Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 4

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 4
4 Ljei a/ ,* \ ________________________________________________._____________________Fimmtudagur 28. júlí 1983 irinn Greinin um „okurlánaviðskipti" dregin til baka Greinin í síðasta Helgarpósti undir yfirfyr- irsögninni ,,Okurlánaviðskipti“ hefur ekki reynst á rökum reist. Eins og fram kemur í yf- irlýsingu ritstjóra blaðsins hér á síðunni, dregur Helgarpósturinn hana til baka í heild sinni. Afsökunarbeiðni vegna greinarinnar hefur verið tekin til greina af lögmönnunum, sem um var fjallað í greininni, eins og með- fylgjandi yfirlýsing þeirra ber með sér. Jafn- framt er blaðinu kunnugt um að hinn aðili málsins, Böðvar Böðvarsson, hefur sömu- leiðis fallist á afsökunarbeiðnina. Síðari grein um ,,Okurlánaviðskipti“ sem boðuð var fyrir viku fellur niður. Það þýðir hins veg- ar ekki að Helgarpósturinn muni ekki fjalla um þau mál síðar meir og þá á öðrum grund- velli. að blaðamaður og ritstjóri blaðsins í afleysingum sem um málið fjölluðu, töldu ástæðu til að trúa þeim heimildum, sem komið var á framfæri við blaðið. Greinin var síðan borin undir utanaðkomandi fag- menn, sem gerðu hvorki at- hugasemdir við efni greinar- innar né stíl. Þeirri frum- skyldu blaðamanna að kanna nákvæmlega heimildir og bera skrif eins og þau, sem hér um ræðir,undir þá aðila, sem þau snerta, var hins vegar ekki Yfirlýsing lögmanna Ritstjórar og ábyrgðarmenn Helgarpóstsins, þeir Árni Þórar- insson og Björn Vignir Sigurpálsson, hafa lagt fram afsökunar- beiðni vegna skrifa og meiðandi ummæla blaðsins í síðasta tölu- blaði. Við höfum ákveðið að taka afsökunarbeiðnina til greina og falla frá fyrirhugaðri málssókn á hendur blaðin.u. Blaðaskrif þessi, sem hafa eðlilega valdið okkur sjálfum, fjöl- skyldu og vinum miklum leiðindum sýna hve illilega má misbeita fjölmiðli á áhrifaríkan hátt. Er það von okkar að atvik þetta verði viti til varnaðar. Upphaf skrifa Helgarpóstsins er heimildarmaður, sem mun eiga við persónulega erfiðleika og veikindi að stríða. Vonandi kemst hann yfir hvorttveggja. Reykjavík,27.7.1983 Jón Magnússon Sigurður Sigurjónsson sinnt, en slíkt er óafsakanlegt, þegar fjallað er um svo alvar- leg mál. Viðkomandi blaðamaður og afleysingaritstjóri hafa nú tekið afleiðingum þessa og sjálfir tekið ákvörðun um að láta þegar í stað af störfum hjá blaðinu. Helgarpósturinn harmar þetta atvik og biður lesendur sína velvirðingar á því. Arni Þórarinsson Björn Vignir Sigurpálsson Yfirlýsing ritstjóra Við undirritaðir, ritstjórar og ábyrgðarmenn Helgar- póstsins, hörmum grein þá, sem birtist í síðasta tölublaði undir fyrirsögninni: „Okur- Iánaviðskipti — Tveir lög- fræðingar sölsa undir sig lóð- arpart á bezta stað í miðbæn- um“. í þessari grein er vegið að æru og starfsheiðri tveggja lögmanna, þeirra Jóns Magn- ússonar og Sigurðar Sigur- jónssonar, og verktakanna Böðvars S. Bjarnasonar og Böðvars Böðvarssonar og í greininni eru brotnar þær vinnureglur, sem Helgarpóst- urinn hefur leitast við að starfa eftir allt frá stofnun blaðsins. Við höfum verið samtímis í leyfi frá störfum við blaðið um nokkurt skeið og höfðum því ekki aðstöðu til þess að fylgj- ast með vinnslu greinarinnar. Við erum hins vegar ábyrgðar- menn blaðsins og viljum hér með draga hana í heild sinni til baka. Staðhæfingar í greininni um fjárhagslega stöðu fyrirtækis- ins Böðvar S. Bjarnason sf., sem er eign Böðvars S. Bjarna- sonar og Böðvars Böðvarsson- ar, þar á meðal um að fyrir dyrum standi gjaldþrotaskipti þess svo og aðdróttanir og staðhæfingar um persónu Böðvars Böðvarssonar og um persónulega hagi aðila að öðru leyti,eru rangar og þess eðlis að óafsakanlegt er. Vegna þeirra ávirðinga, sem bornar eru á lögmennina Jón Magnússon og Sigurð Sigur- jónsson,lýsir biaðið því yfir, að þær eru algjörlega tilhæfu- Iausar. Ásakanir í greininni um okurlánastarfsemi lög- mannanna svo og um breyt- ingar á opinberum skjölum, um þvinganir þeirra gagnvart skjólstæðingi sínum o.fl. eru rangar. Helgarpósturinn biður fyrr- nefnda aðila, þá lögmennina Jón Magnússon og Sigurð Sig- urjónsson, verktakana Böðvar S. Bjarnason og Böðvar Böðvarsson og aðstandendur þeirra innilega afsökunar á þeim særindum og óþægind- um, sem grein þessi hefur vald- ið þeim. Greinin er þannig til komin,

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.