Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 6
6
Fimmtudagur 28. júlí ^983^%%+, (r^n
í miðjum sal Umferðarmiðstöðvarinnar í
Reykjavík stendur spenntur unglingur. Hann
er með svefnpoka undir annarri hendinni og
tvö þúsund krónur í rassvasanum. Kannski
eina flösku innan á úlpunni. Búið.
Hann veit ekkert ennþá hvert hann ætlar.
En hann veit hvað hann vill. Hann vill fara
þangað sem fjörið er. Hann vill vita hvert
straumurinn liggur. Og hann er í stuði.
I skrifstofu, á hæðinni fyrir ofan hann, situr
Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri Um-
ferðarmiðstöðvarinnar og skipuleggur rútu-
ferðir út um allt land. Hann er löngu búinn að
fastsetja rútuna sem þessi unglingur niðri í sal
kemur til með að taka út á land.
„Við erum búnir að búa okkur vel með ferð-
ir yfir þessa verslunarmannahelgi,“ segir
Gunnar. „Það er miklu meira um að vera
núna en um verslunarmannahelgina í fyrra.
Miklu fleiri útihátíðir, miklu fleiri ferðir"
Gunnar segir, að salurinn niðri troðfyllist á
föstudagseftirmiðdögum fyrir verslunar-
mannahelgar. „Þetta eru þúsundir. Allt ung-
lingar. Fólk er með gítara og fer strax að
syngja rútuslagarana. Frá klukkan fimm til
Straumþung helgi
klukkan svona hálf tíu er allt á fullu. Þá fer
héðan full rúta á svona kortersfrestií*
„Þau eru ofsalega hress" segir konan sem
selur unglingunum farmiðana á 3-500 krónur.
Straumurinn er aðallega í Þjórsárdal og
Húsafell, líka til Eyja og í Þórsmörk. Þetta
eru krakkar frá 13 til 16-17 ára. Þau spyrja
okkur talsvert um það hvert straumurinn
liggi, en flestir eru búnir að ákveða hvert þeir
ætla, áður en þeir kaupa miða.
Síminn hefur mikið hringt á skrifstofu Um-
ferðarráðs þessa vikuna. Spurning, sem oft er
borin upp í símann við starfsmenn þar, er
hvert straumurinn liggi. En svörin sem fólk
fær þar eru talsvert frábrugðin þeim sem ung-
lingarnir fá á Umferðarmiðstöðinni. „Við vilj-
um dreifa umferðinni sem mest“ segir Tryggvi
Jakobsson fulltrúi hjá Umferðarráði, rödd
Umferðarráðs í útvarpinu. „Þannig að við
gefum ekkert upp neina ákveðna straum-
stefnu, dagana fyrir verslunarmannahelgií*
Það er líka erfitt að sjá það fyrr en helgarum-
ferðin er byrjuð fyrir alvöru" segir Tryggvi.
„Undanfarin ár hefur umferðin dreifst
meira á miðsumarið í heild. Það er ekki lengur
þessi hvassi Hallgrímskirkjuturnsoddur á
verslunarmannahelginni“ segir Tryggvi og tal-
ar nú í línuritum. „Þetta er orðinn flatari og
samfelldari toppur. Helgarnar fyrir og eftir
verlsunarmannahelgi eru ekki síður miklar
umferðarhelgar núna virðist vera. Um síðustu
helgi komum við aðeins til móts við þessa þró-
un hér hjá Umferðarráði og byrjuðum að út-
varpa héðan inn í ýmsa dagskrárþætti. Við
verðum með sendingar héðan um verslunar-
mannahelgina og leggjum þá áherslu á upp-
lýsingar um ástand vega, umferðarþunga og
við verðum með eins mikinn áróður og hægt
er, bæði um góða hegðun í umferðinni og eins
um slysavarnir almennt.“ Tryggvi segir að al-
varlegustu slysin undanfarnar verslunar-
mannahelgar hafi ekki verið umferðarslys
heldur slys í ám og vötnum. Banaslys af þessu
tagi hafa orðið tvær síðustu verslunarmanna-
helgar.
Þegar umferðarlestin fer að mjakast úr bæn-
um á föstudag fyrir verslunarmannahelgi fara
línur að skýrast um það hvert straumurinn
raunverulega liggur í þetta skiptið. Eins og
getið er að framan er um margar útihátíðar að
ræða að þessu sinni en einna helst er reiknað
með að meginstraumur unglinga af höfuð-
borgarsvæðinu verði í Þjórsárdal. Þar verður
útihátíð í fyrsta skipti síðan 1973. Þá var þar
„Vor í dal“ hátíð sem flestir sem þátt tóku
vilja gleyma, ef þeir muna þá eftir henni yfir-
höfuð. Sú „hátíð drukknaði víst í rigningu,
slyddu og vosbúð. Hátíðin í ári heitir „Gauk-
urinn ’83í‘ Skipulagning hennar, eins og
reyndar margra annarra hátíða um þessa
helgi, er í öruggum höndum ungmennafélags-
manna.
Af öðrum hátíðum um helgina má nefna
útiskemmtunina í Atlavík með Stuðmönnum
og Grýlum, Laugahátíð norðanmanna í Þing-
eyjarsýslu, þar sem Egó leikur undir sprellinu
á kvöldin, Jöklagleði á Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi, gamla góða bindindismótið í Galta-
læk (upplagt fyrir óvirka) og síðast en ekki
síst Þjóðhátíðin í Eyjum fyrir heimamenn og
þá sem vilja leita út fyrir landsteinana um
þessa verslunarmannahelgi.
Á þessum stöðum verða böll á hverju
kvöldi. Auk þess verða sveitaböll úti um allar
sveitir: á öllum helstu sveitaballstöðum tvö
eða þrjú kvöld helgarinnar. Það ætti því að
vera hægt að skreppa á skrall um þessa helgi.
Aðgöngumiðar á þessi böll kosta 3-400 krón-
ur, stundum meira 800 krónur kostar að-
göngumiðinn i Þjórsárdal.
N^okkrir staðir eru ónefndir, þar sem engin
sérstök hátíðahöld verða, en fólk safnast engu
að síður saman á. Þetta eru Þórsmörk, Húsa-
fell og Þingvellir. Eins og undanfarin ár er bú-
ist við unglingafjöld í Húsafell, ungu fólki á
jeppum í Þórsmörk og fjölskyldufólki á Þing-,
velli.
„Engin útiskemmtun verður betri en veðrið
á henni“. Þetta er þumalfingursregla sem Is-
IfSHMI FIMP
i
Forsetar Contadora-ríkjanna á fundi sínum í Concún í Mexíkó fyrir hálfum mánuði. Frá
vinstri: Betancur forseti Kólumbíu, Campins forseti Venezuela, Miguel de la Madrid forseti
Mexíkó og Ricardo de la Espriella forseti Panama.
Reagan þjarmar að
Sandinistum en
Contadora-lönd
leitafriðar
Borgarastyrjöldin í E1 Salvador er ekki leng-
ur þungamiðja átaka og viðsjárverðs ástands
í Mið-Ameríku. Nú snýst málið um tilveru rík-
isstjórnar Sandinistahreyfingarinnar í Nicar-
agua. Sú stjórn er skipuð mönnum úr forustu-
liði byltingarhreyfingar, sem hrakti síðasta
harðstjórann af Somoza-ættinni frá völdum,
eftir að hún hafði mergsogið þjóðina í hálfa
öld.
Bandarísk hernámsyfirvöld hófu fyrsta
Somozann á valdastól, um leið og bandarísk-
ar landgönguliðasveitir yfirgáfu landið eftir
hernám sem hófst á forsetadögum Theodore
Roosevelts. Nú heldur bandaríska leyniþjón-
ustan CIA uppi 10.000 til 15.000 manna
skæruher við landamæri Nicaragua, her sem
fyrrverandi foringjar í Þjóðvarðliði Somoza-
ættarinnar veita forustu. Jafnframt eru boð-
aðar stórfelldar, bandarískar flotaæfingar í
næsta mánuði undan ströndum Nicaragua,
bæði Atlantshafsmegin og Kyrrahafsmegin.
Þar á ofan á að senda 4.000 manna bandarískt
herlið til Honduras, nágrannaríkis Nicaragua,
sem skotið hefur skjólshúsi yfir innrásarlið
CIA. Er látið heita svo, að þessi bandaríski
liðsafli eigi að stunda æfingar ásamt Hondur-
asher í mánuð eða svo.
Hernaðarviðbúnaður þessi hefur vakið ugg
í Bandaríkjunum og kurr á Bandaríkjaþingi.
Á þriðjudagskvöld hélt Ronald Reagan forseti
fund með fréttamönnum, sem snerist einvörð-
ungu um Mið-Ameríku, ástandið þar og á-
form Bandaríkjastjórnar.
Fréttamaður breska ríkisútvarpsins komst
svo að orði, að Reagan hefði verið í vörn
fréttamannafundinn út í gegn. Hvað eftir
annað kom það fyrir, að hann leiddi hjá sér að
svara spurningum um meginatriði eða svaraði
þeim út í hött. Þar á meðal var spurningin um
afstöðu Bandaríkjastjórnar til viðleitni ríkis-
stjórna lýðræðisríkja í Rómönsku Ámeríku
til að tryggja frið í Mið-Ameríku og afstýra
erlendri íhlutun í átökin þar.
Stjórnir Mexíkó, Kólumbíu, Panama og
VFIRSVN
ERLEIMD
Venezuela hafa myndað svokallaðan Conta-
dora-hóp, kenndan við fyrsta fundarstað, þar
sem þessi ríki bundust samtökum um að
vinna að friðsamlegri lausn mála í Mið-Amer-
íku. Á fundi í Cancún I Mexíkó um miðjan
þennan mánuð gengu forsetar ríkjanna fjög-
urra frá tillögum um ráðstafanir til að friða
svæðið. Meginatriði þeirra eru að Nicaragua
og nágrannaríki þess komi á herlausum svæð-
um meðfram landamærunum, að ekkert ríki
Mið-Ameríku ljái land undir árásarundirbún-
ing þriðja aðila gegn öðru ríki og að erlendir
hernaðarráðunautar verði á brott af svæðinu.
Forsetar Contadora-hópsins beindu jafn-
framt persónulegum áskorunum til Reagans
Bandaríkjaforseta og Castro Kúbuforseta, að
Ijá lið viðleitni til að hindra að ófriður í Mið-
Ameríku magnist og breiðist út.
Sem stendur sitja utanríkisráðherrar Cont-
adora-landanna á fundi í Panamaborg. Hafa
þeir fengið til fundarins fulltrúa frá fimm
öðrum ríkjum Mið-Ameríku, þar á meðal
bæði Honduras og Nicaragua. Sömuleiðis eru
staddir í borginni fulltrúar stjórnmálahreyf-
inganna í EI Salvador, sem styðja skæruhern-
að gegn ríkisstjórninni þar. Á þessum fundi
virðast Contadora-ríkin ætla að gera úrslita-
tilraun til að þoka málum í friðarátt.
Stjórn Panama hefur lagt sig sérstaklega
fram að afstýra því að bandarísku hervaldi
verði beitt til að skipa málum í Mið-Ameríku.
Ástæðan er, að fá ár eru liðin siðan Panama-
menn losnuðu úr viðjum sem á þá voru lagðar
með bandarískri íhlutun í Mið-Ameríku á
fyrstu áratugum aldarinnar.
Panama varð til, þegar Bandaríkjastjórn
stuðlaði að því að lima svæðið frá Kólumbíu
upp úr síðustu aldamótum. Stjórn nýja ríkis-
ins, sem var algerlega háð bandarískum hern-
aðarstuðningi, var svo látin undirrita samn-
ing, sem lét Bandaríkjunum í té belti þvert ytir
landið meðfram Panamaskurðinum. Hernað-
aríhlutun Bandaríkjanna í Nicaragua, og öðr-
um löndum við Karíbahaf, á næstu áratugum
var svo einatt réttlætt með þörf á að tryggja
öryggi Panamaskurðar og hernaðaraðstöðu
Bandaríkjanna við hann.
Stjórn Franklins Roosevelts hvarf frá
bandarískri íhlutunarstefnu á fjórða tug ald-
arinnar og tók upp „stefnu hins góða granna“
gagnvart ríkjum Rómönsku Ameríku. Próf-
steinninn á hver hugur fylgdi máli kom þegar
stjórn Cardenas í Mexíkó þjóðnýtti eignir
bandarískra oliufélaga í landinu. Stjórn
lendingar þekkja af langri reynslu. Lögreglan
segir jafnan að ölvun á slíkum skemmtunum
verði aldrei teljandi vandamál ef ekkert er að
veðri. Veðurguðirnir og Bakkus vinna saman
að þessu leyti.
En hvernig verður þá veðrið um verslunar-
mannahelgina? Trausti segir í samtali við HP
að eins gott sé að hafa gætur á gigtinni. Hann
segir að útlit sé fyrir hæga breytilega átt og
sennilega skúraleiðingar um mest allt landið
föstudag og laugardag, og að líkur séu u.þ.b.
2/3 á norðanátt og kaldara veðri á laugar-
dagskvöld eða sunnudag.
Þetta með norðanáttina og hugsanlega sól
sunnanlands og kulda norðanlands rímar á-
gætlega við þá kenningu margra sunnlenskra
bænda, að hafi tíð verið vond frameftir
sumri, þá verði undantekningarlítið sólskin
um verlsunarmannahelgina. Trausti vill ekki
lofa okkur sól Hann segir: „Ég hef aldrei lof-
að neinu nema rigningu“ Hann segir að þegar
meðaltalstölur fari að berast Veðurstofunni
frá veðurathugunarstöðvumúti á landi eftir
helgina verði hægt að sjá hvar þetta sumar er
raunverulega statt veðurfarslega á landinu í
heild. „En það má teljast kraftaverk ef þetta
er ekki kaldasti júlí á öldinni hér í Reykjavíký
segir Trausti.
Og Reykvíkingar sem ætla ekki út úr bæn-
um um verslunarmannahelgina biðja um
kraftaverk. Fólk utan af landi, sem kemur til
Reykjavíkur um helgina biður um kraftaverk.
„Það er miklu meira um ferðalög íslend-
inga í sumar en í fyrrasumar" segir Tryggvi
Jakobsson hjá Umferðarráði. „Fólk hefur
kannski sleppt sólarlandaferðinni og nú vill
það sól. Já, fólk spyr okkur mikið um veðriðí'
„Það er aldrei að vita með veðrið“ segir
kona úr söfnuði Hvítasunnumanna, sem
heldur Kotsmót í Kirkjulækjarkoti í Fljóts-
hlíð um verslunarmannahelgina. „En hér
verður fólk með sól í hjarta“ Og með söng á
vörum væntanlega líka, eins og unglingarnir á
Umferðarmiðstöðinni.
Góða ferð! — Takið bomsurnar með til ör-
yggis.
Roosevelts stóðst þrýstinginn að grípa til vald-
beitingar.
Síðan hefur skipt í tvö horn um framkomu
bandarískra ríkisstjórna við ríki Mið-Amer-
íku, eftir því hvort repúblikanar eða demó-
kratar eru við völd. Repúblikanastjórnum er
gjarnt að láta dólgslega, eins og þegar CIA var
látið steypa stjórn Arbenz frá völdum í Guate-
mala á stjórnarárum Eisenhowers, af því hún
hafði þjóðnýtt landeignir United Fruit. Síðan
hefur ekki linnt blóðsúthellingum og ógnar-
öld þar í Iandi.
Stjórn demókratans Carters varð hins vegar
til þess að ganga til samninga við Panama um
endurskoðun ójafnaðarsamningsins um
Panamaskurð frá 1903. Fær Panama nú full
yfirráð yfir landi sínu og skurðinum fyrir
aldamót.
Áður en samningurinn nýi var staðfestur,
urðu um hann harðar deilur í Bandaríkjun-
um. Einn þeirra sem harðast gengu fram í
andstöðu við að láta Panama ná rétti sínum
var forsetaefnið Ronald Reagan. Hann notaði
það óspart til árása á keppinauta sína um for-
setaframboð fyrir Repúblikanaflokkinn, að
þeir væru undansláttarmenn, sem afsala vildu
bandarískum hagsmunum og hernaðarað-
stöðu með því að samþykkja samning stjórn-
ar Carters við Panama.
Ein af þeim hugmyndum, sem uppi voru í
deilunni um samninginn um að skila Panama
stjórn á skurðsvæðinu, var að Bandaríkin
beittu sér síðar meir fyrir grefti nýs skurðar
milli Atlantshafs og Kyrrahafs, þar sem band-
arísk yfirráð yrðu tryggð um alla framtíð.
Hentugasti og reyndar eini mögulegi staður-
inn fyrir slíkan skipaskurð er í Nicaragua.
Að svo miklu leyti sem unnt er að gera sér
grein fyrir stefnu Reagans í erjunum sem hann
hefur látið magnast í Mið-Ámeríku, virðist
markmiðið vera að steypa af stóli stjórn Sand-
inista í Nicaragua. Þegar Sandinistaleiðtog-
inn Umberto Ortega bauð á byltingarafmæl-
inu um daginn griðasáttmála við Honduras
og viðræður við önnur ríki Mið-Ameríku svo
stillt yrði til friðar, sagði Reagan að tillögurn-
ar væru góðar í sjálfu sér, en hann sæi enga á-
stæðu til að búast við árangri af viðræðum
meðan Sandinistar væru við völd í Managua,
höfuðborg Nicaragua.