Helgarpósturinn - 28.07.1983, Blaðsíða 12
12
Fimmtudagur 28. júlí 1983
_f~lelgai-
posturinn
HeiprpósisviölaliD:
A ERflTT NEB AV ÍMVINDA NEB
•SHIPULEGRI HðP EIN OHHUR
Ólalur Jóhann Sigurósson secjir irá kynnum srnum al Rauóum pennum
Haustið 1933 var stofnað fyrsta rithöfundafélag á Islandi. Ekki var það stéttar-
félag eins og nú tíðkast, heldur stofnað um pólitískan tilgang. Ifyrsta lagi að starfa
á alþjóðlegum grundvelli byltingarsinnaðra rithöfunda. I öðru lagi að efla sósíalíska
skáldskaparstefnu hér á landi.Iþriðja lagi að vinna að menningarlegu byltingarstarfi
verkalyðsins og ífjórða lagi að heyja báráttu gegn fasisma í íslenskum bókmenntum.
Þessi var stefnuskrá Félags byltingarsinnaðra rithöfunda, Islandsdeildar Alþjóða-
sambands byltingarsinnaðra rithöfunda. Það hélst við lýði í áratug uns stofnuð voru
heildarsamtök rithöfunda um stéttarhagsmuni: Rithöfundafélag Islands.
Helsta driffjöður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda var Kristinn E. Andrésson
en meðal stofnenda voru auk hans: Steinn Steinarr, Stefán Jónsson, Asgeir Jónsson,
Jóhannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson og Björn Fransson. Fljótlega bœttust við
fleiri félagar: Halldór Laxness, Gunnar Benediktsson, Vilhjálmur Guðmundsson,
Guðmundur Daníelsson, Friðjón Benónýsson og Katrín Pálsdóttir.
Fyrstu missenn starfaði félagið inn á við; að mennta félagsmenn í marxisma og
þjálfun þeirra í sósíalrealisma. Guðmundur Daníelsson hefur lýst því skeiði í smásögu
sinni: Skáld á fundi. En vorið 1935 snýr það sér að útbreiðslu með útgáfu ársritsins
Rauðra penna (sem biriist í árslok), ogfrá miðju ári 1937 eru félagsmenn í broddi
fylkingarfyrir stofnun og eflingu' Máls og menningar, fyrsta bókaklúbbs með fjölda-
útbreiðslu á Islandi.
Um þetta efni er mikið fjallað í skemmtilegum og fróðlegum endurminningum
Kristins E. Andréssonar: Enginn er eyland, 1979 (stefnuskrá félagsins er þar á bls.
37-38) og bók Jons Oskars: Fundnir snillingar, 1969 (og hér og þar í seinni bindum
minninga hans.) Nokkuð var vikið að þessu efni í viðtali sem undirritaður átti við
Halldór Laxness (Mbl. 28/2 1982). Viðtalið við Olaf Jóhann Sigurðsson sem hér
er birt í fyrsta skipti á prenti var tekið í septemberbyrjun 1981.
„Ég var nú eins og hvert annað unglingsgrey
á þessum árum. Ég ákvað að gerast rithöfund-
ur í sláttulok 1933 og skeiðaði hingað til
Reykjavíkur. Ég var brátt reynslunni ríkari,
því að kreppan var þá í algleymingi og at-
vinnuleysi gríðarlegt. Það var ekki fyrr en í
janúar 1934, að ég komst í fasta vinnu í ullar-
verksmiðjunni á Alafossi, en varð reyndar fyr-
ir því óhappi nálægt vorjafndægrum að meið-
ast í vél. Á haustþingi 1934 var ég þingsveinn
og kynntist þá ungum menntamanni, Sigurði
Guðmundssyni, sem síðar varð ritstjóri. Og
þegar ég var staddur hér í bænum síðsumars
1935, fór ég með Sigurði á fund Kristins E.
Andréssonar, sem þá var að undirbúa útgáfu
Rauðra penna. Kristinn bað mig um smásögu,
og fékk hana um haustið. Á útmánuðum 1936
var ég aftur kominn hingað á mölina og þá
farinn nokkuð að roðna.
Ég man ekki hvenær ég gekk í þetta bless-
aða félag, sem þú ert að forvitnast um, kann
að hafa komið þar á fundi 1936, en ekki þó að
staðaldri fyrr en haustið 1938. Fundirnir voru
upphaflega pólitískari en þegar fram Iiðu
stundir, ekki sízt vegna augljósrar styrjaldar-
hættu. Kristni Andréssyni var mjög í mun að
hafa einhvern samfelldan heildarsvip á hverju
hefti RP, og ég man ekki betur en samfylking
gegn fasisma og nasisma hafi sett svip á fyrstu
hefti þessa ársrits, til að mynda á ritgerðirnar.
En íslendingar eru nú eins og þeir eru, heldur
svona bágrækir í flokki. Sameiginlegar skoð-
anir hlutu að koma fram í ritgerðum manna,
en um skáldskapinn gegndi allt öðru máli. Þar
taldi Kristinn samfylkingu einnig æskilega en
Halldór Laxness hæpna, ef ekki skaðlega. Og
það mátti Kristinn eiga, að hann tók því ljúf-
mannlega, þegar ekki gekk“
— Var þá hin póliiíska bókmenntaumræða
um garð gengin, þegar þú komst í félagið?
„Nei, en hún mun hafa verið með allt öðr-
um blæ en í fyrstu. Ég hafði spurnir af því, að
menn hefðu verið teknir heldur betur í karp-
húsið. Mikilhæft skáld mun hafa óskað eftir
gagnrýni um verk eftir sig og fengið óspart á
baukinn. Annar höfundur lítt kunnur, Asgeir
Jónsson að nafni, mun öldungis hafa bognað.
Ég var og er andvígur þessari aðferð, að gagn-
rýna bókmenntaverk félaga á samkundum. í
fyrsta lagi eru menn nú ekkert fúsir til að setja
ljós sitt undir mæliker, en í annan stað eru rit-
höfundar ekki bezt til þess fallnir að gagnrýna
verk stárfsbræðra sinna því að hver þeirra
þykist vitaskuld hafa fundið hina einu réttu
aðferð. Gagnrýni á samkundum getur beinlín-
is verið í senn ósæmileg og háskaleg. Vilji
menn verða starfsbræðrum sínum að liði eiga
þeir að reyna að leiðbeina þeim í einrúmi. Eg
minnist þess að Halldór Laxness benti einkum
og sér í lagi á stílgalla og klaufalegt eða óís-
lenzkulegt orðfæri, og aðfinnslur hans voru
vissulega réttmætar og gagnlegar. Á Þórbergi
var hinsvegar aldrei neitt að græða. Stundum
var ákaflega gaman að hjátrú hans, hindur-
vitnum og tiktúrum ýmisskonar, en ég hef fáa
rithöfunda þekkt sem voru eins frábitnir því
og hann að láta starfsbræður sína njóta sann-
mælis. Hann setti því meira út á þá og gerði
því minna úr þeim sem þeir voru betri. (Hér
verður að geta þess að OJS hafði bent spyrj-
anda á smásögu Guðmundar Daníelssonar
„Skáld á fundi“, sem er einskonar vitnisburð-
ur þess höfundar um fyrsta skeið Félags bylt-
ingarsinnaðra rithöfunda.) Þórbergur var líka
ótrúlega illa lesinn í erlendum skáldbók-
menntum, að Poe undanskildum og örfáum
verkum Dostojefskis og Tolstojs. Ég varð þess
aldrei var, að hann hefði áhuga á að kynna sér
verk erlendra snillinga, nema hvað hann hafði
gaman af þýðingu Stefáns Bjarmans á Hem-
ingway áratugum síðar og var stórhrifinn af
tveimur skáldsögum eftir norska höfundinn
Agnar Mykle, sem hann líkti við Dostojefski.
Sú hrifning er reyndar auðskýrð, en við erum
nú að tala um annað“
— Hvernig var RP tekið?
„Fyrir fáeinum árum fór ég að fletta Rauð-
um pennum að gamni mínu, í fyrsta sinn frá
útkomu þeirra. Satt að segja þótti mér ekki
eins mikið til þeirra koma og ég hafði vænzt
með viðtökur jafnt andstæðinga sem fylgis-
manna í huga. En íslenzkt þjóðfélag var á
þeim árum fábrotnara á allan hátt en það er
nú. í Rauðum pennum birtust ýmsar stór-
fróðlegar greinar. Til að mynda reyndi ég eftir
föngum að kynna mér verk sumra þeirra höf-
unda, sem Kristinn Andrésson minntist á í
langri ritgerð í 1. bindinu, og svo mun ugg-
laust hafa verið um fleiri. Ekki má heldur
gleyma erlendum tímaritum, sem bárust hing-
að þessar mundir, svo sem Veien frem undir
forystu Nordahls Grieg og International liter-
ature. I Veien frem var háð skelegg barátta
gegn fasisma og fyrir róttækni af ýmsu tagi.
Sumir okkar lásu líka að staðaldri brezka
tímaritið Life and letters today. Því var óspart
haldið fram í ræðu og riti, að aðstandendur
Rauðra penna væri þrælskipulagt og harð-
snúið lið, en ég á hinsvegar erfitt með að í-
mynda mér óskipulegri hóp en okkar. Fund-
irnir voru mestmegnis rabb, langoftast haldn-
ir heima hjá Kristni, og lauk á kaffidrykkju,
en að síðustu í kennslustofu í Austurbæjar-
skóla. En þá var félagið í þann veginn að
geispa golunni, ekkert kaffi lengur, engin
Þóra Vigfúsdóttir til að bregða birtu ógleym-
anlegra persónutöfra á samkunduna. Þú varst
að segja, að þér hefði ekki tekizt að ná í
fundagerðabók félagsins. Það er bættur skað-
inn, því að enginn nennti eða hirti eða skrifa
fundargerð, sem svo gæti heitið, nema Stefán
Jónsson heitinn. Oftast nær var þess einungis
getið, hvað um var rætt, síðan: „rabb“ og bú-
ið. Eftir að Mál og menning kom til sögunnar,
var mikið rætt um þá útgáfu og flestir, ef ekki
allir félagsmenn lögðu árum saman hönd á
plóginn til þess að stuðia að viðgangi hennar.
En atburðarás var hröð á þessum árum. Fyrst
fóru ítalskir fasistar að murka lífið úr Abess-
iníu-mönnum, að því búnu skall á Spánar-
styrjöld, síðan heimsstyrjöld og hernám. í
blóðbaðinu miðju endurreistum við íslend-
ingar lýðveldið á Þingvöllum og fylltumst
bjartsýni og trú á framtíð þjóðarinnar, en
þegar liðið var rúmt ár frá styrjaldarlokum
fengum við á okkur Keflavíkursamninginn.
Ef dæma skal Rauða penna úr fjarlægð, verð-
ur umfram allt að taka mið af Evrópupólitík-
inni. Því hvað sem um þessa höfunda má segja
og þeirra verk, fylgdust þeir vel með öllum tíð-
indum í Evrópu. Hingað komu líka flótta-
menn úr ríki nazista, svo sem Albert Daudistel
rithöfundur og Edith kona hans. Þau hjón
höfðu gengið með blásýruhylki á sér mánuð-
um saman áður en þau sluppu frá Þýzkalandi
og áttu ekki annað en spjarirnar sem þau
stóðu í. Hópur bláfátækra manna hélt í þeim
lífinu um skeið, meðan þau voru að jafna sig
í ókunnu landi. Albert var farinn á taugum og
náði sér aldrei, en Edith var hugrökk kona og
hetja í raun. Þau hjón eru nú bæði látin"
— Á hvern hátt átti þessi skáldahópur —
eða ársrit þeirra Rauðir pennar — að greinast
frá fyrri skáldum? Hvernig áttu skáldverk
byltingarsinnaðra rithöfunda að vera?
„Tvennt tengdi þennan hóp saman. Við vor-
um allir andfasistar og höfðum spurnir af
djöfulæði þýzkra nazista á undan mörgum
hér á landi. I öðru lagi vorum við allir róttæk-
ir, sumir kommúnistar, aðrir vinstri sósíalist-
ar ellegar líberal, eins og til að mynda Sigurð-
ur Thorlacius og Sigurður Nordal, sem komu
undir eins til liðs við Mál og menningu, þótt
þeir væru ekki í Félagi byltingarsinnaðra rit-
höfunda. Það stóð til að víkka grundvöll fé-
lags okkar og breyta nafni þess í Félag rót-
tækra rithöfunda, en Iíklega varð ekkert af
því. Viðhorf þessara höfunda má lesa úr verk-
um þeirra. Kristinn heitinn var ekkert að
skipa okkur fyrir, en eins og ég sagði áðan
impraði hann stundum á því, að við fjölluð-
um allir um eitthvert tiltekið efni. Það fór nú
inn um annað eyrað og út um hitt, og Kristinn
lét það gott heita. Ég held að verk umræddra
höfunda séu einatt vitnisburður um ádeilu af
ýmsu tagi og samúð og samstöðu með alþýðu
í baráttu fyrir réttlæti og bættum kjörum. Sú
var líka hugsjón manna og draumsýn að reyna
að stuðla að fjölbreyttara menningar- og bók-
menntalífi en hér var fyrir. Ég á erfitt með að
skilja þann rithöfund, sem hefði ekki á þess-
um árum haft fyllstu samúð með verkalýð,
bæði til sjávar og sveita, enda deildu þeir flest-
ir kjörum með honum. Oft var þetta hálfgert
svelti, hefði verið algert, ef ekki hefði komið
til samhjálp þessa fátæka fólks.“
— Nú skilst mér að áfundum Fél. bylt. rith.
hafi einkum verið lesin upp skáldrit félags-
manna og þau gagnrýnd. Hverjir voru virk-
astir I gagnrýninni?
„Ég er í rauninni búinn að svara þessari
spurningu. Það var að mestu liðin tíð að verk
félagsmanna væru lesin upp á fundum, þegar
ég kom í félagið. Hins vegar tóku sumir félags-
menn að sér að lesa nýlegar bækur og hafa
framsögu um þær, en að henni lokinni tóku
ýmsir til máls. Ég man að Kristinn, Halldór
Laxness, Halldór Stefánsson og Gísli Ás-
mundsson fluttu slíkar framsöguræðurí'
— Frá hvaða sjónarmiði var gagnrýnin
gerð?
„Jöfnum höndum frá bókmenntalegu og
þjóðfélagslegu sjónarmiði. Ég minnist þess til
að mynda að einhverju sinni var rætt um
Sturlu í Vogum, og mönnum fannst sem sögu-
lok höfundar væru hálfgerð patentlausn. Ég
vil þó taka það fram, að Hagalín er á margan
hátt stórmerkur höfundur og framhjá verkum
hans, svo sem ævisögunum, verður alls ekki
gengið, ef menn vilja á annað borð fræðast
um líf og háttu þjóðar sinnar á þessari öld. Ef
fundarmönnum fannst sem saga stæðist ekki,
bæri ekki með sér að höfundur þekkti það
nægilega vel, sem hann var að skrifa um, var
vitaskuld á það bent. Ég frétti af því, að áður
en ég kom í félagið hefði höfundur einn lesið
upp óprentaða smásögu eftir sig og fengið
nokkuð góðar undirtektir, nema hvað Hall-
dór Laxness fann að því að sagan skyldi gerast
erlendis, því að erlendir höfundar stæðu betur
að vígi að fjalla um erlend efni, en íslenzkir
höfundar aftur á móti betur en þeir að fjalla
um íslenzkar aðstæður. Mér vitanlega hefur
saga þessi ekki birzt á prentií*
— Hvað fannst mönnum um boðskap í
skáldverkum?
„Ég veit ekki hvað öðrum fannst, en mér
hefur ævinlega fundizt að öll veigamikil
skáldverk hafi einhvern boðskap að flytja.
Boðskapur fellur um sjálfan sig og ónýtir um
leið skáld verkið, ef hann hangir utan á því eins
og nokkurs konar tilkynning. Hann verður að
vera því samgróinn, hlíta listrænu lögmáli,
koma fram í gegnum persónugerð og atburða-
rás, en ekki beinni ræðu höfundar"
— Hvaða sjónarmið komu fram um form?
Vildu menn hafa það hefðbundið eða reyna
nýjungar?
„Menn ræddu vitaskuld um stíl og form
sagna og kvæða, einkanlega þó bundins máls,
en pexið langa og mikla um atómskáldskap
var alls ekki komið til skjalanna. Ég efast um
að sum atómskáldanna og sumir gagnrýn-
enda þeirra hafi gert sér grein fyrir rótum þess
forms sem um var þrefað. Á bak við það er
meðal annars Freud og sálgreiningarstefnan,
súrrealismi og áhrif frá kúbisma og öðrum
nýjungum myndlistarmanna. Freudismi geis-
aði hér á fjórða áratugnum og ég tók miklar
dýfur í honum eins og fleiri, Jþótt þess sjái nú
lítinn stað í verkum mínum. Á Norðurlöndum
hafði freudismi feikileg áhrif á bókmenntirn-
ar, svo sem á jafnágæta höfunda eins og Sig-
urd Hoel og Sandemose, sem báðir kunnu
með hann að fara. Það verður hins vegar ekki
sagt um alla, sem kokgleyptu hann. Kollhríð
mín í lestri f reudiskra bókmennta var sú, að ég
hesthúsaði nærri því í striklotu 5 eða 6 skáld-
sögur eftir Lars Berg, sem allar snerust um
sálarflækjur af völdum einhverra kynlífs-
vandkvæða, en þá hafði ég líka fengið nóg. Á
blessaðri undirvitundinni, táknrænum
skynjanamyndum og óvæntum tengslum,
runustíl eða stream of consciousness bólar lít-
ið eitt í íslenzkum bókmenntum, en mér er
nær að halda, að þar sé um að ræða áhrif af
völdum Joyce eða erlendra lærisveina hansí*
— Nú var félagið deild úr Alþjóðasam-
bandi byltingarsinnaðra rithöfunda. Höfðuð
þið ekki einhver stefnuskráratriði frá því?
„Mér þykir þú segja tíðindi. Ég hef aldrei
áður heyrt nefnt Alþjóðsamband byltingar-
sinnaðra rithöfunda, hvað þá heldur að félag-
ið okkar sáluga hafi verið deild í því. Við
höfðum óyggjandi fréttir frá flóttafólki af
hroðalegum ofsóknum þýzkra nazista, sem
beindust að gyðingum, kommúnistum, frjáls-
lyndum mönnum, rithöfundum og lista-
mönnum. Við vissum einnig að rithöfundar
og menntamenn voru að halda þing gegn naz-