Helgarpósturinn - 28.07.1983, Page 8
,8
sÝninfiarsnlir
Nýlistasafnið:
Magnús V. Guðlaugsson sýnir mál-
verk I stærri salnum og Marleen Buys
sýnir myndverk úr ýmsu efni í minni
salnum. Sýningarnar eru opnar virka
dagakl. 16—22 og 14 til 22 um helgar
og lýkur 31. júlí.
Norræna húsið:
I anddyri er ennþá sýningin íslenskir
sjófuglar en niðri hefur nú verið opn-
uð sýningin Ungdom i Norden en það
er Ljósmyndarafélag íslands sem
gengst fyrir henni. Það er opið alla
daga frá 14—19 og henni lýkur 7.
ágúst.
Djúpið:
Sýning á verkum Ólafs Th. Ólafsson-
ar stendur yfir en hann sýnir verk unn-
in með blandaöri tækni. Ólafur út-
skrifaðist úr málaradeild Myndlista-
og handiöaskóla íslands áriö 1981 en
hyggst á framhaldsnám í Vinarborg í
vetur.
Gallerí
Vesturgata 17:
Sölusýning á verkum 15 félaga í List-
málarafélaginu. Sýningarsalurinn, is-
lensk list, er opinn virka daga kl.
9—18.
Kjarvalsstaðir:
Kjarval á Þingvöllum. Dásamleg Kjar-
valssýning i Kjarvalssal. Stendur i allt
sumar. i vestursal og fórsal stendur
yfir sýning á verkum, sem
Reýkjavíkurborg hefur fest kaup á á
undanförnum 2-3 árum. Verkin eru
eftir ýmsa listamenn. Þeirri sýningu
lýkur 21. ágúst. Opið alla daga kl. 14-
22.
Gallerí Langbrók:
Sigrún Einarsdóttirog Sören Larsen,
glergerðarsnillingarnir i Bergvik á
Kjalarnesi opna einkasýningu á laug-
ardag, þar sem aðallega verða alls
konar karöflur. Frábært handverk og
list. Opið alla daga kl. 12-18. Lýkur 7.
ágúst.
Ásgrímssafn:
Sumarsýningin i fullum gangi. Opið
daglega kl. 13.30-16, nema laugar-
daga. Þá er lokað.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustíg 4a:
Nýtt galleri gamalreyndra lista-
manna, sjö talsins. Þeir sýna og selja
skartgripi, grafik, leirmuni, málverk,
skúlptúr, fjölva, handprjónaöar flíkur
og fleira. Opið virka daga kl. 12-18.
Stúdentakjallarinn:
Jane Levy Reed frá Bandarikjunum
sýnir Ijósmyndir, sem teknar voru í
heimalandi hennar, Austurlöndum og
viðar. Skemmtileg sýning.
Ásmundarsalur:
Ásgeir Smári Einarsson sýnir skúlpt-
úra, vatnslitamyndir, kritarmyndir og
fleira. Opiö virka daga kl. 16-22 og 14-
22 um helgar. Lýkur 30. júlí.
Heilsuhæli
Náttúrulækningafélags-
ins í Hveragerði:
Ólafur Th. Ólafsson á Selfossi heldur
málverkasýningu. Hann sýniroliu-og
vatnslitamyndir. Sýningunni, sem er
sölusýning, lýkur 15. ágúst.
Árbæjarsafn:
Opið laugardag og sunnudag kl.
13.30—16. Lokað mánudag. Á sunnu-
dag kl. 14 veröur gönguferö um Ell-
iðaárdal og kl. 16 verður fiöludúett i
Eimreiðarskemmunni og ætti kaffiö
að bragðast vel undir Ijúfum tónum.
Munið strætó nr. 10.
Bogasalur:
Myndir úr íslandsleiðöngrum og
fleira nýtt. Opið alla daga kl. 13.30-16.
Sýningin stendur út ágúst.
Mokka:
ítalski myndlistarmaðurinn Ricardo'
Licate sýnir verk sin.
Listasafn Einars
Jónssonar:
Opið miðvikudaga og sunnudaga kl.
13.30—16. Stórfenglegar höggmynd-
ir.
Ásmundarsafn:
Ásmundarsafn við Sigtún er opið
daglega nema mánudaqa frá kl
14—17.
Hótel Stykkishólmur:
Helgi Þorgils Friöjónsson og Kristinn
Guðbrandur Harðarson sýna glæsi-
legar litaðar glansmyndir og teikning-
ar. Sýningin stendur út júlf.
Gallerí Lækjartorg:
Opin sýning 83. Hún opnar á laugar-
dag og þar veröa til sýnis verk lista-
manna, sem hafasýnt ástaönum, svo
og verk í eigu gallerisins. í upphafi
verða m.a. verk eftir Jóhann G. Jó-
hannsson. Sýningin er opin út ágúst
kl. 14-18 virkadagaog sunnudaga kl.
14-22. Aðgangur er ókeypis.
Icikluís
Stúdentaleikhúsið:
Reykjavíkurblús eftir Magneu Matt-
hiasdóttur og Benóný /Egisson verð-
ur endursýndur vegna mikillar að-
sóknar. Sýningar varöa í kvöld,
fimmtudagskvöld kl. 2030 og annað
kvöld kl. 20.30.
Fimmtudagur 28. júlí 1983
jjiísturinn.
Ekki sérlega
spennandi
Mike Oldfield — Crises
í vor voru liðin tíu ár frá því að
Mike Oldfield sendi frá sér plöt-
una Ttibular Bells, sem gerði hann
í einni svipan að stórstjörnu, jafn-
framt því sem þá var spáð að með
honum væri kominn fram á sjón-
arsviðið maður er breyta mundi
gangi rokksögunnar. Htbular
Bells naut óhemju vinsælda um
langan tíma og ekki skemmdi nú
fyrir að hluti verksins var notaður
í kvikmyndinni The Exorcist, sem
um þær mundir ærði fólk um víða
veröld. Plata þessi var meira og
minna í heilt ár í fyrsta sæti breska
vinsældarlistans og þremur árum
eftir útkomu hennar höfðu selst
yfir fimm milljónir eintaka í
heiminum.
Það er dálítið skemmtilegt til
þess að vita, að áður en Oldfield
gerði Thbular Bells, gekk hann á
milli plötufyrirtækja í Englandi
með reynsluupptökur af verki
þessu en enginn vildi gefa það út.
Það var ekki fyrr en Richard
Branson, sem rak nokkrar hljóm-
plötuverslanir undir nafninu
Virgin, heyrði hvað Oldfield hafði
fram að færa að hlutirnir fóru að
ganga. Branson hafði áhuga á að
fara út í hljómplötuútgáfu og
Thbular Bells var fyrsta platan
sem hið nýja fyrirtæki hans, Virg-
in Records, gaf út. Plata þessi
gerði því meira en að gera Oldfield
að stórstjörnu, hún lagði grunn-
inn að því að gera Virgin að einu
af stærri hljómplötufyrirtækjum
Bretlands.
Þegar önnur plata Oldfields,
Hergest Ridge, kom út í ágúst
1974 fór hún beint í fyrsta sæti
vinsældarlistans, og um Ieið varð
Ihbular Bells að þoka sér niður í
annað sætið. Hergest Ridge var
hins vegar heldur mislukkuð og
olli mönnum vonbrigðum. Marg-
ir héldu því fram að Oldfield hefði
sem sé strax á sinni fyrstu plötu
spilað öllum trompum af hendi
sér. Þvi var þó ekki þannig farið,
því platan Ommadawn sem hann
sendi frá sér 1975 stendur Ihbular
Bells lítt að baki og að mínu mati
eru þessar tvær plötur það lang-
besta sem Oldfield hefur gert.
Eftir útkomu Ommadawn
máttu aðdáendur kappans bíða í
ein þrjú ár eftir nýrri plötu. Þegar
hún svo loksins leit dagsins ljós
voru aðrir tímar og margt hafði
breyst frá útkomu síðustu plötu.
Pönkið og nýbylgjan höfðu skoll-
ið yfir og nú nennti fólk ekki leng-
ur að hlusta á lög sem voru mikið
lengri en þrjár mínútur. Þetta
verk Oldfields, sem heitir Incant-
ations og kom út á tveimur plöt-
um, tók hins vegar yfir 70 mínútur
í flutningi og var sannast sagna, í
þokkabót, langdregið og leiðin-
legt. Það voru margir gamlir að-
dáendur sem sögðu skilið við
hann og var ég í þeim hópi. Ég hef
ekki fylgst náið með hvað hann
hefur gefið út siðan, en ég man
eftir að ein platan hét Platinum og
í fyrra kom út Five Miles Out. Ég
hef einungis heyrt þá síðarnefndu
og var ekki ýkja hrifinn.
Nú á tíu ára útkomuafmæli
Thbular Bells hefur Oldfield sent
frá sér nýja plötu og nefnist hún
Crises. Heldur virðist mér hann
nú í framför, frá því sem var á Five
Miles Out, en þó er ljóst að þessi
plata stendur langt að baki því
sem hann hefur gert best.
í fyrstu lék Oldfield því sem
næst einn á öll hljóðfærin en nú
síðustu ár hefur hann farið inn á
þá braut að fá aðra hljóðfæraleik-
ara sér til aðstoðar og virðist mér
það rétt stefna og til þess eins að
skapa tónlist hans aukna þróun-
armöguleika. Hins vegar hefur
hann ekki inikið breyst sem tón-
skáld og það má segja að hann
styðji sig enn að mestu við þær út-
setningaraðferðir, sem hann not-
aði strax í byrjun. Hann byrjar
gjarnan á því að slá fram einhveri
einfaldri laglínu, sem sumar
hverjar eru nú heldur þreyttar,
leiknar af einu hljóðfæri en hleð-
ur síðansmámsamanhljóðfærum
ofaná, sem þá oft leika þessa
sömu laglínu tilbrigðalaust. Síðan
er stundum eins og hann hætti
fyrirvaralaust við laglínu þessa og
skelli sér út í þá næstu, en það er
þó oft ekki fyrr en eftir allt of
langan tíma. Þannig er þessu farið
í verkinu Crises, sem fyllir fyrri
hlið nýju plötunnar. Öðru hvoru
dúmpa þar upp ágætir kaflar en í
heildina finnst mér verk þetta
ekki sérlega spennandi.
Á seinni hliðinni er svo að finna
styttri Iög og þar fær hann m.a. til
liðs við sig söngkraftana Maggie
Riley, Jon Anderson og Roger
Chapman. Þegar er orðið all vin-
sælt lagið Moon Shadow, sem er
lauflétt popplag og sem slíkt ekki
slæmt. Best finnast mér lögin
Taurus III, þar sem Oldfield sýnir
hversu lipur gítarleikari hann er
og Shadow On The Wall en það er
nú fyrst og fremst vegna Chap-
mans.
Crises er að mínu mati ekki
meðal þess besta sem Oldfield
hefur sent frá sér, en þó er hún
öllu betri en Five Miles Out, en
það er nú kannski ekki mikið til
að státa af.
Blessað gufuradíóið er farið að eldast
Þegar ég rita þetta greinarkorn
skömmu eftir hádegið mánudag-
inn 25. júlí, þá líður mér heldur
illa. Mér er illt í maganum og mat-
arlystin var heldur lítil. Þetta staf-
ar m.a. af því að skömmu fyrir há-
degið nánar til tekið kl. 11.30 varð
mér óvart á að hlusta á þátt Her-
manns Arasonar Lystaukann.
Satt að segja bjóst ég við ein-
hverju, en þessi þáttur var verra en
ekkert. Hann var illa saman sett-
ur, þrautleiðinlegur og stjórnand-
inn með endalaust kjaftæði um
sjálfan sig og upplifun sína, m.a.
af Vaglaskógi. Reynandi væri að
telja, hversu oft Hermann sagði
ég í þættinum, en þetta persónu-
fornafn ættu góðir útvarpsmenn
að forðast eins og heitan eldinn.
Þá voru viðtölin og söngur ferða-
manna heldur í lakara lagi. Lík-
lega má telja, að þessi þáttur sé á
Auðar Haralds og Valdísar gæð-
unum, en þó heldur verri.
Annars hefur Valdís Óskars-
dóttir verið að lesa sögu, sem hún
hefur þýtt í morgunstund barn-
anna. Sagan er vel þýdd og lestur-
inn hjá Valdísi einkar góður.
Með sumardagskránni tóku
stjórnendur barnaefnis í útvarp-
inu upp þann sið að láta ýmsa
segja börnunum sögur rétt fyrir
sjónvarpsfréttir, svo að foreldr-
arnir hefðu nú frið. Ég hlusta
stundum á þessar sögur. I síðustu
viku sagði Bryndís Víglundsdóttir
börnunum sögu. Að mínu viti
gerði Bryndís það einkar vel og á
hugljúfan hátt. Ég gat alla vega
ímyndað mér, að ég væri lítill
hnokki, sem hlustaði á einhverja
góða og notalega konu segja mér
sögu. Svo var Bryndís með morg-
unorðin einn morguninn og talaði
um samband og framkomu for-
eldra gagnvart börnum sínum.
Framkoma Bryndísar í útvarpi er
slík, að hún ætti að vera öðrum til
fyrirmyndar.
Undanfarna sunnudagseftir-
miðdaga hafa Trausti Jónsson og
félagar hans verið með þætti, þar
sem þeir hafa kynnt ýmsa söng-
lagahöfundaíslenska. í fyrra voru
þessir sömu menn með þætti um
íslensk sönglög. Framsetning
þeirra og meðferð á því efni sem
tekið er fyrir hverju sinni er til
hreinnar fyrirmyndar. Kynningar
eru hnitmiðaðar og komast fylli-
lega til skila. Þátturinn í gær, 24.
júlí vareinkargóður. Þar fjölluðu
þeir um Þorvald Blöndal, sem lést
um aldur fram. Virðast þeir félag-
ar hafa gert sér far um að afla sem
víðtækastra heimilda um Þor-
vald. Aldrei hafði ég heyrt hans
getið fyrr en í gær. Þættir þessir
ættu að varðveitast í segulbanda-
safni útvarpsins og jafnvel ætti að
gefa þá út sem kennslugögn í tón-
mennt.
Á miðvikudagskvöldið 20. júlí
flutti útvarpið þátt um banda-
ríska blaðamanninn John Reed í
samantekt Sigurðar Skúlasonar.
Lesari með honum var Arnar
Jónsson. Með samsetningu og
flutningi þáttarins tókst þeim að
gera hann bráðgkemmtilegan og
þær mínútur, sem þátturinn var-
aði voru fljótar að líða. Þátturinn
er dæmigerður um vönduð vinnu-
brögð. Ekki er hægt að segja hið
sama um Skruggur Eggerts Bern-
harðssonar, þar sem hann fjallaði
um Kollumálið. Eggerti hættir til
að vera svolítið flausturslegur í
lestri og greinilegt var, að eftir-
tektin hjá honum eða tækni-
manni þeim, sem hljóðritaði þátt-
inn var ekki upp á það besta, því
að klippingar eða innkomur
heyrðust, a.m.k. á einum stað.
Annars væri gaman einhvern tíma
seinna að útskýra fyrir ykkur les-
endum, hvernig útvarpsþáttur
verður til.
Segja má að útvarp liðinnar
viku hafi verið harla gott, en
blessað Gufuradíóið er farið að
eldast, því að það týnir fréttaauk-
um og gleymir að sækja þætti út
á flugvöll. Eða er þetta ef til vill
handvömm starfsmannanna?
G.H.
sjoranp
Föstudagur
29. júlí
20.40 Á döfinni. Birna er komin aftur.
Hún var bara í sumarfrii. Velkomin
fagra meyja.
20.50 Steini og Olli. Skopmyndir i marg-
faldri röö. Er ætlast til aö viö hlæjum
að þessu? Þó er margt verra til.
21.15 Þyrlur Fyrsta nothæfa þyrlan hóf
sig til flugs áriö 1936. Það ár fór
Franco aö derra sig. Þyrlan er flókiö
apparat og hér veröur gerö grein
fyrir öllum helstu nýjungum og
framförum og svo framvegis. Allt
sem þú vilt vita um þyrlur...
22.10 Ambátt ástarinnar (Ambáttskí
ástarskí). Sovésk biómynd. Leik-
endur: Elena Solovei. Leikstjóri:
Nikita Mihalkof. Dagar byltingar-
innar, góöir dagar. Svartahafið og
sólin. Ungur og hundeltur maður
kemur aö máli viö stjörnu þöglu
myndanna við vinnu sína og biður
um hjálp. Ekki fyrsta mynd Mihalk-
ofs i sjónvarpinu og vonandi ekki sú
síðasta. Áreiöanlega góð skemmt-
an.
Laugardagur
30. júlí
17.00 iþróttlr. Ingo H. er kominn Bjarna
Fel til aðstoðar og nú geta þeir ekki
hvor án annars verið. Góöur liðs-
andi, góöir menn.
20.351 blíðu og stríðu. Bandariskur
flokkur um hiö allra skemmtileg-
asta fólk, sem sést hefur lengi f fs-
lenska sjónvarpinu.
21.00 Syrpa-myndir úr sögum Maugh-
ams (Encore). Bresk bíómynd, ár-
gerð 1951. Leikendur: Glynis
Johns, Nigel Patrick, Kay Walsh,
Roland Culver, Ronald Squire.
Leikstjórar: Harold French, Pat
Jackson og Anthony Pelissier. Hin
allra besta skemmtun, þar sem
þrjár stuttar myndir eru geröar eftir
stuttum sögum skáldsins mikla
Maugham. Hér ægir öllu saman,
glaumgosa og bróður hans, kjafta-
glaðri piparmeyog ungum hjónum.
22.30 Einsöngvarkeppnin í Cardiff. Úr-
slit. Því miður. En samt ætti þetta
nú að geta orðið gott. Hún var góð
sú sem vann þarna um daginn,
Ijóskan. Ég mæli með þessum þátt-
um.
Sunnudagur
31. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja. Siguröur
Arngrimsson, séra minn, syngur
öðrum betur. Daginn út og daginn
inn, deyr nú aldrei vetur.
18.10 Magga i Heiðarbæ. Fálkatemjarinn
og Magga eru góðir vinir.
18.35 Frumskógarævintýri. Myndaflokk-
ur fyrir alla fjölskylduna. Frá Sví-
þjóð, en það er alveg sama. Um
dýralif i frumskógum Indlands.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Magnús
Bjarnfreðsson kynningarfulltrúi.
Hann er vanur maður.
20.45 Blómaskeið Jean Brodie. Nú eru
ósköpin farin að dynja yfir. Góðir
þættir.
21.45 Sumartónleikar á Holmenkollen.
Filharmoniusveitin i Osló leikur lög
eftir norsk tónskáld. Mariss Jan-
sons stjórnar af alkunnri röggsemi
og snilld.
Mánudagur
1. ágúst
20.35 Tommi og Jenni. Þeir eru svo dá-
samlegir. Ég á ekki orö.
20.40 fþróttir. Bjarni Fel búinn að parkera
aöstoðarmanninum fram að helgi.
Góður maður Bjarni.
21.15 Ræningjahjónin (Couples and
Robbers). Bresk sjónvarpsmynd.
Leikendur: Frances Low, Rik May-
all. Leikstjóri: Clare People. Nýgift
hjón dreymir um lifsins gæði og láta
ekki sitja við orðin tóm. Þau fara i
þjófaleik. Allt endar með ósköpum.
21.45 Kafað í hafdjúpin. Kafarar i hella-
könnun í Karibahafi. Eyjan heitir
Andros. Gaman. Bresk mynd.
IITVAItl’
Föstudagur
29. júlí
8.30 Ungir pennar. Ungir sveitadrengir
og ungar sveitastúlkur ríöa skáld-
fáknum um innsveitir noröanlands.
Brokk og skokk og tölt.
8.40 Tónbilið. Þögn milli tveggja tóna.
Segi ég. Klassískur yndisþokki i
morgunsáriö.
10.35 Mér eru fornu minnin kær. Einn
vinsælasti þáttur útvarpsins. Enda
góður, segja þeir, sem hafa hlustað.
Einar frá Hermundarfelli stendur
alltaf fyrir sinu.
11.35 Svíþjóðarpistill. Jakob S. viö nám
og störf, Frásagnir af Kalla kóngi.
14.30 Óskalög sjómanna. Þeir standa
■s.