirleitt er að finna á vinsældalistum. Áber- andi er sterkur diskótaktur og aftur eru strengirnir á ferð en nú í meiri „Chic“ stíl. Laglínan er hinsvegar ekki sérlega auðgripin, þó hún venjist. A Kiss In The Dreamhouse er aðmínu mati bestaSiouxieandthe Banshees plata til þessa og ættu það að vera nokkur meðmæli, því flestar fyrri plötur hljómsveitar- innar eru með merkari plötum seinni ára og ætti að minnsta kosti ein þeirra, helst allar, að vera til í hverju plötusafni. The Jam - Dig The New Breed Ein allra vinsælasta hljómsveit seinni ára í Bretlandi er án efa The Jam. Þeir komu upp með pönkbylgjunni í kringum ’76 -77 en þeir skáru sig þó ávallt frá pönksveitunum og þá einkum fyrir snyrtilegri klæðaburð og ást á hinni svokölluðu mod tónlist sjöunda áratugarins. Nú síðustu þrjú árin eða svo er nærri sama hvað The Jam hafa látið frá sér fara, allt hefur það náð feikilegum vinsældum í heimalandi þeirra. Plötur þeirra hafa flestar farið inn á topp tíu listana og er þá sama hvort um hefur verið að ræða stórar eða litlar plötur og í vinsælda- kosningum bresku músíkblað- anna hafa þeir verið nær undantekningarlaust í fyrsta sæti og þá bæði sem hljómsveit og sem einstakir hljóðfæraleikarar. Paul Weller hefur einnig skipað þetta virðingarsæti sem besti laga- höfundurinn. Vinsældirnar hafa þó að mestu haldist við heima- landið og annars staðar eru þeir bara ein af þessum hljómsveitum sem njóta virðingar fremur fá- menns hóps og svo held ég að sé einnig farið hér á landi. Nú er hinsvegar draumur breskra ungmenna úti, því The Jam eru hættir. Paul Weller, aðalforsprakki hljómsveitarinnar, hefur ítrekað gagnrýnt hljóm- sveitir eins og Rolling Stones og The Who fyrir að vera enn að spila þó þeir séu í raun löngu bún- ar að gera allt sem þær eru færar um að gera saman og Weller hef- ur ávallt heitið því að leysa hljómsveit sína upp áður en kom- ið yrði fyrir henni eins og þessum tveimur dínósárum. Við það hef- ur hann nú staðið þegar hljómsveitin virtist vera áhá punkti velgengninnar. „Hætta skal leik þá hæst stend- ur“ og The Jam heyra nú sögunni til. En að skilnaði sendu þeir áhangendum sínum kveðjur með Plötunni Dig The New Breed, sem er hljómleikaplata, sem tekin er upp á ýmsum tímum. Elsta upptakan er frá árinu 1977 eða frá upphafi ævintýrsins. Ann- ars eru á plötunni upptökur frá 1979, 1981 og seinni hliðin er nánast öll frá síðasta ári. Ekki er hér endilega um vinsælustu lög þeirra að ræða, þó vissulega séu þau flest all þekkt. Má t.d. nefna lög eins og In The City, All Mod Cons, Start, Going Underground og Private Hell. Ekki get ég nú séð að plata þessi vinni þeim marga nýja aðdáendur hér á landi, en fyrir þá sem áður hafa ánetjast tónlist The Jam ætti þessi plata að vera kærkomin viðbót. Þó The Jam heyri nú fortíðinni til er ég ekki í nokkrum vafa um að meðlimir hennar, og þá sér- staklega Paul Weller, eiga eftir að láta gott af sér leiða í fram- tíðinni og kannski verður ekki langt að bíða þess að heyra eitthvað frá þeim, að minnsta kosti hefur heyrst að Weller sé nú með sólóplötu í undirbúningi og maður getur þá alltaf hlakkað til útkomu hennar. IITVAIM1 Föstudagur 11.febrúar 9.05 Barnaheimilii. Þar er ofsa gaman að vera, þar vil ég helst aldrei vera. Eitthvað danglaði ég nú út af laginy hér. Barnasaga. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Einar frá Her- mundarfelli Kristjánsson segir sögur að norðan. Blessaður afinn. Eða hvað? 11.30 Frá Norðurlöndum. Borgþór Kjæ. minnir okkur á tilvist svokallaðra frænda okkar. Ég þekki þá ekki. 14.30 Nútímakröfur. Karlinn á klósettið og kon- an út í sjoppu. Smásaga eftir William Heinesen. 16.40 Litli barnatíminn. Þetta er alltaf eins og ég segi alltaf það sama. Ég er orðinn hundléiður á sjálfum mér. 17.00 Með á nótunum. Ragnheiður Davíðsdóttir segir okkur uppskriftir úr umferðinni. Er hún systir Sigrúnar? 21.40 Viðtal. Hvað er það? Við hvern? Um hvað? Kemur ekki fram hjá langstökkvaran- um fræga. 23.05 Kvöldgestir. Hvernig er á Akureyri Jón- as? Er þar myrkur í sálinni? Jónas? 01.10 Á næturvaktinni. Sigmar grettír sig og geispar. Ása reynir að bjarga því, sem bjarg- að verður. Laugardagur 12.febrúar 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjónsdóttir kynnir. 11.20 Hrímgrund. Nú fer að vora. Hvað heitir þátturinn þá? 15.10 í dægurlandi. Svavar Gests á fullu í for- tiðinni. Upprifjun og aftur upprifjun. Hver býður betur? 16.40 íslenskt mál. Margrét Jónsdóttir kynnir okkur nýtt mælingakerfi, serr, Steingrímur Hermannsson ráðherra hefur fundið upp. 17.00 Hljómspegill. Eru eyrun þín hrein? Þú kemst að raun um það með hljóntspeglinum hans Stebba á Grænumýri. 19.35 Á tali. Blablablablabla.... 20.30 Kvöldvaka. Hákarlar, eldhús og frásögur. Skemmtilegt kvöld. 23.05 Laugardagssyrpa. Ég hætti aldrei að svekkja mig á þessum þokkapiltum. Þeir eru svo skemmtilegir. Maður á ekki slíku að venj- ast hér á landi. Sunnudagur 13. febrúar 8.00 Morgunandakt. Flutt verða ritningarorð og einnig verður flutt bæn, og jesúbull. 10.25 Oft má saltkjöt liggja. Þótt úldið sé, opnið útvarpið og spennið eyrun upp á gátt ef hægt er, sökum eyrnamergs. 11.00 Messa í kirkju Filadelfiusafnaðarins. Dansleikur verður á eftir. Egó spilar fyrir gömlu dönsunum. 13.10 Frá liðinni viku. Allt það leiðinlega sem skeð hefur verður ekki rifjað upp stopp. 16.20 Flokkar, kosningar og lýðræði. Rætt verður um afnám kosnínga á íslandi og úldna flokkakerfisins og fleira sem ekki er prent- hæft... 19.25 Veistu svarið? Kemur ekki til mála að nokkur svari slíkri vitleysu, sem þar verður á boðstólum. 23.00 Kvöldstrengir. Sinfóniuhljómsveit Skóga- skóla rífur og tætir kennaraliðið og brýtur þá til mergjar. Nemendur í Skógum fá fýldar kveðjur frá meðlimum sinfóníuhljómsveitar- innar og gömlu mönnunum á Helgarpóst- inum. S.IONYAKI* Föstudagur 11.febrúar 20.35 Á döfinni. Birna Hrólfsdóttir les i kappi við tímann, erkifjandann lífsins. Ó, tími... 20.45 Adam og Maurarnir. Þeir eru búnir að éta Evu, en Adam berst karimannlega. Tekst honum að viðhalda lífinu? Hvernig ætlar hann að fjölga mannkyninu? Fellur hann fyrir mauradrottningunni? Svar i þessum þætti. 21.00 Kastljós. Sigurveig Jónsdóttir og Ög- mundur Jónasson sjá um fréttaskýrinqaþátt með innlendu og erlendu efni. Hvað gaéti það nú verið? 22.05 Grandisonfjölskyldan (Grandison). Þýsk sjónvarpsmynd, árgerð 1982. Leikend- ur: Mariene Joþert, Jean Rochefort, Helmut Qualtinger. Leikstjóri: Achim Kierz. Sögu- legar heimildir frá árinu 1814 eru að baki þessari ástar- og örlagasögu. Hin engilfagra Rósa er beðin um að vitna gegn manni sín- um, sem er bófi. Dásamleg kona. En ekki verður jafn dásamlegt að sjá og heyra franska leikara tala lágþýsku eða háþýsku. Hvort er það? Laugardagur 12. febrúar 16.00 íþróttir. Bjarni er alltaf einum hring á eftir. Skemmtileg skautastökk og listhlaup á sklðum. Ég só ekki muninn á þessu tvennu svona um hávetur. 18.00 Hildur. Né heldur skil ég þessa ungu stúlku á meðal óvinveittra þjóðarbrotaá jósk- um heiðum. Gvu hva ég er feginn, að við fórum ekki þangað á sínum tíma. 18.25 Steini og Olli. Hinir einu og sönnu og eru Para hundleiðinlegir. Voru þeir skemmtilegu kannski bara loddarar? Ég spyreins og barn- ið, saklaust með sæinn i sjáöldrunum. 18.45 Enska knattspyrnan. Uppáhaldsliðiðein- hvers leikur alla jafna í þáttum þessum, hálf- gerðum gátuþáttum og þrautalendingum. 20.35 Löður. Mér fannst Dallas enda á átakan- legan hátt í hinni vikunni. Froðusnakkið reyndist mér engin huggun harmi gegn. 21.00 Danskeppni í Duisburg. Rúmba, rúmba, tjatjata. 22.00 Hringjarinn frá Notre Dame (The Hunch- back of N.D.). Bandarisk sjónvarpsmynd, árgerð 1982, eftir skáldsögu Victor Hugo. Leikendur: Anthony Hopkins, Derek Jakobi, Lesley-Ann Down, John Gielgud. Leikstjóri: Michael Tuckner. Örlagasaga vesalingsins Qausimodo, sem hringir klukknabjöllum og lendir i ævintýrum. Hafsjór af persónum og uppákomum. Ef vel gert = frábært. Annars... Sunnudagur 13. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Amen. 16.10 Skessan í Skerjafirði. Sannspár maður segir okkur draumsýnir sinar um fortíðina. Æsispennandi þáttur að handan um þjóð- lega efnisþætti efnisheimsins. 17.00 Listbyltingin mikla. Ég stend á þröskuldi freisisins og horfi út í víðáttuna miklu hins súra raunveruleika. 18.00 Stundin okkar. Loksins, þegar við getum verið saman, tvö ein, þú og ég, ástin mín... Ég segi nú ekki meira. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Uns hann Maggi Bjarnfreðs kemur og truflar faðmlög okkar og tengir okkur aftur... 20.50 Glugginn. Mér verður svo mikið um, að ég fell út um andlausan glugga herbergis míns, niður á forarfreðann. Ó, þú mikla menning... 21.35 Kvöldstund með Agötu Kristí. Þá hljom- ar hættumerkið: ég sinni andanum ekki nógu vel. Ó, þú holdið mitt og holdlð þitt... Hér er hætta á ferðum, rauð hætta. Þegar Dermot West sér rautt... 22.25 Vínarkvöld. Gamalmennapopp undir stjóm Páls P. Pá. Vínarlög hjá Sinfóníunni.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.