Helgarpósturinn - 28.07.1983, Page 3

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Page 3
'elgar sturinri. Fimmtudagur 28. júlí 1983 Belgíski málarinn Magritte. Falsaði hann raunveruleikann á fleiri en einn hátt...? Utanaðpóstur Pólski kvikmyndaleikstjórinn Andrzej Wajda hefur verið rekinn úr stöðu sinni sem forstjóri „Studio X“, í Varsjá. Wajda gerði m.a. kvik- myndina „Járnmaðurinn“ sem hér var sýnd á kvikmyndahátíð fyrir nokkrum árum. Nýjasta myndin hans, Danton, sem er einn þriggja ógnarstjórnarmanna frönsku bylt- ingarinnar, var frumsýnd í Evrópu í vetur við mikinn fögnuð gagnrýn- enda. Wajda var gerður brottrækur úr heiðurstöðu sinni við kvik- myndaverið fyrir að „vinna gegn ríkinu" og fyrir að vera alltaf að ferðast til útlanda... George Balanchine, Rússinn, sem bylti bandarískum ballett, er dáinn. Balanchine kom vestur yfir árið 1924, og gerðist þá dansahöfundur „Ballets Russes“, dansflokks Diag- hilew. Árið 1933 flutti hann til Ameríku þar sem hann tók að sér stjórn hins ný stofnaða „School of American Ballet“. Árið 1948 stofn- aði Balanchine New York City Ball- et og stýrði honum þar til í fyrra. Sá ballet heimsótti m.a. Rússland árið 1962 með Balanchine í fararbroddi og að þeirri ferð lokinni sagði karl: „Rússland í dag er heimili róman- tíska ballettsins — það er í Ameríku sem klassískur ballett á sinn sama- stað núna..“ Belgíski málarinn Magritte, sem lést árið 1967, hefur verið ásakaður um að hafa falsað málverk í stórum stíl til að hafa ofan af fyrir sér fjár- hagslega í upphafi ferils síns. Magritte, sem þekktastur er fyrir myndleik ef svo má segja, á að hafa málað myndir í stíl Picassos, Braque o.m.f. og selt fyrir vænar upphæðir, sem runnu svo til að kosta útgáfu surrealiskra mynda og bóka. Það er vinur Magritte frá fornu fari, Marien nokkur, sem heldur þessu fram í ævisögu sinni, nýlega útkominni í Belgíu. Að sögn Marien, hitti hann Spánverja nokk- urn í París árið 1942 og hafði sá undir höndum falsað Picasso-mál- verk. Marien tók að sér að selja myndina í Brussel. en áður en þau kaup fóru fram, sýndi Marien vini sínum Magritte myndina og þar með fæddist hugmyndin. Magritte einbeitti sér að því að falsa myndir í stíl stórmeistara og Marien sá um að koma málverkunum á markað- inn. Samkvæmt söguMarien, hefur hann misst sjónar af flestum mynd- anna nú, en nefnir þó eina. Sú var í stíl Max-Ernst og var svo fullkom- in að hún er í yfirlitsbókum um verk þessa máiara. Myndin var raunar sýnd á fjölda sýninga og átti Max- Ernst að hafa horft fram hjá henni, vitandi þó hvaðan hún kom. Mót- leikur hans var að bæta fugli á mynd Magritte af epli, sem sagði „þetta er ekki epli“. Fuglinn, aftur á móti sagði: „þetta er ekki Mag- ritte“. Ekkja Magritte fór fram á lög- bann á ævisögu Mariens, en tókst ekki að koma í veg fyrir útkomu bókarinnar. „Hva, geriði bara ílát?“ Það er sýning á karöflum í Galle- rí Langbrók í Lækjargötunni. Höf- undarnir eru þau Sigrún Ó. Einars- dóttir og Sören Larsen, sannkallað glerlistarfólk, sem reisti fyrsta gler- verkstæðið á íslandi uppi á Kjalar- nesi fyrir einum þremur árum. — Hvers vegna karöflur? spurði HP Sigrúnu. „Okkur fannst það gæti verið gaman að halda svonefndar tema- sýningar og karaflan er skemmti- legt viðfangsefni. Þetta er lítið not- að fyrirbæri hér á landi, en karöflur sameina það að hafa notagildi og skrautgildi og eru þess vegna spenn- andi fyrir okkur. Nú, svo er þetta kannski líka til að bæta svolítið vín- kúlturinn! Það er eitthvað sérstakt við að bjóða vín úr karöflu, það bætir t.d. rauðvín að umhella því — nú og fólk drekkur fallegar úr fall- egum hlutum." — Efniviðurinn, glerið, hvaðan kemur það? „Við fáum afgangsgler frá gler- verksmiðju!* — Svo þetta er þjóðþrifafyrir- tæki, endurnýting, auk þess að vera listgrein. „Já, eiginlega" — Segðu mér, hver er munurinn á gleri og kristal? „Kristall hefur náttúrlega þenn- an goðsagnarblæ eins og þú veist. En þegar hann var uppgötvaður, þótti það gott efni vegna þess hversu gott var að vinna í það, krist- all er mjúkur og hann er auðvelt að slípa, hann er tær og klyngir og allt það. En það var þó fyrst og fremst vegna handbragðsins, sem hann var svo mikils metinn, ekki vegna sjálfs efnisins endilega, þótt þetta hafi auðvitað farð hönd í hönd. Nú svo fékk kristall á sig nokkurs konar eðalstatus og hugtakið var mikið misnotað — nú orðið gilda vissar reglur um það hvað megi kalla kristal og hvað ekki, hann verður að innihalda 30% blý en það er raunar munurinn á venjulegu gleri og krist- al, hann innihaldur blý en glerið ekki!‘ — Er eitthvað um að fólk komi til ykkar með hluti í viðgerðir og þess háttar? „Já, bæði kemur fyrir að fólk vill fá að panta eitthvað sérstakt og við erum nú frekar treg við slíkt. Nú svo er stundum komið með hlut sem hefur brotnað og við beðin að sjóða saman og lagfæra. En það er okkur yfirleitt ófært“ Annars erum við mjög ánægð með þær viðtökur, sem við höfum fengið hér, listahandverk úr gleri er nýjabrum hér ólikt því sem er t.d. á Norðurlöndunum. Ég var einu sinni spurð hvað ég byggi til og ég sagði, tja, skálar, glös og þess háttar og þá sagði maðurinn: hva, geriði bara ílát! Þessi sameining notagild- is og listrænnar sköpunar er enn þá að vinna sér sess í hugum fólks hér“ En það er auðvitað að breytast mik- ið. Annað, sem við tökum eftir og erum mjög ánægð með, er að það er alls konar fólk, sem kemur til okkar á glerverkstæðið eða kaupir mun- ina okkar. Við óttuðumst að gler- listin yrði einhvers konar yfirklassa- vara, það er algengt erlendis — en svo er því alls ekki farið hér, það eru karlar og konur í öllum stéttum sem sýna verkum okkar áhuga!1 ...Sýning þeirra Sigrúnar og Sör- ens varir til 7. ágúst. |3 Nennir fólk að hlusta á óperur? Alveg greinilega! Rúmur fjórðungur ís- lensku þjóðarinnar kom hingað í íslensku Óper- una á fyrsta starfsári hennar. En kemur fólk oftar en einu sinni? Já, ég held að áhuginn fari allt- af vaxandi, hingað kemur fólk, sem aldrei hefur komið í óperu áður og það vill koma aftur. Og aftur. Af hverju er ópera að sýna kvikmyndir fyrir ferðamenn? Þessar sumarvökur eru þannig til komnar að þegar bíósýning- arnar hættu, settumst við niður til að ræða aðra fjáröflunarmögu- leika og þessi hugmynd kom upp; að halda uppi starfsemi að sumr- inu til. Þá vorum við fyrst og fremst að hugsa um kynningu á ís- lenskri tónlist og um það að auka menningarlífið í borginni á sumr- in. Við fengum ágætan mann til liðs með okkur, Hörð Erlingsson, sem hefur starfað í ferðamanna- þjónustunni. Og það var reynt að hafa þetta dálítið fjölbreytt þó á- herslan sé auðvitað á tónlist og svo það að hafa dagskrána vand- aða. Og hefur það tekist? Það held ég. Margir okkar fremstu söngvara koma hér fram, kórinn, sem þykir mjög góður, syngur, kórinn sýndi þessu strax mikinn áhuga. Nú svo sýnum við landkynningarmyndir, t.d. mynd um Vestmannaeyjagosið og uppi í gömlu bíóstjóraíbúðinni er mál- verkasýning með landslagsmynd- um eftir Kjarval, Ásgrím og Jón Stefánsson. Þetta hefur fengið mjög góðar undirtektir allt sam- an. Hvaða söngvarar hafa komið hér fram? Magnús Jónsson, Anna Júlí- ana Sveinsdóttir, Jón Þorsteins- son, Svala Nielsen, Hrönn Haf- liðadóttir, Júlíus Vífill, Elín Sig- urvinsdóttir, Halldór Vilhelms- son. Þessa helgi syngja þau Ásrún Davíðsdóttir og Már Magnússon, næst verða Elísabet Erlingsdóttir og Guðmundur Jónsson. Kristinn Hallsson og Ólöf Kolbrún og Garðar Cortes eiga einnig eftir að koma fram. Og allir syngja kauplaust? Kórinn og einsönevararnir gera þetta í sjálfboðavinnu, já. Hafa Islendingar sýnt þessu framtaki áhuga eða eru þetta ein- göngu útlendingar sem koma? Nei, það hefur komið þó nokk- uð af íslendingum. Hvers vegna er svona dýrt að reka óperu? Óperusýningar eru auðvitað mjög viðamiklar. Hljómsveit, kór, einsöngvarar, búningar og sviðsmynd — allt kostar þetta mikla peninga. Hvað er mikið í húfi með þess- um sumarvökum, er óperan að fara á hausinn? Nei, ekki alveg! Hvað um opinbera styrki? Þeir. eru nú takmarkaðir — styrkir nema !4 af heildarvelt- unni. Þetta byggist mikið á sjálf- boðavinnu, hér eru t.d. ekki greidd nein laun fyrir æfingar. En það er ekki gott að vita hversu lengi hægt er að reka óperu á á- huganum, Hvað verður fyrsta verkefni ó- perunnar í haust? La Traviata eftir Verdi. Bríet Héðinsdóttir verður leikstjóri, Mark Tardue hljómsveitarstjóri og Hulda Kristín Magnúsdóttir .teiknar búninga. Og söngvararnir? Ólö'f Kolbrún, Garðar Cortes, Kristinn Hallsson, Halldór Vil- helmsson, Anna Júlíana Sveins- dóttir, Elísabet Erlingsdóttir. Og til að snúa aftur að sumar- vökunum — hversu lengi halda þær áfram? Alveg til 20. ágúst. Aðsóknin er alltaf að aukast, ég er að vona að það sé að spyrjast út hversu skemmtilegar þær eru! Ms María Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur. Hún starfaði áður hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnuninni en tók við starfi rekstrarstjóra ísiensku óperunnar á síðasta ári.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.