Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 7
5
Mjög
hressandi*
segir Kristinn Guð-
brandur Harðarson
um plötuupptöku
Mob Shop.
Líf og fjör í kjallara Myndlista-
og handíðaskóla íslands í Skip-
holti. Þar hefur átta manna hópur
verið í litlu hljóðveri alla vikuna og
bjástrað með alls kyns hljóðfæri,
rafmagnsgítara, rafmagnsbassa og
orgel, auk þess sem fitlað er við
drullusokk og límband. En hvað
skyldi hópurinn svo vera að gera?
Því svarar Kristinn Guðbrandur
Harðarson, einn áttmenninganna:
„Við erum að taka upp hljóð- og
músíkverk, sem verður síðan von-
andi gefið út á lítilli plötu,“ segir
hann.
Hópurinn hefur í sumar myndað
svokallaða Mob Shop, sem er eins
konar sumarvinnustofa lista-
manna, og á Magnús Pálsson
myndlistarmaður allan heiðurinn
af þeirri framkvæmd. Auk Kristins
Guðbrands eru í Mob Shop að
þessu sinni breski tónlistarmaður-
inn Steve Beresford, sem er aðal-
maðurinn í þessum upptökum og
leiðbeinandi, Tumi Magnússon,
Ingólfur Arnarson, Sólveig Aðal-
steinsdóttir, Eggert Pétursson,
Finnbogi Pétursson og Pétur
Magnússon. Upptökustjóri er
Kjartan Kjartansson.
Að sögn Kristins Guðbrands eru
verkin öll fremur stutt, svona eina
til þrjár mínútur, og allt frá því að
vera nokkurs konar tölvudiskó og
yfir í uppákomur.
Plötugerð er ekki það eina, sem
Mob Shop hópurinn er að fást við,
því að einnig stendur til að í haust
komi út bók með teikningum lista-
mannanna. Auk ofannefndra á
Helgi Þorgils Friðjónsson einnig
þátt í því verki.
Skyldi þetta svo vera skemmti-
legt?
„Þetta er mjög hressandi" segir
Kristinn Guðbrandur Harðarson.
Fimm áttundu hlutar Mob Shop hópsins með græjurnar í Myndlistaskólanum.
Gestaleikur frá Finnlandi
hreinan hátt og áhersla lögð á
naíva og hreina teikningu á at-
höfnum og kringumstæðum.
Ekki er hér um strangan eftirlík-.
ingarrealisma að ræða heldur er
teiknað í fáum skýrum dráttum,
bæði hugarástand og átök per-
sónanna í leik og sömuleiðis stað-
ir í sviðsbúnaði. Leikararnir skil-
uðu þessu mjög þokkalega og bar
auðvitað mest á þeirri sem lék
Marjöttu, en hún heitir Irja Hara.
Söngur kemur og mikið við sögu
og var yfirleitt sungið næmlega.
Sem dæmi um hreinleika í teikn-
um sviðsins gæti ég nefnt sem
dæmi fallegan bláan renning (úr
glansandi efni sem ég man ekki
hvað heitir) sem gegndi hlutverki
hafsins með því að tveir leikarar
héldu honum ókyrrum á gólfi.
Einfalt og fallegt teikn. Af þessari
sýningu má ráða að við hefðum
gagn og gaman að fá fleiri finnska
gestaleiki. Jafnvel þó maður skilji
ekki kaksi orð í finnsku.
Marjöttu. Leiðbeinandi eða leik-
stjóri heitir Tuire Hindikka.
Ekki hef ég gert mér nákvæma
grein fyrir því af hverju mér fellur
vel við Finna en það er nú samt
svo. Ennfremur þykir mér finnska
mjög skemmtilegt mál að hlusta á
þannig að mér leið prýðilega þetta
kvöld í Stúdentaleikhúsinu. Ég
heyrði meira að segja þetta eina
orð sem ég kann í finnsku: kaksi,
en það þýðir tveir. Því miður hef
ég ekki átt þess kost að sjá leikhús
í Finnlandi, en mér skilst að það
standi með talsverðum blóma.
Þessi sýning á Söng Marjöttu er
til vitnis um að Joensuu-búar eiga
ágætan áhugaleikflokk og rúm-
lega það.
Enda þótt finnskan hljómi fall-
ega er auðvitað svolítið vand-
ræðalegt að skilja ekki nema eitt
orð þegar gera á grein fyrir leik-
sýningu. í leikskrá er rakin í stór-
um dráttum leiksagan og er þar
sagt að Söngur Marjöttu sé
spunninn um hið klassíska tema
um flagarann Don Juan. Marj-
atta, aðalpersónan, töfrar og elsk-
ar fjölda karlmanna. Ég sé að vísu
ekki alveg að þetta sé kvenkynsút-
gáfa á Don J uan, þ.e.a.s. ég sé ekki
tvöfeldni Don Juans, ögrun hans
við æðri máttarvöld, leik hans að
ystu mörkum o.s.frv. Ég myndi
eftir Sigurð Pálsson
fremur kalla þetta stef við aðra
þekkta sögn, sem sé Carmen, að
frádregnum harmræna toganum.
Marjatta virðist ganga fram í því
heil og óskipt að svala ástarþrá
sinni. Við sjáum vegferð hennar
og ferðalög í þessu sambandi.
Leikurinn gerist á einum tíu-ell-
efu stöðum og dæmigert fyrir
þessa vegferðar-epík að þrír staðir
bera yfirskriftina Á þjóðveginum.
Þótt ekki sé þetta stationen-
drama þá fylgjumst við með ferð
Marjöttu þar sem driffjöðrin er
ástarþráin, löngunin, girndin.
I leik og sviðssetningu er þessu
komið til skila á mjög svo stíl-
„Af þessari sýningu má ráða að
við hefðum gagn og gaman að fá
fleiri finnska gestaleiki. Jafnvel
þó maður skilji ekki kaksi orð í
finnsku“, segir Sigurður Pálsson
m.a. í umsögn sinni um finnska
gestaleikinn í Stúdentaleikhúsinu
á dögunum.
Joensuu heitir borg i austur-
hluta Finnlands, Norður-Karelíu,
nánar tiltekið. Þetta er eitthvað
um 45 þúsund manna borg og þar
starfar áhugaleikhús sem kom á
dögunum með sýningu í Stú-
dentaleikhúsið. Höfundur er
Pirrko Jaakola og verkið Söngur
Bakaríissaga Vestmarmaeyinga o.fl.
Eyjaskinna 2. rit.
Ritnefnd: Haraldur Guðnason, Ingólf-
ur Guðjónsson, Agúst Karlsson og Her-
mann Einarsson.
Sögufélag Vestmannaeyja 1983.
Ætli það sé ekki svo um flesta
Vestmannaeyinga að þegar líða
fer að Þjóðhátíð sækir að þeim
einhver fiðringur. Ég held að það
sé næstum sama hvar í heiminum
maður sé, undan honum verður
ekki flúið og ýmist líður hann hjá
í Ijúfsárum trega eða þá að hann
er sefaður með eina ráðinu sem
dugar — að fara á Þjóðhátíð.
Þessi fiðringur varð mér á dög-
unum tilefni til þess að blaða í
Eyjaskinnu, riti Sögufélags Vest-
mannaeyja sem í sumar kom út í
annað sinn.
Sögufélag Vestmannaeyja er til-
tölulega nýstofnað félag ekki
nema þriggja ára gamalt og hefur
þegar gefið út tvö hefti af Eyja-
skinnu þannig að ljóst er að félag-
ið er rekið af miklum krafti af fyr-
irsvarsmönnum þess.
í þessari Eyjaskinnu kennir
margra grasa svo sem í þeirri fyrri.
Þar er að finna einar sjö greinar,
eitt gamalt viðtal auk skrár yfir
myndir og málverk í eigu Byggða-
safns Vestmannaeyja.
Lang lengsta greinin að þessu
sinni heitir Saga brauðgerðar í
Vestmannaeyjum og er eftir Sig-
mund Andrésson bakarameistara.
Hann hefur bakað brauð ofan í
Vestmannaeyinga frá 1946 til
skamms tíma og tók við bakaríi af
tengdaföður sínum sem stofnað
var 1923 en það bakarí var byggt
1912, þannig að höfundur ætti að
vera í góðri aðstöðu til þess að vita
allt er vitað verður um sögu
brauðgerðar í Vestmannaeyjum.
Enda leynir það sér ekki að hér
heldur á penna maður sem veit
um hvað hann er að skrifa.
Það er einkum tvennt sem vek-
ur athygli manns við lestur þessar-'
ar greinar. Hið fyrra er það hversu
snemma eru byggð hús í Vest-
mannaeyjum þar sem gagngert er
gert ráð fyrir bakaríi á nútíma-
vísu, en það er strax uppúr alda-
mótum. Tunga eða Hótel Berg er
byggt 1912 og var bakað þar fram :
að gosi er húsið fór undir hraun.
Ennþá fyrr er Ás við Kirkjuveg
byggt og sett bakarí þar í kjallar-
ann, en það gerði Stefán Gísla-
son sem lærður var í Bernhöfts-
bakaríi. Hitt sem vekur athygli við
lestur greinarinnar er það hversu
mörg bakarí hafa verið í Vest-
mannaeyjum á þessari öld. Frá
því um 1920 eru starfandi fram að
gosi tvö bakarí, Magnúsarbakarí
og Félagsbakaríið (sem reyndar
var aldrei kallað annað en Wogsa-
bakarí), en af og til bættist eitt
bakarí í viðbót og jafnvel tvö.
Grein Sigmundar er skemmti-
lega skrifuð og persónuleg og
mætti að skaðlausu vera ennþá
persónulegri, því vafalaust hefur
margt kúnstugt verið brallað í
bakaríum Eyjanna sem í frásögu
væri færandi.
Önnur athyglisverð grein er eft-
ir Ingibjörgu Finnbogadóttur um
Lundaveiði í Vestmannaeyjum. Er
hér um að ræða einskonar yfirlits-
grein um efnið þar sem flest meg-
inatriði efnisins eru dregin fram
og farið bæði eftir skriflegum og
munnlegum heimildum. Greinin
er vel unnin og fjallað ítarlega um
veiðar og nytjar af Iundanum.
Eins og greinarhöfundur tekur
fram er lundinn snar þáttur í
menningu Eyjanna og má enn
frekar gera ýmsu í kringum hann
skil, t.d. veit ég ekki til að siðir og
venjur við lundaveiði hafi verið
skráðir kerfisbundið eða þá hjá-
trú. Ennfremur væri gaman ef
einhver kannaði kerfisbundið
matreiðslu á lunda, því að ég hef
grun um að þó að grunnaðferð-
irnar séu svipaðar þá hafi ýmis af-
brigði þróast með einstökum hóp-
um eða ættum.
Þriðja stóra greinin í Eyja-
skinnu er eftir Helga S. Scheving
og er rituð árið 1932 og fjallar um
fiskveiðar í Vestmannaeyjum fyr-
ir og eftir síðustu aldamót. Það
sem ritað er um í þessari grein er
síðasta tímabil árabátaútgerðar í
Eyjum og er um að ræða einskon-
ar yfirlitsgrein um árabátaveiðar
þar sem lýst er veiðum og aðbún-
aði svo og meðferð aflans. Grein
þessi er fróðleg og merk heimild
þar sem svo skammt er frá því að
þessi útgerð lagðist af þegar hún
er rituð.
Af öðru efni í Eyjaskinnu má
nefna tvo þætti um hákarlaveiðar,
lýsingu á tækjum og aðferðum
eftir Sigfús M. Johnsen og frá-
sögn af hákarlaleiðangri með
Binna í Gröf árið 1953 eftir Hlöð-
ver Johnsen.
Grein er eftir Þorstein Þ. Víg-
lundsson um vísitasíu Landa-
kirkju 1749 og skemmtilegur ann-
áll Eyjanna 1917-1920 sem Áki
Haraldsson hefur tekið saman úr
blaðinu Skeggja sem kom út á
þeim tíma.
I Eyjaskinnu er ítarleg skrá yfir
myndir og málverk í eigu Byggða-
safns Vestmannaeyja og henni
lýkur á viðtali sem Árni Árnason
átti við Jón í Brautarholti árið
1953.
G.Ást.