Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.07.1983, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 28. júlí 1983 JHek jneigai----- .pasturinn Reykjavíkurdjass Það var fjörugt djasslífið í henni Reykjavík i síðustu viku. Á sunnudags og mánudagskvöld flutti dansk-færeyski píanistinn Kristian Blak ásamt Ernst Dals- gard flautuleikara verk sitt Ravnating. Það vantaði trúlega mikið uppá að verkið kæmist til skila í flutningi þeirra tvímenn- inga þar sem það er skrifað fyrir sextett. Það hefur verið gefið út á plötu en það er önnur saga og verður sögð hér seinna. Guð- Það er mikill munur á þessum þremur stöðum. Naustið matar- staður þar sem snæðandi ask- borgarar æpa á tónlistarmennina einsog listahátíðarbroddarnir forðum: Lækkiði músíkina! En þá söng Oktavía fyrir þá I’m in the mood for love. Stúdentakjallar- inn er búlla þar sem þjóðlegir snillingar vilja endilega taka í höndina á gítarleikaranum í miðjum sóló. Djúpið er afturá móti ekta djassklúbbur — verst mundur Ingólfsson og félagar djössuðu í Naustinu á mánudags- kvöld Kristján Magnússon og kompaní á fimmtudagskvöld í Djúpinu og Hrægammarnir (Sig- urður Flosason, Björn Thorodd- sen og Tómas R. Einarsson) á laugardagskvöld í Stúdentakjall- aranum. Á sunnudagskvöld bætt- ist svo trommarinn Jón Björg- vinsson í þann hóp. Það er allt útlit fyrir að þessu haldi áfram næstu vikur, en í á- gústlok halda þeir Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson erlendis til náms. Sigurður til Berklee en Tómas mun halda á vit bassasnillinganna í Kaupmanna- höfn. Þar ríkir bassinn öðrum hljóðfærum ofar. hvað plássið er lítið! Jakob veit- ingamaður hefur komið þar fyrir bar og geta matargestir skroppið niður og fengið sér einn léttan eft- ir dinnerinn og hlýtt á sveifluna — svo er hver sem er velkominn hvort sem hann borðar á Horninu eða ekki. Það verður að segja að ekki örl- ar mikið á frumlegri hugsun hjá íslenskum djassleikurum — sömu standardarnir voru leiknir fiest kvöldin á svipaðan hátt. Dolphin street frænkur frændur og vinir. Enda fiestir íslenskir djassleikar- ar frístundadjassistar þó atvinnu- menn séu sem hljóðfæraleikarar. Á Nausti léku Guðmundur Ing- ólfsson á píanó, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Skúli Sverrisson rafbassa og Björn Thoroddsen gítar, ásamt söng- konunni Oktavíu Stefánsdóttur. Skúli er kornungur og lofar góðu hafi hann hug og þrek að ganga hina grýttu djassbraut. í Djúpi lék Kristján Magnús- son á píanó, Þorleifur Gíslason á tenorsaxafón, Friðrik Theódórs- son á bassa og Sveinn ÓIi Jónsson á trommur. Mikið getur Sveinn Óli leikið vel á trommur þá sjald- an hann hættir sér úr hlutverki hins hógværa burstara. Hrægammarnir þrír í Stú- dentakjallaranum voru frískir. Björn og Sigurður stundum eins og kálfar sem sleppt er úr fjósi á björtu vori en Tomas hinn stað- fasti klettur. Sigurður blæs oft undurfallega hægar ballöður eins og Round Midnight en missir fiugið í sólóunum. Björn er aftur- ámóti í essinu sínu í meðalhraðan- um; en drengir4þagnirnar eru oft fallegar! Tómas er í stöðugri framför. Hann virðist vinna markvisst að list sinni og árangur- inn lætur ekki á sér standa. Að vísu á hann langt í land hinna norrænu bassasnillinga en hann er hættur að slá ullarbassann ís- lenska. Það má heyra Hrægammana Frísku í Djúpinu í kvöld og væri tilvalið fyrir djassgeggjarana að fá sér að borða á Horninu og skreppa svo í djassinn í kjallaran- um. Þeir sem koma því ekki við ættu að líta við í Stúdentakjallar- anum um helgina. Þar verður pilt- ana að finna á föstudags og laug- ardagskvöld. Listatrimm og lífskjör Stúdentaleikhúsið hefur látið mikið og vel að sér kveða í vetur og vor með svokölluðu Lista- trimmi, einkum þó leiksýningum af ýmsu tagi í bland við tónlist og fieira. Það er bæði hollt og skemmti- legt, að hin mikla fjöld náms- manna sýni sem víðast og á sem breytilegastan hátt, hvernig hægt er að beisla til vænna hluta þann ómælda kraft, sem í henni býr. Auðvitað er Iíka gagn og gaman að því að láta allan skrattann blómstra óheftan. En sjálfsagi er ómissandi, ef eitthvað varanlegt á að skapast. Annað fýkur sem duft í vindinn. Á sunnudagskvöldið 24. júlí bættist nýr dráttur í mynd lista- trimmsins, sem var Músíkkvöld - með verkum, sem fiest eru löngu orðin varanleg. Það fór fram á þessa lund. 1) Ingveldur Ólafsdóttir söng sex ljóð úr leikritum Shakespeares, - allt ballöður frá 15. öld, sem hann skaut inn í verkin, nema eitt eftir Thomas Arne frá 18. öld. Kristín Anna Þórarinsdóttir las á undan þýðingar Helga Háldánarsonar. 2) Jóhanna Linnet söng fjögur lög eftir Beethoven við ljóð eftir - Goethe og rómönsu úr lítt þekktri óperu eftir Schubert, sem kölluð var Heimilisófriður, eftir að rit- skoðarar Austurríkiskeisara höfðu hafnað heitinu Samsæris- menn. Anna Kristín las á undan þýðingar Kristjáns Árnasonar og Þorsteins Gíslasonar á Goethe- ljóðunum. Undirleik fyrir þær báðar önn- uðust Snorri Sigfús Birgisson á píanó og Guðni Franzson á klari- nett, þar sem við átti. 3) Guðni Franzson lék þrjú stykki fyrir einleiksklarinett eftir Stra- vinskí. 3) Guðni Franzson og Guðni Ágústsson léku verk fyrir klari- nett og píanó eftir Hilmar Þórð- arson, kornungan mann. 5) Guðni Franzson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Bryndís Pálsdóttir Svava Bernharðsdóttir og Örnólf- ur Kristjánsson léku hinn gamal- fræga kvintett fyrir klarinett og strengjasveit K 581 eftir Mozart. 6) Ingveldur og Jóhanna sungu dúetta eftir Schumann og Men- delsohn við ljóð eftir August Mahlmann, Hoffmann von Fall- ersleben og óþekktan höfund. Kristín Anna Ias áður þýðingar Kristjáns og Huldu Runólfsdótt- ur. Snorri Sigfús lék undir. Það má alltaf að öllu finna, ef menn nenna því og þykir lífið tómlegt, nema hægt sé að setja út á eitthvað. Engir, jafnvel ekki heimsfrægustu menn, spila t.d. þennan klarinettkvintett Mozarts svo, að einhverjum finnist ekki að betur mætti gera, ekki síst þeim sjálfum. Og vitaskuld heyrði sæmilega kunnugur leikmaður ýmsa misbresti í þessum fiutningi. En hér var heldur enginn að biðja um eða ætlast til einhvers al- fullkomleika. Þarna er hinsvegar gott ungt fólk að glíma við kröfu- hörð verkefni. Og það var inn- spýting beint í sálaræð að heyra, sjá og finna þann listræna metn- að, dirfsku og dug, sem þarf til að bera slíka dagksrá á borð, hvað sem tautar og raular. Aðsókn og viðbrögð sýndi líka, að nógu margir kunna slíkt að meta. Það er rétt að gera sér það Ijóst alveg grillulaust, að sú mikla menningargróska, sem Stúdenta- leikhúsið er nú tekið að sýna, er einn ávöxtur þeirrar aðstöðujöfn- unar til náms, sem Lánasjóður ís- lenskra námsmanna hefur valdið á síðasta hálfum öðrum áratug. Þeir fjármunir fara ekki bara í sukk og slæpingshátt einsog sum- ir halda vegna fáeinna ódæma. Nær sanni er, að þessi jöfnuður birtist ekki síst í því, að menn geta fremur en áður valið það nám, sem hugur stendur til, jafnvel þótt það virðist ekki „arðbært“ fljótt á litið. Miklir hæfileikar fóru hinsveg- ar oft forgörðum áður fyrr vegna vondra lífskjara. Það eru blátt áfram ekki nema fáir, sem stand- ast þá raun að láta baslið ekki smækka sig. Einstæðar fornbók- menntir okkar urðu heldur ekki til vegna þess að okkur væri af al- mættinu veitt meiri snilligáfa en öðrum, heldur vegna hins, að á þeim tíma bjó íslenskur almenn- ingur við minni andlega og efna- lega kúgun en aðrir í Evrópu. Við höfðum ekkert konungsvald og veikt kirkjuvald. Þá var mikið ort og sett saman, en aðeins hluti þess hefur varðveist. Nú virðast uppi tilburðir í þá átt að skerða þessi svokölluðu „for- réttindi“ námsmanna, sem eru þó ekki fólgin í öðru en sem jafnastri aðstöðu til náms óháð efnahag aðstandenda. En það virðist furðu auðvelt að fá jafnvel lág- launamenn til að trúa því, að slík skerðing sé þjóðþrifamál. En hverjum ætli sú breyting yrði til hagsauka? Þeim einum, sem með því öðlast forréttindi til frjáls náms á þeirri forsendu einni, að aðstandendum þeirra var gefið peningavit, hvað sem öðru viti leið. Muriel Spark og Miss Jean Brodie Muriel Spark: The Prime of Miss Jean Brodie Pelican Books 1974, 126 bls. „Who was Miss Brodie? A teacher of mine, she was full of culture. She was an Edinburgh festival all on her own. She used to give us teas at her fiat and tell us all about her prime“. (bls. 27) Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum, að hafnar eru sýningar á sjónvarpsþáttum um „blómaskeið Jean Brodie" eftir samnefndri skáldsögu Muriel Spark. Ég ætla, að margir hafi þegar fallið fyrir hinni sjálfsöruggu ungfrú Brodie, sem er hverjum manni tunguliprari og í blóma lífs- ins að eigin sögn: „I have frequently told you, and the holi- days just past convinced me, that my prime has truly begun. One’s prime is elusive. You little girls, when you grow up, must be on the alert to recognize your prime at whatever time of your life it may occour“. (bls. 11) Hún fer sínar eigin leiðir í kennslu, trúir á fegurðina, gæsk- una, sannleikann — og Musso- lini! Hún minnist hvergi á Plató, en þessi trúarjátning er mjög í anda gríska spekingsins, sem líklega hefði bætt við „hófsemi“ og „réttlæti“. Og til eru þeir sem telja Plató fyrirrennara fasistanna. Hugmyndir Jean Brodie um kennslu eru alla vega eftir kokka- bókum þeirra Sókratesar og Pla- tó: „To me education is leading out of what is already there — in the pupils soul“. (bls. 36) Það má ekki skilja orð mín á þá vegu, að ég líti á bókina um ung- frú Brodie sem eitthvert hug- myndaverk, það hefur tæpast ver- ið ætlun höfundar, hvað sem öðru líður. En hugmyndir hafa til- hneigingu til að læðast bakdyra- megin inn í bókmenntaverk, þvert ofan í ásetning höfundar. Ég fæ alla vega ekki varist þeirri tilhugs- ánægju fólks af sjónvarpsglápi og lestri með því að rekja söguþráð bókarinnar. Skylt er þó að geta þess, að all nokkur munur er á bók og sjónvarpsþáttum, t.d. hef- ur Jean Brodie bókarinnar aldrei búið í Newcastle og þaðan af síður haldið við viðskiptahöld. En hyggjum nú ögn að höfundi bókarinnar. Muriel Spark er ein Muriel Spark er Skoti, fædd í Edinburgh árið 1918 (Skyldi ung- frú Brodie hafa kennt henni?). Hún bjó nokkurt skeið í Mið-Af- ríku og starfaði á stríðsárunum í breska utanríkisráðuneytinu. Hún lét seint að sér kveða sem rit- höfundur, 33 ára vann hún smá- sagnakeppni á vegum breska blaðsins „Observer“. Fyrsta skáldsaga hennar, „The Com- forters", kom út árið 1957, en þá var höfundur tæplega fertugur, og blómaskeiðið rétt að hefjast. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt, skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og bók um bresku skáldkon- una Mary Shelley, sem fann upp Frankenstein og skrímsli hans. „The Prime of Miss Jean Brodie“ kom út fyrir 22 árum síð- an, og stenst tímans tönn með ágætum. Sagan er leiftrandi vel sögð, og ætla má, að bókakorn þetta eigi eftir að verða það sem enskir kalla „a minor classic“. Lýkur svo að segja frá Muriel Spark og Miss Jean Brodie. //t/ejtda/t éœéu i un, að kaþólska Muriel Spark sé að verki þegar hún lætur Sandy litlu ganga í klaustur, hafandi svikið ungfrú Brodie, en iðrun og yfirbót eru kaþólskum höfundum ein.att hugstæð yrkisefni. En of- túlkanir ber að varast, hvergi er sagt beinum orðum að Sandy gangi í klaustur til að bæta fyrir misgjörðir sínar. Ég ætla ekki að eyðileggja þeirra mörgu bresku skáldkvenna sem þykir í fremstu röð og er skip- að á bekk með konum á borð við Doris Lessing, Angelu Carter, Fay Weldon. Hún skrifar fágaðan, fjörlegan, hæðnislegan stíl, t.d. er stúlkunni Sandy lýst á þennan hátt: „She was merely notorious for her small almost non-existent eyes, but she was famous for her vowel sounds..“. (bls. 7).

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.